Morgunblaðið - 08.05.1998, Síða 20

Morgunblaðið - 08.05.1998, Síða 20
20 FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Samruni Daimler-Chrysler innsiglaður og til verður fímmti stærsti bifreiðaframleiðandi heims Nýi nsmn stork- ar keppinautunum FORSTJÓRAR Chryslers og Daimler-Benz, Robert Eaton (til hægri) og Jurgen Schremp, eftir undirritun samnings um samruna fyrirtækj- anna í Dorchester-hótelinu í London. London. Reuters. DAIMLER-Benz AG og Chrysler Corp hafa innsiglað samkomulag sitt um mesta samruna iðnfyrir- tækja sem um getur og hið nýja fyrirtæki verður fímmti mesti bif- reiðaframleiðandi heims á eftir General Motors, Ford, Toyota og Volkswagen. Stjórnarformaður Daimlers, Ju- ergen Schrempp, líkti samrunan- um við fullkomið hjónaband og hann er talinn kalla á aðgerðir keppinauta í bílaiðnaði. Gengi hlutabréfa í Daimler og Chrysler hækkaði og þýzk blöð fógnuðu samkomulaginu. Veruleg lækkun varð á verði hlutabréfa í japönskum bifreiðafyr- irtækjum og lækkuðu bréf í Nissan mest, um 22 jen eða 5,4% í 385 jen. Japanskir sérfræðingar telja engar líkur á að samkomulag Daimlers og Chryslers leiði til svipaðs risasamnina í Japan þar sem mest er framleitt af fólksbílum í heiminum. Hins vegar er talið lík- legt að það hvetji keppinauta í Evrópu og Bandaríkjunum til að íhuga framtíðar fyrirætlanir sínar. Sameiginlegar aðalstöðvar Daimler-Chryslers verða í Stutt- gart og Michigan og fyrirtækið mun framleiða allar tegundir bif- reiða, allt frá Mercedes-Benz- glæsikerrum til jeppa og þungra flutningabíla sem smíðaðir eru í Detroit. Þjóðverjar ráðandi Schrempp stjómarformaður sagði að fyrirtækin mundu bæta hvort annað upp á mörkuðum sín- um og að um samruna jafningja væri að ræða en samningurinn sýnir að Daimler mun hafa yfir- höndina. Hluthafar Chryslers fá 0,547 Daimler-Chrysler-hlutabréf fyrir hvert Chrysler-hlutabréf og 43% hlutabréfa í nýja fyrirtækinu. Fyrir Daimler-hlutabréf fást jafn- mörg bréf í nýja fyrirtækinu. Þjóðemistilfinningar blandast inn í sameininguna. Merki Mercedes-Benz hefur verið tákn um velgengni Þjóðverja í efnahags- málum eftir síðari heimsstyrjöldina og Chrysler-byggingin í New York borg hefur verið minnisvarði um iðnaðarmátt Bandaríkjanna. „A leið til Heimsins hf.,“ sagði þýzka blaðið Siiddeutsche Zeitung og hældi fyrirætlun um stofnun fyrirtækis, sem verður með árlega sölu upp á 130 milljarða dollara og er metið á 92 milljarða dollara. „Tækifærin em eins mörg og vandamál þau sem munu fylgja slíkum samruna," sagði Börsen- Zeitung í Frankfurt. Blaðið Bild spurði hins vegar: „Er þetta stór- mennskuæði?" Daimler sagði að hagnaður hlut- hafa beggja fyrirtækja mundi aukast með tilkomu hins nýja fyrir- tækis og spara um 2,5 milljarða marka kostnað á næsta ári. Um er að ræða samruna stærsta iðnfyrir- tækis Þýzkalands og þriðja mesta bifreiðaframleiðanda Detroits. Daimler segir að Daimler-for- stjórinn Schrempp og Chrysler- forstjórinn Robert Eaton muni stjóma Daimler-Chrysler í samein- ingu frá Stuttgart og Detroit, en Eaton muni víkja úr stjóm nýja fyrirtækisins eftir þrjú ár. Það þykir sýna yfirburði Þjóðverja. Hlutabréf í Daimler hækkuðu um mmlega 12% í 217 mörk um tíma í kauphöllinni í Frankfurt eft- ir 8% hækkun á miðvikudag. Hlutabréf í Chrysler höfðu hækkað um 17,8% í 48,81 dollar þegar við- skiptum lauk í Bandaríkjunum á miðvikudag. Sérfræðingar fagna Sérfræðingar hafa fagnað fyrir- huguðum samruna. Daimler leiti að tækifærum til útþenslu á stærsta bílamarkaði heims og Chrysler muni hagnast á verk- fræðisnilld Daimlers og aðgangi að evrópskum markaði, þar sem hlutdeild fyi’irtækisins sé mjög lít- il. Mesta gildi samrunanans kann að vera í því fólgið að fyrirtækin munu geta dregið úr stjórnunar- kostnaði og kostnaði við rannsókn og þróun og tryggja betra verð á