Morgunblaðið - 08.05.1998, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.05.1998, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LÍFIÐ FUNDIÐ UPP AÐ NÝJU Sænski leikhúslistamaðurinn Staffan Göthe heillast af ljóðrænu raun- sæi sem býr hvarvetna í kringum okkur, í harmleiknum sem hláturinn felur og í „þögn sem rofin er skyndilega með hinu óvænta, ljótleikan- ----------------7---------------------- um eða fáránlegri fyndni“. I tilefni af sýningu Nemendaleikhússins á Uppstoppuðum hundi spjölluðu Sindri Freysson og Göthe saman um hundinn, húmorinn og harmleik Svíþjóðar. LEIKRITASKÁLD, leikari og leikstjóri: Staffan Göthe er maður ekki einhamur. STRÁKLINGUR, jafnaldri íslenska lýðveldisins, sem þvældist með pabba sínum inn á heimili fátæklinga og utangarðsmanna varð einn góðan veðurdag eitt athyglisverðasta leik- skáld Svía; Staffan Göthe. Nemenda- leikhúsið írumsýndi nýlega eitt þekktasta verk hans, Uppstoppaðan hund, í leikstjórn Hilmars Jónssson- ar og þýðingu Hallgríms H. Helga- sonar. Leikritið er lokaverkefni leik- hússins á þessu ári og markar um leið útskrift átta ungra leikara. Uppstopppaður hundur er annað leikrit Göthe sem fjallar um Cervi- eng-fjölskylduna, hið þriðja, Full- komni kossinn, var frumsýnt árið 1990 og fjórða verkið er í smíðum. Uppstoppaður hundur hefst í nútím- anum en síðan er stokkið aftur til áramótanna 1954-1955 þegar Svíþjóð nútímans var í fæðingu. A stundum er ekki laust við að ljúfsárs saknað- artóns gæti, en Göthe tekur því fjarri að verkið flytji fólki þann boð- skap að eitt tímabil sé betra en ann- að. að er einföldun að segja að hlutirnir hafí verið betri í Svfþjóð á sjötta eða sjöunda áratugnum, kannski að því frátöldu að efnahagsástandið er verra núna og fleiri atvinnulausir. Fólk getur kannski fyllst þrá eftir horfnum tíma þegar það horfir á verkið en ég er ekki með neina for- tíðarglýju í augum og staðhæfi ekk- ert um ágæti þess sem var fyrir tveimur eða þremur áratugum. Ég held að verkið snúist miklu frekar um tilvistarlegar þarfir, ekki síst þar sem harmleikur Svíþjóðar er ekki endilega sá að velferðin er á undan- haldi heldur að sagan er að glatast og þær rætur sem liggja að nútíman- um hafa fúnað og gisnað.“ Göthe segir að spurningarnar í verkinu um Cervieng-fjölskylduna snúist um hvað hefur glatast, hvað er mikilvægt að varðveita og „hvernig hægt er að fínna rætur að nýju til að styrkja einstaklinginn í framtíðinni," segir hann. Göthe sá nýlega uppfærslu leik- listarskóla í Stokkhólmi á Uppstopp- uðum hundi og kveðst telja hana sambærilega við uppsetningu Nem- endaleikhússins að því leyti að þar fara mjög ungir leikarai’ með hlut- verkin. „Leiklistarnemar eða ungir leikarar hafa hvorki di-amatískar né nostalgískar minningar um tímabilið sem leikritið spannar og því var það mjög hollt fyrir mig að sjá þessa út- færslu og sannfærast um að leikritið er miklu frekar um ást og löngun til að elska, óttann við einsemdina og óttann við að verða að engu, heldur en um þjóðfélagið. Þegar ungir leik- arar fara með hlutverkin verður sú staðreynd miklu skýrari." Aðspurður kveðst Göthe taka um margt undir það viðhorf að sjá megi Cervi- eng-fjölskylduna sem full- trúa Svía á þessari öld, altént eftir seinni heimsstyrjöld. „Sjálfur er ég dæmigerður Svíi. Afi minn og amma voru af þeirri kynslóð sem fékkst við búskap, lagði járnbrautarteina um landið og stritaði í iðnaði. Foreldrar mínir og þeirra kynslóð kleif þjóðfé- lagsstigann enn frekar, þau fengu störf í verslunum og skrifstofum