Morgunblaðið - 08.05.1998, Síða 41

Morgunblaðið - 08.05.1998, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1998 4 U AÐSENDAR GREINAR Bakari hengdur fyrir smið MÁLEFNI sýslumannsins á Akra- nesi hafa mjög verið í umræðu fjöl- miðla að undanfómu. Hygg ég að fleiri en ég séu undrandi á þeim málatilbúnaði öllum. Almennir borg- arar hafa eingöngu þá vitneskju um málið sem komið hefur fram í fjöl- miðlum og sem leikmaður á sviði lagavísinda velti ég íyrir mér nokkmm atriðum. Fyrirtæki á Aki-anesi fær dóm í skattamáli. Sýslumaður býður upp eignir dómþola til innheimtu skatt- greiðslna og sekta. Boðin era upp skuldabréf en hvorki fjármálaráðu- neyti né dómsmálaráðuneyti mæta í uppboðið. Bréfin eru seld á undir- verði fyrir bragðið. Ríkisendurskoð- un gerir alvarlegar athugasemdir við framgöngu ráðuneytanna. Þau hafi ekki gætt hagsmuna almennings í málinu. Dómþoli er lýstur gjaldþrota. Sýslumaður nær eigi að síður samn- ingum um greiðslu á 5 milljónum ki-óna upp í sektina við lögmann dómþola og son hans. Ráðuneytin telja athugasemdir ríkisendurskoð- unar léttvægar en sýslumanni er veitt áminning þar eð hann hafi samið um nokkurra mánaða lengri greiðslufrest en lög heimila, telja hann vanhæfan að gegna viðamiklu embætti og ráðgera að flytja hann til Hólmavíkur. Þetta þykja okkur al- mennum borgurum einkennilegar málalyktir. Eg er ekki viss um að við viljum að ráðuneyti okkar starfi á þennan hátt. Vang-aveltur leiknianns Sekt á undan skatf greiðslu Sýslumanni ber að bjóða upp eign- ir dómþola til fullnustu dómsins og freista þess að knýja fram greiðslur. Ljóst er að ekki voru nægar eigur í búinu til greiðslu skattskuldar og sekta. Sýslumaður spyr fjármála- ráðuneyti hvort það vilji að sekt eða skatt- greiðsla komi á undan til greiðslu. Ráðuneytið leggur það í vald sýslu- manns. Sýslumaður ákveður að sekt komi til innheimtu fyrst. Sekt var ákveðin með dómi 50 m.kr. og til vara 12 mánaða fangelsi. Vara- refsingin er auðvitað hugsuð til þess að knýja fram greiðslu. Gæta þarf þess að dómþoh hefur þegar hér er kom- ið sögu verið dæmdur til fangelsisvistar í refsing- arskyni fyrir brot sitt. Vararefsingin hefur ekki gildi ef dómþoli er ófær um að greiða sektina. I slíku tilviki væri ein- vörðungu um skuldafangelsi að ræða. Þar með gerði löggjafinn upp á milli ríks manns og fátæks er kemur að sektargreiðslu. Til frelsissviptingar kæmi vegna þess að dómþoli er ekki fjáður. ítreka þarf að refsingin fang- elsisvist hefur verið ákveðin óháð sektinni. Hér kann að vera um lög- fræðilegt álitamál að ræða en þó hygg ég að meðal sumra fræðimanna sé sú skoðun uppi að fangelsisvist eigi ekki að koma til framkvæmda ef aðili getur með engu móti greitt sekt- ina. Raunar skiptir engu máli fyrir rík- issjóð hvort sektin gengur á undan skattgreiðslunni þar eð heildar- greiðsla í ríkissjóð verður sú sama. Séð með augum leikmanns er því hér ekki tilefni til áminningar. Bréfín seld á 50 þ.kr. Sýslumaður tilkynnir fjármála- ráðuneyti að hann verði að bjóða skuldabréfin upp til þess að ná fjár- munum í ríkissjóð. Ráðuneytið biður um viku frest. Sýslumaður frestar uppboði um viku. A uppboðsdegi til- kynnir ráðuneytið sýslumanni munnlega að það m'Öni ekki bjóða í bréfin. Of seint er orðið að grípa enn til frestun- ar og e.t.v. ekki til þess heimild. Fyrir uppboð hafði sýslumaður haft samband við nokkur verðbréfafyrirtæki í því skyni að koma bréfun- um í verð. Hvoragt ráðuneyt- anna, fjárm£a- eða