Morgunblaðið - 08.05.1998, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 08.05.1998, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1998 51 + Þórður Þórðar- son var fæddur 29. júlí 1910. Hann lést á Sólvangi í Hafnarfirði aðfara- nótt mánudagsins 4. maí síðastliðins. For- eldrar hans voru Þórður Þórðarson, sjómaður, f. 24.5. 1873, hann drukkn- aði á togaranum Robinson 7.2. 1925, og Sigríður Gríms- dóttir, húsmóðir, f. 24.6. 1878, d. 18.6. 1949. Systkini Þórð- ar voru níu talsins en sjö eru nú látin. Þau voru Anna, f. 8.9. 1904, d. 17.12. 1986; Helga, f. 2.11. 1905, d. 17.12. 1981; Herdís Mar- grét, f. 2.1. 1907, d. 20.9. 1987; Guðný Magna, f. 5.8. 1909, d. 29.4. 1983; Aðalsteinn Valur, f. 24.2. 1913, d. 30.3. 1993; Stein- grímur Gunnar, f. 26.10. 1918, d. 25.1. 1928, og Sigurbjörn Guð- mundur, f. 11.12. 1919, d. 1.1. 1996. Eftirlifandi eru Kristín Sig- ríður Kimmel, f. 12.7. 1914, bú- sett í New York, og Guðmundur Kær föðurbróðir minn, Þórður, er látinn háaldraður. Eg kveð hann með þakklæti. Auk foreldra minna hefur enginn maður mótað líf mitt sem hann og eftir því sem ég sjálfur eldist sé ég betur hve margt gott ég á honum upp að unna. Þórður var einn tíu systkina sem ung misstu sjómanninn föður sinn í hafið þegar hann var að vinna fyrir heimilinu. Þá var Þórður fjórtán ára. Þvílíkt reiðarslag hef- ur margvísleg áhrif. Þessari fjöl- skyldu þjappaði það saman. Um það ieyti sem ég byrja að muna eftir mér bjuggu fimm systkin- anna, þar á meðal Þórður, í þrem- ur húsum neðarlega við Selvogs- götu. Svo eindregin var samheldn- in að mér fannst ég eiga heima í þremur húsum og tilheyra einni fjölskyldu sem byggi í þeim öllum. Þetta er dýrmæt minning um stór- fjölskyldu sem mun endast mér ævina á enda. Þórður var engin barnagæla en samt dró hann mig að sér af ein- hverjum ástæðum. Fjarlæg bernskuminning segir mér að það sé vegna þess að hann vísaði ekki brýnum málum sem þessi ungi frændi hans þurfti að ræða til síðari tíma þegar ég yrði stór eins og flestir fullorðnir gerðu. Nei, hann ræddi af fullri alvöru spurningar eins og þær af hverju maður gæti ekki sparað sér tíma með því að pissa aðeins einu sinni eftir daginn eins og maður gerði eftir nóttina, hvernig allur þessi sjór hefði orðið til, hvernig jámskip gætu flotið eða hvað hægt væri að gera við bækur sem engar myndir væru í en af svo- leiðis bókum átti Þórður endalausa stafla. Hann var bókamaður. Oft bætti Hrefna, kona Þórðar, elsku- legum athugasemdum inn í þessar spaklegu umræður enda voru þau hjón samrýnd svo aldrei bar skugga á. Og það sem hallaði á rökfímina hjá mér bætti hún oftar en ekki upp með hunangssætri smáköku. Eitt sinn eftir að ég hafði lært að meta myndalausar bækur kom ég til þeirra Þórðar og falaðist eftir einni af ævintýrabókum Enid Blyton sem Þórður yngri, elstur fjögurra barna Þórðar og Hrefnu, átti. Upphófst þá rökræða að vanda og nú um gildi bókmennta. Að þessu sinni endaði umræðan þannig að Þórður eldri rétti mér bókina Dýrheima eftir Rudyard Kipling og sagði tíma til kominn að ég kynntist almennilegum bókmenntum. Eg þrælaðist með ólund í gegn um verkið eins hratt og ég gat til að komast í skemmtiefnið. Ekki man ég um hvað Dýrheimar fjalla, en Ævintýrabækumar kann ég enn ut- anað. Hins vegar situr það eftir af þessari reynslu og umræðunum Hafsteinn, f. 15.9. 1915, rafvirkjameist- ari í Hafnarfirði. Þórður kvæntist Hrefnu Hallgríms- dóttur hinn 8. janúar 1938. Hún lést 28. desember 1995. Þau áttu allan sinn bú- skap heima í Hafnar- firði, lengst af á Hr- ingbraut 37. Börn Þórðar og Hrefnu eru: Þórður, f.l 7.12. 1938, maki Guðrún Friðjónsdóttir, hann á 3 börn; Vilfriður, f. 18.8. 1945, maki Guðmundur K. Pálsson, hún á 4 börn; Steingrím- ur, f. 2.6. 1951, maki Þorgerður Jónsdóttir, hann á 3 börn; Hrafn, f. 20.6. 