Morgunblaðið - 08.05.1998, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.05.1998, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Nftt útivistar- og skögraktarsYæði Reykvfldnga f nvammsvtk HÉR er hægt að una sér vel í ellinni við að sjá frændurna skorna í spað, Keikó minn, og njóta um leið ilmsins frá bræðslunni. . . Nefnd um ártalið 2000 og tölvur Morgunblaðið/Gunnar Þór Grænfínka á Austur- landi GRÆNFINKA sást hér á landi annað árið í röð en fyrsta græn- finkan fannst í fyrravor austur í Þistilfirði, að sögn Brynjúlfs Brynjólfssonar fuglaáhugamanns. I vor hefur sést til ferða tveggja grænfinkna, sú fyrri sást á Reyni- völlum í Suðursveit og hinn siðari á Höfn í Homafirði. Grænfinka er algeng um mestalla Evrópu, nema nyrst. Hún er að mestu staðfugl og því ólíklegur flækingsfugl hér á landi. FJÁRMÁLARÁÐHERRA hefur skipað nefnd um vandamál er tengj- ast ártalinu 2000 í upplýsingakerfum og tækjabúnaði. Hlutverk nefndar- innar er að vara við, upplýsa og benda á hvemig standa beri að lausn þeirra vandamála sem tengjast ár- talinu 2000 í upplýsingakerfum og tækjabúnaði þannig að ekki hljótist skaði af skakkri meðferð ártala á þeim tímamótum. Nefndin á að beina athygli sinni jafnt að einkafyrirtækj- um sem opinberum stofnunum og fyrirtækjum. í fréttatilkynningu frá fjármála- ráðuneytinu segir að mikill vöxtur sé í tölvutengingum á milli landa og heimsálfa auk þess sem ýmis stór upplýsingakerfi séu hnattræn í eðli sínu. Allar truflanir af völdum rangr- ar meðferðar á ártalinu 2000 í einu slíku kerfí geti því haft víðtæk áhrif á stóru svæði. Víðast í nágranna- löndunum hafi yfirvöld sett á stofn nefndir eða stofnanir til að fylgjast með því að eigendur kerfanna geri viðeigandi ráðstafanh í tæka tíð. Könnun sem gerð var meðal ríkis- stofnana hérlendis fyrr á árinu bendi til að margir hafi enn ekki hafist handa og væntanlega gildi það sama um fyrirtæki og sveitarfélög. Með nefndarskipaninni vilji stjómvöld skapa samstarfsvettvang til að fjalla um málið með það að markmiði að ekki hljótist af skaði af skakkri með- ferð ártalsins 2000. Nefndina skipa Haukur Ingi- bergsson, skrifstofustjóri í fjármála- ráðuneytinu, sem er formaður nefndarinnar, Gunnar Ingimundar- son, framkvæmdastjóri Hugar, Gylfi Hauksson, deildarstjóri hugbúnaðar- þróunar hjá Eimskipafélagi íslands, Ingunn S. Þorsteinsdóttir, tölvu- fræðingur hjá Bankaeftirlitinu, Kristmundur Halldórsson, deildar- stjóri í iðnaðar- og viðskiptaráðu- neytinu, Sigríður Olgeirsdóttir, deildarstjóri hugbúnaðardeildar hjá Tæknivali, og Ægir Sævarsson, markaðsstjóri Ríkiskaupa. Ritari nefndarinnar er Jóhann Gunnarsson, deildarstjóri í fjármálaráðuneyti. Islenskt tölvuorðasafn Á sjötta þúsund íslensk heiti í tölvutækni Sigrún Helgadóttir NÝLEGA kom út á vegum Islenskrar málnefndar Tölvu- orðasafn sem Orðanefnd Skýrslutæknifélags ís- lands tók saman. I nefnd- inni eiga sæti Baldur Jóns- son prófessor, Þorsteinn Sæmundsson stjörnufræð- ingur og Örn Kaldalóns kerfisfræðingur auk Sig- rúnar Helgadóttur, sem í nær 20 ár hefur verið for- maður nefndarinnar. Að sögn Sigrúnar verð- ur Skýrslutæknifélag Is- lands 30 ára í haust og Orðanefndin var stofnuð um svipað leyti og félagið. Nefndin hefur staðið að þremur útgáfum tölvu- orðasafns og 3. útgáfan, aukin og endurbætt, kom út í febrúar síðastliðnum. - Hafa ekki mörg orð bæst við frá því fyrsta tölvuorðasafnið kom út árið 1983? „Jú, það er óhætt að segja það. í fyrstu útgáfunni árið 1983 voru tæplega 1.000 íslensk heiti og rösklega 1.000 ensk á liðlega 700 hugtökum. I 2. útgáfu voru hug- tökin orðin 2.600 og íslensk heiti þeirra um 3.100 og ensk nærri 3.400 talsins. í þessari þriðju út- gáfu Tölvuorðasafnsins sem kom út í febrúar síðastliðinn eru hug- tökin orðin rúmlega 5.000 með um 5.800 íslenskum heitum og tæplega 6.500 enskum." - Hversu lengi voruð þið að vinna að þriðju útgáfunni? „Vinnan hefur í raun staðið yf- ir frá árinu 1986 þegar önnur út- gáfa bókarinnar kom út. Mest var þó unnið frá haustinu 1995 þegar Stefán Briem eðlisfræð- ingur, ritstjóri þriðju útgáfu Tölvuorðasafnsins, hóf að vinna með nefndinni að útgáfunni.