Morgunblaðið - 10.03.1998, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 10.03.1998, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1998 53 Fyrirlestur um sérstöðu bandarískrar menningar BANDARÍSKI prófessorinn dr. Ric- hard Pells heldur opinberan fyrir- lestur í kvöld kl. 17.15 í stofu 101 í Lögbergi Háskóla íslands. Fyrir- lesturinn fjallar um sérstöðu banda- rískrar menningar í heiminum í dag og nefnist „The Uniqueness of Amerikcan Culture". Fyiirlesturinn verður fluttur á ensku. Dr. Richard Pells er prófessor í sagnfræði við University of Texas, en starfar sem Fulbright-prófessor við háskólana í Bonn og Köln í vet- ur. Hann hefur skrifað nokkrar bækur um bandaríska menningu með sérstakri áherslu á kvikmynd- ir. Nýjasta bók hans, Not Us: How Europeans Have Loved, Hated, and Transformed American Culture Since World War II, hefur vakið sterk viðbrögð og mikið umtal. Dr. Pells vinnur nú að bók sem á að heita: From Bonnie and Clyde to The Deer Hunter: Movies and Modern America. Dr. Pells hefur jafnframt skrifað greinar um tengsl amerískrar og evrópskrar manning- ar í dagblöð og tímarit. Námskeið í reykbindindi HJÁ Krabbameinsfélagi Reykjavík- ur hefst námskeiðið í reykbindindi miðvikudaginn 11. mars. Námskeiðið ber yfirskriftina Viltu hætta að reykja? og er stjórnandi þess Helgi Grímsson, íræðslufulltrúi. Námskeiðið stendur í fimm vikur og verða sex kvöldfundh’ frá kl. 20.30-22. Fundimir verða haldnir í húsi Krabbameinsfélagsins í Skógar- hlíð 8. Námskeiðsgjald er kr. 6.000 en hjón og öryrkjar fá afslátt. Mörg dæmi eru um að stéttarfélög taki þátt í námskeiðsgjaldi fyrh- fé- lagsmenn sína og fyi-irtæki og stofn- anir greiði niðm- gjaldið fyrir starfs- fólk sitt, segir í fréttatilkynningu. Innritun fer fram hjá Krabba- meinsfélaginu. Kenneth Peter- son á Bifröst KENNETH Peterson, forstjóri og aðaleigandi Columbia Ventures í Kalifomíu, heldur fyrirlestur í dag, þriðjudaginn 10. mars, kl. 15.30 í Samvinnuháskólanum á Bifröst. Fyrirlesturinn nefnist Nýtt íslenskt fyrirtæki, hvernig er gmnnur þess lagður? Par fjallar Kenneth um stofnun og stjómun fyrirtækja hér á landi. Columbia Ventures er eigandi Norðuráls, sem nú reisir álverk- smiðju á Grundartanga. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku í hátíðai’sal Samvinnuháskól- ans. MORGUNBLAÐINU hefur borizt athugasemd frá forstjóra Karls K. Karlssonar, Ingvari J. Karlssyni, þar sem hann finnur að leiðara Morgun- blaðsins frá 8. marz 1998: Herra ritstjóri, Fyrir rúmri viku varð það slys á Akureyri, að hlaupkennt sælgæti hrökk ofan í 8 ára di’eng. Fjórum til fimm dögum seinna er skýrt frá slys- inu á Stöð 2 og á síðum Morgunblaðs- ins. í Morgunblaðinu í dag birtist síðan leiðari með fyrirsögnina „Hættulegt sælgæti". Þar er látið að þvi liggja að innflytjandi vörannar kæri sig koll- óttan um þetta slys og sýni ábyrgðar- leysi. Einnig er lítið gert úr áliti Holl- ustuverndar Ríkisins á viðkomandi vöra. Ég vil benda ykkur á nokkur atriði varðandi þetta slys. I íyrsta lagi má þakka kunnáttu foreldra við að bregðast fljótt og rétt við. Á hverju árí deyr fólk vegna þess að eitthvað hrekkur ofan í það. Erlendis er oft brýnt fyrir fólki hvemig eigi að bregðast við s.s. hvernig eigi að gera Heimlich manoeuvre o.s.frv. Á veit- FRÉTTIR Ur dagbók lögreglunnar Annríki hjá lögreglunni 6. til 9. mars 1998. TALSVERT annríki var hjá lög- reglunni þessa helgi. Fámennt var í miðborginni á morgni laug- ardags