Morgunblaðið - 10.03.1998, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.03.1998, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Ahrif bandarískrar fj öldamenningar ekki jafnmikil og haldið er Morgunblaðið/Ásdís Dr. Richard Pells MARGIR muna sjálfsagt eftir upphafsatriðinu í kvikmynd Quentins Tar- antinos, Pulp Fiction, þar sem John Travolta og Samuel L. Jackson sitja í bíl á leið til fundar við nokkra unglingsstráka sem höfðu stolið dópi og peningum af yfírmanni þeirra. Travolta er ný- kominn frá Amsterdam og segir fé- laga sínum hvað skilur að þarlenda og bandaríska menningu með nokkrum vel völdum dæmum; Hollendingar hafa til dæmis inn- leitt bandaríska hamborgaramenn- ingu með MacDonalds og Burger King en lagað hana að eigin siðum og venjum; þar kalli þeir til dæmis „Big Mac“ „Le Big Mac“ og „qu- arter pounder with cheese“ „Royale with cheese"; og svo sé hægt að panta sér bjór með öllu saman. I bók sinni, Not Like Us (útg. 1997), fjallar bandaríski sagnfræð- ingurinn, dr. Richard Pells, um það hvernig Evrópubúar hafa elskað, hatað og umbreytt bandarískri menningu frá lokum síðari heim- styrjaldarinnar. Eins og Travolta í Pulp Fiction sýnir Pells fram á að áhrif bandarískrar fjöldamenningar séu ekki jafnmikil og evrópskir menningarvitar og pólitíkusar vilja oft halda fram. Pells segir að Evr- ópubúar hafi einmitt tekið upp ýmsa þætti hinnar bandarísku fjöldamenningar en iðulega um- breytt þeim og lagað að eigin menningu og siðum; á evrópskum MacDonaldsstöðum hefur matseðl- inum iðulega verið breytt, hann hefur verið lagaður að smekk og matarvenjum þess lands sem stað- urinn er í. Pells heldur því auk þess fram að þessi áhrif hafí verið gagn- kvæm, Evrópa hafí ekki síður haft áhrif á Bandaríkin. Hann er sömu- leiðis harður andstæðingur ríkis- styrktrar menningar og andmælir fjölmörgum fullyrðingum um að hin fjöldaframleidda Hollývúddlist sé vond, að það sé eitthvert sjálfsagt orsakasamband á milli mark- aðsvæðingar og vondrar listar. Markaður og list Richard Pells er prófessor í sagnfræði við Texasháskóla en starfar sem Fulbright-prófessor við háskólana í Bonn og Köln í vetur. Hann hefur skrifað nokkrar bækur um bandaríska menningu með sér- stakri áherslu á kvikmyndir. Fyrsta bók hans fjallaði um áhrif heimskreppunnar í lok þriðja ára- tugarins á bandaríska menningu. Bandaríski sagnfræð- ingurinn Richard Pells hefur rannsakað áhrif bandarískrar fjölda- menningar á Evrópu- -----7------------------ búa. I samtali við Þröst Helgason segir hann að þau séu ekki jafnmikil og látið er í veðri vaka. I fyrirlestri í Háskóla —?---------------------- Islands í dag mun hann fjalla um sérstöðu bandarískrar menning- ar f heiminum. Einnig hefur hann skrifað bók um bandaríska menntamenn og menn- ingarforkólfa á fímmta og sjötta áratugnum. Pells kom til Evrópu í fyrsta skipti árið 1979 og þá einmitt til Amsterdam. Hann segist ekki hafa gert sér neina sérstaka hugmynd um það hvernig menningartengsl- um Bandaríkjanna og Evrópu var háttað þá en sjö árum síðar var hann Fulbright-prófessor í Kaup- mannahöfn. „Þar uppgötvaði ég að sem Fulbright-prófessor var ég hluti af áætlun Bandaríkjanna um að flytja menningu sína markvisst út til Evrópu og ná einhvers konar menningarlegum yfírburðum þar. Þetta var auðvitað hluti af Kalda stríðinu. Bók mín fjallar að hluta til um þennan útflutning en megin- hluti hennar fjallar þó um það sem gerst hefur eftir að Kalda stríðinu lauk árið 1989; sem sé um áhrif bandarískrar fjöldamenningar á Evrópu, eða gagnvirk tengsl þeirra. Ég hef ekkert á móti því að hið opinbera styrki ballettflokka, óp- eruhús og leikhús - og raunar ættu bandarísk yfírvöld að gera meira af því en þau gera - en ég óttast að slíkir styrkir geti stundum fyrst og fremst miðað að