og síðan gekk næsta kynslóð mennta- veginn. I jafn stórfelldri breytingu á menntun, velferð og þjóðfélagsstöðu býr mikið drama. Mest skrifa ég þó skáldskap en byggi ekki á sjálfævisögulegum þátt- um. Kannski notfæri ég mér atriði úr eigin lífi eða ættingja minna en ég hef tekið mér svo mörg skáldaleyfí og leikið mér svo frjálslega með þessi atriði að þau standa miklu nær skáldskapinum en raunveruleikan- um. Helsta ánægjan í mínum huga við starf leikskáldsins felst í að búa til kringumstæður og persónur úr litlu eða engu, helst frá grunni." Göthe hefur sagst vera undirlagð- ur af ilmandi minningum frá víðum lendum bernskunnar í Norbotten, ekki síst dýrmætum stundum með ríkisstarfsmanninum föður sínum, sem hafði með höndum eftirlit með „félagslegri endurhæfingu" þeirra sem góðborgarar töldu til undirmáls- manna, fyrst Sama og síðar óreglu- fólks og fátæklinga. Hann lærði að lesa meðan á þessum ferðum stóð og komst í kynni við sígauna og smá- bófa, kynlega kvisti og krakkastóð sem safnaðist að utanbæjardrengn- um sem naut athyglinnar að fullu. Faðir hans var jafnframt læri- meistari sem „kenndi mér að sjá spaugilegu hliðar lífsins, smáatriðin sem skipta svo miklu máli þegar skapa á persónur". Og á þessum ferðum fékk hann nasaþefinn af lit- ríkri veröld ferðasirkusa, tívolía og kabaretta sem settir voru upp í tjöld- um. Hann las allt sem hann komst yfir um slíkar kúnstir og öll Ieikritin sem hann komst í tæri við á bóka- safninu í Luleá, „sjálfsagt án þess að skilja þau, en ilminn man ég, þessa einstöku angan af bókasafnsbókum". Hann setti upp brúðuleikhús sem smástrákur og „baðherbergisleik- hús“ þar sem hillan fyrir framan spegilinn var sviðið og spegilmynd hans sjálfs áhorfandinn. Tíu ára gamall heyrði hann „út: varpsleikrit" Dylan Thomas, I mjólkurskógi. Sú reynsla var „ógleymanlegasta minning æsku minnar að ég held,“ segir hann. „Þau áhrif sem ég hef orðið fyrir síðar á lífsleiðinni eru kannski mikilvægari, reynsla mín sem elskhugi og faðir og svo framvegis, auk áhrifa frá öðrum listamönnum leikhússins, rithöfund- um og fólki sem ég hef hitt á lífsleið- inni. En þau áhrif sem ég er kannski ekki alltaf meðvitaður um í skrifum mínum má rekja til vinsællrar al- þýðumenningar á borð við fjölleika- hús og kabaretta, þessarar töfra- stundar með Dylan Thomas og ýmis- konar annnarrar mjög skrýtinnar reynslu sem ég varð fyrir kornungur drengur. Allt þetta hefur orðið mér til mikils innblásturs við skrif mín.“ einna skrifaði hann svo skólaleikrit án þess þó að fínna til brennandi áhuga á hlutverki leikskáldsins. Hann ætlaði að starfa í sirkus eða verða leikari. Og það gekk eftir. Göt- he útskrifaðist frá leiklistarskóla í Gautaborg á blómaskeiði frjálsu leik- hópanna 1971 og starfar enn sem leikari, samhliða skrifum. Hann hefur alltaf átt erfitt með að svara hvað af þessu þrennu höfði mest til hans, að vera leikari, leik- skáld eða leikstjóri, og kveðst þeirr- ar skoðunar að leikhúslífið fjallai- þegar öllu er á botninn hvolft alltaf um það sama; að búa til leiksýningu og sjálfur eflist hann og styrkist við að bera bæði grímu leikarans og leikskáldsins. Hann kallar þessa blöndu „undursamlega" og hún hafi ekki tálmað honum för, heldur þvert á móti verið honum gagnleg. etta er fullkomin blanda ef maður getur hagað málum þannig að um skeið dveljist maður fjarri leikhúsinu og snúi síðan til baka þegar manni hent- ar og sogast þá inn í þann heim að nýju. I sporum leikarans skerpi ég næmi mitt og kenndir gagnvai-t leik- húsinu og finnst að það geri mig að betri leikskáldi, að það sé styrkur að vera leikari þegar ég skrifa. Leiklist- in og skrifin eru stundum eins og tví- burar í mínum huga, síamstvíburar. Síðan þegar maður er ekki að störf- um kynnist maður einhverju nýju, fær hugmyndir og lífsþrótt sem nýt- ist í báðum störfum.