Morgunblaðið - 08.05.1998, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 08.05.1998, Blaðsíða 48
.48 FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ GUNNLAUGUR » BIRGIR DANÍELSSON + Gunnlaugur Birgir Daníels- son fæddist í Reykjavík 18. maí 1931. Hann lést á Landspítalanum 28. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þuríður Tryggvadóttir Möll- er og Daníel Berg- niann bakarameist- ari. Gunnlaugur var w alinn upp hjá Krist- jönu Guðlaugsdótt- ur og Tryggva Björnssyni móður- foreldrum sínum, og hjá móður- systur sinni Fanneyju Tryggva- dóttur. Hálfbræður Gunnlaugs samfeðra eru Grétar Berg- mann, Guðlaugur Bergmann og Ásgeir Bergmann. Hálfsystkini Gunnlaugs sammæðra eru Steinunn Þorsteinsdóttir, Krist- jana Möller, Björn Möller og Krislján Ásgeir Möller. Börn Gunnlaugs eru Jens Kristján, kvæntur Kristínu Guð- mundsdóttur, Guðmundur Ingi, kvæntur Maríu Bush, Ólafur ' * Þór, kvæntur Svanhvíti Jó- hannsdóttur, Gunnlaugur Birg- ir, kvæntur Signýju Guðbjarn- ardóttur, Þórhallur Ölver, kvæntur Bertu Richter, Fann- ey, í sambúð með Michael Gra- ham. Fyrri kona Gunnlaugs var Elín Ólafsdóttir, þau slitu sam- vistir. Gunnlaugur kvæntist eft- irlifandi eiginkonu sinni, Birnu Sigríði Ólafsdóttur, 20. febrúar 1966. Sonur þeirra er Einar Viðar Gunnlaugsson, kvæntur > _ -------------------------------------- I dag kveð ég ástkæran fóður minn og besta vin minn. Elsku pabbi, fyrir nokkrum árum gaf ég þér nokkrar línur í afmælisgjöf, sem þér fannst það fallegasta sem nokkur maður hefur gefið. Svo að ég ætla að fá að kveðja þig með sömu orðum og þá. Elsku pabbi, þakka þér fyrir að hafa verið til. - Eg skal vaka og gráta af gleði yfir þér, því guð átti ekkert betra að gefa mér. (Davíð Stef.) Lífíð verður tómlegt án þín, elsku pabbi. ** Hvfl þú í friði. Þinn Einar Viðar Gunnlaugsson. Pú, sem eldinn átt í hjarta, óhikandi og djarfur gengur út í myrkrið ægisvarta eins og hetja og góður drengur. Alltaf leggur bjarmann bjarta af brautryðjandans helgu glóð. Orð þín loga, allt þitt blóð; á undan ferðu og treður slóð. Þeir þurfa ekki um kulda að kvarta, sem kunna öll sín sólarljóð. Þú, sem eldinn átt í hjarta, yljar, lýsir, þó þú deyir. Vald þitt eykst og vonir skarta, verk þín tala, þótt þú þegir. Menn sjá alltaf bjarmann bjarta blika gepum húmsins tjöld. Eldurinn hefur æðstu völd; uppskera hans er þúsundföld. Mannsálin og myrkrið svarta mundu án hans dauðaköld. (Davíð Stef.) Sigríði Þóru Magn- úsdóttur. Barna- börnin urðu tuttugu og Iangafabörnin fjögur. Gunnlaugur stundaði nám við Gagnfræðaskóla Reykjavíkur, Hér- aðsskólann á Laug- arvatni og útskrif- aðist frá Samvinnu- skólanum árið 1949. Hóf hann þá störf hjá Sameinuð- um verktökum og við veitingastörf í Reykjavík. Síðar hélt hann utan til Kaupmannahafnar í nám við Iðnskólann í Kaupmannahöfn í veitinga- og hótelstjórn. Að út- skrift lokinni starfaði Gunn- laugur hjá Hotel Kong Frederik í nokkur ár eða til ársins 1963. Fluttist þá heim aftur og hóf störf hjá O. John- son & Kaaber sem sölumaður, síðar sem sölustjóri í sérvöru- deild fyrirtækisins. Gunnlaugur var í ýmsum nefndum á vegum Kaabers, m.a. formaður Lyfja- vöruhóps FÍS. Gunnlaugur var formaður sölumannadeildar VR, ritari LÍV, félagi í JC- hreyfingunni, formaður Félags sjálfstæðismanna í Fella- og Hólahverfi, einnig í stjórn Iþróttafélagsins Leiknis. Einnig var hann virkur félagi í Oddfellow-reglunni. Utför Gunnlaugs Birgis Daní- elssonar fer fram frá Fossvogs- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Ég kveð þig, kæri tengdafaðir. Guð geymi þig. Sigríður Þóra Magnúsdóttir. Elsku afi. I dag kveðjum við þig og þökkum þér fyrir allt sem þú hefur fyrir okkur gert. Við minn- umst þín og gleymum þér aldrei. Þú kenndir okkur margt og við eigum eftir að búa að því alla ævi. