Morgunblaðið - 08.05.1998, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 08.05.1998, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR HESTAR En er óhollusta af bílreyk EINN hinn merkasta í hópi íslenskra lækna fyrr og síðar má óhikað telja dr. Gunnlaug Cla- essen prófessor. Hann var þjóðkunnur sæmd- armaður, rómaður fyrir prúðmennsku og mann- úð; frumkvöðull fjölda þjóðnýtra mála; ritaði greinar í blöð og tíma- íit, heima og erlendis. Fyrir nokkru fletti ég Heimskringlu, blaði Vestur-íslendinga. Par birtist eftirfarandi grein hinn 11. janúar 1928. Það er við hæfi þegar efnt er til ráðstefnu þar sem fjallað er um umhverfismál og mengunarvarnir, að rifja upp orð dr. Gunnlaugs Claessen. Hvað segir borgarstjórn Reykjavíkur, umhverf- isráðherra og þeir aðrir, sem málið varðar? Dr. Gunnlaugur Claessen átti sæti í bæjarstjórn Reykjavíkur um skeið. Það mun hafa verið á þriðja áratug aldarinnar. ^ Þegar hann ritar grein sína hafa bifreiðar ekki verið margar í Reykjavík. Bæjaryflrvöld hefðu betur tekið undir tillögu hans og gert að sinni. Það vekur furðu að ís- lendingar með allt sitt tal um hrein- læti, hollustu og óspillta náttúru Þegar hann ritar grein sína hafa bifreiðar ekki verið margar í Reykja- vík, segir Pétur Pét- ursson. Bæjaryfirvöld hefðu betur tekið undir tillögu hans og gert að sinni. þverskallast við að skipa sér í flokk umhverfisverndar. Séra Solveig Lára Guðmunds- dóttir, frænka dr. Gunnlaugs Claes- sen, ætti að beita sér í þessum mál- um. Það er verðugt viðfangsefni. Hér á eftir birtist grein Gunn- laugs: Hitt og þetta Óhollusta af bflreyk Notkun bifreiða hefir, eins og kunnugt er, aukist stórkostlega síð- ustu árin. Þægindi eru mikil að bif- reiðunum, en böggull fylgir þó skammrifi. Ökuslys hafa aukist stór- kostlega, og ömurleg öskur og hávaði fylgir bifreiðunum, inni í borgunum. BARNASKOR Gunnlaugur Claessen Pétur Pétursson Sumarskór í mörgum gerðum. St. 20-34 SMASKOR Sérverslun með barnaskó, í bláu húsi við Fákafen, sími 568 3919. ItstaMI Mörkinni 3 • simi 588 0640 E-mail: casa@isbndia.is •www.cassina.it -5. »www.roset.de » www.artemide.com • www.ritzenhoff.de » www.kartell.it » www.fontanaarte.it »www.zanotta.it »www.flos.it »www.alessi.it »www.fiam.it Nú hafa menn þózt verða varir einnar plágunnar í viðbót, sem sé eitrunar venga bílreyks. í reykjar- svælunni frá vélinni er kolsýrlingur, eitruð lofttegund, sem annars er í ofnreyk, ósi frá olíulömpum og í venjulegu suðugasi. Það er þessi lofttegund, sem gerir að verkum, að menn geta misst lífið af gaseitrun eða svælu frá ofnum og ósandi lömpum. Kolsýrlingur samlagast venjulegu andrúmslofti. Eftir inn- öndun berst eiturloftið til blóðsins. Rannsóknir um þetta efni hafa farið fram í amerískum borgum. I Ffladelfíu var rannsakað blóð 14 götulögreglumanna, er höfðu vörð í miklum umferðargötum, og fannst kolsýrlingur í blóði ýmsra þessara lögreglumanna. Höfðu þeir árum saman kvartað um slappleika og höfuðþyngsli seinni part dags. Lög- reglumenn þessir voru svo fluttir til, í götur þar sem umferð var lítil, og losnuðu þeir við sjúkdómsein- kenni sín. Sérstakar rannsóknir hafa verið gerðar á bflastöðvum, þar sem marg- ar bifreiðar eru undir þaki. Eitraður reykur kemur úr bifreiðunum, er koma og fara. Mest eitrast andrúms- loftið, þegar vélamar era í sífellu settar í hreyfingu eða stöðvaðar. Rannsóknh í Vesturheimi hafa leitt í ljós, að í fjölmörgum bflstöðvum er svo mikill kolsýrlingur í andrúms- loftinu að skaðlegt má telja; kemur og í ljós við blóðskoðun starfsmanna. - Aðalkvörtun þessara manna er þrá- látur höfuðverkur og þreyta við vinnu. Menn era talsvert misjafnlega hneigðir til þessa sjúkdóms. Ráðið við þessu er góð lofthreins- um á bílstöðvunum. Þeir, sem sízt þola bflreykinn, verða að breyta til um vinnustað. Rannsóknir þær, sem farið hafa fram erlendis, í Vesturheimi og að tilhlutun bæjarstjórnar Parísar- borgar, ættu að kenna þeim, sem hér eiga hlut að máli, að