Morgunblaðið - 08.05.1998, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 08.05.1998, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1998 57* i Málþing í Borgarnesi SLYSAVARNAFÉLAG íslands stendur fyrir málþingi undir heitinu Slysavamir á nýrri öld laugardag- inn 9. maí. Þingið verður haldið á Hótel Borgarnesi og hefst kl. 10. i Áætiað er því ljúki kl. 16. Umræðu- efnið er: „Ábyrgð og öryggismál í I íþrótta-, félags- og tómstundastarfi. | Málþingið er unnið í samvinnu við Menntamáiaráðuneytið, Iþrótta- og ólympíusamband Islands, Ung- mennafélag íslands og Æskulýðs- ráð ríkisins. Varaforseti Slysavarnafélags Is- lands og formaður slysavarnaráðs félagsins, Lára Helgadóttir, mun setja þingið og fundarstjóri verður 4 Anna Ólafsdóttir. Erindi flytja þau Reynir Karlsson, deildarstjóri í * menntamálaráðuneytisinu, Stefán | Bjarkason, íþrótta- og tómstunda- fulltrúi Reykjanesbæjar, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfé- laga, Ásgerður Halldórsdóttir, við- skiptafræðingur, fyrir ÍSÍ/UMFÍ, Sigurður Helgason, upplýsingafull- trúi Umferðarráðs, Gauti Grétars- son, sjúkraþjálfari, heilbrigðisnefnd ÍSÍ, Iris Grönfeldt, íþróttafræðing- i ur, fyrir UMSB og Sigurjón Sig- urðsson, læknir, Tryggingastofnun * ríkisins. Að loknum erindum og 4 matarhléi verða pallborðsumræður. Aðgangur að málþinginu er ókeypis og það er opið öllum sem áhuga hafa á íþrótta- og æskulýðs- málum. Námskeið hjá „Junior Chamber“ BRUCE Rector einn af alþjóðleg- um varaforsetum Junior Chamber verður staddur á íslandi dagana 8.- 11. maí og heldur námskeiðið „Rud- olfs Restaurant" fyrir félaga ís- lensku Junior Chamber hreyfingar- innar. Námskeiðið, sem er mark- aðstengt, verður haldið laugardag- inn 9. maí kl. 9.30-14 i Drafnarfelli 2. I tilefni af komu Bruce og loknum endurbótum Hellusunds 3, sem er húsnæði í eigu íslensku hreyfíngar- innar, verður afhjúpaður minnis- varði/steinn síðar um daginn. Bruce Rector er einn af 26 stjórn- armönnum í heimsstjórn Junior Chamber og er hver stjórnarmaður kjörinn til eins árs í senn og skipta þeir umsjón með aðildarlöndum hreyfingarinnar á milli sín. Bruce Rector er því umsjónarmaður með Junior Chamber á íslandi. Junior Chamber ísland á einnig fulltrúa í stjórn að þessu sinni og er það Bjarni Ingibergsson sem sinnir því hlutverki. Umsjónarlönd Bjarna eru Pólland, Ungverjaland, Sviss, Austurríki og Þýskaland. i I i i Happaleikur Bílabúðar Benna á Bylgjunni DREGIÐ verður í Happaleik Bíla- búðar Benna á Bylgjunni 8., 15. og 22. maí. í síðdegisþætti Hemma Gunn verða lesin upp nöfn nokkurra heppinna áskrifenda Morgunblaðs- ins og DV. Áskrifendurnir þurfa að hringja í númerið sem Hemmi gefur upp og svara nokkrum léttum spurningum úr Daewoo auglýsinga- blaðinu sem dreift var nýverið með báðum blöðunum. Áski'ifendurnir heppnu geta unn- ið ferð fyrir tvo til Grænlands með Flugfélagi Islands, jöklaferð fyrir tvo með ísherja, BFGoodrich sum- ardekk frá Bílabúð Benna eða Wheeler fjallahjól frá Fálkanum. Það er því til mikils að vinna og vissara fyrir áskrifendur að