Morgunblaðið - 08.05.1998, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 08.05.1998, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1998 29 BRÚÐUR úr einu leikrita Brúðubflsins, „I Dúskalandi“. Leikhús Brúðubflsins til Stokkholms UNIMA Figura Baltiea heldur brúðuleikhúshátíð sjöunda árið í röð 10.-16. maí næstkomandi. Unima eru alþjóðleg samtök brúðuleikhúsfólks. Unima Figura Baltica er hátíð landanna við Eystrasalt; Rússlands, Póllands, Eystrasaltslandanna, Þýskalands, Svíþjóðar, Danmerkur, Finnlands og_ svo bætast í hópinn Noregur og Island. Tuttugu hópar sýna. Brúðubíllinn er boðinn á þessa há- tíð og mun sýna í Brúðuleikhúsinu Tittut. Það eru brúðuleikararnir Helga Steffensen, Sigrún Erla Sig- urðardóttir og Frímann Sigurðsson sem leika í sýningunni sem heitir Bibbidi-babbidi-bú. Margar brúður koma fram, allt frá litlum hanska- brúðum upp í stórar brúður sem leikarinn klæðist. Leikstjóri sýningarinnar er Sig- rán Edda Björnsdóttir og handritið er eftir Helgu Steffensen og Sigrúnu Eddu. 4. júní verður svo frumsýning Brúðubílsins í Reykjavík í Fjöl- skyldugarðinum. Þá verður sýnt leikrit sem nú er í æfíngu og heitir Bráður, tröll og trúðar. t $reiÍh(f(tin3^rl í dag opnar Reykjavíkurlistinn kosningaskrifstofu í Mjóddinni, á hæðinni fyrir ofan íslandsbanka. Af því tilefni er Breiðhyltingum boðið að hitta frambjóðendur, þiggja grillaðar pylsur í göngugötunni í Mjódd kl. 16-18 - og líta inn á skrifstofuna. Allir alltaf velkomnir! Kosningaskrifstofa Reykjavíkurlistans í Breiöholti Sími: 587-6164 • Opin alla virka daga kl. 14-22 og um helgar 10-18. Sjálfboðaliðar, vinsamlegast skráið * ykkur á skrifstofunni. Kosningamiðstöð: Hafnarstræti 20,2. hæð Sfmi: 561 9498 • Fax: 551 9480 • Netfang: xr@xr.is Heimasíða: www.xr.is -REYKJAVIKURLISTIIMIM- EITT verka Heiðrúnar. Heiðrún sýnir gler- listaverk í Kirkjuhvoli HEIÐRÚN Þorgeirsdóttir opnar sýningu á glerlistaverkum laugar- daginn 9. maí í Kirkjuhvoli á Akra- nesi. Á sýningunni eru yfír 30 verk sem öll eru unnin í rúðugler en með ýmsum útfærslum, sum sýru- brennd, önnur með kopar eða mess- ing, platínu, gulli eða möttu gulli. Heiðrún er fædd á Akranesi. Hún nam við Myndlistaskóla Reykjavíkur 1982-85, var við glerskurð og blý- lagningu hjá Listagleri í Kópavogi og í námi við Rými listaskóla, ásamt nokkrum námskeiðum. Heiðrún hef- ur haldið tvær einkasýningar og tekið þátt í samsýningum. Þessi sýning er tileinkuð minn- ingu systkinanna frá Ási á Akra- nesi, þeirra Höllu Árnadóttur, móð- ur listakonunnar og Ólafs Árnason- ar ljósmyndara, sem bæði eru ný- látin. Við opnun sýningarinnar mun bróðir Heiðrúnar, Árni Ibsen, lesa upp úr eigin verkum. Sýningin stendur til 24. maí og er Listasetrið opið daglega frá kl. 15- 18. GRÉTAR Hjaltason sýnir í Eden í Hveragerði. Grétar Hjaltason í Eden Hveragerði. Morgunblaðið. GRÉTAR Hjaltason, Selfossi, hef- ur opnað sýningu á verkum sín- um í Eden, Hveragerði. Á sýn- ingunni eru 33 verk, máluð með olíu eða olíupastellitum. Myndirnar eru flestar unnar á síðastliðnu ári. Þetta er í fjórða sinn sem Grétar sýnir verk sín í Eden en hans aðalstarf er hjá Þjóðleikhúsinu. Sýningin er opin alla daga en henni lýkur sunnudaginn 17. maí. S Ó L G R A U LINSAIM A ð a I s t r æ t i 9 sími 551 5055
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.