en fjölmennara að morgni sunnudags og nokkuð um átök milli manna. Á fjórða tug manna voru handteknir vegna ölvunar og urðu nokkrir þeirra að eiga næturgistingu í fanga- geymslu. Umferðaróhöpp og umferðarslys Mikið var um árekstra um helgina og era skráðir 49 slíkir hjá lögreglu, þar af 3 slys. Þrett- án ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um ölvun við akstur og 26 vegna hraðaksturs og varð einn þeima að sjá á eftir ökuréttindum sínum af þeim sökum. Föstudagur kl. 14.13: Ekið var á gangandi vegfaranda í Hafnar- stræti við Naustin. Rúmlega sjö- tug kona varð fyrir bíl og slasað- ist hún á hendi og var flutt á slysadeild af lögreglu. Laugardagur kl. 17.06: Árekst- ur varð á Bústaðavegi. Ökumaður sem ók aftan á aðra bifreið er grunaður um ölvun við akstur. Laugardagur kl. 18.33: Árekstur varð á Sundlaugavegi við Brúnaveg. Annar ökumanna er grunaður um ölvun við akstur. Flytja varð aðra bifreiðina af vettvangi með kranabifreið. Laugardagur kl. 22.03: Barst lögreglu tilkynning um að bifreið hefði verið ekið á ljósastaur í Streng við Urriðakvísl. Er lög- reglan kom á staðinn var öku- maður á brott en hans var vitjað síðar í heimahúsi og fluttur á slysadeild. Ökumaðurinn er gran- aður um ölvun við akstur. Sunnudagur kl. 15.49: Barst lögreglu tilkynning um að bifreið hefði oltið á Eyjaslóð. Ekki urðu slys á fólki í óhappinu. Sunnudagur kl. 16.43: Barst lögreglu tilkynning um að bifreið hefði verið ekið utan í vegrið og umferðarskilti í Skógarseli. Líkamsmeiðingar Laugardagur kl. 1.44: Karl- manni var ekið á slysadeild eftir að hann hafði orðið fyrir líkams- meiðingu. Reyndust minniháttar meiðsl. Laugardagur kl. 2.09: Karl- manni var ekið á slysadeild með skurð undir hægra auga eftir að hafa orðið fyrir líkamsmeiðingu. Laugardagur kl. 3.33: Kom til átaka á veitingahúsi og brotnaði meðal annars rúða. Fjórir vora handteknir og fluttir í fanga- geymslu. Þjófnaðir - Skemmdarverk - Rán Laugardagur kl. 23.10: Ökutæki var stolið frá Rauðarárstíg að kvöldi fóstudags en fannst um miðjan dag á laugardag. Þá vora jafnframt handteknir fjórir ungir einstaklingai;, þrír karlmenn og ein stúlka. I ökutækinu fundust ýmsir munir sem taldir era þýfi úr innbrotum og auk þess fundust ætluð fíkniefhi á einum piltanna. Öll vora þau flutt í fangamóttöku. Laugardagur kl. 9.37. Karlmað- ur var handtekinn og fluttur í fangageymslu er hann var að brjótast inn í ökutæki við Lauga- veg. Laugardagur kl. 16.23: Karl- maður handtekinn er hann hafði brotist inn í hús í vesturborginni. Þar hafði maðurinn meðal annars brotið húsmuni. Hann var vistað- ur í fangageymslu lögreglu. Laugardagur 21.13: Tveir handteknir og vistaðir í fanga- geymslu eftir að hafa brotið ráðu í íýrirtæki í Borgartúni. Sunnudagur kl. 6.52: Tveir 18 ára piltar og 17 ára stúlka voru handtekin eftir að þau höfðu framvísað stolnu Debet-korti og stungið af með varning úr nætur- verslun í miðborginni. Þau voru öll vistuð í fangageymslu. Brunar Föstudagur kl. 10.13: Lög- reglu barst tilkynning um eld í flutningabifreið á Bústaðavegi við Suðurhlíð. Kviknað hafði í fram- hjóli bifreiðarinnar og sá slökkvi- lið um aðgerðir. Annað Laugardagur kl. 9.26: Maður féll í stiga á vinnustað á Seltjam- amesi og slasaðist á höfði. Hann var fluttur á slysadeild. Laugardagui' kl. 11.50: Vörabif- reið kyrrsett vegna frágangs á farmi. Bifi’eiðin var við flutninga á loðnu án þess að hafa tilskilda yf- irbreiðslu yfir