Morgunblaðið - 10.03.1998, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.03.1998, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR I I i i i i u \i \i Vigur og Gunnars- staðir fá viður- kenningu GUÐMUNDUR Bjarnason veitti árleg landbúnaðarverð- laun við setningu Búnaðar- þings á sunnudag. Verðlaunin voru að þessu sinni veitt ábúendum tveggja félagsbúa, sem bæði eru staðsett í harð- býlum héruðum, Gunnarsstaða í Þistilfirði og Vigur í ísafjarð- ardjúpi. Bræðurnir Jóhannes og Ragnar Sigfússynir, og eigin- konur þeirra Berghildur G. Björgvinsdóttir og Ásta Laufey Þórarinsdóttir, á Gunnarsstöð- um voru veitt verðlaunin fyrir myndarlega uppbyggingu á öll- um húsakosti, íbúðarhúsum og öllum útihúsum ásamt umfangs- mikilli ræktun. Veitt í annað skipti Bræðurnir Björn og Salvar Baldurssynir og makar þeirra, Ingunn Osk Sturludóttir og Hu- grún Magnúsdóttir í Vigur, hlutu verðlaunin fyrir að varð- veita menningararf býlisins og færa hann til nútíma lífs og bú- hátta. Þetta er í annað skipti sem verðlaunin eru afhent en verð- launagripina að þessu sinni hannaði og smíðaði fvar Björns- son gullsmiður. ÁBÚENDUR á Gunnarsstöðum, Jóhannes Sigfússon, Berghildur G. Björgvinsdóttir, Ásta Laufey Þórarinsdóttir og Ragnar Sigfússon. INGUNN Ósk Sturludóttir og Björn Baldursson úr Vigur veittu land- búnaðarverðlaununum móttöku. Ari Teitsson, formaður Bændasamtaka fslands, við setningu Búnaðarþings í SETNINGARRÆÐU Búnaðar- þings á sunnudag gerði Ari Teits- son, formaður Bændasamtaka Is- lands, eignarhald á landi að umtals- efni. Hann sagði þrenns konar við- horf takast á í þessu sambandi en að bændur væru þeirrar skoðunar að umsjá landsins væri best komið í sínum höndum, enda stæðu þeir næstir landinu og væru því bestu vörslumenn þess og auðlinda þess. Fræðimenn virtust hins vegar telja að landið allt og nýting þess ætti að vera undir ströngu fræði- legu eftirliti, jafnvel þótt kostnaðar vegna drægi mjög úr möguleikum til nýtingar landsins. Að mati þétt- býlisbúa ætti landið síðan að vera sameign þjóðarinnar sem allir ættu jafnan aðgang að. Taldi Ari að bændur hlytu að skoða grannt við- horf sín og annarra til þessara mála á Búnaðarþinginu. Umræðu um nýtingu orkulinda landsins, einkum jarðhita og vatns- orku, taldi Ari einnig mikilvæga því þótt samstaða væri um að orkulind- ir landsins væru þjóðareign væri nýting þeirra oft tengd ákveðnum Hann sagðist telja að ef ná ætti ár- angri í umhverfismálum yrðu þau jafnframt að vera hluti af landbún- aðarstefnunni þar sem það ætti við. Ari Teitsson sagði bændur hljóta að fagna þeim viðhorfsbreytingum sem fylgt hefðu í kjölfar Kyoto-ráð- stefnunnar, enda myndu skaðleg áhrif loftslagsbreytinga fyrst bitna á þeim sem háðastir væru veðri og vindum. Hann varpaði fram þeirri spurningu hvort hverri þjóð bæri ekki skylda til að taka inn í hagtölur sínar kostnaðinn við að viðhalda jafnvægi í umhverfinu. Menn yrðu að ganga svo um jörðina að kom- andi kynslóðir hefðu ekki lakari möguleika til lífs á henni. Eftir setningu Búnaðarþings var fundi frestað og við tók hátíðardag- skrá. Steinunn Sigurðardóttir rít- höfundur flutti hátíðarávarp í minn- ingu Halldórs Kiljans Laxness þar sem hún ræddi um viðhorf Halldórs Kiljans Laxness til bænda eins og það hefði birst í verkum hans. Búnaðarþing stendur alla þessa viku, gert er ráð fyrir að því ljúki næstkomandi laugardag. Bændur eru bestu vörslu- menn land~:~~ eignarlöndum. „Sá skattur sem dreifbýlið nú greiðir með hækkuðu raforkuverði