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Pinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Bless, elsku afí, við vitum að Guð passar þig. Freyr og Birkir. Þegar mér bárust þau tíðindi að pabbi minn væri dáinn settist að mér dofi og síðan mikil sorg. Þegar ég frétti af veikindum hans þá trúði ég aldrei öðru en að hann myndi ná sér að fullu og við myndum hittast kát og hress í sumar. Sorg mín breyttist svo í reiði yfir að vera svona langt í burtu og geta ekki kvatt hann áður en hann lést, og ég var reið yfir því að hafa ekki farið heim fyrr. Ég er þó þakklát fyrir að hafa fengið að sjá hann hressan og glaðan fyrir rúmu ári. „Hvernig hefur Éansa mín það?“ var pabbi vanur að spyrja mig, og dansaði þá hjartað mitt alltaf af gleði. Ég á margar góðar minningar um Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper- fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast send’ð greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Lokað Lokað verður eftir hádegi í dag, föstudaginn 8. maí, vegna jarð- arfarar ÞÓRÐAR ÞÓRÐARSONAR. GP Húsgögn, Bæjarhrauni 12, Hafnarfirði. pabba og geymi þær alltaf í hjarta mínu. Ein af mínum bestu minningum er frá því að ég gifti mig og pabbi leiddi mig inn kirkjugólfið. Mig langaði að hlaupa en pabbi hélt aftur af mér. Alltaf kunni hann sig, og löng þótti mér leiðin, en nú í dag hugsa ég til þess með bros í hjarta. Þetta var besta gönguferðin mín með honum. Ég hef alltaf verið mjög stolt af pabba mínum hvar sem hann var og hvað svo sem hann var að gera þá var hann alltaf svo glæsilegur til fara og í framkomu og var ég mjög stolt að segja vinum mínum og vinnufélögum erlendis frá honum og í starfi mínu reyndi ég alltaf að taka hann mér til fyrirmyndar. Ég fæ oft að heyra það í starfi mínu að ég hafi sérstaka hæfileika til að takast á við vandamál í ýms- um viðskiptum, og veit ég að þessa hæfileika hef ég frá pabba og er ég mjög hreykin af því. I heimsóknum mínum til íslands var alltaf gaman að koma inn á heimili hans og Biddýar og verður erfitt að hugsa til þess í framtíðini að á ferðum mínum hingað heim eigi ég ekki eftir að hitta hann aftur. Bið ég nú guð um að geyma þig, pabbi minn, og brosið þitt, þar til við hittumst á ný. Þín dóttir, Fanney. Elsku afi. Mikið er erfitt að kveðja þig. Söknuðurinn er mikill, en minning- arnar höfum við til að gleðjast yfir. Mér er minnisstæður dagurinn sem ég gifti mig. Það fyrsta sem ég sé þegar ég geng inn kirkjugólfið ert þú. Mikið langaði mig að hlaupa í fangið á þér, en þá var svo langt síðan ég hafði séð þig. Það sem setti punktinn yfir i-ið þennan dag var þegar við hittumst á Hótel Sögu um kvöldið og ræddum alla heima og geima. Þú bentir okkur á að gera okkur ekki of miklar væntingar en passa okkur jafnframt á því að missa aldrei sjónar á takmarkinu. Við áttum gott samtal fyrir um það bil ári og vorum við þá að ræða um gamla skólann þinn. Þá bentir þú mér á það að þó að ég væri ham- ingjusamlega gift og ætti tvö yndis- leg börn, þá ætti ég mér líka líf og ég mætti aldrei gleyma því. Elsku pabbi minn, þinn missir er mikill, en við höfum minningamar til að ylja okkur við og þá getum við brosað í gegnum tárin. Elsku afi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín sonardóttir, Ingibjörg. Elsku langafi. Okkur systkinin langar til að þakka þér fyrir þau alltof fáu ár sem við fengum að þekkja þig. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (S. Egilsson.) Guð blessi minningu þína, Andri Már og Andrea María Sveinsbörn. Mágur minn, Gunnlaugur Birgir Daníelsson, er látinn eftir erfið veikindi undanfarna þrjá mánuði. Við viljum með fáum orðum kveðja Birgi og þakka honum góð og ánægjuleg kynni í gegnum árin, bæði í gleði og sorg. Það hefði ekki verið í þínum anda að vera með mikið orðagjálfur, því segi ég aftur: Hafðu þökk fyrir allt, Birgir minn. Elsku Biddý, Einar Viðar, Sigga, Birkir og Freyr. Guð gefi ykkur styrk á erfiðri stundu. Hansvegur er væng haf og geiminn þérguð gaf um eilífð sem einn dag hans frelsi er faðm lag. (Ingimar Erlendur Sig.) Svava og Þorkell. I dag kveðjum við góðan félaga og samstarfsmann, Gunnlaug Birgi Daníelsson. Hann lést fyrir aldur fram eftir illvígan hjartasjúkdóm sem uppgötvaðist ekki fyrr en ný- lega. Gunnlaugur hóf störf hjá Ó. Johnson & Kaaber hf. í ágúst 1964. Hann var sölustjóri sérvörudeildar með yfirumsjón með sölu á m.a. önglum, lyfjum, efnavörum, lækna- vörum, sjúkrahúsgögnum, snyrti- vörum o.m.fl. Jafnframt starfaði Gulli ötullega að ýmiss konar fé- lagsstörfum jafnt fyrir fyrirtækið sem eigin hugsjónir. Starf hans krafðist þekkingar á fjöldamörgum vörutegundum og mörkuðum. Hvar sem hann fór gaf hann sig allan í sín störf. Hann var ósérhlífinn og vann langan vinnu- dag. Hann hafði ákveðnar skoðanir og gerði sömu kröfur til samstarfs- manna sinna og sjálfs sín. Hann var jafnan glaðlyndur, en fór ekki leynt með það þegar honum mislíkaði og kom hreinn fram í þeim skoðunum sínum. Starf hans krafðist mikilla ferðalaga fyrir fyrirtækið og var hann afar duglegur að finna ný og viðhalda góðum samböndum fyrir fyrirtækið. Hann hafði einstaka persónutöfra sem komu sér vel í ferðum þessum. Síðustu misserin var ljóst að þessar ferðir tóku tölu- vert á hann, en aldrei heyrðist hann kvarta. Gulli hefði orðið 67 ára 18. maí n.k. og ætlaði að minnka við sig vinnu eftir 34 ára óslitinn starfsald- ur hjá Ó. Johnson & Kaaber hf. Hann hafði hug á að sinna sérverk- efnum og ýmsum félagsstörfum fyr- ir fyrirtækið og verja auknum tíma í samveru með fjölskyldunni og njóta áhugamála sinna. Hann er einn þeirra, sem hefðu örugglega notið ævikvöldsins eftir áralanga krefj- andi vinnu. En forlögin tóku í taumana. Aldrei var bilbug að finna á Gulla þótt hann væri orðinn mjög veikur. Allt fram á síðasta dag, hikaði Gulli ekki við að fara í strangar ferðir eða samningaviðræður. Það kom því öll- um í opna skjöldu þegar hann tjáði okkur að hann ætti að fara í erfiða aðgerð. Fram á síðasta dag vorum við öll sammála um að hann kæmi tvíefldur aftur til vinnu að aðgerð lokinni. Það kom því eins og reiðar- slag yfir okkur, samstarfsmenn Gulla sem og umbjóðendur okkar erlendis, þegar hann lést. Hans verður sárt saknað af öllu þessu fólki. Kæru Birna, Einar og íjölskylda. Við feðgarnir viljum með þessum fáu orðum þakka fyrir farsæl störf um árabil en ekki síður trygga vin- áttu. Við biðjum Guð að varðveita hann og styrkja ykkur í sorginni. Ólafur Ó. Johnson, Friðþjdfur Ó. Johnson, Ólafur Ó. Johnson Jr. Það var fyrir rúmum þremur áratugum, að ég hitti Gunnlaug Birgi í fyrsta sinn, er við urðum samstarfsmenn. Hann var þá ráð- inn sem sölumaður í sömu deild og ég, og unnum við þar saman fyrstu árin. Síðar var hann gerður að sölu- stjóra í annarri deild hjá fyrirtæk- inu, og starfaði hann þar allt til æviloka. Gunnlaugur hafði marga góða kosti. Oftast hér áður fyrr var hann í fararbroddi fyrir starfsmenn, er halda átti árshátíð starfsmanna eða fara saman í ferðalag. Ógleyman- legar samverustundir áttum við öll saman í sumarbústað, sem starfs- mannafélagið keypti við Skorra- dalsvatn. í þeim kaupum