farminn. Lögreglu- lið á Suðvesturlandi mun á næst- unni fylgjast með því að reglum sé fylgt við flutning á slíkum farmi. Sunnudagur kl. 12: Ölvaður karlmaður handtekinn þar sem hann var óvelkominn inni í húsi í austurborginni. Maðurinn gat enga skýringu gefið á ferð sinni né veru og reyndi síðan að hafa á brott með sér húsmuni. Sunnudagur kl. 1.05: Barst lög- reglu tilkynning um vatnsleka í verslun í Árbæjarhverfi. Slökkvi- lið kom á vettvang til að aðstoða starfsmann við aðgerðir. Upplestrarkeppni meðal barna í 7. bekk grunnskóla SENN líður að lokum upplestrar- keppni barna í 7. bekk grunnskóla í nokkrum byggðarlögum á Suður- og Suðvesturlandi. Keppnin hófst á degi íslenskrar tungu og henni lýkur í mars með lokahátíð á þremur stöðum: Hafnarfirði: Hafnarborg, þriðjudaginn 10. mars kl. 17.30. Kópavogi: Félags- heimili Kópavogs, fimmtudaginn 12. mars kl. 17.00. Suðurlandi: Hótel Selfossi, miðvikudaginn 18. mars kl. 16.00. Auk þess verður sérstök lokaat- höfn í þremur stökum skólum, Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi, Garðaskóla í Garðabæ og Grunn- skólanum í Njarðvík. Áætlað er að samtals um 900 börn í liðlega 20 skólum hafi tekið þátt í keppninni. „Hér er um merkilegan atburð að ræða, sem á eftir að verða land- skeppni innan fárra ára en keppnin er nú haldin í annað sinn. í fyrra var hún bundin við Hafnarfjörð og Áfltanes en í ár var einnig skólum á Suðurnesjum, í Garðabæ og Kópavogi, á Seltjarnarnesi og Suð- urlandi boðin þátttaka. Markmið keppninnar er að stuðla að því að hlutur hins talaða máls, sjálfs framburðarins, verði meiri í skólum landsins og vitund þjóðarinnar en verið hefur. Það er ekki aðalatriði keppninnar að finna hinn hlutskarpasta heldur að fá sem flesta til að leggja rækt við lestur sinn, ekki síst þá sem hingað til hafa orðið útundan í lestri eða taldir eru illa læsir. Reynslan hefur sýnt að einmitt þeir geta komið á óvart þegar þeir fá góða leiðsögn og tækifæri til að undirbúa sig. Dagur íslenskrar tungu markaði upphaf þriggja mánaða tímabils þar sem gert er ráð fyrir að kenn- arar leggi meiri rækt en endranær við undirbúning upplestrar í skóla- stofunni. Aðstandendur vonast til að keppnin verði kærkomið tilefni til að koma saman og njóta þess að hlýða á vandaðan flutning góðra bókmennta,“ segir í fréttatilkynn- ingu. LEIÐRÉTT Heiða Njóla RANGT var farið með nafn Heiðu Njólu Guðbrandsdóttur í frétt hér í blaðinu í fyrradag. Heiða Njóla sem náði bestum árangri í stærðfræði- keppni grunnskólanemenda í Breið- holti, var í fréttinni á sunnudag sögð heita Heiða Njála. Beðist er velvirð- ingar á þessum mistökum. Merkingar á kortum víxluðust Á KORTUM, sem fylgdu grein um ferðamál á bls. 32 og 33 í Morgun- blaðinu á laugardag, víxluðust merk- ingar á þremur kortum þannig að tölur yfir alla sumargesti árið 1996, gesti frá Norður-Ameríku og gesti frá Suður-Evrópu komu í stað talna um næturgesti frá þessum svæðum og öfugt. Sem dæmi má nefna, að 97% allra ferðamanna komu til Reykjavíkur og 86% gistu þar, 53% ferðamanna fóru um Borgarfjarðar- og Mýrasýslu en aðeins 17% gistu þar o.s.frv. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Þú ert önnur en þú varst VARST kom í stað ert í tilvitnun í umfjöllun um geislaplötu Erics Claptons í blaðinu á sunnudag. Rétt er hún svona: „Þú ert önnur en þú varst fyrir stundu - og verður aldrei söm.