Morgunblaðið - 10.03.1998, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
MENNTUN
Bóknámsbrautir Nýrrí skólastefnu og endurskoðun á aðalnámskrá grunnskóla og framhaldsskóla fylgja nokkr-
ar breytingar sem ræða á áður en endanlegar ákvarðanir eru teknar. Gunnar Hersveinn leitaði til stjórnenda í
_____nokkrum framhaldsskólum og spurði þá um viðhorf til breytinga á bóknámsbrautum í skólum þeirra._
Nýtt skipulag
á bóknáms-
brautum í fram-
haldsskólum
# Hvað hefur meiri sérhæfing bóknáms-
brauta í för með sér?
# Verður stefna nemenda skýrari í námi?
Verður erfíðara að skipta um braut?
■«ís mTe&mmr.
Morgunblaðið/Kristinn
HVERNIG munu nemendur bregðast við hugmyndum um breyttar áherslur á bóknámsbrautum?
Sérhæfíng brauta eykst, en minnkar frjálsa valið?
KYNNINGU á nýrri skóla-
steftiu menntamálaráðu-
neytis hefur verið dreift
inn á heimili landsmanna
undanfarna daga undir nafninu
„Enn betri skóli, þeirra réttur -
okkar skylda" og er hún grundvöll-
uð á endurskoðun á aðalnámskrá
fyrir grunnskóla og framhaldsskóla.
A blaðsíðu 18-21 er sagt frá fyrir-
huguðum breytingum á skipulagi í
framhaldsskólum, m.a. að bóknáms-
brautir til undirbúnings á háskóla-
námi verði þrjár: Tungumálabraut,
náttúrufræðibraut og félagsfræði-
braut. En að auki verði þriggja ára
listnámsbraut sem veiti rétt til list-
námms í sérskólum og skólum á há-
skólastigi. Líka er sagt frá að til-
raun verði gerð með upplýsinga- og
tæknibraut.
Hér verður rýnt í skipulag á
bóknámsbrautum í framhaldsskól-
um og leitað eftir viðhorfum skóla-
stjóra í nokkrum skólum, þótt
kynningin sé nýhafín og sumt sé
ennþá nokkuð óljóst eins og hvað
WINCIE JÓHANNSDÓTTIR
Erfiðara að
skipta um
skoðun
WINCIE Jóhannsdóttir, rektor
Menntaskólans við Hamrahlíð,
leggur áherslu á að aðalnámskrá
skilgreini markmið, aðferðir og
hugsunarhátt greina. „Það er ekki
alveg ljóst hvað felst í hugtakinu
kjörsvið en ég reikna með að nem-
endur eigi að dýpka þekkingu sína
með þeim einingum.“
Hún nefnir sem dæmi að á fé-
lagsfræðibraut verði 30 einingar í
kjarna í samfélagsgreinum og 24 á
kjörsviði. „Það merkir væntanlega
að þeir verði að taka 54 einingar í
þessum greinum og erfitt er að
segja til um hversu mikið val þeir
hafa.“
Wincie telur það ótvíræðan kost
að nemendur í grunnskóla hugsi
vandlega um hvert þeir vilji stefna,
en því verði að fylgja góð námsráð-
gjöf og góður tími með umsjónar-
kennurum. „Það er kostur að þeir
viti hvert þeir stefni og þeim líður
líka betur ef þeir vita það,“ segir
hún, „hinsvegar er líka mikilvægt
að þeir geti skipt um skoðun og
markað sér nýja stefnu og það
verður að vera svigrúm innan skóla
til að breyta um braut.“
Hún segir það afar gott ef að
nemendum verður hjálpað að finna
stefnu því e.t.v. vita fæstir í fram-
haldsskólum hvert þeir vilji halda á
menntabrautinni. Aður hafi það
verið þannig að nemendur í 10.
bekk í grunnskóla fengu afhentan
bækling undir lok vorannar um
felist í kjörsviði á brautum. Nám á
bóknámsbrautum framhaldsskóla á
að skiptast í þrjá meginþætti: 1)
Brautarkjarna sem nemur u.þ.b.
68% af heildarnámi. 2) Kjörsvið
sem felur í sér sérhæfingu á sviði
brautar og getur verið um 24% af
heildarnámi. 3) Frjálst val á áföng-
um utan námssviðs og getur verið
8% af heildarnámi.
