Morgunblaðið - 08.05.1998, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 08.05.1998, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ ____________________________________FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1998 6«« FÓLK í FRÉTTUM KVIKMYNDIR/Bíóborgin sýnir gamanmyndina Out to Sea með þeim Jack Lemmon og Walter Matthau í aðalhlutverkum. I þetta sinn leika þeir heldur ólíka mága sem hafa það að atvinnu að dansa við auðugar konur um borð í skemmtiferðaskipi á Karíba hafinu. Ævintýraleg sjóferð Frumsýning CHARLIE (Walter Matthau) hefur komið sér á vonarvöl fjái-hagslega vegna ástríðu sinnar sem fjárhættuspilari, en hann hefur eytt nánast hverjum eyri sín- um á veðhlaupabrautinni. Hann er hins vegar ekki lengi að láta sér detta í hug aðferð til að rétta við fjárhaginn og fær hann mág sinn Herb (Jack Lemmon), sem reyndar er fullur efasemda, til að fara með sér um borð í skemmtiferðaskip á Karíba hafínu þar sem Charlie lofar að þeir muni upplifa glæsilegustu frí- daga sem þeir hafí nokkru sinni átt. Charlie hefur hins vegai’ ekki minnst á nokkur minniháttar smáatriði sem óhjákvæmilega fylgja ráðabruggi hans. í fyrsta lagi eru vistarverur þeirra um borð eins langt neðanþilja og hægt er að komast, og reyndar er þar varla nægilegt rými fyrir þá til að standa uppréttir hvað þá annað. I öðru lagi hefur Charlie skráð þá fé- laga sem dansherra um borð í skip- inu til að fá fargjaldið ókeypis. Gall- inn er hins vegar sá að Charlie kann alls ekki að dansa, og því verður Herb, sem er fótafimur í meh’a lagi, að standa augliti til auglitis við kvennaskarann um borð. Skemmt- anastjórinn um borð í skipinu (Brent Spiner) verður þeim félögum til mik- illar armæðu, en hann telur þá Charlie og Herb þvælast fyrh’ sér á framabrautinni. Carlie lætur hins vegai- lítið sjá sig á dansgólfínu því hann er á þönum eftir hinni stórauð- HERB verður einn að sjá um dansmenntina þar sem Charlie eyðir öllum stundum með hinni stórauðugu Liz LaBreche (Dy- an Cannon). ugu Liz LaBreche (Dyan Cannon), og þrátt fyrir að það hafi ekki verið ætlun hans að leita eftir rómantik um borð þá er ekkjumaðurinn Herb fyrr en varir kominn í eldheitt sam- band við Vivian (Gloria DeHaven) sem neydd var í ferðina af dóttur sinni og tengdasyni. Þeir félagar Walter Matthau og Jack Lemmon slógu óvænt í gegn á nýjan leik þegar myndin Grumpy Old Men varð með vinsælustu mynd- um ársins 1993, en þeir höfðu á árum áður leikið saman í fjölda gaman- mynda sem náðu miklum vinsældum. Þrjátíu ár voru þá liðin frá því þeir léku fyrst saman í gamanmyndinni The Fortune Cookie sem Billy Wild- er gerði, og framleiðandinn John Da- vis veðjaði svo sannarlega á réttan hest þegar hann fékk þá til að leika fúlu fjandvinina, og aftur slógu þeh’ félagar í gegn árið 1995 þegar þeir leiddu saman hesta sína á nýjan leik í sömu hlutverkum. Það var því skilj- anlegt að Davis vildi ólmur grípa tækifærið þegar það gafst honum í þriðja sinn að fá þá Lemmon og Matthau til að leika saman í kvik- mynd á hans vegum. Þetta er níunda myndin sem þeir leika saman í, en auk þeh-ra þriggja mynda sem Davis hefur framleitt og