“ Athugasemd við leiðaraskrif ingastöðum hanga uppi plaköt þar sem sýnt er myndrænt hvemig bregðast skuli við yfirvofandi slysköfnun. Sjá t.d. Heimlich manoeuvre á net- inu http://203.116.95.8/hlthinfo/fir- staid/hmchild.html. Hér á landi er fjallað í „fyrstu hjálp“ um hvernig bregðast skuli við yfirvofandi slysköfnun. Aftur á móti hefur umfjöllun Morgunblaðsins í leiðara leitt það í ljós að mikill misskilningur er hér á ferð. Telur ritstjórinn að koma megi í veg fyrir slysköfnun með því að inn- flutningi á hlauphamborguram verði hætt? Telur ritstjórinn þetta eina til- felli slysköfnunar í landinu undanfar- in ár? Væri ekki skynsamlegra að beina umfjöllun um þetta slys í áttina að þvi hvernig eigi að bregðast við? Sýna t.d. myndrænt hvernig eigi að bjarga fólki frá slysköfnun, sem ein- hverra hluta vegna eítthvað hefur hrokkið ofan í. Ræða hvað geti minnkað líkur á að svona slys verði, s.s. að bíta litla bita, tyggja vel, halda smádóti frá smábömum, vera með lítið uppi í sér í einu, tala ekki með fullan munninn o.s.fi’v. Segja foreldr- um frá því hversu mikilvægt slíkt sé ekki síst í ljósi þessa slyss. í leiðaranum er verið að einfalda hlutina með því að kenna einni vöru- tegund um. Hver eru skilaboðin? Þarna era á ferðinni illa ígranduð skrif. Þetta hlaup hefur verið selt í yfir 100 milljón stykkjum í yfir 10 ár, án þess að vitað sé að tjón hafí hlotist af. Þetta er reynslan. Leggur ritstjórinn virkilega til boð og bönn til lausnar slysum? Á að banna bíla til að koma í veg fyrir bílslys? Flugvélar til að koma í veg fyrir flugslys? Er það á þessu plani sem á að ræða um slys? Ég held að sá er skrifaði þennan leiðara í æsifréttastíl þurfi að spyrja sjálfan sig, hver er tilgangurinn með skrif- unum? Ég hefði haldið að ábyrg um- fjöllun um þetta slys væri á eftirfar- andi nótum: hvað getur orsakað slys, hvemig bregðast eigi við og hvemig megi koma þeim skilaboðum til al- mennings. Ef mætti koma í veg fyrir slíkt með banni á innflutningi á þessari einu vörutegund væri vissulega til mikils að vinna. En það er einfeldn- ingslegt að halda slíku fram. Rit- stjórinn verður að gefa sér að t.d. bílainnflytjandi flytji ekki inn bfla til þess að valda slysum. Hvað matar- kyns þyrfti ekki að banna til þess að koma í veg fyrir slysköfnun. Ég væri ritstjóranum þakklátur ef hann fjallaði um það á síðum blaðsins hvemig koma megi í veg fyrir slysköfnun svo ekki þurfi að hvetja til banns við kjöti, eplum, fiski, o.s.frv., ef hann ætlai’ sér að vera samkvæmur fyrri skrifum sínum ef næsta slys ber að gai’ði. Gerðuberg Aukasýning á Dimmalimm AUKASÝNING verður á Dimmalimm - barnadagskrá í Menn- ingarmiðstöðinni Gerðubergi þriðju- daginn 10. mars kl. 14. Það er jafn- framt allra síðasta sýning á Dimmalimm. Dagskráin, sem er fyrir böm, er úr ævintýri Dimmalimm við tónlist eftir Atla Heimi Sveinsson. Flytj- endur eru Guðrún Birgisdóttir flautuleikai’i, Peter Máté píanóleik- ari, Harpa Arnardóttir leikari og Björg Vilhjálmsdóttir myndlistar- maður. Nú stendur yfir sýningin Mynd- skreytingar úr íslenskum barnabók- um í Menningarmiðstöðinni en þar gefst kostur á að sjá úrval af mynd- um íslenskra myndskreyta. r VÁKORTALISTI N dags. 10.03.’98 Nr. 290 5414 8300 2688 7108 5414 8304 1123 5103 5411 3900 0438 2104 5414 8304 0766 5107 Ofangreind kort eru vákort, sem taka ber úr umferð. VERÐLAUN kr. 5.000 fyrir þann sem nær korti og sendir sundurklippt til EUROPAY íslands EUROPAY ísland. Ármúla 28—30 108 Reykjavík sími 5501500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.