dómsmála, mætir á upp- boðinu og hagsmunir hins almenna skattborgara era þannig fyrir borð bomir. Ættingjar dómþola era mættir á uppboðið með lögmanni, sjálfsagt til þess að gæta þess að bréfin fari ekki á of lágu verði eins altítt er. Bréfin upp á rúmar 80 m.kr. eru slegin syni dómþola á 50 þ.kr. Hér kemur spurning hvort sýslumaður átti að taka þessu boði. Almenna regla er sú að hafna boði í tilviki sem þessu ef annaðhvort hagsmunfr dóm- þola eða ríkissjóðs era fyrir borð bornir. Ætla verður að ekki sé unnt að álykta að hagsmuna dómþola hafi ekki verið gætt, þar eð ættingjar voru mættir með lögmann og ráðu- neytin mættu ekki þrátt fyi-ir aðvar- anir sýslumanns þannig að ríkissjóð- ur var fyllilega meðvitaður um fram- kvæmd málsins. Sýslumaður hefur þvi sjálfsagt ekki talið sig hafa lagarök til að hafna tilboðinu. Eftir stendur í huga hins almenna borgara spurningin um þátt ráðu- neytanna og athugasemdir ríkisend- urskoðunar við framgöngu þeirra. Fleiri en ég, segir Guð- mundur G. Þórarins- son, eru undrandi á málatilbúnaðinum gegn sýslumanninum. Samið um greiðslu Nú virðist mér staðan vera sú þeg- ar hér er komið máli, að dómþoli er gjaldþrota og engar eigur í búinu. Sýslumaður grípur þá til þess ráðs að freista þess enn að gæta hagsmuna ríkissjóðs og hins almenna skatt- borgara með því að semja við ætt- ingja dómþola og lögmann hans um að afborganir af bréfunum renni í ríkissjóð til greiðslu á sektinni. I raun hefur sýslumaður þá úr engu að spila öðru en vilja ættingja til að standa skO á greiðslunni. Þannig tekst honum í þröngri stöðu að fá fram 5 m.kr. greiðslu í ríkissjóð á einu ári og heiðursmannasamkomu- lag um áframhaldandi greiðslur þar til sektinni sé lokið. En nú taka tíðindin að gerast. Dómsmálaráðuneytið telur sýslu- mann brotlegan við lög og hann hafi ekki gætt hagsmuna ríkissjóðs. Ráðuneytið veitir sýslumanni áminn- ingu. Það telur samning hans of lang- an. Þó sýslumaður telji samninginn til eins árs bendir ráðuneytið á að þarna sé nokkuira mánaða munur vegna þess að miða beri við dagsetn- inguna þegar dómur var kveðinn upp. Hér sé því um mjög alvariegt mál að ræða. Og nú verða fleiri en ég undrandi. Ráðuneytin vanrækja að mæta á uppboðið. Hygg ég að fá fordæmi muni um slíkt. Þau fá harðorðar at- hugasemdir frá ríkisendurskoðun fyrir vanrækslu. Landsbankadeilan snerist um helmingi lægri upphæð en þarna var fjallað um. Andvirði bréf- anna var rúmlega 80 m.kr. Mismikið tillit virðist tekið til athugasemdfi ríkisendurskoðunar. Skattborgarar tapa veralegum fjármunum vegna þessarar embættisfærslu. En ráðu- neytið sér ekkert í málinu annað en það að. sýslumaður hafi samið um greiðslu í ríkissjóð og gefið nokkurra mánaða of langan greiðslufrest. Því beri að áminna sýslumann og færa hann til Hólmavíkur. Hann ráði ekki við viðamikið embætti. Og nú kemur stóra bomban. Sýslu- maður staðhæfir að dómsmálaráðu- neytið hafi á undanförnum áram samið við nokkra aðila um greiðslu sektar á 5 árum. Hér sé því ekki urn annað að ræða en það sem viðgengisl hafi. Enn kemur til álita að sýslumaður er ekki að semja við dómþola, heldur ættingja um greiðslu sektar. ÍÞað set- ur málið í annað ljós og kann að hafa áhrif á lagalega túlkun alls málsins. Forsaga og fjölmiðlakynning Fyrir fjóram árum komu upp deil- ur um viðveru sýslumanns. Sú deila gaf ekki tilefni til áminningar. Síðan hafa engar athugasemdir komið fram um viðvera. Fjögurra ára gamalt mál getur ekki verið tilefni