Morgunblaðið - 08.05.1998, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 08.05.1998, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1998 35 _______AÐSENPAR GREINAR_ Island er land þitt UPPI er harður, eindreginn og óvæginn áróður vegna frum- varps til nýrra sveitar- stjórnarlaga og frum- varps til laga um þjóð- lendur, sem hvor tveggja eru til með- ferðar á Alþingi Is- lendinga. Fá dæmi eru slíks afflutnings sem þessa á undanfömum árum. Þingmaður stjórnarandstöðu tal- aði t.d. um að verið væri að stela landinu frá þjóðinni. Jafnvel vísindamenn við Há- skólann tala eins og böm og álykta eins og börn. Nokkrir bændur séu að fá yfirráðin yfir stómm hluta Islands og séu vísastir til að fara að dæmi junkærsins í Bræðra- tungu í Islandsklukku Laxness þegar hann seldi Hið ljósa man fyrir brennivín. Lítilsvirðing gagn- vart íbúum á landsbyggðinni hefur sjaldan gengið eins langt sem nú. Ymis virt félög og samtök fólks senda frá sér ályktanir og mót- mæli, vegna þess að því er trúað að eitthvað sé hæft í málflutningi stjómarandstöðunnar gegn fmm- vörpunum. Svo er þó ekki. Moldin rýkur í logninu og henni er þyrlað upp allsendis að tilefnislausu. Það er ólánsiðja og væri þarfara að auka skilning milli þéttbýlis og dreifbýlis heldur en reka fleyga þar á milli. Sannleikurinn er sá að ekki er verið afhenda fámennum sveita- hreppum vald yfir stórum og óbyggðum hlutum landsins. Nær væri að segja að verið væri að skerða vald þeirra. Forræðinu verður skipt milli sveitarfélaga og ríkisins. Sveitarfélög sem liggja að hálendinu hafa haft yfirráð óbyggðanna allt frá landnámi. Ibúar þeirra hafa nýtt sér þessi landsvæði eftir möguleikum og markaðsaðstæðum á hverjum tíma. Nytjarnar heyra því til at- vinnuréttindum þess fólks sem þar býr. Hvað varðar auðlindimar í fall- vötnum og jarðhita þá era allar ákvarðanir um virkjanir teknar á Alþingi, þar sem lagaheimild er veitt í hverju einstöku tilfelli. Sveitarfélög hafa ekki með það að gera öðra vísi en með umsagnar- rétti og sannanlegur skaði þeirra er að sjálfsögðu bætt- ur vegna umsvifanna. Langstærstur hluti landsins er nú þegar innan marka sveitar- félaga. Þetta er verið að staðfesta og bæta við jöklunum, hluta af Sprengisandi og fáein- um fleiri spildum ógróins lands sem ekki hafa með óyggj- andi hætti legið innan marka sveitarfélaga. Þannig verður Islandi öllu skipt í sveitarfé- lög. Sveitarfélögin hafa því farið með stjómsýslu á hálendinu um aldir Islands byggðar. Með frumvarpi til laga um þjóðlendur er yfiramsjón með hálendinu færð til forsætis- ráðherra, sem skipar samstarfs- nefnd um málefni þjóðlendna. I nefndinni skulu sitja auk fulltrúa forsætisráðherra fulltrúar tilnefnd- ir af fagráðherram og til viðbótar tveir fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Forsætisráðherra skal einnig skipa Obyggðanefnd. Hlutverk hennar er býsna veigamikið þar sem nefndin skal taka á tilfallandi ágreiningsefnum en er jafnframt ætlað að eigin framkvæði að leiða álitamál til lykta og skal hún hafa lokið því fyrir árið 2007. Þá er þess vænst að búið verði að úrskurða hver séu mörkin