Morgunblaðið - 08.05.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.05.1998, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Formaður Alþýðubandalags vill úttekt á skuldamálum Þjóðviljans í LÍ Niðurstöðurnar verða birtar opinberlega MARGRÉT Frímannsdóttir, formaður Alþýðu- bandalagsins, ætlar að fá endurskoðanda eða lög- fræðing til að vinna greinargerð um hvort staðið hafi verið óeðlilega að málum varðandi skuldamál Þjóðviljans í Landsbankanum. Hún segir að- spurð að niðurstöðumar verði birtar opinberlega. „Greitt verði af skuldabréfinu á meðan Þjóðviijinn komi út“ „Það kom fram við umræður um Landsbank- ann og hefur verið ýjað að því í blaðaskrifum um skuldamál Þjóðviljans að um stórar fjárhæðir hafi verið að ræða, sem voru afskrifaðar. Það er rétt að skuldir Þjóðviljans í Landsbankanum voru töluverðar. Það sem hefur kannski fyrst og fremst verið dregið inn í þessa umræðu er klausa, sem finnst á skuldabréfi, þar sem er ein- hverskonar yfirlýsing um að greitt verði af skuldabréfinu á meðan Þjóðviljinn komi út. Ég veit ekki hvemig þessir samningar era til komnir en auðvitað era það stjómendur Landbankans sem samið er við,“ segir Margrét. Hún leggur áherslu á að þó Alþýðubandalagið eigi engar fasteignir hafi flokkurinn staðið að fullu við allar skuldbindingar sínar, a.m.k í for- mannstíð hennar frá 1995. „Við erum með öll okkar lán í Landsbankanum í skilum," segir hún. Margrét segist munu fara fram á að unnin verði greinargerð um þetta mál sem verði kynnt í framkvæmdastjóm flokksins og birt opinberlega. „Ég tel að þama sé ekkert að fela og sjálfsagt að þetta komi fram,“ segir hún. Margrét segir þingflokk Alþýðubandalagsins einu sinni hafa samþykkt að taka að sér að greiða skuldabréf sem hljóðaði upp á rúmar 15 milljónir og það hafi verið greitt upp. „Ég tel því að það sem hefur snúið beint að Alþýðubandalaginu hafi verið greitt. Þjóðviljinn var sérstakt fyrirtæki, með sína sérstjóm. Engar þær ákvarðanir sem þar vora teknar heyrðu undir stjóm Alþýðu- bandalagsins beint, nema í þeim tilvikum sem stjóm Alþýðubandalagsins kom að þeim útgáfu- málum, en það þekki ég ekki nógu vel,“ segir hún. Þingnefnd ijalli um skýrslur Ríkisendurskoðunar Margrét telur einnig nauðsynlegt að sémefnd á Aþingi fjalli um skýrslur Ríkisendurskoðunar, einkum vegna ágreinings sem upp hefur komið að undanförnu um skýrslur stoftiunarinnar um ÞÞÞ á Akranesi og um Landbankaskýrsluna. Margrét segist ekki vera ein um þá skoðun á Al- þingi að æskilegt sé að þingmenn eigi þess kost að fara rækilega yfir allar athugasemdir, sem fram koma við skýrslur Ríkisendurskoðunar, og að mögulegt verði að fá álit þriðja aðila, hugsan- lega innan Háskóla íslands. Sænskir kjúklingar í Nóatúni NÓATÚN selur um helgina sænska kjúklinga og danskt beikon. Verslunin flutti síðast inn sænska kjúklinga í des- ember síðastliðnum og klár- uðust birgðir þannig að færri fengu en vildu. A annan tug tonna verður selt nú um helg- ina á 450 krónur kílóið. Innflutningur á þessum vöram er í samræmi við toll- kvótaúthlutun Evrópubanda- lagsins, sem byggist á því að ákveðið hlutfall af innlendri framleiðslu skuli flutt inn til landsins. Kjötið er flutt inn með samþykki og undir eftirliti landbúnaðarráðuneytisins og embætti yfirdýralæknis. Danska beikonið er 30% ódýrara en beikon frá stærstu íslensku framleiðend- unum og er 400 gramma pakkning seld á 399 krónur. Bankaeftirlitið Sparisjóðir sinni ekki póstþjónustu BANKAEFTIRLITIÐ samþykkir ekki fyrirhugað samstarf íslands- pósts við þrjá sparisjóði. Þessir aðilar höfðu gert sam- komulag um að sparisjóðimir flyttu starfsemi sína í húsnæði íslands- pósts síðar á þessu ári og hefðu um- sjón með póstþjónustu á hverjum stað fyrir sig. Bankaeftirlitið segir að bönkum og sparisjóðum væri einfaldlega ekki heimilt að sinna