Morgunblaðið - 10.03.1998, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1998
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Sigurför í aðsigi
Myndlistar-
sýning- í
Kvennasögu-
safni Islands
í KVENNASÖGUSAFNI ís-
lands er ætlunin að opna nýja
sýningu í upphafi hvers mán-
aðar á verkum íslenskra
myndlistarkvenna og er Rúna
(Sigrún Guðjónsdóttir) mynd-
listarkona marsmánaðar.
Rúna fæddist í Reykjavík
1926 og stundaði nám við
Myndlista- og handíðaskóla
íslands og Listaháskólann í
Kaupmannahöfn. Rúna starf-
aði í fjölmörg ár við leirmuna-
skreytingar og þróaði út frá
þeirri reynslu eigin tækni við
myndgerð á steinleirs- og
postulínsflísum. I allmörg ár
hefur Rúna lagt mikla áherslu
á að teikna og mála á japansk-
an pappír og notar þá blek,
akryl, pastel og olíukrít.
Myndirnar á sýningu Kvenna-
sögusafns Islands eru allar
pensilteikningar á handgerðan
pappír.
Rúna hefur haldið fjölda
sýninga, bæði hérlendis og er-
lendis, oftast í félagi við mann
sinn, Gest Þorgrímsson mynd-
höggvara. Síðustu samsýning-
ar þeira voru í Cuxhaven,
Þýskalandi 1993, Julita, Sví-
þjóð 1994 og Urawa, Japan
1995.
Sýningu Rúnu lýkur í lok
mánaðarins.
Auður Ólafsdóttir málari og
leirlistakona mun síðan sýna
verk sín í aprílmánuði.
Kvennasögusafn Islands er
á 4. hæð Þjóðarbókhlöðu við
Amgn'msgötu 3 í Reykjavík.
Safnið er opið alla virka daga
frá kl. 13-17. Það er Guðrún
Dís Jónatansdóttir sem veitir
safninu forstöðu.
TONLIST
Hallgrímskirkja
KÓRTÓNLEIKAR
Verk eftir Olsson, Part, Mörk Karl-
sen, Hjálmar H. Ragnarsson, Lid-
holm, Jennefelt og Sandström. Hörð-
ur Áskelsson, orgel; Mótettukórinn
og Schola cantorum u. stj. Eriks
Westbergs. Hallgrímskirkju, sunnu-
daginn 8. marz kl. 17.
SÁ FORDÓMUR sumra að
kirkjutónverk séu sízt af öllu
skemmtileg og uppörvandi hlustun,
brestur sem kunnugt er þegar á
Bach. Hver sá er hrífst ekki lengst
inn í heiladingul af t.d. Gloria in
excelsis-kórnum í H-moll-mess-
unni, hlýtur að vera rytmískt ör-
kumla, ef þá ekki algert dauðyfli.
Að framsækin nútímakirkjukór-
verk geti einnig verið hvati á
adrenalínið, er kannski ekki jafn-
kunnugt, en á velsóttu tónleikun-
um í Hallgrímskirkju sl. sunnudag
sannaðist það svo ekki varð um
villzt.
Dagskráin samanstóð að mestu
af sænskum kórverkum, enda
gestastjórnandinn frá þvísa landi
-Erik Westberg, fyrrum nemandi
hins nafntogaða kóramanns Erics
Ericsons og nú prófessor við
Framnás-tónlistarskólann í Piteá.
Kór Hallgrímskirkju fór rólega af
stað með þrem mótettum, nr. 1, 4
og 5 úr Sex latneskum hymnum
Op. 40 eftir Otto Olsson (1879-
1964); kliðmjúk og kyrrlát síðróm-
antísk tónlist og að mestu hómó-
fónísk en vel gerð, fyrir 4, 6 og 7
raddir. Eftir Arvo Párt frá Eist-
landi var næst 4-6 radda mótetta
frá síðasta ári, samin fyrir Erik
Westberg Vocal Ensemble og við
frásögn Nýja testamentisins um
konuna með alabastursbuðkinn í
Betaníu; sömuleiðis íhugandi tón-
list við ómþýðan hljómagang um
liggjandi pedaltóna í ýmist efri eða
neðri röddum að hætti Párts, og að
vonum stjórnað og flutt af kunn-
áttusamlegu öryggi.