sjá um rækilega lofthreinsun, þar sem menn vinna daglangt í andrúms- lofti, sem mengast bílreyk. G. Cl. Höfundur er þulur. Gmp Plöstunarvélar Skírteinis- og skjalaplast á hagstæðasta verði. Óbrigðul skjalavernd. Otto B. Arnar ehf. Ármúla 29, Reykjavík, sími 588 4699, fax 588 4696 Sýningahald í hrossa- rækt frestast um viku UPPHAF sýningahalds í hrossa- rækt tefst nokkuð vegna hitasótt- arinnar sem geisað hefur á landinu. Um síðustu helgi hefði hin árlega sýning Stóðhestastöðvarinnar í Gunnarsholti átt að vera sam- kvæmt hefð en hún frestast til 16. maí. Þar á bæ hefur sóttin gengið yfir fyrir nokkra. Kristinn Hugason hrossaræktar- ráðunautur Bændasamtaka Is- lands sagði í samtali við Morgun- blaðið að ýmis störf hefðu raskast vegna hitasóttarinnar. Hann hefði til dæmis þurft að aflýsa fjölmörg- um fundum sem fyrirhugaðir vora með hrossaræktendum víða um land og auk þess hefði hann ekki komist til að skoða jafn mörg kyn- bótahross og hann hefði viljað. Kristinn sagði að þrátt fyrir að hann skildi vel þau sjónarmið yfir- dýralæknis og þeiira sem búa á ósýktum svæðum að reyna að halda hitasóttinni innan varnarlína væri hann þeim ekki sammála. Hann sagðist vera þeirrar skoðun- ar að þegar um páska hefði átt að fella reglugerð um varnarlínur úr gildi og láta sóttina hafa sinn gang. Þá var þegar ljóst að þetta var ekki hættulegur sjúkdómur. Með því að hefta útbreiðslu sjúkdómsins væri hann nú yfirvofandi víða um land á versta tíma vegna þess hve hryssur sem eru að kasta væra viðkvæmar og hætta á að folöld dræpust í kjöl- far veikinda þeirra. En eflaust hefðu dýralæknar vísindaleg rök fyi-ir aðgerðum sínum. Nú er búið að dagsetja kynbóta- sýningar í vor og í sumar, þó með þeim fyrirvara að hitasóttin gæti sett strik í reikninginn. Tekið skal fram að í fyrsta sinn í vor og í sum- ar verða engir stóðhestar skráðir í kynbótadóm nema fyrir liggi blóð- flokka- eða DNA-gi-eining til að staðfesta ætterni þeiraa. Kynbótasýningarnar verða sem hér segir: • 8.-9. maí. Akureyri • 11. maí. Höfðabrekka í Mýrdal • 12.-16. maí. Gunnarsholt. (Dóm- ar 12. og 13. maí. Yfirlitssýning 14. maí. Hefðbundin vorsýning 16. maí.) • 25. maí-1. júní. Héraðssýning í Kjalarnesþingi á félagssvæði Fáks í Reykjavík. (Þurft gæti að flýta upphafi sýninga ef þátttaka verður mikil. Yfirlitssýning 29. maí og verðlaunaveiting 1. júní.) • 2.-14. júní. Fjórðungssýning Suðurlands á Gaddstaðaflötum við Hellu. (Dómar hefjast 2. júní. Yfirlitssýning 13. júní. Verð- launaveiting 14. júní.) • 2.-6. júní. Norðurland vestra. (Yfirlitssýning og verðlaunaveit- ing í Húnaveri í Austur-Húna- vatnssýslu líklega 5. júní og 6. júní á Vindheimamelum í Skagafirði.) • 10.-13. júní. Norðurland eystra. (Dómar 10.-12. júní. Yfirlitssýn- ing og verðlaunaveiting á Mel- gerðismelum 13. júní.) • 12. júní. Höfn í Hornafirði. • 15.-19. eða 20. júní. Borgames. • 15.-16. júní. Stekkhólmi. • 22.-23. júní. Búðardalur og Stykkishólmur. Sýningamar verða aðeins haldnar verði varn- arlínur vegna hitasóttar enn uppi. Ef ekki verða hross af þess- um svæðum dæmd í Borgamesi. • 23.-25. júní. Vestfirðir og Str- andir. Mögulegt er að ef tæki- færi gefst verði þessum sýning- um flýtt, helst þannig að þeim yrði lokið 20. júní. • 8.-12. júlí. Landsmótið á Mel- gerðismelum 1998. • 31. júlí-1. ágúst. Síðsumarsýning á Vindheimamelum. • 6.-7. ágúst. Síðsumarsýning á Kaldármelum. • 17.