Morgunblaðið - 10.03.1998, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1998 35
l sína 57 árum síðar
Ahafnar
Gulltopps
leitað
Fm Kiietmu A. Áínmdótiur:
TIL bocgarsljóra hefiir tetað aldr-
afíur Skofj að nafai Douglas Hsnder-
son og óskað eftir aðstoö við að finna
bjiirguníirruemi sína, en Doilglas
Hendereon var i áhöín ensta gnfu-
stdpsins Beaverdale sera sökVt var
af þíeknm kafbáti suður aí íslandi 3.
aprfl 1941. Douglaa Henderson
komst lífs af þegar fslenskur togari
bjargaði honum og 32 Sðrum skip-
brotsmönnum sem veíkst höfðu í
björgunarbát í tíepa fimm sólar-
hringa á hafí úti. íJað var togarinn
Gulltoppur, samkvíumt frétt í Morg-
unblaðinu síðan í aprí) 1B41, sem
fhnn fram á bjórgunarbátinn með
hröktum skipv'eqiim af Beaverdale.
Ef einhver þektór tíl' Bjómanna
sem voru á togaranum Gnlltoppi
þegar þessi-atburður átti sér st-ul er
viðkomandi beð'nn að láta þá vita af
'neiðni Douglas Henderson. Hann er
nú 82 ára gamall og hefur lengi lang- <
a 0 til að þakka Bkipverjum á íslenska
togaranum ilfgjöfíiia.
Heimilisfang hans er:
Douglas Henderson
38 Petererauge f '
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
í Hrafnistu í Hafnarfirði. Hann man
breska flutningaskipinu Beaverdale,
tur kafbátur sökkti skipinu.
að komast í koju og sofna en þeir
höfðu ekkert sofið síðan þeir fóru
í björgunarbátinn nokkrum sólar-
hringum áður. „Það var jú ekki
hættandi á að sofna, því þá er
ekki víst að við hefðum vaknað
aftur, það var svo kalt og við
höfðum mjög lítið nærst. Við
höfðum lítilræði af drykkjarvatni
og kexi með okkur og skammtur-
inn varð minni og minni með
hverjum deginum sem leið,“ segir
Henderson.
Hann segir áhöfnina á Gulltoppi
hafa hlynnt að þeim af mikilli nær-
gætni, gengið úr kojum fyrir þá og
reynst þeim einstaklega vei á allan
hátt.
Nú, nærri 57 árum síðar, þegar
Henderson er loksins kominn í
samband við björgunarmenn sína
aftur, er honum rórra að hafa loks
getað þakkað fyrir sig. Hann er 82
ára gamall og við ágæta heilsu, að
eigin sögn, en hann býr í Peter-
head í Skotlandi ásamt belgískri
eiginkonu sinni. Eftir því sem
hann kemst næst er hann sá eini
sem eftir lifir af skipverjunum sem
voru á Beaverdale, þegar Þjóð-
verjar sökktu skipinu.
Samtök sjómanna samþykkja tillögur nefndar um verðmyndun á físki
Mikilvægasta ágreinings-
efnið í ákveðinn farveg
SAMTÖK sjómanna telja til-
lögur nefndar sjávarútvegs-
ráðherra um verðmyndun á
sjávarafla vera jákvætt inn-
legg til lausnar á deilu sinni og út-
vegsmanna þar um. Telja þeir tillög-
urnar þess eðlis að það sé tilraunar-
innar virði að hún fái tækifæri til
þess að sanna sig í framkvæmd.
Þetta tilkynntu þeir sjávarútvegs-
ráðherra á fundi í gærmorgun. Þor-
steinn Pálsson sjávarútvegsráðherra
segir þessa niðurstöðu mjög mikil-
væga, þar sem þar með sé mikilvæg-
asta ágreiningsefnið í kjaradeilunni
komið í ákveðinn farveg. Sævar
Gunnarsson; formaður Sjómanna-
sambands Islands, sagði að þetta
væri sameiginleg niðurstaða allra
sjómannasamtakanna og deilan um
verðmyndun á fiski væri frá að því
tilskyldu að kjarasamningur næðist.