leggja eyi-un við og hafa Daewoo auglýs- ingablað við höndina. FRÉTTIR Morgunblaðið/Hallfríður Bjarnadóttir ÞÓTT stutt sé til kosninga og hiti að færast í menn fdr allt fram með stakri prýði. Bæjarstjórn Neskaupstaðar boðið með Reyðarfirði. Morgunblaðið. UM nokkurt árabil hafa sveitar- stjdrnarmenn á Eskifirði og Reyðarfirði haldið fundi þar sem rædd hafa verið sameiginleg mál staðanna. Þessir fundir hafa ver- ið haldnir til skiptis á Eskifirði og Reyðarfírði, einn fundur á ári, og í fundarlok hafa menn siðan borðað saman og slegið á létta strengi. Að þessu sinni þdtti tilhlýðilegt að bjóða bæjarstjóminni í Nes- kaupstað með, enda einungis mánuður þar til þessi þijú byggðarlög renna saman í eitt. Samsætið átti sér stað í Félags- lundi á Reyðarfirði fimmtudag- inn 30. aprfl og ekki var annað að sjá en fullkomin samstaða ríkti meðal gesta, þótt stutt sé til kosninga og hiti að færast í menn. Fór allt fram með stakri prýði og greinilegt að hér skyldi sýnt gott fordæmi. Opið hús í leik- skólum Opið hús í fímm leikskúlum í 25 ára afmæli Fellaskóla Kópavogs OPIÐ hús og vorsýning verður í leikskólum Kópavogs á næstu dög- um. Þar verður hluti af afrakstri starfs leikskólanna sýndur. Leikskólamir eru: Leikskólinn Marbakki v/Marbakkabraut, föstu- daginn 8. maí kl. 10-15, Heilsuleik- skólinn Skólatröð v/SkóIatröð og Stubbasel v/Kópavogsbraut, föstu- daginn 8. maí kl. 13-17, Leikskólinn Efstihjalli v/Efstahjalla, fostudag- inn 8. maí kl. 10.30-14.30, Leikskól- inn Álfaheiði v/Álfaheiði, vikan 11,- 15. maí kl. 10-15, Leikskólinn Grænatún v/Grænatún, mánudag- inn 11. maí kl. 10-11 og 14-15, Leik- skólinn Kópahvoli v/Bjarnhólastíg, mánudaginn 11. maí og út alla vik- una, Leikskólinn Furugrund v/Furugrund, mánudaginn 11. maí frá kl. 15, Leikskólinn Smára- hvammur v/Lækjarsmára, mánu- daginn 11. maí kl. 9-11 og 13.30- 15.30, Leikskólinn Fagrabrekka v/Fögrubrekku, þriðjudaginn 12. og miðvikudaginn 13. maí, Leikskólinn Kópasteinn v/Hábraut, laugardag- inn 16. maí kl. 11-13, Leikskólinn Arnarsmári v/Arnarsmára, mið- vikudaginn 20. maí kl. 16.30. Opið hús í Kirkjubóli OPIÐ hús og myndlistarsýning verður á leikskólanum Kirkjubóli við Kirkjulund í Garðabæ laugar- daginn 9. maí kl. 11-13. Allir eru boðnir velkomnir og verður boðið upp á kaffi og djús og vöfflur seldar á vægu verði. Mynd- irnar sem sýndar verða eru til sölu á 100 kr. og rennur ágóðinn til tækjakaupa fyrir leikskólann. Menningardag- ur í Gerðubergi MENNINGARDAGAR í Félags- starfi Gerðubergs verða vikuna 25. maí til og með 29. maí nk. Handa- vinnu- og listmunasýning verður alla dagana frá kl. 9-19 en allir hlut- ir sem þar verða til sýnis eru unnir af fólkinu í félagsstarfinu. Gerðubergskórinn mun flytja söngdagskrá sína undir stjórn Kára Friðrikssonar við undirleik Bene- dikts Egilssonar, hai'monikuleikara og Unnar Eyfells, píanóleikara. Danshópur Helgu Þórarins sýnir dans, hljóðfæraleikarar úr Tónhom- inu flytja létt lög, stiginn verður dans og fleira verður á hoðstúlum. Hlíðunum OPIÐ hús í leikskólum Hlíðahverfis verður laugardaginn 