Á tungumálabraut verður 51 ein-
ing í kjarna í erlendum tungumál-
um og 24 á kjörsviði, á félagsfræða-
braut 30 einingar í samfélagsgrein-
um og 24 á kjörsviði og á náttúru-
fræðabraut verður 21 eining í
kjarna og 24 á kjörsviði, 15 í stærð-
fræði og 9 á kjörsviði. Frjálst val
verður 12 einingar á hverri braut
fyrir sig - sjá annars Enn betri
skóli, bls. 20.
Skólastjórarnir sem hér svara
voru spurðir: „Hvert er ykkar við-
horf til væntanlegra breytinga á
bóknámsbrautum? Og verður
vandasamt að fylgja þeim eftir,
vantar kennara, tæki eða aðstöðu?"
framhaldsnám á íslandi og telst
það heldur seint. Hún hvetur
einnig foreldra til að aðstoða börn
sín til að skoða hug sinn um hvað
þau vilji.
Þrjár bóknámsbrautir telur
Wincie ekki mikla breytingu og
segir að innan brauta verði áfram
hægt að búa til línur. Félagsfræði-
braut skiptist til dæmis í tvær línur
í MH, annarsvegar félagsfræðilínu
og hinsvegar sálfræðilínu. Aðal-
spumingin er hvernig ráðstafa
megi einingum á kjörsviði. Hún tel-
ur að vilji nemenda standi til þess
að hafa meira írjálst val en gert er
ráð fyrir í nýrri skólastefnu.
í MH er núna tónlistarbraut í
samvinnu við tónlistarskólana og
hægt að verða stúdent af henni.
Samkvæmt hugmyndum um skipu-
lag í menntaskólum er gert ráð fyr-
ir að listabraut sé þrjú ár. Tónlist-
arbrautin fellur því ekki að þessum
hugmyndum.
Wincie reiknar með að það verði
erfiðara fyrir nemendur að útskrif-
ast af fleiri en einni braut eftir
þessar breytingar.
HELGI ÓMAR BRAGASON
Efla þarf
fjarkennsl-
una hratt
MEÐ nýni námskrá fækkar bók-
námsbrautum í framhaldsskólum
en líklega bara að nafninu til,“ seg-
ir Helgi Ómar Bragason, skóla-
meistari í Menntaskólanum á
Egilsstöðum. „Fjölbreytt kjörsvið
innan brautanna ættu að geta opn-
að nemendum enn fleiri námsleiðir
en nú er. Hugmyndir um kjörsvið
virðast hins vegar enn vera htt
mótaðar. Við fyrstu sýn virðast
bóknámsbrautirnar sérhæfðari en
nú er, t.d. er einingafjöldi félags-
fræðabrautar mjög skertur í nátt-
úrufræðigreinum og stærðfræði en
á móti kemur aukin áhersla á þess-
ar greinar í grunnskóla. Með
sveigjanleika í kjörsviðaskilgrein-
ingum gætu nemendur félags-
fræðabrautar hins vegar styrkt
undirstöðu sína í náttúrufræði og
stærðfræði."
Ef hins vegar kjörsvið viðskipta-
greina á að tilheyra félagsfræða-
braut er stærðfræðiundirbúningur
brautarinnar ónógur, að mati
Helga Ómars. I hinu nýja kerfi
munu nemendur geta sérhæft sig
meira í ákveðnum námsgreinum en
nú er og það ætti að koma þeim til
góða sem eru að undirbúa sig fyrir
tiltekið nám á háskólastigi.
„í raun er erfitt að fjalla um
þessar breytingar þegar kjör-
sviðahugmyndin hefur ekki að
fullu verið útfærð. Frjálst val
nemenda breytist lítið þó svo
kunni að virðast samkvæmt töfl-
um bls. 20 í ritlingnum „Enn betri
skóli“. I núverandi brautaskipu-
legi er valið skilgreint sem val
nemanda og skóla og þannig hafa
skólamir í flestum tilfellum skert
þetta val nemenda nokkuð, mis-
mikið eftir brautum. Á móti kem-
ur að val innan greinaflokka er
nokkuð,“ segir hann.