til áminningar nú. Reyndar verð ég að játa að mér þótti ráðuneytið öflugra í fjölmiðla- kynningu sinni í því máli en ýmsum öðrum sem okkur almennum borguft- um þykir ástæða til að kynna. Fjóram klukkustundum eftir að sýslumaður hafði skýrt ráðuneytinu frá málalyktum í skattamálinu var sjónvarpsmaður mættur hjá honum vegna málsins. Ekki brást ráðuneytið í því að koma skoðun sinni á fi-amfæri þarna. Ósjálfrátt hvarflar að manni að ráðuneytið í nauðvöm sinni vegna athugasemda ríkisendurskoðunar hafi freistað þess að beina athyglinni að sýslumanninum. Höfundur er verkfræðingur. Guðmundur G. Þórarinsson Framþróun steinsteypu frá fornöld til þriðja árþtísundsins FYRIRSÖGN þess- arar gi’einar er heiti á bók, sem út kom hjá breska forlaginu Thom- as Telford Publishing í London á síðasta ári. Höfundurinn er dr. Gunnar M. Idom, danskur steypusérfræð- ingur, sem mikið hefur komið við sögu ís- lenskra steypurann- sókna síðustu áratugi. í Lesbók Morgun- blaðsins 21. febrúar sl. var grein eftfr Hákon Ólafsson, forstjóra Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins (Rb.), um Steinsteypu- nefnd, sem á síðasta ári hafði starfað í 30 ár. Þegar rannsókn- ir Rb. á árunum 1965-1967 höfðu leitt í ljós, að nokkur steypuefni í notkun hér á landi vora alkalívirk og íslenska sementið var með hátt alkalímagn leituðu islensk stjómvöld einmitt til dr. Gunnars M. Idom, sem þá þegar var orðinn þekktur fyrir rannsóknir sínar á þessu vandamáli. Samkvæmt tillögu hans var Steinsteypunefnd stofnuð. Dr. Gunnar M. Idorn hefui: sl. 40 ár verið í framlínu visindamanna, sem rannsakað hafa steinsteypu. Á sjötta áratugnum átti hann frum- kvæði að gerð greiningarkerfis fyrir skemmda steypu og undir hans stjórn varð danska steypurannsókna- stoftiunin í Karlstrap ein sú fremsta í sinni röð í heiminum. Hann rak í fjölda ára alþjóðlega ráðgjöf aðallega á sviði steyputækni og vísindalega rannsókn henni tengda. Sérstaklega hefur hann helgað krafta sína rann- sóknum á hvers konar niðurbroti á steypu, þ.á m. alkalírannsóknum. Hann hefur hlotið fjölda viðurkenn- inga fyrir störf sín, m.a. var hann gerður að heiðursfélaga í bandaríska steinsteypufélaginu (American Guðmundur Guðmundsson Concrete Society). Islenskar steypu- rannsóknfr og störf Steinsteypunefndar fá góða umsögn og viður- kenningu í bókinni. Dr. Gunnar fer viðurkenn- ingarorðum um fram- sýni íslenskra stjórn- valda að viðurkenna og taka á vandamálinu um leið og það uppgötvað- ist. Árið 1974 skipulegg- ur dr. Gunnar fyrstu al- þjóðaráðstefnuna um alkalívandamálið og var hún haldin í Koge í Danmörku og mættu þar aðeins 25 þátttak- endur frá Bandaríkjun- um, Englandi, íslandi, Þýskalandi og Danmörku. Á ráð- stefnunni í Koge buðu íslensku full- trúarnir, að næsta ráðstefna yrði haldin í Reykjavík 1975. Sements- verksmiðja ríkisins (Sr.) og Rb. sáu um ráðstefnuna. Þátttakendur vora 23 (5 Islendingar) frá níu löndum. Alls hafa nú verið haldnar tíu al- þjóðaráðstefnur, sú síðasta í Ástralíu 1996, og hafa þátttakendur á þeim orðið rúmlega 300 þegar flestir hafa verið og nú eru það fá lönd, sem ekki hafa þurft að glíma við þetta vanda- mál. Á mörgum þessum ráðstefnum hafa íslendingar verið með erindi. Dr. Gunnar minnist sérstaklega hins mikla framlags Islendinga til alkalí- Bók dr. Gunnars er ánægjuleg gjöf til Steinsteypunefndar eftir 30 ára árangurs- ríkt starf, segir Guð- mundur Guðmundsson, því hún mun fara víða. rannsókna og sérstaklega framkvæð- is