9. maí kl. 10- 12. Kynnt verður starfsemi og menning leikskólanna. Leikskólarnir eru: Efrihlíð við Stigahlíð, Hamraborg við Grænu- hlíð, Hlíðarborg við Eskihlíð, Sól- borg við Vesturhlíð og Sólhlíð við Engihlíð. Opið hús í leik- skólunum í Hólahverfí BÖRN og starsfólk leikskólanna í Hólahverfi verður með opið hús laugardaginn 9. maí kl. 10-13. A þessum degi bjóða börnin for- eldrum, öfum, ömmum, frændfólki, vinum og öllum sem vilja kynna sér starfsemi og menningu leikskólanna í heimsókn. Einnig verða leikskól- amir með myndlistarsýningu í Hólagarði sem verður opnuð 7. maí kl. 10. Leikskólarnir em: Leikskólinn Hraunborg v/Hraunberg kl. 10.30- 13, Leikskólinn Hólaborg v/Suður- hóla kl. 10-13 og Leikskólinn Suður- borg v/Suðurhóla kl. 10.30-13. Ráðstefna ASÍ um jafnréttis- og fjölskyldumál JAFNRÉTTIS- og fjölskyldunefnd ASI hefur ákveðið að boða til ráð- stefnu um jafnréttis- og fjölskyldu- mál með yfirskriftinni Vinnan, fjöl- skyldan, framtíðin. Undirtitill ráð- stefnunnar er: Að samræma at- vinnuþátttöku og fjölskyldulíf. Ráðstefnan verður haldin 12. maí nk. kl. 13-17, Borgartúni 6, 4. hæð. Á ráðstefnunni verður fjallað um nýja strauma í jafnréttis- og fjöl- skyldumálum, gerð verður grein fyrir réttindakerfi fyi'ir foreldra í nágrannalöndunum og fjallað um réttarstöðu og möguleika foreldra hér á landi í því ljósi. Þá verður fjöl- skyldustefna tveggja íslenskra fyr- irtækja kynnt. Kynnt verður stefna ASÍ um heildstætt réttindakerfi fyrir foreldra. Páll Pétursson fé- lagsmálaráðherra mun flytja stutt ávai-p og svara fyrirspurnum um fjölskyldustefnu ríkisstjórnarinnar. Áð lokum verða almennai’ fyrir- spumir og umræður. HALDIÐ verður upp á 25 ára af- mæli Fellaskóla í Reykjavík laugar- daginn 9. maí. Afmælishátíðin hefst með göngu um Fellahverfi. Lagt verður af stað í gönguna frá Fellaskóla kl. 13.30. Að henni lokinni, kl. 14.30, verður tekin skóflustunga að viðbyggingu við skólann. Viðbyggingin er liður í einsetningarátaki fræðsluyfirvalda í Reykjavík, segir í fréttatilkynningu. Áð lokinni skóflustungu verður afmæliskaffi, leikir og uppákomur við skólann og í honum fram eftir degi. Ymis leiktæki verða við skól- ann, einnig verða íþróttaleikir af léttara tagi. Danshópur sýnir Afródans, eldgleypar og trúðar verða á svæðinu og margt fleira. Kl. 16 mun leikhópur bjóða upp á barnaleiksýninguna „Ferðin til Panama.“ Myndir af gömlum nemendum og uppákomum í skólanum, sem eru orðnar margar, prýða veggi skól- ans. Gamlir nemendur og velunnar- ar skólans eru velkomnir. Framtíðarsýn í Galleríi Geysi FORVARNAVERKEFNIÐ „20,02“ hugmyndir um eiturlyf opn- ar sýningu í Galleríi Geysi laugar- daginn 9. maí kl. 16 undir nafninu Framtíðarsýn. Um er að ræða hugmynd númer 0,02 í átakinu og að þessu sinni eru það 12 einstaklingar sem sýna ólík verk sem öll eiga það þó sameigin- legt að tengjast framtíðinni, segir í fréttatilkynningu. Þessir einstak- lingar eru fulltrúar ólíkra greina samfélagsins þ.e. tónlist, heimspeki, líffræði, iðnnám og myndlist svo eitthvað sé nefnt. Sýningin stendur í þrjár vikur eða til 31. maí. Að- gangur er ókeypis og eru allir vel- komnir á opnunina. Hestaíþróttamót á Gaddstaða- flötum ÍÞRÓTTAMÓT Hestamannafélags- ins Geysis verður haldið að Gadda- staðaflötum 9.