Morgunblaðið - 08.05.1998, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 08.05.1998, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ KOSNINGAR ’98 FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1998 45l I I J » ' | » y » I I í » 5 I I u I : ; I Umhverfismál í Kópavogi Á undanfornum ár- um hafa Kópavogsbúar gert stórátak í að fegra bæinn og sérstaklega bæta gönguleiðir. Eftir þessu hafa allir tekið sem stunda útivist og göngur. I nýjum hverfum bæjarins, eins og á Nónhæð og í Lindar- hverfi, er búið að mal- bika gönguleiðir og í sumar er ráðgert að auka enn við á þessum svæðum. í Fossvogsdal er lokið við gönguleið frá Birkigrund að Kjarrhólma og er þessi leið mikið notuð. Kópavogur er í fararbroddi Þegar Kópavogsbúar tóku hönd- um saman um að berjast fyrir því að Fossvogsdalur yrði útivistarsvæði var eftir því tekið. í dag finnst öllum Sj álfstæðisflokkurinn býður fram, segir Bragi Michaelsson, krafbmikið fólk sem hefur áhuga á að fegra bæinn og tryggja blómstrandi mannlíf. sjálfsagt að dalurinn sé fyrir fók en ekki bíla og er hann mikið notaður af fólki víðsvegar að af höfuðborgar- svæðinu. Að ganga frá Öskjuhlíð í Elliðaár- dal eða ganga um dalinn sjálfan er mikils virði fyrir þá sem geta og vilja nota slíka aðstöðu. Það er óborgan- legt að eiga slíkar útivistarperlur í þéttri byggð sem allir geta nýtt sér án þess að þurfa að fara langar leið- ir. í dalnum eni einnig tveir skólar, annar í Kópavogi og hinn í Reykjavík, auk leik- skóla í báðum sveitarfé- lögunum sem geta nýtt sér þetta útivistarsvæði fyrir bömin. Kópavog- ur hefur þannig sannað að hann vill búa íbúum bæjarins gott umhverfi og að allir eigi greiðan aðgang að því. Skógrækt fegrar bæinn Kópavogsbær hefur um margra ára skeið átt gott samstarf við Skóg- ræktarfélag Kópavogs um að fegra bæinn með því að planta útivistarskógi í Vatnsendalandi, í Leirdal og við Lækjarbotna. Þetta samstarf hefur tekist vel og brátt mimu Kópavogsbúar geta notið þess- ara skógræktarsvæða sem útivistar- svæða í bæjarlandinu. Sérstaklega er eftirtektarvert að allt frá árinu 1973 hafa nemendur við grunnskóla Kópavogs átt þess kost að taka þátt í þessum verkefnum. Gróðursetningarferðir upp að Fossá í Kjós og nú á síðari árum í Vatns- enda, upp í Leirdal eða að Lækjar- botnum hafa skilað mikilli fræðslu og áhuga hjá skólafólki. Þannig hefur Kópavogsbær nýtt tækifærið til að fræða ungmenni um nauðsyn þess að bæta landið og gera um leið góð útivistarsvæði fyrir framtíðina. í kosningum 23. maí gefst Kópavogsbúum kostur á að velja hæft fólk til forystu í þessum málum. Sjálfstæðisflokkurinn býður fram kraftmikið fólk sem hefur áhuga á að fegra bæinn og tryggja okkur blómstrandi mannlíf í góðum bæ. Því hvet ég ykkur, góðir Kópa- vogsbúar, til þess að styðja X D hinn 23. maí næstkomandi. Höfundur er bæjarfulltrúi. Bragi Michaelsson Úr valdstjórn í þjónustustjórn ÞAÐ ER gott að búa á Seltjarnamesi en gæti verið miklu betra ef við nýttum okkur þá möguleika sem eru í stöðunni. Stjómskipu- lag bæjarins er ekki lýðræðislegt og ber mjög einkenni þess að hafa búið allt of lengi við óbreytt ástand. Neslistinn leggur á það áherslu að mjög brýn þörf er á að endur- skipuleggja stjórnsýslu bæjarins og auka skil- virkni í öllum rekstri. Stjórnunarstíllinn er valdstjóm. Neslistinn stendur fyrir þjónustu- Stjórnunarstíllinn er valdstjórn, segir Sig- rún Benediktsdóttir. Neslistinn stendur fyr- ir þjónustustjórn. stjórn. Þær breytingar sem Neslist- inn vill sjá tækju mið af þessu. Bæj- arstjórn og bæjarstarfsmenn eru bæjarbúum til þjónustu og öll að- koma að verkefnum verður að taka mið af þeim raunveruleika. Við vilj- um sjá lýðræðislegra, fjölskyldu- vænna og betra samfélag. Hafa þarf miklu nánara og betra samstarf við íbúana sjálfa