því að vernda þjóð- menningu, menningu einstakra þjóða fyrir utanaðkomandi áhrifum. Ég held því að opinberir styrkir til lista í Evrópu hafi í mörgum tilfell- um unnið gegn eðlilegri framþróun. Stjómvöld evrópskra þjóða hafa til dæmis reynt að vernda evrópska kvikmyndagerð fyrir bandarískum áhrifum með því að takmarka sýn- ingar á bandarískum kvikmyndum í kvikmyndahúsum og sjónvarpi sem er auðvitað tilgangslaust þegar fólk getur náð sér í þessar myndir á næstu myndbandaleigu. Opinberu styrkimir hafa líka falist í því að tryggja það að evrópsku myndimar verði sýndar í kvikmyndahúsum og sjónvarpi. Vandamálið er hins veg- ar að ef kvikmyndagerðarmaður- inn, eða aðrir listamenn, vita að myndir hans verða sýndar hvort sem þær eru góðar eða vondar, hvort sem einhver mun hafa áhuga á að horfa á þær eða ekki, þá leiðir það ekki endilega til nauðsynlegra tilrauna heldur til falskrar listar. Hin bandaríska fjöldamenning hefur verið háð markaðslögmálum, hún hefur með öðmm orðum þurft að taka tillit til þess hvað markað- urinn vill en það hefur ekki endi- lega þýtt að hún hafí aðeins leitt af sér vonda list eða ómerkilega. Listamenn hafa í raun alltaf þurft að hugsa um hvað markaðurinn vill ef hann hefur viljað hafa einhver áhrif, ef hann hefur viljað ná til fólks, viljað lifa af listinni, við sjá- um þetta í sögunni allt frá Shakespeare til Picassos og Spiel- bergs.“ Titanic er listaverk Aðspurður segir Pells að sumar Hollývúddmyndir séu til dæmis um jákvætt samband listar og markað- ar. „Auðvitað eru margar þessara Hollývúddmynda afskaplega vond- ar en ekki allar. Ef við skoðum til dæmis Spielberg þá eru margar mynda hans listaverk, eins og til dæmis Jaws, ET, Schindlers List og Amistad. Alveg eins og telja má Titanic til listaverka í kvikmynda- gerð, ástarsagan sem slík er kannski klisja en kvikmyndagerðin öll er listaverk, til dæmis kvik- myndunin og tæknileg úrvinnsla. Sagan sem sögð er um konuna er klassísk, hún er ekki bara saga um ást heldur líka um það hvernig kona uppgötvar sjálfa sig, þrár sín- ar og tilfinningalíf. Þetta er aug- ljóslega saga sem snertir marga, einkum konur, og má ekki síst ráða það af því hversu margir fara að sjá hana tvisvar." íslensk menning ekki í hættu Hér á landi er oft fárast yfir því að íslendingar hafí gleypt í sig bandaríska fjöldamenningu hráa. I bók sinni heldur Pells því fram að yfirleitt sé of mikið gert úr hinum bandarísku áhrifum. „Og annað sem mótar menningarvitund okkar gleymist, bakgrunnur okkar og starf til dæmis. Stundum er „Big Mac“ líka bara „Big Mac“ en ekki einhver hugmyndafræði eða tilraun til að umhverfa menningarlegu gildismati þess sem borðar hann. Sú staðreynd að fólk hefur gaman af bandarískum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum og þykir gott að borða MacDonalds þýðir ekki endi- lega að viðkomandi sé að tileinka sér eða samþykkja bandarískan lífsstíl og lífsgildi. Ekkert frekar en að Bandaríkjamaður sem keyrir um á Volvo sé að tileinka sér sænsk lífsgildi. Það er svo margt sem hefur áhrif á ákvarðanir fólks um hvað það borðar eða horfir á. Ég hugsa að þessir tveir MacDonaldsstaðir hér í Reykjavík muni ekki skaða íslenska menningarvitund. Sömuleiðis held ég að flestir líti svo á nú til dags að alþjóðleg menningaráhrif séu þjóð- menningu holl, þau geri hana fjöl- breyttari." Pells heldur fyrirlestur í Háskóla íslands í dag um sérstöðu banda- rískrar menningar í heiminum. Pells mun reyna að svara spurning- um eins og hvað það sé sem geri bandarískar kvikmyndir bandarísk- ar, eða bandaríska bíla bandaríska. Fyrirlesturinn verður í stofu 101 í Lögbergi og hefst kl. 17.15. SYN AÐ NORÐAN VÍNKJALLARI við Mylluá. MYJVPLIST Listaskálinn í Hveragerði MÁLVERK Sýning á verkum Óla G. Jóhann- sonaar. Opið alla daga á