Morgunblaðið - 08.05.1998, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 08.05.1998, Blaðsíða 52
52 FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Björn Vilmund- arson fæddist í Reykjavík 8. sept- ember 1927. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 2. maí síðastiiðinn. Foreldrar Björns voru Vilmundur Vilhjálmsson frá Knútsborg á Sel- tjarnarnesi, f. 29.9. 1899, d. 21.1. 1962, stýrimaður á togur- um og síðar stöðv- arstjóri hjá Vöru- bílastöðinni Þrótti, og Ólafía Björnsdóttir, f. 7.9. 1901, d. 18.10. 1974, húsfreyja í Reykjavík. Systkini Bjöms em Guðrún, f. 1925, húsfreyja í Steinnesi í Húnavatnssýslu, gift Jósef Magnússyni; Vilhjálmur, f. 1929, fyrrv. deildarsljóri hjá tollstjóranum f Reykjavík, kvæntur Rannveigu Jónasdótt- ur; Björgvin, f. 1934, fyrrv. bankastjóri Landsbanka ís- lands, kvæntur Sigurlaugu Pét- ursdóttur. Bjöm kvæntist 18.12. 1948 Sigrúnu Bjömsdóttur, f. 26.11. 1927, bankafuiltrúa. Foreldrar hennar: Bjöm Benediktsson, prentari í Reykjavík, og k.h. Guðríður Jónsdóttir. Bjöm og Sigrún slitu samvistir árið 1967. Björa kvæntist 6.8. 1968 seinni konu sinni, Hólmfríði Snæ- bjömsdóttur, f. 17.2. 1936, lög- fræðingi. Foreldrar hennar em Snæbjöra Sigurðsson, bóndi á Grand í Eyjafírði, og k.h. Pálína Jónsdóttir húsfreyja. Þau skildu. Böm Bjöms era Ólöf Björg, f. 1948, kennari, búsett í Lúxem- borg, gift Ragnari Kvaran flug- stjóra; Ingunn Guðríður, f. Engan þekki ég sem hlakkaði jafii mikið til, ár hvert, að kveðja skammdegið og kuldahroll vetrar- ins og taka þess í stað á móti tíð hækkandi sólar og vaknandi lífs og tengdafaðir minn, Bjöm Vilmund- arson. Hann naut þess umfram aðra sem ég þekki að heyra lóuna, hinn ljúfa vorboða, hefja upp raust sína og boða lengri daga og hlýnandi veður. í ár var hún óvenju snemma á ferðinni, kannski til að geta sungið sinn síðasta söng fyrir þennan vors- ins mann, því tveimur dögum eftir komu hennar kvaddi Bjöm þennan 1952, rekur bók- haldsþjónustu á Skagaströnd, gift Helga Magnússyni, fjármálastjóra Skagstrendings hf.; Jón Gunnar, f. 1959, viðskiptafræðingur; Ingólfur, f. 1963, viðskiptafræðingur; Þorgerður, f. 1970, BA í alþjóðlegum samskiptum, gift Steinþóri Kára Kárasyni, arkitekt. Björn lauk prófí frá Gagnfræðaskóla Reykjavíkur 1944, prófi frá Samvinnuskólanum 1945, stund- aði framhaldsnám við Fircroft College í Birmingham 1947-48 og við College of Insurance í London 1958. Bjöm starfaði hjá Almennum tryggingum 1945- 1947, hjá Samvinnutryggingum 1948-74, þar af skrifstofustjóri frá 1954 og í framkvæmdanefnd frá 1955, var forstjóri Ferða- skrifstofu ríkisins 1974-76, full- trúi hjá ísbiminum hf. 1978-79, rak eigið fyrirtæki 1979-80, skrifstofustjóri ISI frá ársbyij- un 1981 og starfrækti sfðan eig- ið fyrirtæki í Reykjavík. Bjöm átti sæti í sljóm Al- þýðuflokksfélags Reykjavíkur, í stjóm KR 1947-49, í stjóm FRÍ 1956-68, þar af fonnaður frá 1967-68, í sljóm ÍSÍ, Ólympíu- nefndar íslands og í 17. júní nefnd í Reykjavík 1954-58. Hann hlaut ýmsar viðurkenn- ingar fyrir árangur í íþróttum og starf sitt að íþróttamálefíi- um, var sæmdur gullmerki KR, gullmerki ÍSÍ og heiðursmerki FRÍ úr gulli. Útför Bjöms fer fram frá Dómkirkjunni í dag, og hefst at- höfnin klukkan 15. heim og lagði upp í sína hinstu ferð, með vorvindana í bakið. Það var íyrir tæpum tíu árum að fundum okkar bar fyrst saman, þegar Þorgerður kynnti mig fyrir honum einn haustdag heima á Kvisthaganum. Glæsileiki, fágun og traustlegt fas fannst mér, við þessi fyrstu kynni, það sem umfram ann- að einkenndi þennan myndarlega mann. Einkenni sem áttu sér djúp- stæðar rætur í persónuleika þessa