Morgunblaðið - 08.05.1998, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 08.05.1998, Qupperneq 30
30 FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ zi+rztzrzj-\ziz t.fe&.é'xzrú FLUGLEIÐIR Verð fyrir ATLAS- og Gullkortshafa EUROCARD ^Miðað við 4000 króna afslátt fyrir ATLAS- og Gullkortshafa EUROCARD sé fargjaldið greitt á söluskrifstofu Flugleiða. Almennt verð 49-900 krónur Innifalið: Flug milli Keflavíkur og Ljubljana, gisting í 5 nætur, akstur til og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn. Ekki innifalið flugvallarskattar kr. 2860.“ Flug til og frá Ljubljana í Slóveníu. Gist í fjórar nætur (morgunverður innifalinnjá vel útbúnu fjögurra stjörnu hóteli, Grand Hotel Svcizia & Scandinavia í strandbænum Lido di Jesolo sem er í um 45 mínútna akstursfjarlægð frá Feneyjum. Síðustu nóttina verður gist á Best Westem Hotel Slon, fjögurra stjörnu hóteli í hjarta Ljubljana. Stórkostlegar skoðunarferðir í boði gegn aukagjaldi. Siglt á gondólum og kannaðir töfrar og lystisemdir stórkostlegrar borgar. <Qmdlamíini Skoðuð mikilfengleg náttúrufegurð við Gardavatnið og komið við í hinni fögru borg Veróna. Það er gaman að skoða sig um í hinni fallegu höfuðborg Slóveníu sem er ósnortin af stríðsátökum nágranna- landanna. I boði eru gönguferðir um borgina í fylgd fararstjóra. Takmarkað sætaframboð Bókanir fara fram hjá Flugleiðum á Laugavegi 7> hjá Guðrúnu Dagmar, Helgu og Hörpu í síma 5050 491, 5050 484 og 5050 534 og þar er einnig hægt að fá allar nánari upplýsingar. (Bara í síma um helgina 5050 100) Bruðhjón Allur borðbiiiidöur - Glæsileg gjaíavara Bilíöailijöna listar VERSLUNIN Langavegi 52, s. 562 4244. LISTIR Samkór Selfoss.. Morgunblaðið/Sig. Fannar Selfossi. Morgunblaðið. VORTÓNLEIKAR Samkórs Sel- foss fara fram í Selfosskirkju 10. maí næstkomandi. Miklós Dalmay, pianóleikari og hand- hafí Tónvakaverðlauna RÚV, kemur einnig fram á tónleikun- um. Á söngskrá kórsins eru bæði innlend og erlend lög. Kórinn hefur upp á síðkastið tekið tölu- vert af ungverskum lögum upp Vortónleik- ar Samkórs Selfoss á arma sína en stjórnandi kórs- ins, Edith Molnár, er einmitt ungversk. Þetta er fyrsta starfs- ár hennar með Samkórnum og hefur það gengið afar vel. Þess má geta að þetta er 25. starfsár kórsins og mikill upp- gangur er í starfseminni. Nýir kórfélagar hafa bæst í hópinn og framtíðin leggst vel í kórfé- laga. Tónleikarnir hefjast kl. 20:30. Undirleikari kórsins er Þórlaug Bjarnadóttir. Vortónleikar barnakóranna í Kópavogi BARNAKÓRAR Kópavogs halda sameiginlega tónleika í tilefni afmæl- is Kópavogsbæjar sem er 11. maí. Tónleikamir verða haldnir laugar- daginn 9. maí og hefjast ki. 14. A tónleikunum koma íram; Kárs- neskórinn, stjórnandi Þórunn Bjömsdóttir, Kór Digranesskóla, stjómandi Kristín Magnúsdóttir, Kór Hjallaskóla, stjórnandi Guðrún Magnúsdóttir og Kór Snælands- skóla, stjórnandi Heiðrún Hákonar- dóttir. Auk þeirra mun barnakór frá Egilsstöðum koma fram á tónleikun- um. Eftir tónleikana verður boðið upp á kaffi og kleinur, en ágóði tónleik- anna rennur í ferðasjóð Kórs Snælandsskóla. Miðaverð á tónleik- ana er 500 kr. fyrir fullorðna, en frítt fyrir börn. -------------- Vortónleikar Tónlistarskólans í Keflavík TÓNLEIKAR söngdeildar Tónlist- arskólans í Keflavík verða í kvöld, fóstudaginn 8. maí kl. 20 í Njarðvík- urkirkju. Nemendur deildarinnar koma fram í einsöng og kór. Þetta era fyrstu tónleikarnir í röð vortón- leika Tónlistarskólans í Keflavík. Að- gangur er ókeypis. Sunnudaginn 10. mai heldur kór Tónlistarskólans í Keflavík sína vor- tónleika í Framleikhúsinu við Vest- urbraut kl. 16. Mikill vöxtur hefur verið í starfi kórsins í vetur og stefnt er á utanlandsferð eftir ár. Aðgangs- eyrir er 500 kr. sem renna í ferða- sjóð kórsins. ------*-♦-*--- Vortónleikar Karlakórsins Stefnis KARLAKÓRINN Stefnir heldur síðustu vortónleika sína á þessu vori sunnudaginn 10. maí kl. 20.30 í Hafn- arborg, Hafnarfírði. Þegar