1953, maki Ingibjörg Olafsdóttir, hann á 6 börn. Þórður lauk verslunarprófi frá VÍ árið 1934 en mestan hiuta starfsævi sinnar vann hann sem bókari hjá Mjólkursamsölunni í Reykjavík. Þórður verður jarðsunginn frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfírði í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. sem á eftir fylgdu að þeim nauma tíma sem hverjum manni er skammtaður hér á jörð skuli maður leitast við að verja með góðum bók- um, góðu fólki og til góðra verka. Þórður keypti íslenskar bækur af takmörkuðum efnum jafnóðum og þær urðu til í vitundarfram- vindu þjóðarinnar. Hann keypti yf- irleitt óbundið og batt sjálfur inn. A unglingsárum mínum sýndi hann mér handbragðið við þá göf- ugu iðju. Vegna ástar hans á bók- um, bestu vinum sínum, varð bók- bandið í raun að sérstöku framlagi hans til listagyðjunnar. Um það vitna bókakilirnir sem urðu æ fal- legri eftir því sem árin liðu og þeim fjölgaði. Þórður vildi að ég æfði bókband- ið á góðum bókum, öðru vísi gæti ég ekki borið virðingu fyrir hand- verkinu eins og vert væri. Hann benti mér á að spreyta mig til dæmis á Njálu eða einhverri Is- lendingasagnanna en tilvitnanir í þær hafði hann alltaf á hraðbergi. Ég lagði fram Elskhuga lafði Chatterley, „bláu bókina" svoköll- uðu, vegna þess að ég var á þeim aldri sem hafði meiri áhuga á eigin vaknandi líkama en skraufþurrum þjóðararfi í orðum og fannst ég auk þess orðinn maður til að fylgja eftir eigin skoðunum. Ég man ekki eftir að Þórður andmælti þessu vali öðru vísi en með tvíræðu brosi. Þrátt fyrir fátækt í æsku mennt- aðist Þórður með hjálp velviljaðra efnamanna. Hann lauk prófi frá Verslunarskóla íslands og lífsviður- væri sitt hafði hann upp frá því af bókhaldsstörfum. Meðal starfsfé- laga var Þórður virtur og vinsæll. Þórður var jafnaðarmaður. Hann tók aldrei beinan þátt í stjórnmál- um en af engum manni hef ég fund- ið stafa ástríðuíyllri áhuga á kjörum almennings eða heitari þrá eftir auknum rétti, bætti-i menntun, fleiri tækifærum og fullri reisn íslenskrar alþýðu. Blessuð sé minning Þórðar frænda míns. Sigurþór Aðalsteinsson. Enn á ný hefur brugðið birtu í hugum okkar er við kveðjum frænda okkar og vin Þórð Þórðar- son. Þórður var fimmti í röð tíu systkina, elstur fimm bræðra. Eft- ir lifa nú tvö þeirra, Guðmundur Hafsteinn og Kristín Sigríður. Guð gefi þeim styrk á erfiðum tíma- mótum. Með fráfalli Þórðar hverfur enn einn hlekkurinn úr þeirri keðju sem Selvogsgötufólkið svonefnt myndaði. Það voru börn Sigríðar Grímsdóttur og Þórðar Þórðarson- ar. Þessi systkin voru einstaklega samheldin og í gegnum tíðina hafa MINNINGAR þau staðið saman sem einn maður bæði í gleði og sorg. Þórður var meðalmaður á hæð, grannvaxinn með svipmikið andlit og sérstaklega dökkur yfirlitum. Oft hef ég verið spurð að því hvort ég væri dóttir Þórðar og hefur mér ekki þótt þar leiðum að líkjast en Þórður var nú ekki sammála mér þar. Þegar ég sagði honum þetta eitt sinn, sagði hann: „Guð blessi þig, elsku barn, það getur ekki verið, ég er manna ljótastur." Ekki er ég nú sammála þessu en hitt er víst að Þórður og systkin hans voru ákaflega svipsterk og með mikinn og sterkan persónuleika. Hinn 8. janúar 1938 giftist Þórð- ur Hrefnu Hallgrímsdóttur og hef- ur það vafalaust verið hans mesta gæfuspor í lífinu. Samstaða þeirra hjóna var einstök og styrkurinn óbugandi í blíðu og stríðu. Þegar ég man fyrst eftir mér bjuggu Þórður og Hrefna á Hringbraut 37, í húsi sem Þórður og Aðal- steinn bróðir hans reistu saman. Heimili þeirra hjóna var ákaflega hlýlegt og alltaf fullt af fólki sem ekki var að furða, því öllum var þar vel tekið, bæði smáum og stór- um. Stundir mínar og síðar barna minna á Hringbrautinni eru okkur ómetanlegar og þeirra er sárt saknað. Eitt var það