Önnur mótetta eftir Párt var
sungin, „Tribute to Caesar“ um
svar Jesú við Farísea um að gjalda
bæri keisaranum það sem keisar-
ans væri og Guði það sem Guðs
væri, í svipuðum stfl og ágætlega
flutt, utan hvað karlaraddir, eink-
um bassar, hljómuðu þar örlítið
þreytulegai-. Næst á undan og eftir
þeirri mótettu lék Hörður Áskels-
son tvo þætti úr Orgelsinfóníu eftir
norska tónskáldið Kjell Mörk Karl-
sen, „Gymel“ (í höfuðið á forn-
brezkum raddsöng) og „Scherzo
ostinato" af stakri snilld, og bar
rapsódískur seinni þátturinn af
fyrir glæsileika og skemmtileg
hrynræn tilþrif.
Te Deum Hjálmars H. Ragnars-
sonar var næst á dagskrá, 4-8
radda mótetta frá 1995, sem gladdi
hlustandann m.a. fyrir þá sök, að
tvær „anaþemur" í nútímamúsík
voru þar feimnislaust brotnar,
nefnilega bannið við endurteknum
hendingum - og forneskju á við
fúgatósatz(l), er Hjálmar setti við
„doxológíska“ eða vegsamandi
hluta hins aldna lofgjörðartexta í
„tempus perfectum" takttegund-
inni 6/8. Hómófónísku kaflarnir
voru e.t.v. frumlegasti partur tón-
smíðarinnar, enda hefur Hjálmar
um langa hríð lagt rækt við nýstár-
leg og oft óvænt hljómasambönd
sem kunna upphaflega að eiga ein-
hverjar rætur að rekja til blokk-
harmónisma Jóns Leifs.
Scola cantorum-kammerkórinn
tók að því loknu við í tveimur
sænskum verkum, „Laudi“ (1947)
eftir Ingvar Lidholm og „Clavian-
te brilioso“ (1994) eftir Thomas
Jennefelt. Urval úi’valskórs eins
og Mótettukórsins ætti að vera
ávísun á eftirminnilega hlustunar-
upplifun, og það stóð líka heima.
Laudi var, þrátt fyrir 50 ára aldur,
framsæknasta verk dagsins; afar
kröfuhart til flytjenda m.t.t. erf-
iðra tónbila og inntónunar í hljóm-
klösum, en - ef þeir standa undir
kröfunum - sérlega áhrifamikið.
Schola cantorum söng af mikilli
innlifun og nákvæmni, og var
Laudate Dominum lokakaflinn
einstaklega glæsilegur. Verk
Jennefelts var hlutfallslega að-
gengilegra að ytra borði, þó að
mæddi stundum mikið á hæð
sópransins, þótt ekki væri svo að
heyra á flytjendum. Verkið var af-
ar skemmtilegt áheyi'nar; beitti
m.a. nk. „ostínato-parlando" tækni
og minnti á sinn hátt á einskonar
blöndu af Orff, Párt, Stockhausen
(„Stimmung") og notkun Mike
Oldfields á tilbúnum merkingar-
lausum texta.
Að lokum sló Mótettukórinn
glæstan glernagla í aldeilis frá-
bæra tónleika með engu síður
áheyrilegri 6-12 radda mótettu
Sven-Davids Sandström,
„Laudamus te“ (1993), þar sem
m.a. mátti heyra hugvitsamlega
þráskörun í sívaxandi tempói og
þéttleika, er myndaði sannkallaða
himneska stígandi. Sjaldan hefur
maður heyi-t jafn safaríkar tvíundir
í jafn tandurhreinum flutningi og
hér, og duldist engum, að bæði
söngvarar og stjórnandi höfðu fullt
erindi sem erfiði. Verði svipaður
dampur uppi á væntanlegu ferða-
lagi kóranna um Norðurlönd, má
búast við sigurför af stærri sort-
inni.
Ríkarður Ö. Pálsson
Er lífið kona sem kallar?
Morgunblaðið/Þorkell
MR-ingar mega vera stoltir af menningarvinnu sinni um þessar
mundir, segir m.a. í umsögninni.
