Morgunblaðið - 08.05.1998, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 08.05.1998, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Hvers vegna sátu 6 af hverjum 10 sjómönnum heima? DEILA sjómanna og útvegsmanna er að baki. Sumir álíta að nú sé lokið langri átakahr- inu sem einkennt hefur samskipti þessara aðila á undanfömum árum. Þetta hafí verið loka- hnykkurinn með til- heyrandi látum og loksins sé búið að tappa almennilega af mannskapnum. Von- andi hafa þeir, sem þessu trúa, rétt fyrir sér. Sjómannaforystan hafði sigur i þessari deilu og sjávarútvegur- inn mun á vissum svið- um upplifa nýtt starfsumhverfi. Því hefur verið haldið fram að niður- staðan sé í þágu hinna stærri á kostnað hinna smærri. Tíminn leiðir í ljós hvort það er rétt en eitt er al- veg öruggt; um leið og starfsemi kvótaþings og verðlagsstofu fer að bitna á einstaka bátum og áhöfnum þeirra, munu forystumenn sjó- manna fullyrða að það sé ekki þeim að kenna, þeir hafi aldrei beðið um þessa niðurstöðu. Því verður haldið fram að þetta sé einhverjum öði-um að kenna. Samsæri Forystumenn sjómanna sýndu mikla hörku í þessum átökum, ekki síst á opinberum vettvangi. Ríkis- sáttasemjari var m.a. sakaður um það í fjölmiðlum að vera þátttakandi í samsæri stjórnvalda og LIU gegn sjómönnum. Niðurstaðan varð samt sú að sjávarútvegsráðherra lagði fram þrjú frumvörp í anda sjó- mannaforystunnar og tilkynnti um leið að skoðanir útvegsmanna á þeim skiptu engu máli. Sáttasemj- ari lagði síðan fram miðlunartillögu sem sjómenn samþykktu með mikl- um meirihluta en útvegsmenn kol- felldu. Ef þetta var afrakstur sam- særis er óhætt að fullyrða að það hafi gersamlega mistekist. Málflutningur forystunnar Þegar frá líður og átökin eru skoðuð úr nokkurri fjarlægð, verður tiltekin spurning sífellt áleitnari. Hvers vegna greiddu 60% sjómanna ekki at- kvæði í þessu verkfalli? Hvers vegna sátu 3020 sjómenn heima af þeim 5030 sem voru á kjör- skrá? Þegar boðað var til verkfallsátaka sl. haust stóð sjómanna- forystan fyrir funda- herferð um land allt. Astandinu var lýst sem skelfilegu þar sem út- gerðarmenn níddust á sjómönnum við hvert tækifæri með braski og óþokkaskap. Ætli sum- ir sjómanna hafi ekki séð vinnuveitanda sinn og kannski fjölskylduvin til áratuga, í nýju ljósi? Sjómenn fengu síðan atkvæðaseðla senda í pósti, með þeim merkt umslag til að skila þeim Forystumenn sjómanna hafa skýrt þessa dræmu kjörsókn þannig, segir Bjarni Hafþór Helga- son, að sjómenn hafí verið að lýsa óánægju sinni með tillöguna og frumvörpin. til baka og einnig áróðursbréf þar sem menn voru brýndir til að láta ekki beygja sig í duftið. Samt fór u.þ.b. helmingur þessara atkvæða- seðla í ruslið. Léleg kjörsókn sjómanna Eftir að verkfall skall á voru fjöl- miðlar duglegir við að flytja fréttir af gangi mála. Daginn út og daginn inn dundu á landsmönnum lýsingar á hryllilegu starfsumhverfi ís- lenskra sjómanna í voðalegu návígi við útvegsmenn. í hápunkti átak- anna gengu sjómenn síðan til at- kvæðagreiðslu um miðlunartillögu ríldssáttasemjara og frumvörpin þrjú. Enn komu fram ásakanir um samsæri ríkissáttasemjara, LÍÚ og Bjarni Hafþór Helgason stjórnvalda en meirihluti þeirra sjó- manna, sem atkvæðþ greiddu, sam- þykkti þó tillöguna. Á þeirri stundu var allur íslenski flotinn í höfn vegna verkfalls. Skipin höfðu verið kölluð heim af miðunum. Við þær aðstæður ákváðu 60% sjómanna að greiða ekki atkvæði. Hvers vegna? 