Kristján Ragnarsson, formaður
LÍÚ, sagði að samningsaðilum væri
ekkert að vanbúnaði að ganga til
þess verks.
Sævar Gunnarsson sagði að á
fundinum hefðu fulltrúar samtaka
sjómanna gert sjávarútvegsráðherra
grein fyrir því að þeir væru reiðu-
búnir til að gera þessa tilraun, eins
og þau vildu kalla álit nefndarinnar,
en þeir myndu ekki gera það öðru
vísi en að kjarasamningur lægi fyrir.
Mörg mál væru óleyst sem þyrfti að
leysa áður en hægt væri að aflýsa
verkfalli. Þar mætti nefna ákvæði um
styrktarsjóði, hluta af launaliðunum,
löndunarfrí við veiðar á uppsjávar-
fiski, útivist á frystiskipum og fleiri
atriði.
Sævar sagði að nú þegar þessi
áfangi um verðmyndun væri frá ætl-
aðist hann til þess að útvegsmenn
kæmu jákvæðari að samningaborð-
inu en þeir hefðu gert síðustu fimmt-
án mánuðina.
Aðspurður sagðist Sævar vilja
vekja sérstaka athygli á því að tillög-
ur nefndar sjávarútvegsráðherra til
lausnar á verðmynduninni væru ekki
kröfur sjómanna. Þeir hefðu gert
kröfur um verðtengingu með mark-
aði. „Þetta er enn ein tilraunin, en við
teljum að útfærslan á þessu hjá þrí-
höfðanefndinni sé það góð að við ætl-
um að reyna þetta. Það eru flngur-
brjótar í þessu sem við höfum gert
ráðherra grein fyrir og hafa reynst
okkur afar erfiðir, en að því tilskyldu
að við náum kjarasamningi um önnur
mál erum við tilbúnir til þess að
reyna að troða þessa braut einu sinni
enn,“ sagði Sævar.
Deila um verðmyndun á sjávarafla er frá eft-
ir að samtök sjómanna tilkynntu ráðherra
afstöðu sína til tillagna nefndar um stofnun
kvótaþings og verðlagsstofu skiptaverðs. I
samantekt Hjálmars Jónssonar kemur fram
að nú liggur fyrir samningsaðilum að fínna
lausn á öðrum ágreiningsefnum áður en
hægt verður að aflýsa verkfalli.
Morgunblaðið/Golli
ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra heilsar Helga Laxdal, for-
manni Vélstjórafélags íslands, í upphafi fundar síns með samtökum sjó-
manna í gærmorgun.
Jákvætt innlegg
í yfirlýsingu samtakanna af þessu
tilefni segir að að því tilskildu að
kjarasamningar takist milli Far-
manna- og fiskimannasambands ís-
lands og Sjómannasambands Is-
lands annars vegar um önnur atriði
en verðmyndun á físki og veiði:
skyldu telji samninganefndir FFSI
og SSI tillögur nefndar, sem skipuð
var til að fjalla um atriði tengd
kjaradeilunni, vera jákvætt innlegg
til lausnar á ágreiningi deiluaðila
um verðmyndun á fiski. Samninga-
nefndirnar telji tillöguna þess eðlis
að það sé tilraunarinnar virði að hún
fái tækifæri til að sanna sig í fram-
kvæmd, en tillaga um að- ----------
eins 50% veiðiskyldu sé of
lágt viðmið en hins vegar
spor í rétta átt.
