Morgunblaðið - 08.05.1998, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.05.1998, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1998 LISTIR MORGUNB LAÐIÐ Dýnamiskur söngur TOIVLIST Langhoi tskirkja KÓRSÖNGUR Karlakór Reykjavrkur undir stjórn Friðriks S. Kristinssonar flutti ís- Iensk og erlend söngverk. Einsöngv- arar voru Óskar Pétursson, Hjálmar P. Pétursson og Hreiðar Pálmason. Undirleikarar voru Anna Guðný Guð- mundsdóttir á píanó en Magnús Ingi- marsson, Árni Scheving og Alfreð Al- freðsson léku undir í skemmtilaga- syrpu. Fimmtudaginn 7. maí 1998. KARLAKÓR Reykjavíkur minntist tveggja mætra manna sem hafa starfað með kórnum. Fyrst skal nefna Emil Thoroddsen, er var fyrsti undirleikari kórsins, og hófust tónleikamir á að kórinn söng Hver á sér fegra föðurland, sem frumflutt var á Þingvöllum 1944 við stofnun lýðveldis á Islandi. Kórinn söng þetta fallega lag mjög vel, þótt fínna megi að hversu mikil áhersla er á síðustu tónum inn- hendinga, nokkuð sem vel má laga. Þá samfagnar kórinn Páli P. Pálssyni, sem verður sjötugur á morgun, laugardaginn 9. maí, en hann stjómaði KR í 26 ár. Kórinn flutti tvö frumsamin lög eftir Pál, fyrst Vegurinn hingað, við vísu eft- ir Þorstein Valdimarsson, og Vor borg, við kvæði eftir Guðmund Böðvarsson, auk umritana og út- setninga á lögum eftir Ama Thor- steinsson og Sigvalda Kaldalóns. Vegurinn hingað er nokkuð sund- urlaust, aðallega vegna víxlsöngs radda. Trúlega á þessi skipan að vera gamansamlega mótuð en það vantaði allt gaman í flutning kórs- ins. Vor borg er hins vegar vel samið og þétt unnið tónverk, sem var að mörgu leyti vel flutt. Þrjú norræn kórlög vom á efnis- skránni: Vetur kóngur, eftir Lind- blad, sem var flutt með miklum styrkleikaandstæðum. Svanurinn eftir Jámefelt var í heild of sterkt, þótt deila megi um slíkt, en þriðja norræna lagið, Maísöngur eftir Ku- hlau, var sérlega fallega sungið. Þrjú lög eftir Áma Thorsteinsson, í umritunum og útsetningum Páls, vom vel flutt en einsöng í þeim sungu Hjálmar P. Pétursson (Er sólin hnígur), en hann er söngnemi og flutti lagið af þokka, Óskar Pét- ursson (Vorgyðjan kemur), er söng það mjög vel og einnig í lagi eftir Sigvalda Kaldalóns (Við sundið), og síðast Hreiðar Pálmason, er söng ágætlega sérkennilega útsetningu Páls á lagi Sigvalda, við kvæðið Frændi þegar fiðlan þegir eftir HaOdór Laxness. Síðast fyrir hlé var sungin skemmtilagasyrpa, útsett af Magn- úsi Ingimundarsyni, og með honum léku undir Ami Scheving og Alfreð Alfreðsson. Þetta er hressileg syrpa er var flutt með léttri sveiflu og viðeigandi galsa. Eftir hlé vom flutt lögin eftir Pál, sem fyrr var getið, og þá kom Óskar Pétursson aftur og söng af glæsibrag Afram veginn og Band- ura, sem bæði em rússnesk þjóð- lög, og var flutningur þessara tveggja laga það besta á efnis- skránni. Óskar er góður söngvari og flutti þessa viðkvæmu söngva mjög faOega og sýndi að honum lætur vel að syngja undurveikt, með þéttum hljómi. Þrjú síðustu viðfangsefnin vom ópemkórar, fyrst kór hermanna úr Desembrist eftir Yuri