þeirra með notkun jámblendiryks sem mótefni. Bók dr. Gunnars er ánægjuleg afmælisgjöf til Stein- steypunefndar eftir 30 ára árangurs- ríkt starf, því að bókin mun fara viða og verða lesin af kunnáttumönnum. Árangur Steinsteypunefndar er mjög athyglisverður. Má hann sjálf- sagt skýra með samsetningu nefndar- innar, en þar sitja fulltrúar flestra stærstu aðilanna, sem fjalla um bygg- ingamál í landinu. Þegar nefndin hóf störf 1967 höfðu engar alkalískemmd- fr komið fram í mannvirkjum hér- lendis og erlend reynsla sýndi, að ein- ungis mannvirki í snertingu við vatn, svo sem vfrkjanir, hafnir og brýr væru í hættu. Rannsóknir nefndar- innar sýndu, að innlendir possolanar drógu verulega úr alkalíþenslum. Var það samdóma álit nefndarinnar, að stefna bæri að því að leysa alkalí- vandamálið hvað sementið varðaði með íblöndun possolana í það. Hreint Portland- serrent Porllcnd- sement+ 7.5% FeSi ■ Blöndu- sement Possolanvirkni Portlandssements með 7,5% íblönd- un járnblendis- ryks og Blöndu- sements, til þess að minnka alkalívirkni með virkum steypu- sandi miðað við hreint Portlands- sement. í fyrstu var eingöngu hugað að vatnamannvirkjum. Á grandvelli nið- urstaðna Steinsteypunefndar hófu Sr. og Rb. rannsóknir og þróun nýrr- ar sementstegundar, nefnt Sigöldu- sement, sem var tilbúin til fram- leiðslu árið 1973. Landsvirkjun sam- þykkti notkun hennar í Sigölduvirkj- un og síðar í Hrauneyjafossvirkjun. Haraldur Ásgeirsson forstjóri Rb. hvatti þó mjög til þess, að allt sement framleitt hér á landi væri blandað mótefnum. í framhaldi af rannsókna- samvinnu Sr. og Rb. var hafin fram- leiðsla á sementi með 5% líparítí- blöndun árið 1973, sem hækkuð var í 9% 1976. Þannig vora varnaraðgerðir þegar hafnar áður en skemmdir komu fram árið 1976. Þáttaskil urðu svo, þegar farið var að nota járnblendiryk frá Grandar- tanga í sementið. Sr. og Rb. hófu rannsóknir og þróun á járnblend- irykssementi þegar árið 1972. Þessi nýja sementstegund, sem nú inni- heldur 7,5% járnblendirj'k, var tilbú- in til framleiðslu þegar járnblendi- verksmiðjan á Grandartanga hóf framleiðslu árið 1979. Frá þeim tíma hefur ekki orðið vart við alkah'- skemmdir hér á landi. Þegar undirbúningur að Blöndu- virkjun hófst, kom í ljós, að steypu- efnin þar vora alkalívirkari en efnin á Þjórsársvæðinu. Því voru gerðar meiri kröfur til sementsins. Sr. og Rb. hófu þá í samvinnu við Lands- virkjun að þróa nýja sementstegund, sem stæðist ki'öfur. Sementstegund með 10% íblöndun jámblendiryks og 25% líparíts stóðst kröfumar, sem- entstegund með geysiöflugi-i possolanvirkni eins og meðfylgjandi línurit sýnir. íslensku kröfurnar um alkalíþenslu í almennri steypu eru 0,05% eftir 6 mánuði og 0,1% eftir*" eitt ár. Eins og fram kemur í fyrrgreindri bók höfðu mjög fáar þjóðir viður- kennt alkalískemmdir í löndum sín- um á þeim tíma, sem verið var að leysa vandann hér. Síðan komu skemmdir fram í einu landinu á eftir öðru, jafnvel í Danmörku komu aftur fram skemmdir á áttunda áratugn- um, þó að alkalívandamálið teldist þar leyst áratug fyrr. Dr. Gunnar M. Idom telur, að íslenska lausnin, að blanda mótvirkandi possolanefnum í allt sement framleitt í landinu, sé sú öruggasta og hagkvæmasta af öllum mótaðgerðum gegn skemmdum af völdum alkalívirkni. *• Höfundur er tæknilegur ráðgjafi Sementsverksmiðjunnar hf. Utanborðsmótorar VÉLORKAHF. Grandagarði 3, Reykjavík, sími 562 1222 \<

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.