Síðan segir: „Samn: ____________
inganefndjir FFSÍ og SSÍ
telja þann viðskiptamáta með afla-
mark, sem lagt er til að tekinn verði
upp í drögum að frumvarpi til laga
um Kvótaþing, til mikilla bóta frá
því sem nú er. Auk þess telur Þjóð-
hagsstofnun slíkan viðskiptamáta
með aflamark leiða til þjóðhagslegs
ávinnings og þess vegna hlýtur Al-
þingi að samþykkja frumvarpið sem
lög. Slík niðurstaða ætti því að mati
samtaka sjómanna að draga veru-
lega úr kvótabraski þar sem sjó-
menn á fiskiskipum hafa verið
þvingaðir af ýmsum útgerðum til
þátttöku í kostnaði vegna slíkra við-
skipta.
Samninganefndir FFSÍ og SSÍ
telja það tilraunarinnai' virði að setja
á fót Verðlagsstofu skiptaverðs eins
og umrædd nefnd leggur til, sem að-
allega felur í sér að reynt er að koma
á almennu skikki um sanngjarna
verðmyndun á fiski hérlendis.
Samkvæmt framansögðu telja
samninganefndir FFSÍ og SSI brýnt
að samtök útvegsmanna gangi að
samningaborði til að Ijúka öðrum at-
riðum kjarasamninga þannig að
verkfall sjómanna á fiskiskipum
komi ekki til framkvæmda að viku
liðinni."
Ekki okkar
óskatillögur
Guðjón Arnar Kristjánsson, forseti
Farmanna- og fískimannasambands-
--------------- ins, sagði að þeir hefðu
Mörg rnál Sert Sjávarútvegsráðherra
eru ennþá P-6111 fyrir Því að Þeir
óleyst
teldu rétt að fara að þess-
_____ um tillögum varðandi
kvótaþingið og verðlagn-
ingarmálin. Hins vegar teldu þeir
hlutfall veiðiskyldunnai- of lágt og
Sjómannasambandið væri sama sinn-
is, en þó væri ákvæði varðandi hana
skref í rétta átt.
„Þetta eru engan veginn okkar
óskatillögur, því þær voru einfald-
lega að þróa hér fiskverð sem væri
markaðstengt og að þannig kæmi á
nokkrum árum sjálfvirk útfærsla á
því hvernig fiskverð ætti að myndast
sem hlutfall af því verði sem fæst
fyrir afurðirnar,“ sagði Guðjón.
Hann sagði að þarna væri um til-
raun að ræða til að leysa verðmynd-
unina og kæmi upp að það væru ein-
hverjir agnúar á þessari leið teldi
hann að stjórnvöldum væri skylt að
sníða þá af, þannig að tilgangurinn
náist. „Mér finnst að þeir beri
ábyrgðina á því að þetta takist og
þeir hljóta að skoða umhverfið og
framtíðina í því Ijósi að komi ein-
hverjir agnúar upp verði þeir lag-
færðir eins fljótt og verða má,“ sagði
Guðjón.
Hann sagði að vonandi þyrftu þeir
ekki að taka fjórða slaginn um þessi
verðmyndunarmál, en sjómenn
myndu gera það ef á þyrfti að halda.
Hann sagði að þó verðmyndunin
hefði verið efst á baugi í samninga-
viðræðunum til þessa hefðu menn
einnig rætt ýmis önnur atriði. Vanir
samningamenn ættu að vera farnir
að sjá í hverju farvegurinn gæti leg-
ið. Auðvitað þyrftu báðir ________
aðilar að slaka eitthvað til,
„en að því gefnu að menn
fari í slíka vinnu af fullum
heilindum er ekkert því til ______
fyrirstöðu að ljúka kjara-
samningi á þremur sólarhringum eða
eitthvað þar um bil,“ sagði Guðjón
Arnar ennfremur.
Helgi Laxdal, formaður Vélstjóra-
félags íslands, sagði að tillögur
nefndar sjávarútvegsráðherra væru
alveg í samræmi við það sem þeir
hefðu talið fært í þessari stöðu. Þeir
væru mjög inni á þessari leið og
sæju. ekki aðra færari í stöðunni.