vegna arðsemiskrafna skráðra eigenda orkuveranna virð- ist því ákveðið stílbrot. Þar hallar sem fyrr á íbúa dreifbýlisins og slíkt er óviðunandi." Umhverfis- og landbúnaðarmál tengd órjúfanlegum böndum Guðmundur Bjamason landbún- aðarráðheiTa flutti einnig ávarp við setningu Búnaðarþings og sagðist telja að þótt afkoma bænda hefði batnað síðustu misserin væri hún enn óviðunandi, sér í lagi í hinum hefðbundnu búgreinum. Nefnd sem gert netur vioamikla úttekt á afkomu bænda á árunum 1989-1996 mun greina Búnaðarþingi frá störfum sín- um, að sögn Guðmundar. Ráðherr- ann benti á að fræðsla í landbúnaðin- um væri lykilatriði ef takast ætti að bæta kjör bænda og gera þá sam- keppnishæfari. Hann sagðist stefna á að geta lagt fram frumvarp á Al- þingi um fræðslu og endurmenntun í landbúnaði næsta vetur. Bæði Guðmundur og Ari gerðu umhverfismál að umtalsefni í ræð- um sínum. Guðmundur sagði það skoðun sína að óheftur markaðsbú- skapur í landbúnaði færi ekki vel saman við góða umhverfisstefnu. Ávöxtunarkrafa húsbréfa komin niður fyrir „5% gólfíð“ svokallaða Vaxandi áhugi erlendra fjárfesta á verðbréfakaupum ÁV ÖXTUNARKRAFA húsbréfa lækkaði ekki í viðskiptum gærdags- ins og var 4,99% á flokki 96/2 við lokun viðskipta á Verðbréfaþingi. Ávöxtunarkrafan hefur því verið nær óbreytt frá því á fimmtudaginn í síðustu viku þegar krafan tók dýfu til viðbótar lækkunum á undanförn- um misserum. Á verðbréfamarkaði er almennt talið að enn sé fyrir hendi svigrúm til frekari vaxta- lækkana hér á landi, en hins vegar ómögulegt að segja til um hvenær nákvæmlega af þeim verði. Lengi hefur verið búist við lækk- un langtímavaxta hér á landi til samræmis við það sem gerist í öðr- um löndum, en þar hafa vextir á verðtryggðum ríkisskuldabréfum til langs tíma víðast verið að minnsta kosti tveimur prósentustigum lægri en hér á landi. Vextir á langtíma- markaði hafa líka lækkað verulega á undanförnum misserum og eftir því meira sem bréfin eru til lengri tíma. Vaxtaferillinn hefur hins veg- ar oft verið dálítið rykkjóttur. Ávöxtunarkrafan hefur tekið skyndilegar dýfur og hækkað síðan nokkuð aftur, en stefnan síðustu misserin hefur ætíð verið til lækk- unar. Þannig hefur ávöxtunarkrafa spariskírteina til 20 ára lækkað um nærfellt heilt prósentustig á rúmu ári og um næstum hálft prósentu- stig frá því í byrjun þessa árs. Rík- issjóður hætti að bjóða út spariskír- teini til svo langs tíma í lok árs 1996 og var þá ávöxtunarkrafan í kring- um 5,70%. Var talið óeðlilegt að binda þetta háa ávöxtun til svo langs tíma, auk þess sem almennt var búist við vaxtalækkunum þegar litið var fram í tímann. Vextir á þessum skírteinum lækkuðu síðan jafnt og þétt á síðastliðnu ári og voru 5,03% um síðustu áramót. Síð- an þá hefur ávöxtunarkrafan lækk- að um nær hálft prósentustig til við- bótar eða á undanfömum tveimur mánuðum og síðustu skráð viðskipti á Verðbréfaþingi voru á ávöxtunar- kröfunni 4,54%. Ávöxtunarkrafan Greinilega hefur orðið vart við aukna eftir- spurn erlendra fjár- festa eftir markaðs- skuldabréfum hér á landi. I samantekt Hjálmars Jónssonar kemur fram að það með öðru eykur líkurnar á því að vaxtastig hér á landi verði meira í takt við vaxtastig í öðrum löndum. hefur síðan lítið eitt skriðið upp á við og voru kauptilboð skráð á þing- inu í gær á 4,56%. Yfír 5,40% í desember Sama gildir um ávöxtunarkröfu húsbréfa í aðalatriðum. Hún hefur lækkað jafnt og þétt á undanförnum misserum og þó lækkanir hafi að nokkru gengið til baka á tímabilum