LEIKLIST
Tjarnarleikliösið
Herranðtt — MR
VORIÐ KALLAR
eftir Frank Wedekind. Leikstjóri:
Hilmar Jónsson. Aðstoðarleikstjóri:
Halla Margrét Jóhannesdóttir. Leik-
mynd: Finnur Arnar Arnarson. Með
helstu hlutverk fara: Þorsteinn B.
Friðriksson, Jóhannes Benediktsson,
Hulda Dögg Proppé, Bryndís Niel-
sen, Helgi Már Jónsson, Ásdís
Eckardt, Elva Björk Ragnarsdóttir,
Þóra Karítas Árnadóttir, Björn
Hólmsteinsson, Einar Leif Nielsen.
Frumsýning 7. mars.
FYRIR nokkrum árum sýndi
MR leikritið Baal eftir Bertold
Brecht á Herranótt, en nú leitar
skólinn í smiðju til Franks Wede-
kind sem ruddi Brecht brautina í
þýska leikhúsinu með beittri
ádeilu á borgarastéttina, Burger-
tum. Aldamótakynslóðinni þýsku
var lítt skemmt við að sitja undir
árásum á sjálfa sig, og þar að auki
var kynhvötin hafín til öndvegis í
verkum Wedekinds og það þótti
ekki heldur góð latína á þessum
árum. Lúlú er án efa frægasta
verk Wedekinds og var bannað
þar til ritskoðun var lögð af í
Þýskalandi 1918.
En síðan er mikið vatn runnið til
sjávar.
Nú undir lok tuttugustu aldar
kemur „Vorið kallar" fyrir sjónir
sem allt að því hófstillt verk, a.m.k.
hvað kynlífslýsingar varðar. Nú-
tímaáhorfendur kippa sér ekki upp
við það þótt sjáist í stöku lærlegg á
stúlku og doppótt undirföt.
Vera má að sumum þyki enn
hald í þeirri trú að kynhvötin sé í
senn undirrót og réttlæting lífsins,
að fyrir piltum sem era að komast
á gelgjuskeiðið sé lífið kona sem
kallar, en það er varla það viðhorf
eitt sem dugir til að halda þessu
leikriti á fjölunum. Það sem gerir
leikritið sígrænt, og við hæfi þessa
hóps og þessara tíma, er afhjúpun-
in á grimmd og skilningsleysi fólks
sem hefur selt sig undir mann-
skilning sem er naumur og tak-
markandi. Þetta fólk veður ennþá
uppi í samtímanum með helgi-
slepju eða siðbótarrausi, en alls
staðar glittir í drottnunaráráttuna
undir, ef grannt er skoðað.
Það er gæfa Herranætur að
þessu sinni að hafa fengið Hilmar
Jónsson til liðs við sig sem leik-
stjóra. Hilmar steig einmitt sín
íyrstu skref á leiklistarbrautinni í
Herranótt, en undanfarin ár hefur
hann leikstýrt ýmsum verkum í
Hafnarfjarðarleikhúsinu Hermóði
og Háðvöru og sýnt þar að hann er
kominn í hóp allra bestu leikstjóra
landsins.
Og ekki bregst honum bogalist-
in hér frekar en endranær. Það er
enginn leikari staður á sviðinu
eins og oft vill brenna við hjá
áhugaleikuranum, heldur er eitt-
hvað að gerast, augað fær að
fylgja einhverju/einhverjum eftir
allan tímann. Hvergi er dauður
punktur.
Lýsing er notuð á smekklegan
og áhrifaríkan hátt, svo og rýmið
allt í kringum tréð (sem í grósku
sinni, vísunum og minnum er firna
gott, reyndar eins og leikmyndin
öll), sem er nýtt til hins ýtrasta og
látið þjóna merkingu verksins.
Þannig er t.d. gaman að sjá hvem-
ig valdið talar að ofan, eða hvemig
æskuástin er upphafin þegar
elskendurnir mætast í rauðum
brennidepli við krónu trésins.
Svona gera leikstjórar sem vita að
merking er meira en orð, athafnir
og umgerð, að hún er fagurfræði
þess að opna í fólki minnið. Þessu
þjónar líka tónlistin, smekklega
valin, og leikhljóðin, markviss.