milli eignarlanda, afréttarlanda og þjóðlendna. Ur- lausnir Obyggðanefndar munu verða endanlegar innan stjórnkerf- isins. Nái hún ekki niðurstöðum sem málsaðilar sætti sig við geta þeir vísað ágreiningnum til dóm- stóla. Af þessu sést að framundan er mikil vinna og mikilvæg við að skera úr álitaefnum, sumum alda- gömlum. Sveitarfélögin á landsbyggðinni sem hafa hálendið innan marka sinna era fullfær um að annast stjómsýslulega ábyrgð að sínu leyti. Víða era þau að sameinast og innan margra þeirra er bæði þétt- býli og dreifbýli. Það tryggir í flestum tilfellum að öll sjónarmið varðandi nýtingu verði til umræðu. Engin ástæða er til að óttast að sjónarmið þéttbýlis verði fyrir borð borin. Það má ekki gleymast að fólk býr víðar á landinu í þéttbýli en í Reykjavík þó að þess verði nú ekki vart í öðru þéttbýli en í höfuð- Lítilsvirðing gagnvart íbúum á landsbyggð- inni, segir Hjálmar Jónsson, hefur sjaldan gengið eins langt sem nú. borginni að fólk telji framhjá sér gengið með ráðstöfun á hálendi Is- lands. Ahyggjur útivistarfólks og sportmanna era ástæðulausar. Að- gengi að landinu, miðhálendinu sem öðram landshlutum er öllum tryggt bæði í þessum tvennu lög- um og mörgum öðram. Það má líka muna að fólk á landsbyggðinni hef- ur eklri hindrað umferð almennings um landið. Þar lifir fólk í sátt við landið sitt og býður hvern gest vel- kominn sem að garði ber. Hvergi hef ég séð skiltið „einkavegur“ heim að nokkram bæ eða landi í eigu landsbyggðarfólks. En þegar borgarbúar eða félagasamtök af suðvesturhorninu hafa keypt sér landskika og komið upp sumarhúsi þá vill bera við að skilti séu sett við lokuð hliðin með áletraninni „Einkavegur, öll umferð bönnuð“. Svona merkingar era framandi fólki í sveitum landsins og því er óneitanlega tekið eftir slíkum áletranum. Ibúar sveitarfélaga sem eiga land upp að jöklum hafa sýnt ábyrgð gagnvart hálendinu. Upp- rekstrarfélög hafa á hendi eftirlit og hreinsun enda var það alltaf svo i bændasamfélaginu að fólk átti allt undir því að afréttarlöndin spilltust ekki með ofnýtingu eða draslara- skap. Svo er enn. Það á vissulega við sem skáldið kvað og kynslóðir hafa sungið af tilfinningu: Eg vil elska mitt land ... Ný sveitarstjórnarlög, lög um þjóðlendur og einnig lög um eign- arhald og nýtingu á auðlindum í jörðu sýna það vel að við elskum landið okkar og viljum láta það sjá margan hamingjudag. Við eigum það öll og nýtum gæði þess fyrir alla. Sú mikilvæga lagasetning sem nú hefur verið tafin undanfarið á Alþingi áréttar þetta og tekur af öll tvímæli. Höfundur er alþingismaður. Hjálmar Jónsson Nafnlausar dylgjur ÞAÐ er óneitanlega flug á ritstjóra Grafar- vogsblaðsins, þegar hann sendir undirrit- uðum kveðjur sínar í 2. tölublaðinu. Þar sakar hann mig um dylgjur og kallar mig rógbera. Þetta era stór orð og þung. Fjölmargir þeirra sem vora á borgarafundinum sem ritstjórinn talar um hafa haft samband við mig og látið í Ijós undran sína yfir við- brögðum hins nafn- lausa ritstjóra. Hafa þeir bent á það sem satt er og réttast, að ég hafi beint einföld- um spurningum til fundarstjóra, eðlilegum