eftirtektarverða manns sem ég bar gæfu til að kynnast svo miklu nán- ar. Hann var maður orða sinna og það sem hann hafði einu sinni sagt eða lofað stóð ávallt eins og stafur á bók. Bjöm var í eðli sínu keppnismað- ur og trúði á hið góða og jákvæða í lífinu, trúði í raun á lífið sjálft. Að með viljastyrk, áræði og heiðarleika að vopni gæti maður sigrast á hverri raun og komist þangað sem maður vildi. Þessi trú hans veitti okkur Þorgerði ómetanlegan styrk á námsárum okkar þar sem orðin sem hann lét okkur hafa í veganesti voru að maður stykki ekki hærra en maður hugsaði. Eftir því sem á leið áttuðum við okkur á hinu mikla sannleiksgildi þessara orða og sennilega hefur ekkert einstakt heilræði hvatt okkur eins mikið og haft eins mikil áhrif á námsferil okkar. Heimsborgari var hann fram í fingurgóma og skipti þá engu máli hvar í heiminum hann var staddur. Hvort heldur var á bökkum Genfar- vatnsins, í iðandi mannlífi London eða niðri á Hótel Borg, þá naut hann sín og fannst manni hann ávallt vera miðpunktur staðarins og með sinni einstöku útgeislun gaf hann svo mikið af sér. Maður hefði óskað þess að samverustundirnar hefðu orðið svo miklu fleiri og að afastelpan Hólmfríður ísold hefði fengið að njóta návistar hans leng- ur, en það er nú okkar hlutverk að halda minningu þessa mæta manns lifandi og miðla til hennar því sem hann hafði að gefa. Eg kveð vin minn og tengdafóður og þakka samfylgdina sem ég fékk að njóta. Deyrfé deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Blessuð sé minning Bjöms Vil- mundarsonar. Steinþór Kári Kárason. í dag verður einn af mínum íþróttavinum og samherjum, Bjöm Vilmundarson, til moldar borinn. Ég átti langt og ágætt samstarf við hann að framgangi íþróttamála í landinu. Ungur að árum fékk Bjöm mik- inn áhuga á íþróttum. Gekk hann í KR og hóf þar að iðka frjálsar íþróttir. Haslaði hann sér völl í stökkum og náði þar afbragðsár- angri, einkum í langstökki og þrístökki. Þar vann hann til margra verðlauna. Bjöm var í þeirri sveit er setti svip á frjálsar íþróttir. Má segja, að hann hafi verið í gullaldar- liði KR er hélt uppi heiðri félagsins hér heima og erlendis. Bjöm var félagslyndur maður og þess vegna var snemma sóst eftir honum til stjómarstarfa. Fyrst starfaði hann um áraraðir í stjóm ftjálsíþróttadeildar félagsins, en síðan í aðalstjóm KR. Var Bjöm ósínkur á tíma sinn til þess að geta bætt hag félagsins og aðstöðu íþróttamanna og -kvenna til hvers konar íþrótta og líkamsræktunar. Það var víða sóst eftir starfs- kröftum Bjöms. Enda var hann af- bragðs starfsmaður er vann hvert það verk er hann tók að sér af sam- viskusemi og alúð. Hann var orðinn gjörkunnugur íþróttahreyfingunni í landinu þegar óskað var eftir því, að hann tæki sæti í stjómmennsku í Frjálsíþróttasambandi íslands 1956. Þar vann hann markvisst starf fyrir sambandið í tólf ár. Þar af tvö ár sem formaður. Á þeim tíma sýndi Bjöm þá fyrir- hyggju og þrautseigu sem hann bjó yfir, því þá vora erfiðir tímar hjá FRI. Gullaldartimi frjálsíþrótta var liðinn. Þjóðin fjárvana og kreppa hjá almenningi. En honum tókst að fleyta sambandinu yfir erfiðasta hjallann og rétta sambandið við, svo það náði sinni fyrri virðingu á ný fyrir vasklega framgöngu for- mannsins. Þegar Bjöm lét af formennsku í FRÍ stóð fyrir dyram að ÍSÍ héldi sína stærstu íþróttahátíð árið 1970. Nefnd hafði verið skipuð til undir- búnings hins viðamikla starfs, en nú þurfti að ráða framkvæmdastjóra til að fýlgja eftir áætlunum um hátíð- ina. Keppa eða sýna skyldi í öllum íþróttum sem iðkaðar væra innan vébanda ÍSÍ. Tryggja varð að öll fé- lög í landinu gætu tekið þátt í mót- inu. Þegar