Og inn í þessa hugsun leikstjór-
ans alla og djúpan lestur vex þetta
unga menntafólk sem á sviðinu
stendur, og líka þau sem vinna ut-
an sviðsins og taka þátt í öllu sköp-
unarferlinu sem er leikhús. Leik-
ararnir standa sig öll með prýði og
eflaust betur en þau héldu að þau
ættu til.
Þannig verður þessi sýning að
þroskasögu þeirra eins og hún er
sjálf þroskasaga auðugustu hefð-
ar bókmenntanna á því sviði,
þeirrar þýsku, og sem slík góð og
vönduð.
MR-ingar mega vera stoltir af
menningarvinnu sinni um þessar
mundir; Þetta leikrit er þeim til
sóma, og svo er skólablað þeirra
nýkomið út, stútfullt af fjölbreyttu,
ögrandi og áhugaverðu efni. Þau
sem standa svona vel að verki eiga
sannarlega framtíðina bjarta fyrir
sér.
Guðbrandur Gíslason
EIN mynda Gunnhildar
Gunnhildur
Björnsdótt-
ir sýnir í
Horninu
NU stendur yfir sýning Gunn-
hildar Björnsdóttur í Galleríi
Horninu. Gunnhildur sýnir
myndir unnar með blandaðri
tækni og ber sýningin yfirskrift-
ina Skammdegi.
Gunnhildur stundaði listnám
við Myndlþstaskóla Reykjavíkur
og við MHI, Myndlistarakadem-
íuna í Helsinki og við Listahá-
skólann Valand í Gautaborg.
Gunnhildur hefur tekið þátt í
samsýningum, m.a. í Japan, Ma-
kedóníu, Finnlandi og Svíþjóð.
Sýningin Skammdegi, sem er
hennar fyi-sta einkasýning,
verður opin alla daga fi'á kl.
11-23.30 og stendur til 25. mars.
Sérinngangur gallerísins er op-
inn kl. 14-18.
Freskugerð
og markaðs-^
setning í MHI
MARKAÐSSETNIN G mynd-
listar - upplýsingar um mynd-
listarmarkaðinn og kennsla í
gagnagerð er heiti á námskeiði
sem haldið verður í fyrirlestrar-
sal MHÍ í Skipholti 1 og hefst
16. mars.
Kennarar og fyrirlesarar eru
Halldór B. Runólfsson og Jón
Proppé, listfræðingar, Hrafn-
hildur Þorgeirsdóttir, forstöðu-
maður upplýsingamiðstöðvar
myndlistar, Knútur Bruun, lög-
fræðingur, Eiríkur Þorláksson,
forstöðumaður Kjarvalsstaða,
Þorgeir Ólafsson, listfræðingur,
og myndlistarmennirnir Rúrí,
Hannes Lárusson og Tolli.
Freskugerð
Námskeið í freskugerð hefst
17. mars og mun Baltasar mynd-
listarmaðm- kenna þátttakend-
um tæknina. Hver og einn vinn-
ur eina fresku, þar að auki verð-
ur farið í ýmis tækniatriði við
undirbúning verksins. Fjallað
verður um samvinnu við arki-
tekta um rými og gerð teikninga
í hlutfóllum. Skissu- og módel-
gerð, vinnuferli og skipulag,
ski'áning með ljósmyndum og
litameðferð í freskum. Kennt
verður í Laugamesi.
Gallerí Sævars Karls
Fjögur borð
og gleraugu
STEFÁN Geir Karlsson opnaði
sýningu í Galleríi Sævars Karls
laugardaginn 8. mars sl. Sýning-
una kallar hann Fjögur borð og
gleraugu og er þetta í þriðja
sinn sem Stefán Geir sýnir í
galleríinu.
I fréttatilkynningu segir að
verk Stefáns Geirs hafi aldrei
verið af smæstu gerð og hafi
nokkur þeirra verið nefnd í bók-
um Guinness, t.d. dómaraflaut-
an í eigu KSÍ, herðatré og
blokkflauta í eigu Reykjavíkur-
borgar.
Sýningin stendur til 1. apríl
og er opin á verslunartíma.