þegar kemur að ákvarðana- töku um frágang hverfa svo dæmi sé tekið. Þá vill Neslistinn efna til meira samstarfs og samráðs við félagasam- tök í bænum og auka sjálfstæði skóla. Frek- ari þróun lýðræðis og dreifing valds er nokk- uð sem við viljum sjá, ekki aðeins með flutn- ingi verkefna frá ríki til sveitarfélaga, heldur einnig með breyttu vinnulagi innan bæjar- samfélagsins. Seltjam- amesið er lítið og lágt en þar býr stórhuga fólk sem býr við þær sérstæðu að- stæður að bæjarlandið er svo gott sem fullbyggt. Möguleikar okkar Seltirninga á því að verða fyrir- myndarsamfélag sem býður upp á það besta í þjónustu við íbúa á öllum sviðum era raunhæfir ef við víkjum af leið stöðnunar í stjórnunai-háttum og tökum upp lýðræðislegii og skil- virkari vinnubrögð. í þeim efnum er Neslistinn raunhæft val. Bæjarstjórn og bæjarstarfsmenn era bæjarbúum til þjónustu og öll aðkoma að verkefnum verður að taka mið af þeim raunveraleika. Við viljum sjá lýðræðislegra, fjölskyldu- vænna og betra samfélag. Höfundur er lögfræðingur, skipar 5. sæti Neslistans og er bu'jarstjóru- efni listans. Sigrún Benediktsdóttir Áfram Hafnarfjörður VERULEGUR ár- angur hefur náðst í mörgum veigamiklum málum Hafnfirðinga á þessu kjörtímabili. Má í því sambandi nefna farsæla yfirtöku grannskólamála og samstöðu um einsetn- ingu grunnskólanna árið 2001, uppbygg- ingu skólaslö-ifstofu, jákvæða stöðu fjármála við erfið skilyrði, nýjan viðlegukant í Straums- vík, uppbyggingu framtíðarhafnarsvæðis við Suðurgarð, úr- vinnslu reynslusveitar- félagsverkefna, lokafrágang skipu- lagsmála í Áslandi, sem verður framtíðarbyggingasvæði bæjarins og uppbyggingu á Einarsreit, úr- bætur í félagslegri þjónustu, s.s. lið- veislu fatlaðra og heimaþjónustu aldraðra, samhæfingu vímuvarna, frágang miðbæjarmála, nýja stjórn- sýslu, undirbúning að nýtingu jarð- varma í Trölladyngju, góðan árang- ur í ferðamálum, nýja félagsmiðstöð á Hvaleyrarholti, úrlausn á vanda St. Jósefsspítala og yfirtöku bæjar- ins á leikskóla spítal- ans, svo og á Hörðu- völlum og á Hraunkoti, endurflutning enda- stöðvar strætisvagn- anna í miðbæinn, öfl- ugan stuðning við íþróttafélögin og ýmis félagasamtök, þjónustu íyrir aldraða og nýja félagsmiðstöð aldraðra, byggingu leikskóla í Mosahlíð, viðbygging- ar við Hvaleyrarskóla, við Setbergsskóla og Öldutúnsskóla og hönnun að viðbyggingu við Engidalsskóla sem fyrsta áfanga einsetn- ingar grunnskólans, glæsilegan tón- listarskóla, nýtt frjálsíþróttasvæði í Kaplakrika, samning um uppbygg- ingu íþróttasvæðis Hauka að Ás- völlum, nýja hreinsistöð sem fyrsta áfanga í hreinsun strandlengjunnar, könnun á samstarfsmöguleikum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og samnýtingu neysluvatns og svona mætti lengi telja. Fyrir Hafnfii-ðinga skiptir miklu máli að til starfa á næsta kjörtímabili veljist samhentur hópur karla og Fyrir Hafnfírðinga skiptir miklu máli, segir Omar Smári Armanns- son, að til starfa á næsta kjörtímabili velj- ist samhentur hópur karla og kvenna. kvenna, sem vilja og geta tekist á við hin margþættu viðfangsefni sveitar»< félagsins. Hafnarfjörður hefur á skömmum tíma tekið stakkasldptum undir styrkri stjóm Alþýðuflokksins. Meginforsenda þess að hægt verði að halda áfram að byggja upp góðan bæ er að bæjarbúar haldi áfram að treysta bæjarfulltrúum Alþýðu- flokksins og styðja þá til góðra verka. Alþýðuflokkurinn í Hafnar- firði hefur notið víðtæks stuðnings á meðal bæjarbúa vegna þess, sem hann hefur staðið fyrir í þeirra þágu. Og svo mun verða áfram veiti bæjar- búar honum afgerandi brautargengi í næstu kosningum. Höfundur er bæjarfulltrúi. Ómar Smári Ármannsson Ný stórverslun með flott barnaföt á góðu f * f verði opnar á morgun klukkan tíu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.