málið var rætt í nefnd- inni og stjóm ÍSÍ urðu allir sam- mála um, að ræða við Bjöm um að hann tæki þetta vandasama verk að sér. Fögnuðum við er hann varð við ósk okkar og gerðist framkvæmda- stjóri fyrir þessu veigamikla starfi fyrir íþróttahreyfinguna. Öll sam- vinna við Bjöm í starfi var sérstak- lega ánægjuleg fyrir alla er með honum störfuðu, enda vissum við það fyrir, að hann var dugandi framkvæmdamaður, prúðmenni í allri framgöngu og ávalt úrræða- góður. Iþróttahátíðin varð öllum til sóma. Þáttur Björns var þar mikill og ánægjulegur fyrir heildarsam- tökin og þátttakendur. Þau ár sem Bjöm var í stjóm FRÍ kynntist ég honum allvel, enda átti ég þá mikið samstarf við FRÍ vegna ólympíumála. Nokkra fyrir Ólympíuleikana í Mexico City 1968 orðaði ég við Bjöm hvort hann gæti ekki hugsað sér að gerast farar- stjóri á Olympíuleikana er þá vora framundan. Ég vissi að hann var góður málamaður, reglusamur og ágætur stjómandi. En hann átti þá sæti í Ólympíu- nefndinni, sem fulltrúi FRI. Eftir nokkum tíma samþykkti Bjöm að taka að sér fararstjórastarfið á leik- ana. Við í Óí fógnuðum því, þar sem við vissum að Bjöm var vandanum vaxinn. Enda kom það á daginn, að hann leysti allan vanda, sem að höndum bar hjá þátttakendum. Hann getur oft orðið mikill, en verð- ur að leysast án tafar. Mikil ánægja var meðal keppenda með frammi- stöðu fararstjóra og töldu þeir að hann hefði ávallt leyst hvers manns vanda á farsælan hátt. Þegar kom að leikunum er skyldu fara fram fjóram árum seinna í Munchen voram við ekki í neinum vafa um valið. Fóram við því aftur á fjörur við Bjöm, að hann tæki að sér fararstjóm. Nú var fjölmennt lið sem skyldi senda til leikanna þar sem handknattleiksmenn höfðu unnið sér rétt til fararinnar. Var sýnilegt, að um 30 íþróttamenn mundu fara héðan á leikana í Miinchen. Bjöm varð við óskum okkar og tók aftur að sér hið vandasama verk. Þótt hópurinn væri stór og margir erfiðleikar steðjuðu að á þessum leikum leysti hann allan vanda af stakri snilld. Samstarf okkar Bjöms stóð í ára- tugi. Aldrei bar skugga á þá ánægjulegu samvinnu. Bjöm var lipurmenni í allri framkomu og því var það kærkomið að eiga hann að vini og samstarfsmanni, sem ávallt var reiðubúinn að leggja alla sína starfskrafta fram til að leysa mál íþróttahreyfingarinnar til heilla fyr- ir æskuna. Fyrir hans framúrskarandi störf hlaut hann mikla virðingu og mörg heiðursmerki íþróttahreyfingarinn: ar, þar á meðal gullmerki KR, FRÍ og ISÍ. Nú þegar góður vinur er kvaddur vil ég að lokum senda hugheilar samúðarkveðjur til fjölskyldunnar. Gísli Halldórsson. Kveðja frá Frjálsíþróttasam- bandi íslands Stór skörð hafa myndast í raðir fyrrverandi forystumanna fijáls- íþróttahreyfingarinnar á undan- fómum misseram. Ekki er liðinn nema ársfjórðungur frá því að ann- ar fyrrverandi formaður sambands- ins lést og aðrir ágætir menn hafa líka kvatt að undanfömu. Bjöm var formaður Frjálsí- þróttasambandsins á áranum 1965 til 1968, en hann hafði áður átt sæti í stjóm sambandsins um nokkurra ára skeið. Hann var aðalfararstjóri á Ólympíuleikunum í Munchen árið 1972 auk fjölda annarra stórmóta á erlendum vettvangi. Björn sat einnig alþjóðleg þing fýrir hönd hreyfingarinnar. A þeim vettvangi komu mannkostir hans að miklu gagni, en hann þekkti vel til erlend- is og var framganga hans þar Is- landi mjög til framdráttar. Bjöm var vel liðinn af samtímamönnum sínum í hreyfingunni og átti bæði gott með að vinna með öðram og fá bæði menn og konur til liðs við hreyfinguna. Björn hlaut gullmerki Frjálsíþróttasambandsins árið 1962. Bjöm var ekki eingöngu drjúgur liðsmaður í félagsstörfum