Morgunblaðið - 10.03.1998, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.03.1998, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Sjómiiyasafn íslands ENGEYJARSKIP, smíðað í Engey árið 1912, hefur nú verið sent til Stokkhólms á fjölþjóðlega bátasýningu. Engeyjarskip sent á bátasýningu í Svíþjóð ENGEYJARSKIP, bátur smíðaður í Engey árið 1912, hefur verið sendur til Stokkhólms í tilefni íjölþjóðlegrar bátasýningar sem opnuð verður 4. apríl næstkom- andi. Stokkliólmur er menningar- borg Evrópu í ár og er sýningin haldin í tilefni þess. Sýningin ber heitið „Menn og bátar í norðri" og er umfangsmik- ið samansafn af opnum bátum frá öllum Norðurlöndunum, Shetlandseyjum og Eistlandi, seg- ir í fréttatilkynningu frá Sjóminjasafni íslands. en safnið tekur þátt í sýningunni fyrir Is- lands hönd og hefur séð um að senda Engeyjarskipið til Stokk- hólms. Sjóminjasafnið í Stokkhólmi sér um sýninguna og verða haidnar „ráðstefnur og fundir, gefnar út bækur og tekin saman heimilda- skrá um norræna báta í tengslum við sýninguna". Einnig verður reist bryggja og smíðaður bátur að gamalli fyrirmynd. Árið 1999 er fyrirhugað að sýningin ferðist í skipi milli þátttökulandanna. Hið svokallaða Engeyjarskip er tæplega 9 metra Iangur sexæring- ur með tveimur möstrum og full- um seglabúnaði. Upphaflega var hann notaður til fískveiða en að öllum líkindum til flutninga síðar. Báturinn var smíðaður af Bjarna Brynjólfssyni bónda og skipasmið í Engey árið 1912. Bátar með Engeyjarlagi voru fyrst smíðaðir 1860. Fjöldaganga gegn kynferðisofbeldi SAMTOKIN Stígamót stóðu fyrir fjöldagöngu gegn kynferðisofbeldi í gær á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Gengið var frá Hlemmi að Alþingishúsinu þar sem fulltrúi dómsmálaráðheiTa tók við áskorun um réttarfarslegar úrbætur vegna kynferðisofbeldis. Gangan naut stuðnings nýstofnaðs félagsskapar sem kallast „Samstaða gegn kyn- ferðisofbeldi“ og bæði einstaklingar og félög eru aðilar að. Nær 4.000 vírhringir, sem tákn- uðu fjölda ofbeldismanna er brotið hafa á þolendum kynferðisofbeldis, voru skildir eftir fyrir framan Al- þingishúsið. „Með vírhringjunum vildum við vekja athygli á hversu mikill fjöldi kynferðisofbeldismanna hefur brotið á þeim sem sótt hafa aðstoð til Stígamóta," sagði Guðrún Jónsdóttir starfskona Stígamóta í samtali við Morgunblaðið. Við Alþingi tók Þorsteinn Geirs- son ráðuneytisstjóri í dómsmála- ráðuneytinu við bréfí þar sem farið var fram á breytingar á þeim kafla hegningarlaganna sem fjallar um kynferðisofbeldi. „Við viljum sjá þar ýmsar breytingar sem taka betur mið af reynslu þolenda,“ sagði Guð- rún. Morgunblaðið/Golli ÞÁTTTAKENDUR í göngu gegn kynferðisofbeldi nálgast Alþingis- húsið þar sem fulltrúa dómsmálaráðuneytisins voru afhentar kröfur um úrbætur Kostnaður Landsbanka, Búnaðarbanka og Seðlabanka af laxveiðiferðum Breytingartillaga stjórnarandstöðu við frumvarp til dómstólalaga Um 39,5 millj*ón- ir á fímm árum KOSTNAÐUR Landsbanka ís- lands, Búnaðar- banka íslands og Seðlabanka ís- lands af laxveiði- ferðum á síðast- liðnum fimm ár- um vai- samtals um 39,5 milljónir króna. Kostnað- ur Landsbank- ans af laxveiði- ferðum á sl. fimm árum var um 18,3 milljónir, kostnaður Búnaðarbank- ans var um 10,8 milljónir og kostnað- ur Seðlabankans var um 10,4 millj- ónir króna. Þetta kemur fram í skriflegu svari viðskiptaráðherra við fyrirspum Jó- hönnu Sigurðardóttur, þingflokki jafnaðarmanna, um laxveiðiferðir stjórnenda ríkisviðskiptabankanna og Seðlabanka Islands sem dreift var á Alþingi í gær. Er svarið byggt á upplýsingum sem viðskiptaráðuneyt- inu bárust frá bönkunum þremur. í svarinu kemur jafnframt fram að samkvæmt upplýsingum