I núverandi brautakerfi er stór
hluti náms sameiginlegur öllum
stúdentsprófs- brautum, líklega 60-
70% en með nýrri námskrá yrði
sameiginlegt nám um 25%. „Þessi
breyting leiðir hklega til takmörk-
unar námsframboðs í fámennum
skólum og aukinnar sérhæfingar
skólanna. Með öflugu fjarkennslu-
neti milli skólanna má hins vegar
auka aðgengi nemenda að fjöl-
breyttu námsframboði. Án öflugrar
fjarkennslu mun skólahald í fá-
mennum skólum á landsbyggðinni
eiga mjög undir högg að sækja eða
jafnvel leggjast af.“
Framhaldsskólar ættu að vera
sæmilega í stakk búnir til að fram-
fylgja nýrri menntastefnu enda
hafa þessar breytingar legið í loft-
inu allt frá samþykkt nýrra laga
um framhaldsskóla,“ segir hann.
„Þó veldur áhyggjum að kennara
vantar nú þegar tilfinnanlega í
stærðfræði, eðlis- og efnafræði og
aukin sérhæfing mun gera þennan
kennaraskort enn verri viðureign-
ar. Með fjarkennslu má þó nýta
sérþekkingu kennara betur. Til að
fámennir skólar úti á landi geti
tekist á við breyttar áherslur þarf
að efla fjarkennslu hratt og mark-
visst. Nú þegar fer fram þó nokk-
ur fjarkennsla í gegnum netið og
vonandi verður fljótlega hægt að
samkenna áfanga milli skóla í
gegnum fjarfundabúnað. Með
nýrri tækni skiptir ekki máli hvar
kennarinn er búsettur, stærð-
fræðikennari ME gæti þess vegna
átt heima í Grímsey. Tölvu- og
upplýsingatækni ætti að nýta til
hins ítrasta í nýrri menntastefnu
og tryggja þarf skólunum besta
fáanlega tæknibúnað hverju sinni,
eða að þessi búnaður sé endurnýj-
aður reglulega.“
ADALSTEINN EIRIKSSON
Togstreita í
sýninni á
menntamál
Ég er í aðalatriðum hlynntur þeim
breytingum sem kynntar hafa ver-
ið á bóknámsbrautum, a.m.k. fram
að þessu. Stúdentsprófið verður að
sumu leyti þyngra og sérhæfðara,"
segir Aðalsteinn Eiríksson, skóla-
meistari í Kvennaskólanum í
Reykjavík. „En fjölgi útgangsleið-
um neðar á námsferlinum er engin
sérstök hætta fólgin í því. Þvert á
móti mætti betur treysta því í við-
tökuskólunum sem undanfara
náms og kröfu á háskólastigi. Verði
þróunin í þessa átt aukast kröfur
til kennara í tilteknum greinum um
leið og stöðugildum eða kennslu-
stundum á lokaspretti framhalds-
skólans fækkar. Ég kem ekki auga
á að vandi spretti af þessu gagn-
vart kennurum í framhaldsskólum
- annar en sá sem þegar er fyrir
hendi, nefnilega mikill skortur á
raungreinakennurum."
Hins vegar kallar hin aukna sér-
hæfing á aukna og bætta aðstöðu í
ýmsum bóklegum gi-einum, að mati
Aðalsteins, og ekki síður í hinni
auknu starfsmenntun sem vænt-
analega verður hluti af fjölgun út-
gönguleiða úr ft-amhaldsskólum.
„Þessi tæknilegu atriði eru þó létt-
væg hjá hinu, sem áður var nefnt,
því að byggja upp metnað og sátt
við kröfuna um vönduð vinnu-
brögð. Samband fyrirhafnar og af-
raksturs er allt of hulið mörgum -
ekki síður e.t.v. utan skólakerfis en
innan,“ segir hann.
„Viss togstreita er innbyggð í
framtíðarsýnina í menntamálum
eins og ég sé hana fyrir mér. Ann-
ars vegar er gert ráð fyrir stór-
auknu hlutverki skólanámskrár,
innra eftirlits og mati á eigin verk-
um skólanna. Hinn sameiginlegi
kjarni brauta og skóla er minnkað-
ur. Hins vegar er brautum fækkað,
ytra eftirlit í formi samræmdra
prófa aukið og ýmsai- inngöngu-
leiðir þrengdar. Allmikið er rætt
um klára verkaskiptingu milli
skóla - um leið og áhersla er gjarn-
an lögð á hollustu samkeppninnar."
Mest.u máli í þessu samhengi
skiptir sennilega skilgreining og
stærð hins sameiginlega kjama, að
mati Aðalsteins, „Svigrúm skól-
anna til þess að byggja ofan á hann
virðist munu aukast. Það þýðir
aukið faglegt svigi-úm skóla. Hvað
varðar fjárhagslegt svigrúm, sem
auðvitað skiptir miklu máli, verður