90% kjörsókn hjá útvegsmönnum Forystumenn sjómanna hafa skýrt þessa dræmu kjörsókn þannig, að sjómenn hafi verið að lýsa óánægju sinni með tillöguna og frumvörpin. Það er ekki trúverðug skýring. Útvegsmenn lýstu óá- nægju sinni með tillöguna og frum- vörpin með 90% kjörsókn. Eins og ástandið var á þessum tíma, hefðu þeir sem voru óánægðir með niður- stöðuna hiklaust mætt á kjörstað og hafnað henni. Sjómenn hafa sem betur fer mjög góð laun og e.t.v. hefur það valdið einhverju um vilja- leysi þeiiTa til að fylgja forystu- mönnunum eftir í þessum átökum? Kannski er almenn deyfð í félaga- starfsemi skýringin á því sem þarna gerðist? Og þó. Varla eru íslenskir sjómenn orðnir svo daprir að þeir mæti ekki á kjörstað vegna félags- legrar deyfðar, þegar skipum þeirra hefur verið siglt í höfn vegna átaka? Þessar aðstæður voru allt aðrar en gengur og gerist í almennri félaga- starfsemi; harðvítugt verkfall, skip- in bundin og hrunadans í öllum fjöl- miðlum landsins. Farvegurinn á Alþingi Þessi lélega kjörsókn var ekki í neinu samræmi við málflutning sjó- mannaforystunnar í þessari deilu. Kannski urðu margir sjómenn frá- bitnari þátttöku í þessari deilu eftir því sem málflutningurinn varð grimmari? Ætli sjómönnum hafi þótt fullyrðingar forystumanna sinna, um að ríkisstjórnin stundaði samsæri gegn þeim, trúverðugar? Ætli þeim hafi ekki þótt undarlegt þegar formaður Alþýðuflokksins varð næstum sjálfkrafa að sérstök- um talsmanni þeirra inni á Alþingi? Var það vilji sjómanna? Hvers vegna fór þessi deila í svona undar- lega hreinan farveg inni á Alþingi; tvískiptan milli stjómar og stjóm- arandstöðu? Voru tilteknir forystu- menn sjómanna kannski, öðmm þræði, í sérstakri herför gegn fisk- veiðistjórnunarkerfinu? Svona kvikna spumingarnar ein af annarri en við þeim fást engin endanleg svör. Það er þó vert að velta þeim upp og auðvitað er hægt að koma með margar fleiri. Eftir situr þessi undarlega niðurstaða um ótrúlega slaka kosningaþátttöku í miðju verkfalli; þegar 60% sjómanna ákváðu að sitja heima. Höfundur er framkvæmdastjóri Út- vegsmannafélags Norðurlands. ÞEGAR fólk veikist eða slasast era fyrstu viðbrögðin oftast þau að kalla á lækni og láta greina hvað að er. Það er sama hve „augljós" kvillinn eða meiðslin era, fólk verður að fá staðfest hvað er að til þess að geta hafið við- eigandi meðferð eða fengið réttu lyfin. Þetta vita allir. Erfiðara virðist vera að viðurkenna að sama eigi við um þá duldu fötlun sem hrjáir um- talsverðan hluta hvers árgangs. Ef bam á við afmörkuð þroskavanda- mál að stríða, er ofvirkt, eirðarlaust og skortir einbeitingu eða er með náms- eða félagslega örðugleika, kæki og jafnvel þráhyggjuáráttu, er lykilatriði að byrja á því að greina vandann. Þetta er bæði barninu sjálfu og umhverfi þess