The Fortune Cookie léku þeir í myndunum The Odd Couple, The Front Page, Buddy, Buddy, JFK og The Grass Hai-p. Meðal meðleikara þeirra félaga í Out to Sea er Dyan Cannon sem leikið hefur í kvikmyndum allt frá árinu 1960, en hún var tilnefnd til óskarsverðlauna fyrir hlutverk sín í myndunum Bob & Carol & Ted & Alice (1969) og Heaven Can Wait (1979), en auk þess hlaut hún tilnefn- ingu til verðlaunanna árið 1976 fyrir stuttmyndina Number One sem hún leikstýrði og skrifaði handritið að. Meðal annaira mynda sem hún hef- ur leikið í eru Author! Author!, De- athtrap, The Anderson Tapes og Shamus, og nýlega lék hún aukahlut- verk í 8 Heads In a Duffel Bag sem nú er verið að sýna í Stjörnubíói. EKKJUMAÐURINN Herb er fyrr en varir kominn í eldheitt samband við Vivian (Gloria DeHaven). ÞEIR félagar Herb (Jack Lemmon) og Charlie (Walter Matthau) ráða sig til starfa sem dansherra um borð í skemmtiferðaskipi á Karíbá hafinu. Carly Simon með brj óstakrabbamein SÖNGKONAN Carly Simon greindist með krabbamein í brjósti og þurfti að láta fjarlægja ill- kynja æxli í októ- ber síðastliðnum. Þetta kemur fram í frétt dagblaðsins New York Daily News, en þar segir ennfremur að söngkonan sé í lyfjameðferð og „sterkari og líf- legri en nokkru sinni fyrr“. Carly Simon verður 53 ára í júní og á að baki farsælan feril í tónlistinni. Meðal þekktustu laga hennar eru „You’re so Vain“, „That’s the Way I’ve Always Heard It Should Be“ og „Anticipation“. Árið 1995 kom hún öllum á óvart með því að leggja upp í tónleikaferðalag um Bandarík- in þver og endilöng, en sviðsskrekkur hafði haldið henni fjarri tónleikahöllum í 15 ár. Carly Simon ákvað að gera veikindi sín op- inber eftir að hún hafði fregnir af því að slúðurblað eitt væri með frétt í vinnslu þar sem ástand hennar væri mjög orðum aukið. „Ég eyddi einni nótt á sjúkrahúsi," sagði Carly um fyrrnefnda að- gerð. „Hún gekk mjög vel og batahorfur eru góðar, en í ör- yggisskyni ákvað ég í samráði við lækninn minn að fara einnig í lyfjameðferð.“ Haft er eftir söngkonunni að hún hafí verið „eyðilögð" þeg- ar vinkona hennar Linda McCartney lést af völdum brjóstakrabba- meins. „Þessi sjúkdómur er næstum eins og faraldur. Við þurfum miklu meira fé til rannsókna. Maður hefur á til- finningunni að ef þetta væri sjúkdómur sem legðist á karl- menn væri búið að finna lækn- ingu,“ sagði Carly í viðtalinu. Söngkonan Carly Simon söng á sam- komu skömmu áður en hún greindist með brjóstakrabbamein og illkynja æxli var fjarlægt. Víkingaveislur að hætti Fjörugoðans Víkíngasveitin ásamt syngjandi valkyrjum skemmta matargestum ÍDansleikir Föstudagur: Færeyska stuðhljómsveitin Twilight leikur fyrir dansi Laugardagur: Víkingasveítin leikur fyrir dansi I veir veítíngastaðír á sama stað Fjaran Jón Möller leikur rómantíska píanótónlíst fyrir matargestí um gi Borðapantanir í síma 5651213 Velunnarar og heiOurvíkingar! 10. maí verOur 19.júní í ár r 9\(æturgaRnn Smiðjuvegi 14, Rópavogi, sími 587 6080 Opið föstudags- og laugardagskvöld Galabandið ásamt Önnu Vilhjálms ^ Sunnudagskvöld Hljómsveit Hjördísar Geirs r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.