-10. maí. Keppt verð- ur í barnaflokki, unglingaflokki, ungmannaflokki, fullorðinsflokki, opnum flokki og atvinnumanna- flokki. Keppnisgi’emar 4G, 5G, tölt og gæðingaskeið. 2-3 inni á í einu. Slysavarnadeild kvenna kynnir starfíð í TILEFNI af 70 ára afmæli Slysa- varnafélags Islands verða slysa- varnadeildir og björgunarsveitir um allt land með opið hús sunnudaginn 10. maí nk. Slysavamadeild kvenna í Reykjavík mun hafa opið hús í sal deildarinnar í Sóltúni 20 milli kl. 13- 16. Þar verður deildin kynnt, slysa- varnamyndir sýndar, seld verða af- mælismerki Slysavarnafélags Is- lands og heitt verður á könnunni. Slysavarnadeildin í Reykjavík hefur sérstaklega boðið til sín börn- um sem fædd eru árið 1994 frá dag- heimilunum Árborg og Bakkaborg. Börnunum verða gefnir sundjakkar sem eru ætlaðir sem hjálpartæki við sundkennslu og hjálpar þeim að halda sér á floti í láréttri stellingu og æfa sundtökin. Slysavarnadeild kvenna vill með þessari gjöf vekja athygli allra foreldra á mikilvægi þess að fylgjast vel með bömum sínum við vötn og laugar eins og á öðmm stöðum, segir í fréttatilkynn- ingu. Kaffí- og merkjasala í J Kópavogi KVENFÉLAG Kópavogs verður með kaffisölu sunnudaginn 10. maí, mæðradaginn, í húsnæði félagsins í Hamraborg 10, 2. hæð, frá kl. 14-17. Mæðrastyrksnefnd Kópavogs verður með merkjasölu eins og ávallt á mæðradaginn. Kaffísala Heimaeyjar KVENFÉLAGIÐ Heimaey heldur sína árlegu kaffisölu sunnudaginn 10. maí nk. á Hótel Sögu, Súlnasal. Aðaltilgangur kaffisölunnar er að bjóða öldruðum Vestmannaeying- um til fagnaðar. Kvenfélagið er 45 ára um þessar mundir, stofnað 9. apríl 1953. Hug- myndin að stofnun félagsins kom þegar 13 konur frá Vestmannaeyj- um komu saman í Reykjavík og ákváðu að stofna félag. Aðalmark- mið félagsins skyldi vera að við- halda kynnum meðal kvenna úr Vestmannaeyjum, styðja og gleðja sjúka og aldna Vestmannaeyinga er hér dvelja á sjúkrahúsum og öðrum stofnunum. I félaginu eru nú liðlega 200 kon- ur og hefur það um árabil gefið veg- legar gjafir til líknarmála m.a fyrir ágóða af kaffisölunni. Lögregla lýsir eftir bfl LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir bifreiðinni TL-485, sem er Mitsubishi Lancer árg. 1993, ljós- grá að lit. Þeir sem geta gefið upplýsingar um hvar bifreiðin er nú eru vinsam- legast beðnir um að hafa samband við rannsóknardeild lögi’eglunnar í Reykjavík. ( LEIÐRÉTT Röng mynd í GÆR birtist grein eftir Arnar Guðmundsson, sem starfar hjá Al- þýðusambandi íslands, þar sem hann fjallar um skrif Sverris Her- mannssonar. Þau mistök urðu við vinnslu greinar-v innar að með henni birtist mynd af alnafna hans. iJm leið og hér birist mynd af greinarhöfundin- um, sem átti að birtast með greininni í blaðinu í gær, biður Morgunblaðið viðkom-.''" andi afsökunar á mistökunum. Arnar Guð- mundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.