átti Gunn- laugur stóran þátt. Innilegar samúðarkveðjur send- um við hjónin eiginkonu hans og börnum. Þessi fáu orð verða mín hinsta kveðja til þín. Ég bið guð að fylgja þér á þeim leiðum, sem þú nú hefur lagt út á. Ólafur R. Karlsson. Gulli vinur minn er látinn. Hann fór allt of fljótt frá okkur, því við áttum eftir að gera svo margt sam- an tengt áhugamálum okkar. Það er margs að minnast á þessari stundu og langar mig fyrst og fremst að þakka þær góðu og ánægjulegu samverustundir, sem ég hef átt með þeim hjónum, Gulla og Biddý. Ég átti því láni að fagna að kynnast honum haustið 1988 þegar ég gerð- ist Oddfellow í sömu stúku og hann. Á því tíu ára tímabili sem vinskapur okkar nær til áttum við einnig ann- að áhugamál sem er golf og þar átt- um við einnig margar ánægjustund- ir og í ferðalögum tengdum því bæði innanlands og utan, sem hafa spannað um átta ára tímabil. Gulli var hrókur alls fagnaðar á þeim stundum þegar leiðir lágu saman á golívellinum sem og ann- ars staðar ásamt fleirum af vinum okkar. Nú er víst að við hittumst ekki aftur allir á teig saman. Megi Guð styrkja ykkur Einar og fjölskylda, Biddý mín. Ykkur og öðrum aðstandendum eru sendar innilegar samúðarkveðjur. Jón Hjartarson. Fréttin um andlát Gunnlaugs kom mér ekki beinlínis á óvart. Allt frá því í fyrrasumar hafði hann átt við vanheilsu að stríða, sem hann gerði þó ávallt lítið úr og gekk til allra sinna starfa, og lét engan bil- bug á sér finna. Hann vildi ljúka störfum sínum hjá Ó. Johnson & Kaaber með sæmd og reisn, þar til hann kæmist á eftirlaun um áramót- in síðustu. En steininn tók úr í janú- ar, heilsunni hrakaði stöðugt og í febrúar gekk hann undir erfiða, en að áliti lækna sinna, velheppnaða hjartaskurðaðgerð, sem gaf góðar vonir um bata. En fljótlega skipuð- ust veður í lofti, margvíslegir auka- og fylgikvillar komu í Ijós, sérstak- lega vanhæfni hans að geta nærst nógsamlega, sem jók þrekleysi hans og um leið vanmátt hans að berjast til sigurs. Dauða hans bar að hönd- urn aðfaranótt 28. apríl sl. Ég sá Gulla Dan - en undir því nafni gekk hann jafnan meðal vina sinna og kunningja - í fyi-sta skipti vorið 1941, er ég fylgdi bróður mín- um niður á BSI. Þeir voru á leið í sumarbúðir skáta við Úlfljótsvatn, á vit mikilla ævintýra og ærsla í hópi 40 jafnaldra. Mér er enn í fersku minni, hve ég öfundaði þá, því það sumar beið mín bara sveitardvöl á afskekktum bæ vestur á Fjörðum. Mörgum árum síðar bar fundum okkar saman á nýjan leik og þá í allt öðru umhverfi og við allt aðrar að- stæður. Ég var staddur í Kaup- mannahöfn í janúar 1961 og síðla kvölds leitaði ég gistingar á Hotel Kong Frederik, en það hótel hafði um langan aldur verið sótt af ís- lendingum. Innan við afgreiðslu- borðið stóð ungur maður í gull- brydduðum jakka og kom mér kunnuglega fyrir sjónir en ég kom honum ekki fyrir mig. Ég hóf mál mitt á „lýtalausri“ skóladönsku en innanbúðarmaðurinn leit kankvís- lega beint í augu mér og sagði: „Blessaður hættu þessu dönskujapli og talaðu það mál, sem þú kannt,“ og rak upp glettnislegan hlátur. Þetta kvöld hófust okkar raunveru- legu kynni og hafa þau varað fram á hans síðasta dag. Árið 1964 hóf Gulli störf hjá Ó.J. & Kaaber, fyrst sem sölumaður og frá 1973 sem sölustjóri, aðallega á sviði umboðssölu í veiðarfærum, og lyfja- og hjúkrunarvörum, en þetta landsþekkta fyrirtæki var og er um- svifamikið á þessum sviðum. Þarna naut Gulli sín, hann tileinkaði sér mikla þekkingu á þessum mjög svo óskildu sviðum, svo eftir var tekið. Á árunum 1975-1994 var ég í for- svari fyrir veiðarfæraverslun og átti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.