“ Ekki fyrr en eftir að hann skrifaði fimmta barnaleikrit sitt, „Den frukt- ansvárda smállen“ árið 1978, fann Göthe hvers virði leiki-itaskrifin voru honum í raun og veru. Hann hefur skiifað á víxl leikrit fyrir fullorðna og börn allar götur síðan. Að eigin sögn eru útgangspunktar verkanna oftar en ekki myndir sem eru „óhugsandi“, eða svo fjarstæðu- kenndar að þær ögri áhorfandanum. Til dæmis lögreglumaður í fullum skrúða sem hágrætur á almannafæri eða uppstoppaður hundur sem nýtur meiri ástar en hann gerði þegar hann lifði. Hundur sem nútíminn varð að bana. Göthe kveðst að sumu leyti hafa sagt skilið við Uppstoppaðan hund, eink- anlega þar sem hann fékk sig fullsaddann eftir að hafa leikið hlut- verk hundsins um tveggja ára skeið í rómaðri uppsetningu verksins í Gautaborg. Hann hafi hins vegar fengið margvísleg viðbrögð við verk- inu þegar það var sett á fjalirnar að nýju, einkum í kjölfar áðurnefndrar uppfærslu í Stokkhólmi. „Margir hafa enduruppgötvað leikritið og telja það miklu mikilvægara núna en fyrir áratug. Þeir sem sáu Upp- stoppaðan hund á sínum tíma segja að í dag virðist það miklu jákvæðara og bjartsýnna en áður, að í því leyn- ist miklu meiri birta, í stað þess að kolsvart skopskyn og myrkrið ráði eitt ríkjum. Ég veit það ekki; í mín- um huga er Uppstoppaður hundur meira eða minna aðeins uppstoppað- ur hundur." Göthe situr ekki með hendur í skauti. Hann leikur um þessar mundir í tveimur verkum á sviði konunglega leikhússins í Stokk- hólmi, Dramaten, annars vegai- Fló á skinni eftir Georges Feydeau, og hins vegar í í Þjóðníðingnum eftir Henrik Ibsen sem var fi’umsýnt 19. apríl sl. I vetur sem leið skrifaði hann nýtt leikrit sem sett verðui- upp á Dramaten á næsta leikári og er bú- ist við að það verði frumsýnt í janúar á næsta ári. Um er ræða einskonar kabarett sem ýmsir vinsælir rokktónlistarmenn semja tónlistina við. Áfram horfir hann til örlaga sinnar ástkæru fjölskyldu, að þessu sinni er aðalpersónan Rita Cervieng, sem er á að giska hálfsjötug að aldri og hefur lifað viðburðaríku en rót- lausu lífi. ún er nokkurs konar lista- maður sem hefur komið alls staðar við og unnið fjölbreyttustu störf. Hún hefur loks hafnað í gömlu sumarhúsi þar sem hún ver tíma sínum með draugum fortíðar. Þetta er því and- legt leikrit í því skilningi, nokkurs konar draugasónata." Göthe kveðst ætla að fylgja í humátt á eftir fjölskyldunni allt þar til yfir lýkur og hefur rætt um að skrifa alls sjö leikrit um örlög henn- ar. „Ég vona og held að ég geti efnt það loforð," segir hann og viður- kennir að áhugi hans á sögu fjöl- skyldunnar sé ekki síst sprottin af því að starfa hvort tveggja sem leik- ari og leikskáld, þar sem hann stekk- ur á milli þess að leika hlutverk í verkum Shakespeares einn daginn og hlutverk í nútímaverkum hinn daginn, skrifa barnaleikrit og verk fyrir fullorðna jöfnum höndum. „Ég fann til löngunar til að mála fresku af þessari fjölskyldu til að yf- irstíga hið ruglingslega og brota- kennda, til að hafa leiðarminni eða vegvísi til að fara eftir.