lífsnauðsyn- legt. Vandamálið þarf ekki að vera alvarlegt til þess að það borgi sig að fá greiningu. Hún er forsenda þess að hjálp fáist til að leysa úr þeim vanda sem fyrir er, hversu óverulegur sem fólki kann að sýnast hann vera. Mörg þess- ara vandamála hafa nefnilega þann leiða löst að vinda upp á sig. Greiningu annast barnalæknar og sál- fræðingar. Þeir nota ákveðin greiningar- tæki, spurningalista fyrir börn, foreldra og kennara, auk þess sem þeir fylgjast með baminu í daglegu lífi. Þegai- niðurstaða er fengin hefst svo þjálfun á grundvelli greiningar- innar. Að henni geta staðið talmeina- fræðingar, iðju-, sjúkra- og þroska- þjálfar og annað fagfólk. Sálfræðing- ar, bamageðlæknar og félagsráð- gjafar koma að henni eftir þörfum og eðli vandamáls hvers barns fyrir sig. Erlendar rannsóknir sýna og sanna að með markvissri meðferð í kjölfar greiningar á þroska- og hegð- unarvanda er hægt að vinna krafta- verk, bæta líf barna, unglinga og fjölskyldna þeirra og spara samfé- laginu ótrúlegan kostnað. Á Islandi fær einungis lítið brot barna greiningu eða um tíundi hluti Greining er bara fyrsta skrefíð. Matthias Krist- iansen telur að hún sé lífsnauðsynleg bæði barninu sjálfu og um- hverfi þess. þess sem gerist í nágrannalöndum okkar. Besta leiðin til að nýta fé á markvissan hátt í meðferð er að auka greiningarvinnuna. Þetta leiðir auk þess til aukins skilnings ráða- manna á meðferðarþörf og þannig er stuðlað að betra og nútímalegra samfélagi sem sinnir þörfum bama sinna með vísan til framtíðar. Höfundur er formaður foreldra- félags misþroskn bama. Misþroska- og hegðunarvandamál Matthías Kristiansen Færni íslenskra hj artasérfræðinga hefur vakið athygli ÁRANGUR þeirra í glímunni við hjarta- sjúkdóma er talinn með því besta sem ger- ist í heiminum og er það fagnaðarefni. Landssamtök hjartasjúklinga vora stofnuð 1983 og er markmið þeirra m.a. útvegun á tækjabún- aði. Samtökin leggja þannig sitt af mörkum til að árangur á sviði hjartalækninga verði sem bestur. Á undanförnum 15 áram hafa Landssam- tök lagt þessum mál- efnum lið með 150 milljóna króna framlagi, reiknað til núvirðis. Fyrir nokkru var sýnd á Stöð 2 hjartaaðgerð á tveggja ára gamalli stúlku og um það bil viku síðar var þessi sama stúlka sýnd þar sem hún var komin á fætur og farin að leika sér sem heilbrigt barn. Þessi skurð- aðgerð var stórkostleg og sýndi Ijóslega að færni íslenskra lækna skilar árangri. Hvers vegna er verið að nefna þetta dæmi. Svarið liggur í því að iyrir tveimur áram var af hálfu Landssamtaka hjartasjúklinga safnað fyrir tækjum þannig að gera mætti hjartaskurðaðgerðir á börn- um hér á landi og að ekki þyrfti að senda þau til annarra landa. Nú tveimur árum síðar hafa Landssamtökin ákveðið að hafa merkjasölu enn á ný til að auðvelda hjartasérfræðingum okkar meðferð í þeim tilfellum sem það á við. Nú á að kaupa leysigeislatæki og gera menn sér vonir um að með slíkum bún- aði verði hægt að gera aðgerðir sem nú eru ekki framkvæmanlegar hér á landi. Ljóst er að með því að gera sem flestar að- gerðir innanlands sparast stórfé. Góður árangur íslenskra sér- fræðinga hefur