Lands- banka Islands hafí tilefni ferðanna verið að viðhalda og afla nýrra við- skiptasambanda með því að bjóða innlendum og erlendum viðskipta- mönnum bankans í slíkar ferðir. Hefur bankastjórn annast móttök- umar. „Samkvæmt upplýsingum Búnað- arbanka íslands hefur tilgangur ferðanna verið sá að kynnast erlend- um og innlendum gestum sem boðið hefur verið í ferðirnar. Þátttakendur af hálfu bankans hafa aðallega verið þeir stjómendur bankans sem hafa haft erlend samskipti á sinni könnu. Sá bankastjóri sem fer með erlend samskipti hefur tekið ákvörðun um þessar móttökur og ferðir. Samkvæmt upplýsingum Seðla- banka íslands hafa fulltrúar ýmissa erlendra fjár- málastofnana sem bankinn á náin samskipti við verið gestir bankans. Telur bankinn þessar ferðir vera gagn- legar til að efla viðskiptaleg sam- bönd bankans og þar með þjóðar- innar við erlend- ar fjármálastofnanir. Bankastjórn Seðlabankans, ýmist allir eða færri, hafa verið gestgjafar. Bankastjóm Seðlabankans tekur ákvarðanir um ferðirnar," segir í svarinu. Þá kemur fram í svarinu að sam- kvæmt upplýsingum frá Landsbanka Islands hafi verið farið í laxveiðiferð- ir í Vatnsdalsá, Selá, Hrútafjarðará og Þverá árið 1993. Farið var í veiði- ferðir í Vatnsdalsá, Selá, Laxá í Þingeyjarsýslu og Hrátafjarðará ár- ið 1994 og árið 1995 var farið í sömu ár. Veiðiferðir voru farnar í Selá, Hrútafjarðará, Laxá í Þingeyjar- sýslu og Grímsá árið 1996, en í Selá, Hrútafjarðará og Laxá í Þingeyjar- sýslu árið 1997. Að jafnaði var farin ein ferð á ári í hverja á. Af hálfu Búnaðarbanka íslands var farið í veiðiferð í Þverá öll árin og Laxá í Dölum árin 1993 og 1994. Og á vegum Seðlabanka íslands var farið í veiðiferðir í Vatnsdalsá árin 1993 til 1996, í samvinnu við Lands- bankann á árunum 1993 til 1995. Ár- ið 1997 var farið í Þverá. Af hálfu Landsbanka íslands vora veiðileyfi í umræddum laxveiðiám keypt af Sporði hf., Lóni sf., Bálki hf. og Laxárfélaginu. Af hálfu Búnaðar- banka voru veiðileyfi í Laxá í Dölum keypt af bændum og í Þverá af Sporði ehf. Af hálfu Seðlabankans voru veiðileyfi í Vatnsdalsá keypt af Lóni hf. og í Þverá af Sporði ehf. jú, mrjibi iii- iri .vb ALÞINGI Vilja afnema heim- ild dómara til að vera í leynireglu ÖNNUR umræða um frumvarp til laga um dómstóla hefur nú farið fram á Alþingi. Málið hefur verið rætt í allsherjarnefnd Alþingis og ríkir sátt innan nefndarinnar um langflest atriði framvarpsins, að sögn Sólveigar Pétursdóttur, for- manns allsherjarnefndar. Minni- hluti nefndarinnar stóð þó saman að breytingartillögu þess efnis að dómara væri óheimilt að taka þátt í starfsemi, svo sem leynireglu, ef sHkt fái ekki samrýmst stöðu hans eða leiði af sér hættu á að hann geti ekki sinnt embættisstarfi sínu sem skyldi. í máli Sólveigar kom hins vegar fram að meirihluta allsherjar- nefndar þætti ekki ástæða til að leggja til breytingar á ákvæðinu hvað þetta varðaði en benti á að al- mennar vanhæfisreglur laga um meðferð einkamála næðu yfir þetta svið. Frumvarpi um dómstóla er ætl- að að koma í stað núgildandi reglna um dómstóla og dómendur og kom m.a. fram í framsöguræðu Sólveig- ar að megintilgangur frumvarpsins væri að styrkja stöðu og sjálfstæði dómstólanna. Ein af meginbreyt- ingum frumvarpsins, að sögn Sól- veigar, er sú að innri stjórnsýsla héraðsdómstólanna, að því leyti sem hún á ekki undir forstöðu- menn þeirra sjálfra, er að verulegu leyti falin sérstakri stjómamefnd sem nefnist dómstólaráð, en vald- svið ráðsins nær ekki til Hæsta- réttar. „Önnur meginbreyting fram- varpsins er sú að lagt er til að sett verði á stofn óháð nefnd um dóm- arastörf og nær valdsvið hennar bæði til Hæstaréttar og héraðs- dómstóla. Nefndinni