-21. ágúst. Síðsumarsýning á Gaddstaðaflötum. Aflýsti hestaferð- um á landsmótið JÓN Garðarsson bóndi á Neðra-Ási II í Hólahreppi í Skagafirði hefur aflýst hestaferðum sem hann hafði skipulagt í tengslum við landsmótið á Melgerðismelum í sumar. Þetta tilkynnti hann 30 viðskiptavinum sem höfðu pantað í ferðina. Helm- ingur þeirra hefur samt sem áður bókað sig í hestaferð sem Jón ætlar að fara um sveitir Skagafjarðar og aka síðan fólkinu á landsmótið. JÓN sagði í samtali við Morgun- blaðið að vegna þeirrar óvissu sem verið hefði um hvort landsmótið yrði haldið eða ekki hefði hann ekki séð sér annað fært en að aflýsa ferðinni. Hann væri ekki í stakk bú- inn að taka þá áhættu að þurfa að endurgreiða viðskiptavinum sínum ferðina og jafnvel flugfarið líka ef þurft hefði að hætta við ferðina þegar fólkið væri komið til lands- ins. Allt kapp Iagt á að halda iandsmót „Ef ég hefði mátt velja hefði ég viljað að allar varnarlínur hefðu verið felldar niður um páska og allt kapp lagt á að halda landsmót. Eg held að landsmótið sjálft og allt sem fylgir því, svo sem fjöldinn allur af hestaferðum, vegi þungt,“ sagði Jón. „Ég hef reyndar aldrei skilið þá ákvörðun dýralækna að vilja halda varnarlínum til 1. júlí og opna þær nokkram dögum fyrir landsmót. Þar með væri verið að setja bestu hross Norðlendinga í mikla hættu. Á þeim tima era þau undir gífur- legu álagi vegna mikillar þjálfunar og líklegt að veikin kæmi upp á miðju móti og legðist þungt á þau.“ Aðspurður sagðist hann taka feg- ins hendi þeim hugmyndum að ef ekki verður landsmót á Melgerðis- melum verði haldið stórmót á Suð- urlandi. Ef líta ætti til hagsmuna heildarinnar myndi slíkt mót draga verulega úr þeim skaða sem ferða- þjónustan og greinin í heild yrði annars fyrir. Ef landsmótið verði ekki haldið á Melgerðismelum þurfi samfélagið að taka á sig skellinn sem félögin sem hafa undirbúið mótið verða fyrir. Hrossin verða rekin á fjall Skagfirðingar hafa á undanförn- um áram notið góðs af þeim gífur- legu vinsældum sem stóðréttirnar hafa notið. í tengslum við þær eru skipulagðar hestaferðir og hefur Jón byggt sína þjónustu mest í kringum þessa viðburði hingað til. Hann segir þetta vera bestu dag- ana á árinu hjá Skagfirðingum í sambandi við gistingu og ýmsa þjónustu við ferðamenn. Nú þegar hitasóttin er komin í hross í Skaga- firði verður hún vafalítið gengin yf- ir á svæðinu þegar rekið verður á fjall. Hún mun því ekki koma í veg fyrir að Skagafjörðurinn fyllist af ferðafólki í kringum stóðréttirnar í haust. Á nettölti Þjóðverjar komnir fram úr á Netinu SAMBAND knapa og ræktenda ís- lenska hestsins í Þýskalandi hefur komið sér upp mjög fínni heimasíðu á Netinu og hefur þar með heldur betur skotið íslendingum ref fyrir rass. Þar er að finna fjölbreyttar upplýsingar um íslenska hestinn, hverja gangtegund fyrir sig, skap- gerð og hvernig best sé að ala ís- lenska hestinn upp, svo eitthvað sé nefnt. Á síðunni eru líka komnar inn upplýsingar um Heimsmeistaramót íslenskra hesta sem halda á í Kreuth í Þýskalandi 1.-8. ágúst 1999. Einnig er viðburðaskrá þar sem landsmótsins á Melgerðismel- um er getið og vísað á heimasíðu þess. Þá er hægt að setja sig á póst- lista. Þar með fær maður tölvupóst með umræðum annarra á póstlist- anum og getur auðvitað lagt orð í belg líka, þ.e. ef þýskukunnáttan er í lagi. Annars er flest á síðunni bæði á þýsku og ensku. Slóðin er: www.ipzv.de/. Oneitanlega eru Islendingar orðn- ir aftarlega á merinni hvað varðar upplýsingar um íslenska hesta á net- inu. Sorglegasta dæmið er að vísað er á Landssamband hestamanna á heimasíðu FEIF (www.datawerken.nl.isi.html) eins og reyndar á þýska sambandið. Ef mað- ur smellir á LH kemur maður hins vegar inn á úrelta og þunga heima- síðu Hestaíþróttasambands Islands, en eins og mönnum er kunnugt voru HÍS og LH sameinuð síðastliðið haust undir nafninu Landssamband hestamanna. Vonandi tekur nú ein- hver sig til og gerir myndarlega heimasíðu fyrir LH sem fyrst. Hestavefurinn FAXI sem fór vel af stað og lofaði góðu hefur því mið- ur ekki staðið undir væntingum. Hann hefur í raun ekkert breyst svo mánuðum skiptir og ekki er lengur hægt að komast með góðu móti inn í Heita pottinn, sem átti að vera vett- vangur skoðanaskipta hestamanna. Aðgangur að þessum vef er ókeypis og hann að flestu leyti mjög skemmtilega upp settur. Það væri óskandi að hann tæki við sér og yrði þessi kærkomni vettvangur hesta- manna til skoðanaskipta sem til stóð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.