Alex- androvitsj Shaporin (1887-1966), rússneskan lögfræðing og tón- skáld, en texti ópemnnar er eftir Tolstoj. Þetta er mikill ættjarðar- söngur og var ágætlega fluttur, en það hefði mátt leika meira með hraðabreytingar í slavneskum anda. Veiðimannakórinn úr Töfra- skyttunum eftir Carl Maria von Weber (ekki Anton Weber) var mjög vel fluttur og sama má segja um lokaviðfangsefnið, Hermanna- kórinn úr II trovatore eftir Verdi, er var mjög vel fluttur. Karlakór Reykjavíkur er vel mannaður, 72 söngmenn. Stjómandinn, Friðrik S. Kristinsson, músíserar mjög fal- lega og hefur sterka tilfinningu fyrir hryn- og styrkleikabreyting- um, sem hann leikur skemmtilega með, og einkenndi þessi dýnamiska útfærsla hans reyndar tónleikana í hefid. Jón Asgeirsson Sterkar og kraftmikiar Mekxbo hfeðsluborvélar. PETRI Sakari fagnað ákaflega að tónleikum loknum. Beint í mark TOM.IST Háskólabfó SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Wagner: Forleikur að Lohengrin; Páll P. Pálsson: Fiðlukonsert (frumfl.); Zemlinsky: Hafmeyjan. Guðný Guðmundsdóttir, fiðla; Sinfón- íuhljómsveit Islands u. stj. Petris Sakaris. Háskólabíói, flmmtudaginn 7. maí kl. 20. PETRI Sakari hljómsveitarstjóri kvaddi í gær S.í. og hlustendur hennar eftir 10 ára farsælt og tíma- mótandi samstarf með dagskrárefni sem aOt bauð upp á glæsileg dæmi um hvað hægt er að gera með viða- mesta „hljóðfæri“ allra, stórri sin- fóníuhljómsveit. í meðferð þess hljóðfæris voru Wagner og Zeml- insky brautryðjandi snillingar hvor á sinn hátt, enda jafnframt rómaðir stjórnendur, og sómdi Páll okkar Pampichler sér vel í þeirra hópi með hinum nýja fiðlukonsert sínum, tileinkuðum Guðnýju Guðmunds- dóttur konsertmeistara. Það er erfitt að spá, einkum um framtíðina, en horfur fiðlukonsertsins ættu að vera bjartar, því tónleikamir í gær afhjúpuðu, sérstaklega hvað hljóm- sveitarmeðferð varðar, ótvírætt gersemi, sem ólíkt mörgum álíka flóknum nútímaverkum hitti beint í mark við íyrstu heym. I upphafi tónleikanna sneri stjómandinn sér að áheyrendum og tilkynnti að flutningur fyrsta verks á dagskrá væri helgað minningu hins nýlátna tónskálds, Leifs Þórar- inssonar. Hér var um að ræða for- leikinn að óperu Riehards Wagners um Lohengrin, son kaleiksriddar- ans Parsifals. Var óperan fmmflutt í Weimar 1850 undir stjórn Franz Liszts. Forleikimir að 1. og 3. þætti em oft fluttir í tónleikasölum sem sjálfstæð verk, og sá íyrmefndi býður upp á hæga en afar tilkomu- mikla stígandi með tignarlegum lúðrablæstri í hápunktinum, áður en fellur í sömu kyrrð og í upphafi. Þessir styrkminnstu staðir verksins em afar vandmeðfamir við ómsára akústík eins og í kvikmyndahúsinu að Hagatorgi, sérstaklega í hátt- liggjandi efri strengjum, sem hættir til að verða berangurslegir. En þrátt fyrir aðstæður tókst Petri að laða fram dulúðarfullan ævintýra- hljóm, og lúðramir kórónuðu há- punktsþáttinn með konunglegri reisn. Ósjálfráð fyrstu viðbrögð manns við hljómtöfraheimi Páls P. Páls- sonar í hinum nýja 35 mínútna langa fiðlukonsert á síðustu æfingu íyrir tónleikana vora á