er m.a. ætlað að setja almennar reglur um hvers konar aukastörf geti samrýmst embættisstörfum dómara,“ sagði Sólveig. Allsherjamefnd lagði til nokkrar breytingar á frumvarpinu m.a. að fulltrúum í dómstólaráði verði fjölgað úr þremur í fimm. Sljórnarskrárákvæði verði endurskoðað I umræðum á eftir framsögu Sólveigar gagnrýndu þingmenn stjórnarandstöðu ýmis atriði frum- varpsins og endurskoðun núgild- andi laga sem frumvarpið á að leysa. Guðný Guðbjömsdóttir, þingmaður Kvennalista, gagnrýndi m.a. að ekki skuli vera hreyft við 61. gr stjórnarskrárinnar en þar er kveðið á um að veita megi þeim dómara sem orðinn er fullra 65 ára lausn frá embætti án þess að hann missi neitt af launum sínum. „Ég tek það fram, ekki síst vegna þess að þetta atriði hefur verið til um- ræðu nýlega í Morgunblaðinu, að frumvarpið virðist algerlega ganga út frá stjórnarskrárgreininni sem fastri, sem hún er vissulega og þess vegna kom atriðið mjög lítið til umræðu í nefndinni,“ sagði Guðný og kvaðst taka undir það með Morgunblaðinu að það sé þess virði að endurskoða stjómarskrákvæðið við fyrsta tækifæri, til dæmis sam- fara þeirri endurskoðun á stjórnar- skránni sem nú ætti sér stað í sam- bandi við breytta kjördæmisskipan. í máli Sólveigar kom hins vegar fram að þingið hefði tekið þessa ákvörðun með dómarana með stjómarskrárbreytingu árið 1991 og taldi ekki ástæðu til að ræða það frekar. Flugslysið í Færeyjum 1996 Tilviljun að Flug- leiðavél gat lent RANNSÓKN hefur leitt í ljós að tilviljun réð því að Flug- leiðavél lenti ekki í sviptivindi sem talið er að hafi valdið því að Gulfstream flugvél danska hersins fórst í aðflugi að flug- vellinum í Vogum í Færeyjum 3. ágúst 1996, samkvæmt því sem fram kemur í frétt í danska dagblaðinu Jyllands- Posten síðastliðinn sunnudag. Þar segir að flugmaður dönsku vélarinnar hafí reynt lendingu við erfiðar aðstæður m.a. vegna þess að Flugleiðavélin hafði lent heilu og höldnu skömmu áður. I frétt blaðsins segir að rannsókn hafi leitt í ljós að til viðbótar við hvassviðri og slæmt skyggni hafi verið öflug- ur sviptivindur þegar flugslys- ið átti sér stað og ógjörningur hafi verið að lenda hvaða flug- vél sem er við þessar aðstæð- ur. Skýrsla um rannsóknina liggur ekki fyrir en fram kem- ur að við sérstakar vindað- stæður geti reynst nauðsyn- legt að banna flugvélum að lenda á flugvellinum í Vogum. Til greina komi þó að leyfa sérþjálfuðum flugmönnum sem gerþekkja allar aðstæður að lenda undir slíkum kring- umstæðum, en flugmenn Flug- leiða séu þeirra á meðal. Gallup-könnun Fylgi R-lista 56% R-LISTINN fengi tæplega 56% atkvæða ef kosið yrði nú en D-listinn rám 44%, sam- kvæmt símaviðtalskönnunum Gallup sem gerðar voru dag- ana 5.-12. og 19.-28. febrúar. Er munurinn rúmlega 11 pró- sentustig og er það marktæk- ur munur að mati sérfræðinga Gallup. Þetta er í fyrsta sinn síðan Gallup fór að mæla fylgi borg- arstjórnarflokkanna reglulega um mitt síðasta ár, að mark- tækur munur er á fylgi milli þeirra. í næstu Gallupkönnun á undan fékk Reykjavíkurlist- inn 52% fylgi og D-listi Sjálf- stæðisflokks 48% en sá munur var ekki marktækur. Minna fylgi Sjálfstæðis- flokks TÆPLEGA 42% kysu Sjálf- stæðisflokkinn færu kosningar fram nú, sem er nokkra minna fylgi en flokkurinn hefur haft síðustu mánuði, að því er fram kemur í nýlegri könnun Gallup. Fylgi Framsóknarflokksins yrði samkvæmt könnuninni tæplega 20%, Alþýðubandalag- ið fengi 13%, Alþýðuflokkurinn 12,4% en sameiginlegt fram- boð félagshyggjuflokkanna fengi rúmlega 10% ef kosið yrði núna. Rúmlega 18% voru óákveðin eða neituðu að svara og rúmlega 7% kváðust ekki myndu kjósa eða skila auðu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.