tíma veitingastofunnar. Til 15. mars. Aðgangur 300 krónur. AKSTURINN yfir Hellisheiði bauð upp á fjölþætt tilbrigði eins hrákaldasta skafrennings sem rýn- irinn hefur augum litið. Þrátt fyrir veðrahaminn var um að ræða sér- kennilega fegurð, magnaðan leik ljósbrigða, þannig að á stundum gleymdist landið ásamt kennileit- um allt um kring, svo mjög tók sjónarspilið athyglina. Það gafst gott tóm til að hug- leiða viðburðinn framundan og í mörgum skilningi féll veðraham- urinn að bakgrunni framkvæmdar- innar og eðli listsköpunar um leið. Fyrir hið fyrsta hafði gerandinn lent í margvíslegum persónulegum hremmingum frá síðustu sýningu sunnan heiða fyrir 13 árum, og fyr- ir þrem árum féll hann fyrir borð af togara á Barentshafi, þar sem trúlega er kaldari sjár en annar staðar á djúpmiðum. Gerði mann- inn óvinnufæran, en bætumar sem af hlutust nægðu til að hann gat í fyrsta skipti alfarið helgað sig myndlist. Að hantera pentskúf og önnur tilheyrandi verkfæri var hann fullfær um. I annan stað er öll listsköpun mörkuð djúpum lif- unum, sálarháski og barátta upp á líf og dauða. Máttug lífsreynslan markaði eðlilega djúp spor í skapgerð lista- mannsins og gjörbreytti um leið sýn hans á liti og form. Þetta opin- beraðist fyrir rýninum eitt síðdegi á Akureyri í haust, er gerandinn fékk hann til að líta á verk sín og gerði enn frekar er inn í Listaskál- ann austan heiðar var komið. Sýning Ola G. Jóhannssonar er íyrsta framkvæmd skálans á árinu, því Einar Hákonarson hefur viljað hugleiða fyrirkomulag reksturs hans í kjölinn og hefur hér margar og frjóar hugmyndir. Ekki ástæða til annars en að búast við opnu og fjölþættu sýningahaldi, því Einar hefur mikinn hug á að reka fleyg í þá einhæfu miðstýringu sem hann telur einkenna íslenzkan sýningar- vettvang á höfuðborgarsvæðinu, svoi jaðrar við ófremdarástandi. Óli G. Jóhannson er enginn ný- græðingur í íslenzkri myndlist og þarf ekki að árétta það sérstaklega hér, að hann var einn af þeim sem lögðu grunninn að uppgangi mynd- listar á Akureyri á áttunda ára- tugnum, og rak um árabil listhúsið Háhól. Reglubundið og gilt sýning- arhald gengur þó trauðla hér á landi án hlutlægs upplýsinga- streymis í almenna skólakerfinu og fjölmiðlum, og að litið sé á listir sem eina mikilvægustu grunnein- ingu menntakerfísins. Sýningin er afrakstur næstlið- inna ára og málverkin 48 eru öll unnin í akrýl á striga. Um er að ræða margþættan leik lita og forma og auðsær er ósvikinn vilji til rannsókna á þenslulögmálum myndflatarins, að móta mynd- heildir sem fela í sér jafnvægi í hryni, ásamt hollustu við efnivið- inn. Hér er um afar mikil umskipti að ræða frá fyrri sýningum, og þá einmitt í meðhöndlun efniviðarins, en þar gengur listamaðurinn mun hreinna og afdráttarlausara til verks, hugar öllu meira að línu, lit, áferð, formi og byggingu. Gild- ir einu, að hið hlutvakta yfírborð á ekki hug hans allan eins og fyiT- um, hann hafnar því engan veginn heldur vinnur nú út frá skynjun- um á umhverfí sínu og hinum ýmsu hrifum sem það framkallar. Myndirnar eru þannig séð lausar úr viðjum hins hlutlæga þótt út- færslan sé huglæg og í nokkrum þeirra sjáist móta fyrir landslagi. Þær fela ennfremur ekki svo lítið í sér af lit- ljósmögnum og til- brigðum Norðurlandsins, þótt nokkrar þeirra sæki hughrif suð- ur í álfuna. Listamaðurinn stendur á tíma- mótum og af fyn-i reynslu er ekki fullljóst hvaða stefnu hann muni taka í framhaldinu, en þessi kafli í listsköpun hans telst ótvírætt hinn markverðasti til þessa. Ekki ýkja nýstárleg vinnubrögð nú á dögum, en á allan hátt virðingarverð og marktæk samræða við þau efnis- föng málaralistarinnar sem fram að þessu hafa dugað til að höndla ferskleika og töfra birtingarinnar. Bragi Ásgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.