leitt til þess að fólk sem þarf á slíkum aðgerðum að halda vill helst að þær fari fram hér heima. Enn á ný er því leitað til lands- manna í trausti þess að sameigin- Landssamtök hjarta- sjúklinga eru með merkjasölu, segir Vil- hjálmur B. Vilhjálms- son, til að fjármagna kaup á nauðsynlegum tækjabúnaði. lega styðjum við stöðu okkar á þess- um vettvangi. Því notum við hjá LHS gamla slagorðið: Tökum á - tækin vantar. Höfundur er formaður Reykjavíkur- deildar Landssambands hjartasjúk- linga. Vilhjálmur B. Vilhjálnisson Þetta eru mín öræfí „ÞVÍ MEIRA sem þú stjórnar lífinu, verður minna líf eftir til að stjórna.“ Clarissa Pinkola Estés. „Eitt eilífðarsmá- blóm með titrandi tár sem tilbiður guð sinn og deyr.“ Matthías Jochumsson. Eg vil að öræfin verði látin í friði og þegar ég tala um frið er ég ekki að tala um vanrækslu og óreglu, en ég vil að öræfin verði látin í friði fyrir skipulagi og virkjun- arpælingum. Það er nauðsynlegt fyrir manninn að eiga ósnortinn stað í landinu sínu, líkt og það er nauðsynlegt fyrir hann að eiga þann stað í sál sinni. Og þegar ég segi ósnortinn er ég ekki að tala um friðhelgan reit þar sem má varla anda, heldur stað þar sem líf- ið fer sínu fram í öllu sínu veldi. Þegar ég segi ósnortinn er ég að meina stað, fullan af ólgu og kyrrð. Ástin og sköpunargáfan eru sprott- in uppúr þvílíkum stað í sálinni. Það er villtur staður. Og einhver- staðar í landinu okkar, í sál okkar, verðum við að eiga villtan stað. Og þegar ég segi villtur er ég ekki að meina ómennskur, en staður fullur af dulúð og einfaldleika, staður sem er svo magnaður að hver og einn getur upplifað hann á sinn persónu- lega hátt. Manneskjan veslast upp við of mikla stjórn, við of mikið skipulag. Það verður einfaldlega ekkert pláss fyrir manneskjuna í þannig umhverfi. I þannig umhvei-fi brýtur hún sig lausa til að elska uppá nýtt, skapa uppá nýtt. Á öræfum verður að fara var- lega, gera ráð íyrir hinu óvænta og beygja sig en þjösnast ekki áfram. Og þá gef- ur landið allt til baka. Landið gefur þér ein- faldlega líkama þinn og sál. Öræfin hafa lækningamátt, þau fá mann til að undrast og það eykur meira að segja kynorkuna að vera þar. Öræfin opna skilningarvitin uppá gátt, eitthvað fer í gang af sjálfu sér; aug- un opnast, eyrun þenj- ast, varimar roðna, og svo framvegis þangað til sjöunda skilningar- vitið er vakið og orka manns flæðirir og fossar einsog óviðjafnanlegt orkuver og maður þykist geta komið því í orð þegar heim kemur, en veit að það er ekki hægt; maður reynir ekki að koma Öræfín hafa lækninga- mátt, segir Elísabet Kristín Jökulsdóttir, þau fá mann til aö undr- ast og þau auka meira að segja kynorkuna. orðum yfír það íyrr en staðurinn er í hættu. Því að þetta er skynjun sem maður á einn og enginn annar og enginn getur tekið frá manni, og þegar maður hefur gengið nógu lengi finnur maður í sér þetta villta eðli sem er tilbúið til að sameinast náttúrunni. Og við þennan samruna verður ljós og í því ljósi er pláss fyrir brot af kraftinum. Höfundur er ritliöfundur. Elísabet K. Jökulsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.