eina leið: hreinasta snilld! Þó að tíminn og reynslan eigi eftir að leiða í ljós hvort uppbygging einkum fyrstu tveggja þátta standi fyllilega undir þeirri fjölbreytni í áferð og anda sem heillaði svo mjög við fyrstu heym, varð endurheyrnin sama kvöld ekki til að draga úr galdri þeirrar fyrstu. Að svo komnu bend- ir fátt til annars en að tónlistarforða Islendinga hafi hér bætzt nýtt meistaraverk, sem í þokkabót er líklegt til vinsælda. Tónmálið mætti sem næst kenna við „útvíkkað tóna- lítet“ - stundum nærri því módemískt, en reist á undirstöðu eldri og kunnari lögmála, sem gerði hvort tveggja að halda óskertri at- hygli hlustenda og ljá þessum þrautreynda listamálara hljómsveit- arlitanna beztu möguleika á að nýta þá hæfileika út í hörgul. Þrátt fyrir á köflum margslung- inn hljómsveitarsatz sem gerði, líkt og einleiksparturinn, vemlegar kröfur til flytjenda um ekki sízt hrynsnerpu og samstillingu al- mennt, vom kröfurnar hvergi óyfir- stíganlegar, og jafnvel þar sem tón- vefnaður var þykkastur, skiluðu meginlínur sér klárt og skýrt til hlustenda. Páll hefur áður sýnt og sannað að fáir hérlendir höfundar standa honum á sporði í fag- mennskulegri meðferð tónalita- spjaldsins, og í þetta sinn spannaði hann jafnvel enn meiri breidd en fyrr - allt frá gegnsæjasta kammer- samleik að þmmandi allsherjar-tút- tíköflum, með næmu eyra fyrir heildarsamvægi. Stílrænt kenndi margra grasa, einkum í lokaþætti, þar sem m.a.s. var stiklað á alþýð- legri tónmennt eins og tangó og vín- arvals, er gátu lokkað fram bros út í annað, jafnvel þótt undirtónninn væri alvarlegur. Vitnaði einleiksfiðl- an í 3. og síðasta þætti á tveim stöð- um í fornt og dapurt þýzkt þjóðlag, „Þrjár liljur“. Fylgir og sögu að frumflutningurinn var skv. tónleika- skrá helgaður minningu Ruthai’ Hermanns fiðluleikara í S.I. sem lézt á síðasta ári. Guðný Guðmundsdóttir lék hinn vandasama einleikspart með mikilli prýði. Hann var að því leyti óþakk- látur, að hann gerði miklar kröfur án þess að bjóða upp á rómantíska „bravúra“-spretti í staðinn, og jafn- vægið milli einleiksfiðlu og hljóm- sveitar, einkum í 2. þætti, var víða í hættu, sérstaklega frá lúðmm, sem eiga til að sleppa sér á tónleikum, þótt þeir haldi aftur af sér á æfing- um. Niðurlagið, þar sem Guðný lék ein og óstudd „liljulagið" þýzka af angurvæm látleysi, var sérlega áhrifamikið í einfaldleika sínum. Fiðlukonsertinn er margslungið og krefjandi verk, ekki síður fyrir hljómsveitina, og gegndi í raun furðu hvað Petri náði að koma miklu til skila eftir aðeins fjórar æf- ingar, eins og venja er, þó að verkið eigi væntanlega eftir að slípast enn betur til við síðari upptöku. Alexander von Zemlinsky (1871- 1942), eini kennari Schönbergs og mágur,-var á sínum tíma kunnur óp- eruhljóriisveitarstjóri í Vínarborg. Hann samdi m.a. 7 óperar og 3 sin- fóníur, en féll síðan í algjöra gleymsku, þar til hann endurapp- götvaðist seint á 9. áratug þegar hljómplötuútgáfur fóra að skoða nánar þau fjölmörgu tónskáld sem fengu á sig stimpil Þriðja ríkisins fyrir „úrkynjun." Zemlinsky