Morgunblaðið - 08.05.1998, Page 66

Morgunblaðið - 08.05.1998, Page 66
66 FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1998 V--------------------- FOLK I FRETTUM MORGUNBLAÐIÐ Klámmyndaleikkon- ur með ólíkar sögur KLAMMYNDALEIKKONAN Shar- on Mitchell hefur fundið sér nýjan starfsvettvang eftir 23 ára feril í svokölluðum „fullorðinsmyndum“. Hún var 17 ára gömul þegar hún lék í sinni fyrstu klámmynd og eru þær orðnar 2.000 talsins. Sharon vinnur nú hörðum höndum að því að gera þenn- an vafasama iðnað ögn öruggari og heilbrigðari en að hennar sögn búa feikkonurnar við mikla sjúkdóms- hættu og ótrygga atvinnu. Þar að auki þéni klámmyndaleikar- ar mun minna en þeir gerðu á áttunda áratugnum þrátt fyrir að iðnaðurinn hafi vaxið með hverju árinu og árleg velta hans sé nú um 4 milljarðar doll- ara. Laun klámmyndaleikkonu gátu farið upp í 2 milljónir króna fyrir eina mynd á 8. áratugnum en gullárin, sem eru sýnd í myndinni „Boogie Nights“, eru liðin undir lok. Sharon Mitchell, sem er þekktust íyrir myndimar „Joy“ og „Hard Rockin’ Babes“, starfar um þessar mundir við að taka blóðprufur í leit að HlV-veirunm og sem ráðgjafi hjá vel- ferðarstofnun fyrir klám- myndaleikara. Hún leikur þó enn í stöku klámmynd. Velferðarstofnun klám- myndaleikara eru samtök í Van Nuys í Kaliforníu sem var komið á fót eftir að klámmyndaleikkonan og heróínfíkillinn Savannah svipti sig lífi. Samtökin veita heilbrigðisþjónustu og ráðgjöf fyrir klámmyndaleikara auk þess sem barist er fyrir tjáningar- frelsi þessarar starfsstéttar og opinni umræðu um málefni hennai'. Hættulegt starf I viðtali við Reuters fréttastofuna sagði Sharon Mitchell frá því að geð- veikur aðdáandi hafi ráðist á hana fyrir nokkram árum og reynt að drepa hana. „Hann barkabraut mig og beit mig um allan líkamann. Eg komst að því seinna að hann hafði myrt tvær kon- ur. A þessari stundu ákvað ég að snúa við blaðinu og við það naut ég aðstoðar Velferðarstofnunar fullorð- „Áhættusamt starf sem er hvorki glæsi- iegt né áfangi á leiðinni inn í skemmtana- iðnaðinn.“ Merkjasala Landssamtaka hjartasjúklinga 8.- 9. maí Q & Tökum á tækin vantar Söfnum fyrir leysigeislatæki fyrir Landspítalann og hjartagæslutæki fyrir Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri íslenskir hjartalæknar eru meðal þeirra fremstu í heiminum. Góð aðstaða og öflugur tækjabúnaður eru lífsnauðsyn og grundvöllur þess að við fáum notið kunnáttu læknanna. Með þessari landssöfnun ætlum við m.a. að fjármagna kaup á nýju tæki sem nýlega er farið að nota erlendis með góðum árangri. Þetta er leysigeislatæki sem notað er við hjartaaðgerðir, til að auka blóðstraum til hjartavöðva og flytja til hans súrefni, en verkur fyrir hjarta stafar oft af því að þessi vöðvi fær of lítið súrefni. Með leysigeislanum eru gerð örlítil göt á hjartað sem veita blóði til vöðvans og þar með súrefni. Auk þess að draga verulega úr verkjum, styttir þessi aðferð sjúkrahúsvistina og er til bóta fyrir fjölmarga sem ekki þola venjulega hjartaðagerð. Hjartagæslutækið, sem einnig á að afla fjár til, er afar fullkomið eftirlitstæki sem brýn þörf er á. Landssamtök hjartasjúklinga hvetja landsmenn alla til að leggja söfnuninni lið með því að kaupa merki eða með því að gerast félagar í samtökunum. Leggið okkur lið - þið gætuð notið þess síðar Athugið! Skrifstofa Landssamtaka hjartasjúklinga er flutt að Suðurgötu 10 í Reykjavík. Þar er opið merkjasöludagana kl. 9.00 - 22.00, annars virka daga kl. 9.00 -17.00. Skrifstofur Félags hjartasjúklinga um land allt eru einnig opnar á meðan á