Morgunblaðið - 10.03.1998, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 10.03.1998, Blaðsíða 60
JjO ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1998 FOLK I FRETTUM MORGUNBLAÐIÐ Að deila l ilíinniugiim MADS Mikkelsen og Kim Bodnia í hlutverkum sínum sem vinirnir Tony og Frank í „Pusher". Danska kvikmyndin „Pusher“ þykir með at- hyglisverðari dönsku myndum síðari ára. Hildur Loftsdóttir spjallaði við leikstjór- ann Nicolas Winding Refn á skrifstofu fram- leiðslufyrirtækis hans Power Films. LEIKSTJÓRINN hafði ekki túna til að raka sig meðan á upptök- um „Pushers" stóð. Á milli hans og Bruce Lee glittir í Kim. hann stórgræddi ekki á henni. Eg held að það sama eigi við mig, en vona um leið að það sé ekki framtíð- arstefna hjá sjóðnum. Uthlutunar- nefndin gaf peningana í barnamynd og svo í eina mynd til viðbótar með Ólsen-genginu. Það er mikil stemmning hér fyrir þeirri mynd og fólk er þegar byrjað að panta miða á hana, þótt framleiðslan sé ekki hafin! Ég mun auðvitað sjá hana líka.“ Góðu leikararnir og skilaboðin „Pusher“ er í svokölluðum heim- ildamyndastíl og þeim sem hafa þeg- ar séð myndina fmnst yfirleitt per- sónusköpunin minnisverðari en sögu- þráðurinn. Enda er hún mjög sterk og leikurinn einstaklega raunsær, og lagði leikstjórinn mikla áhersla á þann þátt. „Bleeder" verður eins að þessu leytinu til, en nú vill Nicolas ganga skrefinu lengra í að endur- skapa raunveruleikann. Leikararnir eru þegar byrjaðir að undii-búa hlut- verkin með því að lifa eins og persón- urnar dags daglega í tvo til þrjá mán- uði og sjá hver árangurinn verður. -Eru sterkar persónur það sem skiptir sköpum í góðri kvikmynd? „Það sem skiptir mestu máli í list- rænum myndum, eins og ég vil segja að mín mynd sé, er það sem leik- stjórinn er að reyna að koma á fram- færi. Áhorfendur koma hinsvegar í bíó tii að sjá góða leikara að verki, ef það bregst þá finnst fólki myndin einfaldlega ekki góð. Sögufléttan verður að vera einstaklega spenn- andi og ófyrirsjáanleg eins og í „Usual suspects" eða „Seven“ til þess að leikararnir fari að skipta minna máli. Að gera kvikmynd er bara eins og hvert annað listform þar sem listamaðurinn reynir að koma skilaboðum til heimsins. Það getur hins vegar verið erfitt fyrir áhorfendur að skilja hvað leikstjór- inn er að fara, þannig að til að fá þá til að koma í bíó verður að lofa þeim tveggja tíma ótrúiegri upplifun.“ -Hver eru þín skilaboð? IDAG gefur Háskólabíó út á myndbandi kvikmyndina „Pus- her“. Hún segir frá eiturlyfja- salanum Prank sem er mjög góður í sínu fagi. Hann lendir hins- vegar í vondum málum þegar Milo, króatískur eiturlyfjakóngur í Kaup- mannahöfn, tekur hann á beinið fyrir að skulda sér peninga. Áhorfendur skipta mestu „Ég verð að segja þér hreinskilnis- lega að ég fékk ekki góða dóma í öll- um blöðum. En Extrabladet, Berl- ingske Tidende og Politiken voru mjög hrifin af myndinni og ég virði þeirra álit. Það sem skiptir máli er að 200 þúsund manns eru búin að sjá myndina í bíó hér í Danmörku auk þess sem hún er vinsælasta danska sölumyndbandið til margra ára. Það ætti að segja sitt,“ segir Nicolas um vinsældir Pushers. „Eftir velgengni fyrstu kvik- -(myndar minnar sé ég framtíðina í mjög björtu ljósi. Það er kannski gömul tugga, en ég held að mað- ur verði að vera bjartsýnn yfir höfuð til að takast ætlunarverk sín, sama hvers eðlis þau eru.“ Pusher hefur farið á margar kvik- myndahátíðir og var í keppni í San Sebastian. En þótt tvö ár séu liðin frá gerð myndarinnar er dreifingin rétt að komast á fullt núna og er ver- ið að frumsýna hana í kvikmynda- húsum í HoÚandi, á Spáni, í Frakk- landi, í Póllandi og hún hefur þegar fengið mikla aðsókn í Englandi. „Því miður hafa fyrrverandi Jú- góslavar ekki efni á myndinni svo ég ætla að gefa þeim sýningarréttinn. Milo og aðstoðarmaður hans í mynd- - -inni eru stór hlutverk og eru bæði leikin af leikurum þaðan, og það væri gaman að sýna þeim myndina,“ segir þessi ungi hugumstóri leikstjóri. „Ég og félagi minn Thomas í Power Films erum fullir af eldmóði, þrátt fyrir að við höfum ekki fengið úthlutað úr kvikmyndasjóðnum til að gera næstu kvikmynd sem mun heita Bieeder. Eftir að Lars von Trier gerði „Element of Crime“ sem vakti athygli um allan heim, fékk hann ekki úthlutað úr sjóðnum þar sem Vatnsheld og vindþolin Allar stærðir og gerðir Margir litir - gott verð JbOfnasmiðjan Verslun Háteigsvegi 7 • Sími 511 1100 Verksmiðja Flatahrauni 13 • Sími 555 6100 Morgunblaðið/Rúnar Þór NICOLAS Iítur framtíðina björtum augum í gegnum myndavélarlins- una. FRANK þekkir vel til nektarbúllna Kaupmannahafnar. „Að það er ekki hægt að lifa lífinu án þess að deila tilfinningum með öðru fólki.