gerðist að vísu fram- sæknari með aldrinum, en í tóna- ljóðinu „Die Seejungfrau," sem inn- blásið er af ævintýri H.C. Ander- sens um Litlu hafmeyjuna og samið 1903, er stíllinn enn síðrómantískur og á ýmislegt að þakka Wagner, Mahler og Richard Strauss. Þá þeg- ar vom tök hins rúmlega þrítuga tónskálds á möguleikum sinfóníu- hljómsveitarinnar orðin meistara- leg, enda leynir sér ekki í þessari litríku „sjávarsinfóníu", að hér yrkir maður sem kann sitt fag og þykir gaman að sýna það. Leikur Sinfón- íuhljómsveitarinnar var afbragðs- góður, og hér gátu pjáturliðar loks spilað út án þess að skemma fýrir, enda tóku strengir hraustlega á til mótvægis á hvítfyssandi stormköfl- um þessa ægifagra ævintýratón- verks. Vandfenginn yrði eftirminni- legri lokapunktur á ferli Petris Sak- aris sem fastastjómanda S.I. Hans verður saknað þegar fram líða stundir. Ríkarður Ö. Pálsson Menningardagur á Egilsstöðum Egilsstaðir. Morgunblaðið. MENNINGARDAGUR verður í Egilsstaðabæ laugardaginn 9. maí. Menningarmálaráð Egilsstaðabæj- ar í samstarfi við ýmis félagasamtök á staðnum hefur sett saman dag- skrá þar sem áhersla er lögð á list- sköpun bæjarbúa og annarra gesta. í Safnahúsinu verður fjölbreytt dagskrá; opnuð verður sýning á verkum félaga í Myndlistarfélagi Fljótsdalshéraðs og einnig verður ljósmyndasýning frá Félagsmiðstöð- inni NýUng opnuð. Á risatrönum við Safnahúsið gefst svo tældfæri á að mála nokkrar pensilstrokur í Bæjar- málverkið. Þá verður einnig boðið upp á ljóðalestur þar sem nokkrir bæjarbúar munu lesa upp úr eftir- lætis ljóði sínu. Einnig verður komið fyrir sérsmíðaðri bók þar sem gestir geta ort Egilsstaðaljóðið. Úrslit í ljósmyþdamaraþoni verða kynnt í Safhahúsinu á laugardag, en þar sem ljósmyndað er í sólarhring, hefst keppnin daginn áður. í Valaskjálf verður áhersla lög á dansmennt og tónlist af ýmsu tagi með þátttöku gesta og gangandi. Bjöllukór kemur fram, söngsmiðja verður starfrækt og danskennarar kenna og sýna réttu sporin. Kaffi- hlaðborð verður í Valaskjálf allan laugardaginn. Fegurðarsamkeppni gæludýra fer fram í og við Valaskjálf. Þetta er íyrsta keppnin af þessu tagi hér- lendis en keppt verður í hunda- og kattaflokki, vængjaflokki, fiska- flokki og skriðdýraflokki. Dóm- nefnd verður að störfum allan dag- inn og fegurstu dýrin í hverjum flokki fá verðlaunapening. í Egilsstaðakirkju verða tónleik- ar söngdeildar Tónlistarskóla Fljótsdalshéraðs. Á efnisskránni em íslensk og erlend sönglög og flutt verður aría, tríó og kórþáttur úr óratoríunni Sköpuninni eftir Ha- ydn. Á laugardagsmorguninn verður hægt að sjá fjöregg verða til en þá hefst gerð útiUstaverks við Safna- húsið. Síðar um daginn verður haf- ist handa við að mála fjöreggið og er öllum velkomið að leggja hönd á plóginn. Það er handverksfólk á staðnum sem stendur fyrir þessu framtaki. Menningardeginum lýkur svo með því að fjöreggið verður flutt með viðhöfn á endanlegan stað í Lómatjamargarðinum þar sem það verður afhent bæjarstjórn til varðveislu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.