póstþjónustu með fjármálaþjónustu. ■ Bankaeftilit/18 Fögnuður á Sinfóníu- tónleikum ÞAÐ var ærið tilefni til fagnaðar á Sinfóníutónleikum í Háskólabíó í gærkvöldi. Frumfluttur var nýr fiðlu- konsert eftir Pál Pampichler Pálsson, sem einmitt verður sjö- tugur á morgun. Finninn Petri Sakari stjórnaði hljómsveitinni í sfðasta sinn sem aðalstjórnandi. Var þeim Pál og Petri fagnað með langvinnu lófataki svo og Guðnýju Guðmundsdóttur konsertmeistara, sem lék einleik í verkinu. Páll tileinkaði Guðnýju verkið. ■ Beint f mark/28 Nafn manns- ins sem lést MAÐURINN sem lést í um- ferðarslysi í Eyjafjarðarsveit í fyrradag hét Kristján H. Jón- asson. Hann var fæddur 4. mars 1937 og bjó á Rifkels- stöðum II í Eyjafjarðarsveit. Kristján var ókvæntur og barnlaus. Kosningavefur Morgunblaðsins opnaður MORGUNB LAÐIÐ eykur í dag enn við vefútgáfu sína með opnun kosningavefjar fyrir komandi sveit- arstjómakosningar. Þar er hægt að nálgast á einum stað margvíslegar fréttir og upplýsingar um sveitarfé- lög, framboðslista, frambjóðendur og margt fleira. Kosningavefinn er hægt að finna með því að slá inn slóðina http://www.mbl.is/kosning- ar. Líkt og Fréttavefurinn og aðrir vefir blaðsins er Kosningavefurinn öllum opinn, án endurgjalds. Kosningavefurinn mun flytja nýj- ustu fréttir af kosningabaráttunni í sveitarfélögum víða um land. Á vefnum era birtar ýtarlegar upplýs- ingar um flest sveitarfélögin, s.s. íbúafjöldi, helztu kennitölur úr rekstri sveitarfélagsins, fjöldi sveit- arstjómarmanna og yfirlit yfir framboðslista í hverju sveitarfélagi. Þá er hægt að skoða fréttir úr gagnasafni Morgunblaðsins um helztu málin í stærstu sveitarfélög- unum á liðnu kjörtímabili. Yfír 1.500 frambjóðendur Á vefnum era birt nöfn yfir 1.500 frambjóðenda allra þeirra fram- boða, sem sent hafa upplýsingar um framboðslista til Morgunblaðsins. Hægt er að leita að nafni frambjóð- anda eða sveitarfélags til að fá strax þær upplýsingar, sem óskað er. Á kosningavefnum er greint frá niðurstöðum síðustu sveitarstjóm- arkosninga í flestum sveitarfélög- um. Nýjustu tölur verða birtar jafn- óðum á kosninganótt og endanleg úrslit eftir sveitarfélögum þegar talningu verður lokið. Þá er greint frá niðurstöðum allra skoðanakann- ana, sem gerðar era um fýlgi fram- boðslista. Meðal annars efnis á Kosninga- vefnum era upplýsingar um fram- kvæmd kosninganna, kosningalög og utankjörfundaratkvæðagreiðslu. Þá birtist á vefnum dagbók með við- burðum í kosningabaráttunni allt til kjördags. Frá kosningavefnum er hægt að tengjast heimasíðum ein- stakra flokka og framboðslista. Spurt og svarað á Netinu Síðast en ekki sízt býður Kosn- ingavefur Morgunblaðsins netnot- endum upp á þá þjónustu að senda framboðslistum um allt land spurn- ingar um málefni viðkomandi sveit- arfélags og segja sína skoðun á svöranum, þegar þau berast. For- senda þess að þessi samskipti geti átt sér stað, er þó að viðkomandi framboðslisti geti tekið við spurn- ingum og svarað þeim í tölvupósti. Það er því mikilvægt að framboðs- listamir komi netfangi sínu á fram- færi við Kosningavefinn. Forsvarsmenn framboðslista í sveitarfélögunum era hvattir til að senda Kosningavefnum upplýsingar um netfóng sín, framboðslista, hvað er á döfinni og hvaðeina annað, sem þeir telja ástæðu til, á netfangið kosning@mbl.is. Framboðslistum verða að fylgja kennitölur fram- bjóðenda. Allar ábendingai- um efni vefjarins era jafnframt vel þegnar. Sérblöð í dag Kosningar 19 9 8 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is Á FÖSTUDÖGU Tveggja bfla fjölskyldur í Reykjavík Eðlileg fæð- ing án stofn- anavalds li I Mt'CiiMIl 'ilMÍCTMlbi Birgir Leifur lék vel á fyrsta degi mótsins á Spáni/D1 Herbert leikur til úrslita um belgíska meistaratitilinn/D4 I I í I I f I l I 1 |
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.