hafa tvennir tónleikar verðir haldnir í Hafnarborg og í Varmárskóla, Mos- fellsbæ. Efnisskrá tónleikanna að þessu sinni er blönduð. Flutt verða innlend og erlend lög, bæði þekkt og óþekkt. Einsöngvarar koma að þessu sinni allir úr röðum kórsins og eru þeir sjö talsins. Meðal þeirra er ungur bassa- bariton, Stefán Jónsson, sem leggur stund á söngnám. Laugardaginn 16. maí verða síðan tónleikar kórsins í Vestmannaeyjum og lýkur þar með vetrarstarfinu. Stjómandi er Lárus Sveinsson, undirleikari er Sigurður Marteinsson. -----*“**---- Diddii syngur með Söng- bræðrum SÖNGKONAN Diddú, eða Sigrún Hjálmtýsdóttir mun í kvöld, fóstu- dagskvöld, syngja með karlakómw- um Söngbræðrum á tónleikum í Reykholtskirkju í Borgarfirði. Tón- leikarnh- hefjast kl. 21. Hún mun syngja íslensk og erlend einsöngslög við meðleik Jerzy Tisik- Warszawiak. Söngbræður syngja með henni í nokkram lögum en auk þess mun karlakórinn taka nokkur lög. Undirleikari Söngbræðra er Zsuzsanna Budai. Kynnir á tónleik- unum verður Brynjólfur Gíslason. -----♦-*-♦--- Vortónleikar Tónlistarskóla Garðabæjar FIMMTU og sjöttu vortónleikar Tónlistarskóla Garðabæjar verða í Kirkjuhvoli mánudaginn 11. maí. Fyrri tónleikarnir verða kl. 18.00 en þá verður boðið upp á gítarleik, semballeik og blokkflautuleik og sama dag kl. 20.00 verða sjöttu tón- leikar skólans þar sem blásarar þeyta horn sín bæði saman í sveitum og einir sér. Suðræna svingsveitin mun leika svo og slagverksmenn. -----*-**---- Tónleikar Lúðrasveitar Laugarnesskóla LÚÐRASVEIT Laugarnesskóla heldur sína árlegu tónleika í skólan- um laugardaginn 9. maí kl. 14. Stjómandi er Stefán Stephensen. -----•*-*♦--- Samkór Tré- smiðafólags Reykjavíkur í Bústaðakirkju SAMKÓR Trésmiðafélags Reykja- víkur heldur vortónleika í Bústaða- kirkju næstkomandi laugardag 9. maí kl. 17. I vetur hefur kórinn æft létta tónlist, íslensk og erlend þjóð- lög og frumsamin lög frá ýmsum tímum og löndum. Að þessu sinni hefur samkór Tré- smiðafélagsins fengið til liðs við sig þau Aðalheiði Þorsteinsdóttur píanó- leikara og Tómas R. Einarsson bassaleikara, sem munu leika með þeim í síðari hálfleik tónleikanna. Þá leikur Rut Rauferberg, sem syngur einnig í kórnum, einleik á flautu. Söngstjóri samkórsins er Jó- hanna V. Þórhallsdóttir. ------***------- Þrennir nem- endatónleikar ÞRENNIR nemendatónleikar verða á vegum Tónlistarskólans í Grafar- vogi laugardaginn 9. maí. Tónleik- arnir verða í hátíðarsal Húsaskóla kl. 10.30., 11.30. og 14. Nemendur koma fram bæði í ein- leik og samleik og verður efnisskráin fjölbreytt. Skólinn var stofnaður árið 1991. Nemendur skólans era 200 og kennai-ar 13. ------***------- Álafosskórinn í Varmárskóla og í Grensáskirkju ÁLAFOSSKÓRINN heldur ái-lega vortónleika í tónlistarsal Varmár- skóla í Mosfellsbæ, laugardaginn 9. maí kl. 17 og í Grensáskirkju laugar- daginn 16. maí kl. 17. Efnisval er fjölbreytt og sam- anstendur af íslenskum og erlendum lögum, negrasálmum og harmon- ikkulögum. Einnig mun kórinn frum- flytja tvö lög eftir stjórnanda sinn, Helga R. Einarsson. Undirleikari á píanó er Hrönn Helgadóttir og undirleikari á harm- onikku er Sveinn Kjartansson. Að- gangur að tónleikunum er ókeypis. -----------***------- Kóramót í Kópavogi FJÓRIR kórar af Suðvesturlandi efna til tónleika nk. laugardag 9. maí í Digraneskirkju í Kópavogi kl. 16.30. Um 150 kórfélagar í Samkór Sel- foss, Skólakór Kársness, Söng- bræðrum í Borgarfirði og Samkór Kópavogs syngja ýmist saman eða hver kór fyrir sig lög úr ýmsum átt- um, bæði innlend og erlend. Stjórnandi Selfyssinga er Edit Molnar og undirleikari Þórlaug Bjarnadóttir. Stjórnandi Skólakórs Kársness er Þórunn Björnsdóttir. Stjórnandi Borgfirðinga er Jerzy Tosik-Warszawiak og undirleik ann- ast Szuzsanna Budai. Stjórnandi gestgjafans, Samkórs Kópavogs er Dagi-ún Hjartardóttir og undirleik- ari Claudio Rizzi. Miðaverð er 500 kr.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.