öðru fremur sem vakti sérstaka athygli á heimili Þórðar og Hrefnu, en það var gríð- arlegt safn bóka sem þau hjón áttu og var listilega innbundið, að mestu leyti af Þórði. Það hand- bragð var einstakt og allt í þvílíkri röð og reglu að Þórður gat gengið að hverri þeirri bók sem hann vildi á augabragði og sagt álit sitt á henni. Slíkur var áhugi hans og minni. Þórður var víðlesinn maður og óþrjótandi uppspretta fróðleiks, hvort heldur um var að ræða mál- efni líðandi stundar eða löngu lið- ins tíma. Hann hafði mikinn áhuga á pólitík og oft var heitt í kolunum þegar þeir bræður hittust og tóku þetta umræðuefni fyrir. Hinn 28. desember 1995 lést Hr- efna, og rejmdist fráfall hennar Þórði óyfirstíganlegt áfall. Þar við bættust líkamleg áföll er enn þyngdu róðurinn. En þrátt fyrir allt hefur þrautseigjan og um- hyggja fjölskyldu hans haldið líf- sneistanum logandi þessi rúmu tvö ár. Ég kveð þig, fuglinn fleygi, sem fjarst við sjónarrönd um loftsins víða vegi á vængjum berst frá strönd. Þinn bróðir vildi ég vera er vindar haustsins bera mitt sumar suður í lönd. (Ó.H.) Kæru Þórður, Villa, Steingrím- ur, Hrafn og aðrir ástvinir Þórðar, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guð blessi minninguna um góðan mann. Helga Steingerður, Karl og synir. Þegar foreldrar mínir fluttust frá Vestmannaeyjum til Hafnar- fjarðar árið 1930, áttum við því láni að fagna að fá leiguhúsnæði á Selvogsgötu 1, en þar bjó þá ekkja, Sigríður Grímsdóttir, með börnum sínum, sem flest voru þá komin til vits og ára. Elsti sonur Sigríðar og manns hennar, Þórðar Þórðarson- ar, sem fórst með togaranum Field Marshal Robertson í Halaveðrinu mikla, var Þórður, sem lést á Sól- vangi hinn 4. þ.m. Með fjölskyldu foreldra minna og Sigríðar tókst vinátta, sem aldrei bar skugga á, og ég tel eistakt sakir tryggðar og einlægni. Ekki svo að skilja, að ekki hafi tognað á vináttuböndun- um með árunum eins og verða vill í þjóðfélagi, þar sem kapphlaupið hefur slitið mörg slík bönd, en þau hafa aldrei rofnað. Þessi vinátta hefur verið svo einlæg, að þótt langur tími líði á milli vinafundar hefur vináttan aldrei náð að eldast og alltaf eins og langur viðskilnað- ur væri ýr af nálinni. Margar tilfinningar, sem ekki verða skráðar, bærast í brjósti mínu, þegar ég hlusta tii þessa látna vinar. Snemma sýndi hann mér traust, sem ég get varla hafa verð- skuldað og alltaf sýndi hann mér til- litssemi sem væri ég jafnaldri hans, enda þótt aldursmunur væri meiri en hálfur annar áratugur. Þórður var mikill bókamaður í orðsins fyllstu merkingu, sem lýsti sér þannig, að hann las ekki aðeins bæði innlendar og eriendar úrvals- bókmenntir, heldur umgekkst hann bækur sem einlæga vini, sem hann gat alltaf treyst. Svo umhug- að var honum, að þessir vinir hans litu vel út, að hann lærði bókband, þegar hann var kominn nokkuð til aldurs, til þess að geta gert þeim verðug skil. Af þessum áhuga leiddi, að hann talaði einstaklega gott mál, sem var til fyrirmyndar og minnist ég þess ekki, að erlend orðskrípi hrytu af hans munni. Þeir sem umgengust hann, nutu að sjálfsögðu allir góðs af þessum eig- inleika og er ég sannfærður um, að slíkir menn eru miklu meira virði fyrir varðveislu íslenskrar tungu, en sumar skrumauglýsingar, sem nú tíðkast og eru meira að segja ekki öllum skiljanlegar. Þórður hafði mikinn áhuga á þjóðmálum og myndaði sér snemma skoðanir á þeim, sem ég tel, að ekki hafi breyst í grundvallaratriðum með tímanum. Hafði hann mikla án- gæju af rökræðu um þau mál og varðist fimlega, ef að var sótt, enda vel að sér og víðlesinn. Fyrir mörgum áram ritaði Vil- mundur heitinn Jónsson, fyrram landlæknir, eftirfarandi í bók sem hann ritaði: „Viðbúið er, að lesend- um rits þessa, ef nokkrir verða, þyki blöskranarlegt, hve mörgu smávægilegu er hér haldið til haga og því gerð rækileg skil. Einmitt þetta hefur höfundur margoft orðið að afsaka fyrir sjálfum sér og helzt numið staðar við það, að smáir hlut- ir og rislitlir atburðir eiga sér tíðum mjög áþekka sögu og þeir, sem stórum meira kveður að; ber þá einatt við, að gangur sögunnar bregður því skærara og litríkara Ijósi á sérkennandi afstöðu manna, viðbrögð og samskipti, því smá- vægilegra sem viðfangsefnið er.