Morgunblaðið - 10.03.1998, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.03.1998, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1998 1 7 LANDIÐ Eldur í mjólkur- húsi MJÓLKURKÝR og kálfur drápust úr reykeitrun eftir að eldur kom upp í mjólkurhúsi á bænum Grænuhlíð í Austur- Húnavatnssýslu á sunnudags- morgun. Dagný Guðmundsdóttir, hús- freyja í Grænuhlíð, segir að lík- lega hafi kviknað í út frá raf- magni. Heimilisfólkið hafi orð- ið eldsins vart klukkan átta að morgni og kallað til slökkvilið- ið. „Allt það sem var í mjólkur- húsinu er ónýtt,“ segir hún. „Þá fylltist fjósið, sem er tengt mjólkurhúsinu, af reyk. 20 gripir sem voru í fjósinu eru allir mjög slappir og dýralækn- ir sem hefur skoðað dýrin telur allt eins líklegt að fleiri drepist á næstunni," sagði Dagný. Arekstur á Fagradal FLUTNINGABÍLL og fólks- bíll rákust saman á Fagradal skömmu fyrir kl. 9 í gærmorg- un. Ökumaður fólksbílsins var fluttur á heilsugæslustöðina á Egilsstöðum, marinn og skor- inn, að sögn læknis, en fékk að fara heim síðdegis. Að sögn lögreglu á Eskifirði gekk á með éijum og skafrenn- ingi í gærmorgun og skyggni því afar slæmt þegar bílamir mættust og skullu saman. Fólksbíllinn er talinn ónýtur og flutningabíllinn mikið skemmdur. Hallg’rímur í Hólmum 70 ára Björk, Mývatnssveit HALLGRÍMUR Jónasson, Hólmum í Mývatnssveit, átti 70 ára afrnæli 7. mars. Þann dag bauð hann og eiginkona hans, Hjördís Albertsdóttir, frændum og vinum til veglegs kvöldverðar á heimili þeirra. Veitt var af mikilli rausn og myndarskap og áttu viðstaddir mjög ánægjuleg kvöldstund sem var fjölmenn. Hallgrímm• og Hjördís eiga fimm böm sem öll eru á lífi. Hallgrímur hefur ekki gengið heill til skógar síðustu ár. For- eldrar hans vom Jónas Hall- grímsson bóndi í Vogum og Guðfinna Stefánsdóttír frá Öndólfsstöðum. Hinir fjöl- mörgur frændur, vinir og kunningjar Hadda í Hólmum senda honum góðar óskir um góða heilsu og bjarta framtíð. Klakahlaup í Þjórsá / Ain var öll á iði eins og hraunelfa Selfossi - Mikið ísskrið eða klaka- hlaup varð í Þjórsá skömmu eftir hádegi síðastliðinn föstudag. Hlaupið hófst 1 ánni á móts við bæinn Egilsstaði og hljóp hiður ána um fimm kílómetra. Áður en hlaupið varð hafði hækkað veru- lega í ánni og vatn stóð hátt í henni í gilinu undir Þjórsárbrú. Ólafur Siguijónsson, bóndi í Forsæti, varð vitni að hlaupinu þar sem hann sat við eldhús- gluggann á bænum og horfði út. „Þetta var ótrúlega há flóðbylgja sem kom niður ána. Jakahrönglið var á fullri ferð, jakamir þeytt- ust upp og áin var öll á iði, þetta var eins og hraunelfa,“ sagði Ólafur. Við þessar aðstæður, langvarandi kulda og mikla ís- myndun á ánni, sagði hann ís- skriðið aðal hættuna frá ánni. Þá gætu myndast þær aðstæður að ísinn stíflaði rennslið og áin færi upp úr farveginum og vestur lág- iendið neðan við félagsheimilið Þjórsárver. Greinilegt er að mikið hefur gengið á í klakahlaupinu á föstu- dag. fsinn á ánni er mjög úfinn og Ijóst að mikil ferð hefur verið á hlaupinu. Það hefur rifið upp ísinn og mtt honum á undan sér þar til það stöðvaðist fram undan bænum Forsæti. Ólafur Sigur- jónsson áætlar að hraði hlaupsins hafi verið um 50 kílómetrar á klukkustund. „Þetta var ótrúleg sjón og al- veg eins og á myndunum frá Núpsvötnum í flóðinu þar þegar jakamir byltust fram,“ sagði Ólafur. Vamargarður bjargaði Vatnsbylgja hefur verið á und- an hlaupinu sem sést vel á vest- urbakkanum þar sem vatnsflóð- ið hefur þeytt upp snjósköfl- um og ís. Klakahrönglið þrýst- ist upp að árbakkan- um framundan bæn- um ftflósyndi þar sem það stöðv- aðist á varnargarði sem gerð- ur var fyrir 20 árum. Sú fyrir- staða kom greinilega í veg fyr- ir að hrönglið hlypi upp á tún- ið og heim að bænum. Annar varnargarður sem ligg- ur út í ána til varnar land- rofi var mikil fyrirstaða en klak- arnir þeyttust yfir þann garð. Ógnvekjandi staðreynd Bjarki Reynisson, bóndi í Mjósyndi og oddviti Villinga- holtshrepps, sagði nauðsynlegt að fá varnargarð með ánni þar sem mesta hættan væri á því að hún færi uppúr farveginum, á um 2,5 km kafla. Einnig þyrfti að byggja upp veginn með ánni, frá Þjórsárveri að Egilsstaðahverfí. „Það er ógnvekjandi að hafa þetta yfir sér. Núna hefur verið góð tíð í vetur og bara við þenn- an stutta frostakafla kemur þetta fyrir. Þetta segir manni að svona hlaup vofa yfir á hveijum vetri,“ sagði Bjarki. Hann minnti á að 1977 hefði áin verið búin að hlaða undir sig miklum ís og flæddi yfir bakkana. Þá voru uppi áform um að flytja fólk og bústofn í burtu. Þegar staðið er á hlaðinu í Mjósyndi blasir íshrönglið í ánni við í um 100 metra íjarlægð og sú hugsun er áleitin að ekki þurfi mikið tU að lyfta ísnum yfir lág- an varnargarðinn frá 1977. íjöldi fólks hefur lagt leið sína að ánni til að skoða ummerki hlaupsins. Morgunblaðið/Sig. Jóns. KLAKARNIR hrönnuðust upp í hlaupinu. íeimmsisBKi bjóða öryggis- og eftirlitsbúnað frá SANYO á betra verði en áður hefur þekkst. Búnaðurinn er einfaldur og þægilegur í uppsetningu er að bæta við myndavélum eða ipptökutæki, allt eftir þörfum. Hafðu samband og við gerum þér tilboð Heimilistæki hf sem er sniðið að þínum þörfum. SÆTÚNl 8 SÍMl 5691500 www.ht.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.