þar sem hann hóf ungur störf. Hann var keppnismaður góður og var m.a. í fýrsta landsliði Islands sem tók þátt í Evrópubikarkeppni, sem haldin var í Osló árið 1946. Bjöm var þá aðeins 18 ára að aldri og keppti þar í langstökki. Besta afrek Bjöms var 6,80 m í langstökki sem var íslenskt drengjamet, sett árið 1946, en hann hætti keppni þegar hann var enn ungur að áram. Þó svo að formleg- um afskiptum af Frjálsíþróttasam- bandinu lyki þegar hann lét af emb- ætti formanns árið 1968 var hann hreyfingunni drjúgur liðsmaður. Hann var bóngóður og var mörgum liðsmanninum ráðagóður og hjálp- arhella, því hann var sívakandi fyrir því sem var að gerast og mikill stuðningsmaður frjálsíþrótta í land- inu. Að lokum vil ég færa aðstandend- um Bjöms samúðarkveðjur frá Frjálsíþróttasambandinu með þökkum fyrir framlag hans til hreyfingarinnar á liðnum áram. Jónas Egilsson, formaður. Kveðja frá KR í dag þegar við kveðjum Bjöm Vilmundarson, sem í marga áratugi var virkur stuðningsmaður KR og í raun íþróttahreyfingarinnar allrar, er margs að minnast. Hann hóf þátttöku í íþróttamótum vorið 1944, þá sextán ára gamall. Mikið var um að vera þetta sumar á íþróttasviðinu og mestu afreksmenn KR í frjálsum íþróttum unnu fræg afrek í sér- greinum sínum á hátíðarmóti, sem haldið var til að fagna stofnun lýð- veldisins. Dugnaður og staðfesta bræðr- anna Bjöms og Vilhjálms vakti fljótt athygli forystu frjálsíþrótta- deildarinnar, því þeir tóku æfing- amar föstum tökum og náðu fljótt þeirri leikni sem með þurfti til ár- angurs í keppni. Bjöm var fjölhæf- ur íþróttamaður, bestur í stökk- greinum en jafnframt með betri liðsmönnum í boðhlaupasveitum og þeir sem þar vora með honum minnast hans sem kjarkmikils og brosmilds keppnismanns, sem hafði góð áhrif á hópinn og stóð fýrir sínu þegar á reyndi. Besta ár Bjöms á keppnisvelli var sumarið 1946 þegar hann setti drengjamet í langstökki og var síð- an valinn í liðið sem sent var til þátttöku í Evrópumeistaramótinu í Ósló, en á því móti létu íslenskir ftjálsíþróttamenn fýrst að sér kveða á eriendu stórmóti. Áður en Bjöm hætti þátttöku í keppnismótum var hann kominn í forystusveit frjálsíþróttadeildarinn- ar og starfaði þar lengi með félög- um sínum. Þetta var þó aðeins upp- hafið að löngum og farsælum ferli Bjöms í þágu íþróttahreyfingarinn- ar því hann sat m.a. um tíma í stjóm KR og í stjóm Frjálsíþrótta- sambandsins um árabil, þar af eitt ár sem formaður. Einnig átti hann sæti í Ólympíunefnd og var farar- stjóri íslenska liðsins á Ölympíuleik- unum í Mexíkó og Múnchen. Alls var Bjöm í forystusveitum íþrótta- hreyfingarinnar í um fjóra áratugi sem sýnir vel það traust sem sam- starfsmennimir bára til hans, alveg eins og við félagar hans á íþrótta- vellinum forðum daga treystum því að boðkeflið væri í góðum höndum þegar hinn ungi og glaðlegi íþrótta- maður tók við þvi og skilaði því fljótt og örugglega í hendur næsta manns. Við KR-ingar þökkum Bimi Vil- mundarsyni langa og dygga þjón- ustu við íþróttahreyfinguna og sendum jafhframt börnum hans og öðram aðstandendum innilegar samúðarkveðjur. Páll Halidórsson. + Faðir okkar, afi og langafi, INDRIÐI B. HALLDÓRSSON, Hrafnistu Reykjavík, áður Reynimel 82, andaðist miðvikudaginn 6. maí. Sigrún Þóra Indriðadóttir, Svavar Indriðason, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskuleg móöir okkar, RAGNHILDUR BJÖRNSDÓTTIR hjúkrunarfræðingur, lést á Landspítalanum þriðjudaginn 5. maí. Jarðarförin auglýst síðar. Hulda Margrét Gunnarsdóttir, Guðrún Katrín Gunnarsdóttir, Svanhildur Ásta Gunnarsdóttir. BJÖRN VILMUNDARSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.