Þeir hefðu gert ráðherra grein fyrir
því að þeir væru inni á þessari að-
ferðafræði, en hefðu jafnframt sagt
honum það að þeir hlytu að ganga
frá kjarasamningi áður en verkfalli
yrði aflýst. Það sem eftir væri af
kröfunum sneri beint að LÍÚ og það
yrði ekki farið með þær eitthvað
annað.
Aðspurður sagðist hann ekki trúa
öðru en að hægt væri að ná samning-
um áður en verkfall skylli á. „Auðvit-
að er í þessu eins og alltaf eitthvað af
erfiðum málum, en þau eru nú til
þess að reyna að leysa þau,“ sagði
Helgi.
Óviðunandi
Kristján Ragnarsson, formaður
Landssambands íslenskra útvegs-
manna, sagðist fagna þvi að samtök
sjómanna hefðu loks komist að niður-
stöðu. Það hefði tekið þá langan tíma.
Þó ekki væri allt að skapi útvegs-
manna sem í þessum tillögum fælist,
væri ætlunin að setja þær með lögum
og þar með yrðu útvegsmenn að láta
þær yfir sig ganga. Það væru hins
vegar mörg atriði eftir í þessum við--
ræðum um nýja kjarasamninga sem
þyrfti að leysa til þess að ekki kæmi
til verkfalls. Þar á meðal væri það
áhersluatriði útvegsmanna að við
fækkun manna um borð lækkaði
launakostnaður, en hækkaði ekki,
eins og nú væri raunin. Það ákvæði
væri löngu úrelt og gæti ekki staðist
til lengri tíma miðað við þá framþró-
un sem hefði orðið og ætti eftir að
verða.
„Þetta er eitthvað sem er gjörsam-
lega óviðunandi fyrir okkur. Þeir
hafa sýnt þessu skilning, mismun-
andi mikinn einstakir hópai', en þeir
hafa sagt að þessu muni þeir ekki
vilja svai'a okkur fyrr en þessi verð-
myndunarmál séu frá og miðað við
að þau eru núna frá þá væntum við
viðbragða þeirra við þessu atriði
sagði Kristján.
Hann sagði að í kröfugerð sjó-
manna væri einnig að fínna atriði
sem væru algerlega óviðunandi fyrir
útvegsmenn og þeir gætu ekki fallist
á. „Það þurfa allir að gefa eitthvað
eftir til þess að þetta megi komast
saman og við viljum gera allt sem í
okkar valdi stendur til þess að leysa
deiluna. Við erum sammála þeim um
það að það sé æskilegt að gera kjara-
samning, þannig að því óöryggi sé
aflétt hjá báðum aðilum og munum
stuðla að því eins og frekast er kost-
ur,“ sagði Kristján ennfremur.
Mikilvægir dagar
framundan
Nokkrir
dagar til
stefnu
Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs-
ráðherra sagði að jákvæður andi
hefði verið í viðræðum hans og sjó-
manna. Þeir væru tilbúnir til þess að
fara þá leið sem nefndin hefði lagt til
að því tilskyldu að kjarasamningar
næðust og nú reyndi á það næstu
daga. Það væru afskaplega mikil-
vægir dagar sem væru framundan.
„Eg vonast auðvitað til þess að
samningar takist áður en verkfallið
skellur á. Við skulum ekki vera með
neina spádóma uppi. Ég held að
þetta hafi verið afar þýðingarmikið
_________ skref sem hér var stigið í
dag,“ sagði Þorsteinn.
Hann sagði að nú þyrftu
samningsaðilar að setjast
niður og semja um aðra
þætti kjaradeilunnar.
Hann liti svo á að eftir þessa yfirlýs-
ingu væri þessi langsamlega veiga-
mesti þáttur deilunnar kominn í
ákveðinn farveg. Nú þyrftu menn að
takast á við önnur atriði í þessum
viðræðum og menn hefðu nokkra
daga til þess. Ef samningsvilji væri
fyrir hendi af beggja hálfu ættu
samningar að geta tekist.