bílahlutum. Samruninn mun auka þrýsting á aðra bílaframleiðendur að fara að dæmi Daimlers og Chryslers vegna mikillar umframgetu í bíla- iðnaði. Samruninn mun einnig beina athyglinni að aðalkeppinauti Daimlers í Þýzkalandi, BMW AG, sem hefur reynt að auka fram- leiðsluna með því að taka við rekstri Rover Group í Bretlandi, en hefur ekki enn hagnazt á fjár- festingunni. Að sögn þýzkra stjómvalda eru engin lagaleg tormerki á samrun- anum. Forstjóri Chryslers, Eaton, sagði að aðalvörumerkin Mercedes and Chrysler - mundu halda sérkennum sínum í hinu sameinaða fyrirtæki. Þessi auglýsing er birt í upplýsingaskyni. Verðbréfaþing íslands hefur samþykkt að taka til skráningar: Verðtryggð skuldabréf FBA: 1. flokkur1998 Krónur 2.000.000.000,00 Gjalddagi 1. desember 2003 Óverðtryggð skuldabréf FBA: 2. flokkur 1998 Krónur 500.000.000,00 Gjalddagi 10. febrúar 2000 Óverðtryggð skuldabréf FBA: 3.flokkur1998 Krónur 500.000.000,00 Gjalddagi 1. apríl 2002 Markaðsvíxlar FBA: 1. flokkur 1998 Krónur 100.000.000.000,00 Gjalddagar á u.þ.b. 30 daga fresti Fjárfestingarbanki atvinnulífsins tekur að sér viðskiptavakt í öllum ofangreindum flokkum. Skuldabréfaflokkarnir verða skráðir 11. maí 1998. Skráningarlýsingar og önnur gögn s.s. samþykktir og síðasta ársreikning er hægt að nálgast hjá FBA, Ármúla 13a, Reykjavík, umsjónaraðila skráningarinnar. FJÁRFESTINGARBANKI ATVINNULÍFSINS H F Ármúla 13a, 108 Reykjavík. Sími: 580 5000. Fax: 580 5099. Netfang: fba@fba.is Tíu stærstu bílarisarnir Eftirfarandi listi sýnir stærstu Chrysler miðað við sölu á bflum bílaframleiðendur heims að af- stöðnum samruna Daimler og og vörufiutningabflum um heim alian. Upprunal. 1997 1996 % breyt. General Motors Bandaríkin 8,776,000 8,263,000 6.2 Ford Motor Co. Bandaríkin 6,943,000 6,653,000 4.4 Toyota Motor Corp. Japan 4,843,089 4,757,055 1.8 Volkswagen AG Þýskaland 4,260,000 3,970,000 7.3 Daimler-Chrysler* Þýskl./Bandar. 3,997,229 3,959,980 0.9 Fiat Auto Spa Ítalía 2,864,800 2,500,400 14.6 Nissan Motor Co. Japan 2,832,000 2,801,000 1.1 PSA/Peugeot-Citroen Frakkl. 2,106,400 2,006,100 5.0 Honda Motor Co. Japan 2,037,000 2,112,000 -3.6 Mitsubishi Motors Co. Japan 1,911,980 1,951,000 -2.0 * Sala Chrysler Corp’s á fólksbílum og vöruflutningabflum 1997 féll um 3.5% í 2,864,329 tæki úr 2,966,880 árið 1996. Á sama tímabili jókst sala Daimler-Benz’s um 14.1 % í 1,132,900 tæki úr 993,100 árið á undan. Ath: Inn í tölum General Motors eru Saab, OpeWauxhall. Inn í tölum Ford Motor er Jaguar. Tölur Volkswagen samanstanda af Audi, Seat, Skoda og Volkswagen. Tölur Fiat geyma einnig Alfa Romeo, Ferrari, Fiat, Lancia and Maserati. Hcimild: Automotive News, Automotive Resources Asia and Marketing Systems GmbH. Kirch í krög’gum, synjað í bönkum Honn. Reuters. STÓRVELDI þýzka fjölmiðla- jöfursins Leos Kirchs á við al- varlegan fjárhagsvanda að stríða og nokkrir bankar hafa synjað beiðnum hans um stórlán að sögn þýzks blaðs. Blaðið Suddeutsche Zeitung í Munchen segir að lánsumsókn- um hafi verið hafnað, þar sem bankarnir vilji sjá hvað komi út úr rannsókn á ásökunum gegn Kirch um skattsvik. Blaðið segir að Kirch sé skuldum vafinn og hafi reynt án árangurs síðan í fyrra að fá lán upp á milljarða markavegna „hættulegrar útþenslu“ í sjón- varpsmálum. Talsmaður Kirchs vildi ekkert segja um frétt blaðsins sem vitnar í skjöl banka og fyrirtæk- is Kirchs. í fyrra báru starfsmenn Kirchs til baka fréttir um að fyr- irtækið væri að hruni komið. Sumir bankanna vilja einnig bíða eftir niðurstöðum viðræðna fyrirtækisins og framkvæmda- stjórnar Efnahagsbandalagsins um stafrænt sjónvarpsbandalag þess og þýzka fjölmiðlarisans Bertelsmanns. Kirch á mikið kvikmyndasafn og stóran hlut í Satl sjónvarps- stöðinni og Axel Springer for- laginu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.