söfnun stendur. Vonumst til að sjá sem flesta. LANDSSAMTÖK HJARTASJÚKLINGA Suðurgötu 10. Símar 552 5744 & 562 5744. ugu ára feril sem leikkona í klámmyndum og þekkir skuggahliðar starfsins. inna,“ sagði Sharon. Með hjálp stofn- unarinnar hætti hún að neyta heróíns og fór í skóla á ný. Sharon minnist gullaldar klám- myndanna á áttunda áratugnum sem skemmtilegs tíma. „Maðm' þurfti ekki að hafa áhyggjur af sjúkdómum og það var lítil sem engin samkeppni. Við voram ein stór fjölskylda. Launin voru miklu betri og við gerðum „al- vöru“ kvikmyndii'. Tökutími hven’ar myndar var um þrjár vikur og við fengum um 70 þúsund krónur í laun á dag. Það er ekkert gaman að þessu leng- ur. Aður fyrr voru myndimar gerðar fyrir kvikmyndahús og kostuðu allt að 20 milljónum króna í fram- leiðslu. Núna er allt gert fyrir myndbandamarkað- inn og flestar myndimar kosta undir einni milljón króna. Launin eru í sam- ræmi við það.“ Að sögn Sharon er leik- urum núorðið borgað eftir eðli athafnanna. Leikkonur fái vissa upphæð fyrir ákveðna tegund kynlífsathafnar eða á bilinu 20 til 70 þúsund krónur. Karlmenn fái lægri laun eða allt niður í 10 þúsund krónur fyrir hverja athöfn. Eiturlyf em algengur fylgifiskur klámmyndaiðnaðarins og segir Shar- on leikkonurnar gera allt til að slæva tilfinningar sínar og skilja sig frá starfinu. Flestar leikkonumar leiki í fjórum kvikmyndum á mánuði og fer- ill fæstra verði lengri en tvö ár. Hluti af starfi Sharon hjá Velferðar- stofnun fúllorðinna er að tala um fyrir ungum stúlkum sem hyggjast reyna fyrir sér í klámmyndum og draga upp raunsanna mynd af lífinu sem þeim fylgii'. „Þeir, sem maður býst síst við að sjái myndimar, sjá þær. Ef leikkon- umar eiga böm og standa í forræðis- deilu missa þær umsvifalaust bömin auk þess sem miklar líkur eru á klamidíusmiti og HIV-smiti. Þetta er áhættusamt starf sem er hvorki glæsi- legt né áfangi á leiðinni inn í skemmt- anaiðnaðinn,11 sagði Sharon. Kennari orðinn klámmynda stjarna Nokkur dæmi eru um leikkonur sem hafa gert það gott í klámmyndum og má þar helst nefna Juliu Ashton, sem á sitt eigið framleiðslufyrirtæki, og Jennu Jameson; sem er ein hæst launaða leikkonan í iðnaðinum. Julia Ashton var grunnskólakenn- ari í Colorado fyrir þremur áram en er núna ein af klámdrottningunum. „Eg hætti að kenna og fór að starfa sem nektardansmær. Eg og fyrrver- andi maðurinn minn vorum miklii' aðdáendur „fullorð- insiðnaðarins". Eg horfði á myndbönd þrisvar í viku og las auk þess tímaritin." Julia er orðin milljóna- mæringur sem ein vin- sælasta klámstjaman í Bandai'íkjunum auk þess sem hún á eigið fyrh'tæki og er þáttastjórnandi á Playboy sjón- varpsstöðinni. Að hennai' sögn er það raunveruleg starfsánægja sem út- skýrir vinsældii' hennar. „Eg er hrifin af fólki, af aðdáendunum og af kynlífi. Það er ómögulegt að ganga illa þegai' maður hefúr svona mikla ánægju af starftnu," sagði Julia. Rhonda Neal er ein þein’a sem hef- ur klámiðnaðinn að hlutastarfi. Á dag- inn starfar hún á sjúkrahúsi sem blóð- tökumanneskja en á kvöldin starfræk- ir hún „Secrets Home Parties" sem hún líkir við starf heimasölufólks sem selur plastvörur. „Ég er alveg eins og konumar sem selja Tupperware plastílátin nema skemmtilegri. Við seljum bækur og myndbönd fyrir pör, hjálpartæki, fatnað og olíur,“ sagði Neaí. Rekstur hennar gengur svo vel að hún hyggst opna heildverslun inn- an skamms í San Femando dalnum, sem er höfuðstaður klámiðnaðarins. „Ég er alveg eins og Tupperware- konurnar nema skemmtilegri.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.