“ Þessi spaklegu orð hafa löngum verið ofarlega í huga mínum, en ekki veit ég, hvort hin viðurkennda skynsemi leyfir, að greint sé frá at- viki, sem átti sér stað í sambandi við lát þessa vinar míns, en læt slag standa, enda þó vísast sé, að sér- hver skilji það sínum skilningi. Þegar Þórður, sonur þessa vinar míns, lét mig vita af andláti fóður síns, vildi svo sérkennilega til, að ég var að ljúka við að leika af hljóm- plötu þriðja kaflann úr 9. sinfóníu Beethovens, sem mörgum finnst með fegurstu tónverkum, sem sam- in hafa verið. Þetta var íyrir hádegi á mánudegi og því mjög óvenjuleg- ur tími til þess að rifja upp þetta verk, sem ég hafði ekki leikið í ára- tug. Þá rifjaðist upp fyrir mér, að þegar leið að lokum síðustu heims- styrjaldar, gerðu bandamenn innrás í Normandí eins og kunnugt er. Þetta var í júní árið 1944. Þessi inn- rás hafði legið í loftinu nokkum tíma og svo vildi til, að ég hafði hlustað á fréttina í útvarpinu um morguninn, þar sem ég starfaði sem vaktmaður. Á leiðinni heim til stuttrar hvíldar mætti ég Þórði, vini mínum, og sagði ég honum hina merkilegu frétt og að nú væri senni- lega stutt í, að bræður hættu að út- hella blóði hver annars og tækju sönsum. Þetta gladdi okkur báða, en fréttin hafði svo djúptæk áhrif á vin minn, að hann var kominn eina fimmtíu metra fram hjá mér, þegar hann hrópaði til mín: „Guð blessi þig“ og finnst mér þetta lýsa hugar- fari hans í hnotskurn. Þessu hefur mér ekki teldst að gleyma. En hvað kemur þetta tónverkinu, sem ég minntist á við? Ekki veit ég það, en hitt vita allir, að höfundur þess var trúlega einn innilegasti friðar- og mannfrelsissinni, sem uppi hefur verið fyrr og síðar. Hann, sem átti þá ósk heitasta, að allir menn væru bærður og þróaði með þessu tón- verlri hina ævagömlu hugmynd um bræðralag manna. Þess vegna vil ég trúa því, að Þórður vinur minn, sé kominn í góðan félagsskap og svífi á vængjum morgunroðans inn í heim friðar, bræðralags og kærleika, þar sem hann sómir sér vel. Eitt mesta gæfuspor Þórðar var, er hann gekk að eiga Hrefnu Hall- grímsdóttur frá Húsavík, sem nú er látin, og eignuðust þau fjögur mannvænleg börn, sem öll bera foreldrum sínum fagurt vitni. Þeim öllum og öðrum vandamönnum sendi ég hugheilar samúðarkveðj- ur. Vilhjálmur G. Skúlason. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper- fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. I>að eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. t Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, EYJÓLFURJÓNSSON, Aðalstræti 8, Reykjavfk, lést á Landakoti miðvikudaginn 6. maí si. Guðbjörg Ásgeirsdóttir, Jón Ásgeir Eyjólfsson, Margét Teitsdóttir, Atli Gunnar Eyjólfsson, Hafsteinn Eyjólfsson, Haukur Kr. Eyjólfsson, Kristín Brynhildur Eyjólfsdóttir, Lára G. Friðjónsdóttir, Linda Ólafsdóttir, Guðrún Vilhjálmsdóttir, Gunnar Þorláksson og barnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTJÁN ÁRNASON frá Holti í Aðalvík, til heimilis á Mávabraut 10a, Keflavík, andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur miðvikudaginn 6. maí. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 15. maí kl. 14.00. Guðbjörg Finnbogadóttir, Kristín E. Kristjánsdóttir, Leifur Georgsson, Unnur H. Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ÞORÐUR ÞÓRÐARSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.