“ - Hvemig hefur vinnan við bókina farið fram? „Til grundvallar er lagður al- þjóðlegur staðall yfir orðaforða í upplýsingatækni og nefndin hitt- ist reglulega á fundum þegar út- gáfa er í undirbúningi og fer yfir staðalinn og reynir að finna ís- lensk heiti. Síðan staðfærir og þýðir ritstjóri skilgreiningarnar og leitar að viðbótarefni sem Orðanefndin fer þá yfir líka.“ Sigrún segir að íslensku heitin verði til með ýmsu móti en aðal- markmið nefndarinnar er að finna heiti sem eru af íslenskum stofni. - Hvert er markmiðið með út- gáfu bókar sem þess- arar? „Það er fyrst og fremst að stuðla að því að Islendingar geti tal- að og skrifað um tölvu- tækni á íslensku. Tölvuorðasafnið á einnig að stuðla að stöðlun í orðaforða svo auðvelt sé fyrir fólk að skilja hvert annað. Það er ekki óalgengt að í nýjum tækni- greinum séu til tíu mismunandi orð yfir sama hlutinn. - Er fólk ekki oft ósammála um íslensk heiti sem gætu komið í staðinn fyrir enskar slettur? „Jú, auðvitað verður oft heit umræða um heiti á þeim fyrir- bærum sem tölvunotendur nota mjög mikið. Sigrún nefnir sem dæmi að komið hafi fram margar tillögur að íslensku heiti fyrir enska orð- ið „browser". „Við fórum yfir þau ►Sigrún Helgadóttir er fædd í Reykjavík árið 1945. Hún lauk MS prófl í tölfræði frá Háskól- anum í Liverpool í Englandi. Sigrún starfar á Hagstofu Is- lands og hefur verið formaður Orðanefndar Skýrslutæknifé- lags Islands sl. tuttugu ár. Hún hefur setið í sfjórn Islenskrar málnefndar sl. átta ár og hefur verið í sljóm Málræktarsjóðs frá stofnun hans. Eiginmaður Sigrúnar er Ari Arnalds verkfræðingur og eiga þau tvö böm. orð sem við vissum um og lögð- um til heitið rápforrit sem aðal- heiti og orðið netskoðara sem samheiti." Sigrún bendir á að langflest- um hugtökum í tölvuorðasafninu fylgi skilgreining sem er yfirleitt þýðing á skilgreiningu í alþjóð- lega staðlinum. Sumar skilgrein- ingar hafa þó verið endursamdar og gerðar sjálfstæðari með því að fækka tilvísunum í aðrar skil- greiningar. Hún segir að í fym hluta bókarinnar sé íslensk-ensk orðaskrá og er þar að finna alla þá vitneskju sem bókin veitir um hvert hugtak. „í seinni hluta hennar er ensk-íslensk orðaskrá. Hverju ensku heiti þar fylgir eitt íslenskt heiti." -Hafið þið orðið vör við að erfítt sé að skipta úr enskuslett- um yfír í íslensk orð? „Nei, við höfum ekki fundið fyrir því og það er frekar að við skynjum að Islendingar viljí eiga vandað safn íslenskra heita um tölvutækni." - Er algengt að fólk hafí sam- band við ykkur og bendi á orð? „Við fáum ýmis er- indi og m.a. ábending- ar um orð. Við reynum að leysa úr öllum er- indum eftir bestu getu.“ - Hvað er Orðanefndin að fást við um þessar mundir? „Það eru aðallega athuga- semdir frá notendum og ný orð sem komust ekki inn í bókina. Þá vinnum við líka að því að finna fjármagn svo að unnt sé að end- umýja efni tölvuorðasafnsins. Tölvuorðasafnið er í Orða- banka íslenskrar málstöðvar, slóðin er i http://www.ismal.hi.is/ob/. Það er draumur okkar að geta haldið bókinni við á netinu, setja við- bætur inn jafnt og þétt og stuðla þannig að því að hún sé endur- nýjuð reglulega." Oft heitar um- ræður um ís- lensk heiti í tölvutækni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.