hefur þó stefnan ætíð verið niður á við. Krafan var 5,80% í ársbyrjun 1997, en var komin niður í 5,20% í lok júlí. Hún hækkaði síðan nokkuð og fór yfir 5,40% í desembermánuði, en hefur síðan lækkað og fór niður fyrir 5% á fimmtudaginn var eins og fyrr sagði. Yngvi Örn Kristinsson, fram- kvæmdastjóri peningamálasviðs Seðlabankans, segist telja að skil- yrði séu fyrir hendi til frekari lækk- ana langtímavaxta. Þar komi ýmis- legt til. Vextir hér séu ennþá tals- vert hærri en í nágrannalöndunum, auk þess sem lánsfjárþörf hins opin- bera hafi verið lítil síðustu misseri og lánsfjárþörf í húsnæðiskerfinu fari minnkandi. Hins vegar sé ýmis- legt sem geti haft áhrif á það hvenær þessar vaxtalækkanir gangi fram og fari það að stærstum hluta eftir framboði og eftirspurn á mark- aðnum hverju sinni. Þau öfl skýri óreglulega og rykkjótta þróun í lækkun vaxta á síðustu tólf mánuð- um. Á fyrrihluta síðasta árs hafi verið talsvert innstreymi af erlendu lánsfé til endurlána á vegum bank- anna og á þeim tíma hafi vextirnir þrýst niður. Á síðari hluta ársins hafi lífeyrissjóðir snúið sér af krafti að verðbréfakaupum erlendis og í kjölfarið hafi vaxtalækkunin stöðvast og gengið að einhverju leyti til baka. Yngvi Örn sagði að nú virtist aft- ur hafa dregið úr verðbréfakaupum erlendis og það ylli því að vextir lækkuðu. Það sem væri að gerast til viðbótar væri að erlendir aðilar virt- ust sýna verðbréfakaupum hér á landi vaxandi áhuga og það stuðlaði enn frekar að vaxtalækkun. Þetta kæmi til dæmis fram í kaupum þeirra á óverðtryggðum ríkisbréf- um á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs. Yngvi Örn sagði að á síðasta ári hefði mikið orðið vart við það að er- lend fjármálaíyrirtæki hefðu verið að kynna sér fjármálamarkaðinn hér og koma sér upp aðstöðu til að geta átt hér viðskipti. Nú virtist þessi undirbúningur farinn að skila sér i auknum kaupum þessara aðila. Unnið væri að því að afla nánari upplýsinga um í hve miklum mæli þetta væri, en það væri alveg greinilegt af því sem gerst hefði á uppboðum ríkisvíxla og ríkisbréfa að undanförnu að þar væru erlendir aðilar á ferð. Skyndilega væri eftir- spurn orðin mest eftir ríkisvíxlum og í-íkisbréfum til langs tíma, en áð- ur hefði eftirspumin verið mest eft- ir ríkisvíxlum og ríkisbréfum til styttri tíma. Vextimir hefðu hins vegar verið hæstir á bréfum til lengri tíma og þessi áherslubreyt- ing á markaðnum endurspeglaði áhuga þessara erlendu aðila. Yngvi Örn sagði aðspurður að þessi áhugi sýndi að erlendir aðilar hefðu traust á þeim efnahagsstjórn sem rekin væri hér á landi. Tilkoma þeirra yrði til þess að jafna framboð og eftirspurn á fjármagnsmarkaði. Það stuðlaði eitt út af fyrir sig að lækkun vaxta og til lengri tíma að því að vaxtastig hér á landi yrði nær því sem gerðist í öðrum löndum en verið hefði til þessa. Næsta útboð ríkisbréfa verður haldið á morgun, miðvikudag. Tvö útboð hafa verið haldin á þessu ári og hefur ávöxtunarkrafan farið lækkandi, en ríkisbréf eru til 3 ára og 5 ára og eru óverðtryggð. 5 ára ríkisbréf eru ný á markaði nú og era hluti þeirrar viðleitni að auka vægi óverðtryggðra skuldabréfa hér á landi. I fyrra útboðinu seldust ríkisbréf fyrir 900 milljónir króna og var ávöxtunarkrafan 8,48%. I því síðara, 11. febrúar síðastliðinn, seld- ust ríkisbréf fyrir tæpar 1.500 millj- ónir og var ávöxtunarkrafan á 3 ára ríkisbréfum 8,10% og 8,14% á 5 ára ríkisbréfum. < í i i i i 'i i i I i ‘I $ i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.