“ Hann segir fólk oft spyrja sig um örlög fjöl- skyldunnar og sé forvitið um hvað gerist næst í lífi þeirra, þannig að persónurnar hafí í raun öðlast sjálf- stæða tilveru. „Leikritin hafa mjög rýr innbyrðis tengsl, þannig að þótt fjölskyldu- nafnið sé sameiginlegt er ekki um sömu persónurnar að ræða. Að því leyti er fjölskyldan sambærileg við mína eigin fjölskyldu, sem er búsett á víð og dreif um Svíþjóð, Evrópu og annars staðar í heiminum. Einn frændi minn er til dæmis milljóna- mæringur í Kanada, til marks um hversu víða þetta fólk ferðaðist og hversu margir yfirgáfu Svíþjóð. Bygging verkanna endurspeglar þessa staðreynd; þau gerast á hinum og þessum stöðum á víðfeðmu svæði, hafa mismunandi áherslur og form. Uppstoppaður hundur er frekar epískt leikrit en La Strada del Ámore er fremur í anda Vaudeville- gamanleikjanna og Fullkomni koss- inn nær því að vera ópera en leikrit. Mig langar sömuleiðis að búa til leik- rit um fjölskylduna sem væri í raun ballett eða treysti á hreyfilistina um- fram hið talaða orð og seinasta verk- ið gæti verið einleikur. Ég stefni að því að verkin verði hvert af sínu tagi, mótuð á mismunandi hátt og nýti sér allan þann fjölbreytileika sem leik- húsið býður upp á,“ segir hann. öthe kveðst heillast af „ófölskvaðri lofgjörð sirkussins til lífsins" og vill í skrifum sínum endurvekja þær kenndir sem bærðust með hon- um fyrii- framan baðherbergisspegil- inn og í andrúmi fjölleikahússins þar sem hans eigin sýniþörf gerði vart við sig. Kannski er fagurfræðin eilít- ið gi-ótesk af þeim sökum. Hann hef- ur verið sakaður um bölmóð en því neitar hann harðlega og leggur ríka áherslu á að að baki harmleiknum felist hlátur. „Ég er fráleitt svartsýnn að eðlis- fari og held að ég sé efagjarn bjart- sýnismaður eða vongóður efahyggju- maður. I verkum mínum er kímni- gáfan ákaflega mikilvæg. Ef áhorf- endur getur brosað, sem ég vona að þeir geri _ hlæi kannski ekki en brosi _ finnst mér það ekki bera vott um að þau séu svartsýn. Ég get tekið undir það sjónarmið að mörg verka minna séu afar sorgleg og í þeim sé megn blús, sænskur blús, en ég held ekki að í þeim sé bölmóður. I þeim er of mikið af fjarstæðukenndum hlut- um og broslegum til þess.“ Einhver sagði að leiki’it Göthe væru ekki eins og speglar þjóðfé- lagsins heldur eins og endurupp- götvun lífsins. Séð frá bæjardyrum Göthe felst mikið hrós í þessari lýs- ingu þar sem hann telur grunnhug- myndina að baki leikhúsinu, sjálfan kjarnann, þá að gesturinn gangi út af leiksýningu og finnist eins og lífið hafi verið uppfundið að nýju. „Þess vegna hef ég lítinn áhuga á ofur raunsæjum verkum. Ég held að leikhúsið eigi að uppgötva eða skapa þá kennd með áhorfendum að raun- veruleikinn sé búinn til á nýjan leik, að veruleikinn sé meðhöndlaður á leiksviðinu á þann hátt sem aldrei ber fyrir augu í raun og veru. Þegar maður fer í leikhús verður maður að sjá veruleikann meðhöndlaðan á óvæntan og óhefðbundinn hátt, þannig að lífið öðlist nýja vídd, nýja upphafningu.“ En er slagkraftur leikhússins ekki hverfandi á sama tíma og sjónvarps- stöðvum fjölgar á ljóshraða og bandarískai- kvikmyndir drottna yfir innlendri kvikmyndagerð flesta ríkja? Svo þarf ekki að vera að mati Göthes, að því tilskildu að leikhúsið svíki ekki eigið eðli. f leikhúsið er trútt ein- stökum eðliskostum sín- um og galdri hefur það áhrifamátt, en það er gagnslaust þegar það fer að herma eftir sjónvarpi eða kvikmyndum eða einhverju enn öðru. Stundum fer maður í leikhús og verður óumræði- lega gagntekinn því þar birtist tungumál, leikgleði og töfrar sem eru hvergi annars staðar að finna, og um það snýst þetta allt saman.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.