“ Aftur til fortíðar -Er eitthvert atriði í bíómynd sem þú manst eftir að hafa séð sem strákur, sem hefur mögulega haft áhrif á þig sem leikstjóra ? „Já, alveg hiklaust. Það er byrjun- in á mynd John Hustons „Fat City“ þegar leikarinn Stacy Keach vaknar á hótelherbergi. Líka hvernig per- sóna Roberts De Niro er kynnt til sögunnar í „Mean Streets" sem Martin Scorsese gerði 1973. Atriðið er allt sýnt hægt, það gerist á bar og lagið „Jumping Jack Flash“ með Rolling Stones er spilað undir. Sú mynd kenndi mér að nota tónlist í kvikmyndum. Pyndingaatriðið með Marilyn Burns í „The Texas Chain Saw Massacre“ hafði mikil áhrif á mig, og svo víða skotið þegar Charlie Chaplin hittir konuna á göt- unni í „City Lights". Þetta eru ein- staklega sterkar myndir sem ég mun örugglega alltaf geyma í höfð- inu.“ -Og varstu búinn að ákveða að verða kvikmyndaleikstjóri á þeim tíma? „Mig hefur alltaf langað að gera kvikmyndir, en fyrst vildi ég sér- hæfa mig í tæknibrellum. Ég var 14 ára þegar ég sá „The Texas Chain Saw Massacre" og það varð til þess að ég vissi hvað ég vildi.“ -Heldurðu að það hafi haft áhrif á þig að pabbi þinn er kvikmyndaleik- stjóri? „Nei, að minnsta kosti ekki jafn- mikið og halda mætti. Það sem skipti sköpum var að ég átti heima í New York í mörg ár og var þar í algjörri kvikmyndaparadís. “ -Geturðu horft á kvikmyndir með augum almennings og gleymt að þú sért leikstjóri? „Já, þótt það sé sífellt að verða flóknara fyrir mig. En þegar ég fer í bíó þá er það til þess að láta skemmta mér og njóta stundarinnar. Hver einasta mynd sem ég sé minnir mig á eitthvað í lífi mínu og gefur mér jafnvel nýja tilfinningu fyrir vissum atvikum sem ég hef upplifað. Ég mundi vilja að áhorfendur „Pus- hers“ gætu sagt hið sama.“ -Ef þú værir ekki kvikmyndaleik- stjóri, hvað værirðu þá? „Tónskáld." -Svo þú býrð yfír tónlistarhæfíleik- um líka? „Nei, alls engum.“ LEONARDO DiCaprio ásamt Randall Wallace, leikstjóra Mannsins með járngrímuna, á frumsýningunni. DiCaprio setur upp járngrímu ► NÝJASTA kvikmynd hjartaknúsarans Leonardo DiCa- prio var frumsýnd á dögunum í New York. Þetta er myndin „The Man in the Iron Mask“ eða Maðurinn með járngrímuna sem byggð er á sígildri sögu Alexandre Dumas um franskan kóng og tví- burabróður hans en DiCaprio leik- ur bæði hlutverkin. Með önnur hlutverk fara John Malkovich, Jer- emy Irons, Gerard Depardieu og Gabriel Byrne. Um tvö hundruð æstir aðdáend- ur söfnuðust saman fyrir utan Zi- egfeld leikhúsið á Manhattan þeg- ar myndin var frumsýnd og greini- legt að DiCaprio er kominn í guða- tölu meðal kvenkyns aðdáenda sinna. Leo, eins og DiCaprio er kallaður, þurfti að troða sér inn í leikhúsið með aðstoð lögreglunnar vegna grátandi og öskrandi aðdá- GERARD Depardieu og John Malkovich leika tvær af skytt- unum þremur í myndinni. enda sem vildu nálgast goðið. Þess má til gamans geta að um þessar mundir er verið að sýna í Bandaríkjunum gamanmynd sem einnig heitir Maðurinn með járngrímuna og hefur það ruglað áhorfendur. ítrekað hafa borist kvartanir frá áhorfendum um að Leonardo DiCaprio væri hvergi sjáanlegur í myndinni og ákvað leikstjórinn að hengja upp skilti í kvikmyndahúsum þar sem sagt var að Leo væri ekki í þessari til- teknu mynd. Að sögn voru það helst miðaldra konur sem kvört- uðu en ekki unglingsstúlkur. Af Leonardo DiCaprio er það annars að frétta að kappinn mun að öllum líkindum ekki verða við- staddur Óskarsverðlaunaafhend- inguna síðar í mánuðinum. Að sögn móður hans, Irmeiin DiCaprio, er engin ástæða fyrir Leo að mæta þar sem Akademían sniðgekk hann í tilnefningu sinni á bestu karlleik- urum ársins 1997. Sjálfur segist Leo ekki vera búinn að ákveða sig en telur litlar líkur á því að hann fari í betri fötin og hitti starfsfé- laga sína á hátíðinni. Myndin „Tit- anic“ sem gerði DiCaprio að goði meðal kvenna er tilnefnd til 14 Óskarsverðlauna, þar á meðal er mótleikkona hans Kate Winslet til- nefnd sem besta leikkonan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.