spumingum um Grafar- vogsblaðið og fréttaflutning þess, ég spurði um það hvort ég væri á borgarafundi eða R-listafundi svo sem skrif blaðsins bentu til. Fund- arstjóri benti á að þetta væri borg- arafundur og þar með var málið búið. Það tíðkaðist á tímum ílokks- blaða að brúka kjaft á prenti án þess að þora að setja sitt rétta nafn undir ósómann. Að þessu leyti til- heyrir „ritstjóri“ Graf- arvogsblaðsins þeim liðna tíma. Þessi sami „rit- stjóri“ ætti að taka sér tU fyrirmyndar blaða- mennina á DV, svo dæmi sé tekið, sem all- ir skrifa undir nafni. Eg stóð upp í eigin persónu og gerði at- hugasemdir við Graf- arvogsblaðið á börg- arafundi, og engin leynd yfir því máli. Þennan pistil skrifa ég undir nafni. Og mér er sönn ánægja að upplýsa „ritstjóra" Grafarvogsblaðsins um að ég rita glaður og ánægður um málefni blaðsins og hverfisins í blaðið í framtíðinni þegar sá sem kallar mig rógbera þorir að endurtaka „leiðara" sinn í blaðinu undir fullu „Ritstióra“ skal bent á að bað vantar upplýs- ingar í haus Grafar- vogsblaðsins um ábyrgðarmann, segir Jóhann Páil Símonarson, sem fjall- ar hár um nafnlausa leiðara blaðsins. nafni og símanúmeri. Sama „ritstjóra“ skal bent á að það vantar upplýsingar í haus blaðsins um ábyi-gðarmann, svo sem tíðkast á venjulegum blöðum, eins og tU dæmis DV. Höfundur er sjómaður. www.mbl.is Jóliann Páll Símonarson Auglýsing um Borgarstjórnar- kosningar í Reykjavík laugardaginn 23. maí 1998 </) __i i Q to </) D-Listi 1. Árni Sigfússon, borgarfulltrúi Álftamýri 75 108 Reykjavfk 2. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi Máshólum 17 111 Reykjavík 3. Inga Jóna Þórðardóttir, borgarfulltrúi Granaskjóli 20 107 Rcykjavík 4. Júlíus Vífill Ingvarsson, framkv.stjóri Hagamel 2, 107 Reykjavík 5. Jóna Gróa Sigurðardóttir, borgarfulltnii Búlandi 28 108 Reykjavík 6. Ólafur F. Magnússon, læknir Vogalandi 5 108 Reykjavík 7. Guðlaugur Þór Þórðarson, útvarpsstjóri Framncsvegi 20B 101 Rcykjavík 8. Kjartan Magnússon, blaðamaður Hávallagötu 42 101 Reykjavðc 9. Guðrún Pétursdóttir, forstöðumaður Freyjugötu 40 101 Reykjavík 10. Eyþór Arnalds, framkv.stjóri Hringbraut 45 107 Reykjavík 11. Kristján Guðmundsson, húsasmiður Háalcitisbraut 47 108 Rcykjavík 12. Bryndís Þórðardóttir, félagsráðgjaft Fjarðarási 13 llOReykjavík 13. Snorri Hjaltason, byggingameistari Funafold 61 112 Reykjavík 14. Baltasar K. Baltasarson, leikari Miðstræti 5 101 Reykjavík 15. Helga Jóhannsdóttir, húsmóðirNeðstaleiti 5 103 Rcykjavík 16. Ágústa Þóra Johnson, líkamsræktarþjálfari Birtingakvísl 62 110 Reykjavfk 17. Pétur Friðriksson, rekstrarfræðingur Búagrund 7 271 Kjalamesi 18. Svanhildur Hólm Vaisdóttir, nemi Reynimel 68 107 Reykjavík 19. Orri Vigfússon, forstjóri Grænuhlíð 11 105 Reykjavík 20. Unnur Arngrímsdóttir, danskennari Árskógum 6 109 Reykjavík 21. Jóhann Hjartarson, stórmeistari Síðuseli 9 109 Reykjavík 22. Margrét Theodórsdóttir, skólastjóri Rauðagerði 62 108 Reykjavík 23. Magnús Óskarsson, hæstaréttarlögmaður Klapparstíg 3 101 Reykjavík 24. Lárus Sigurðsson, nemi Drekavogi 8, 104 Reykjavík 25. Björg Einarsdóttir, rithöfúndur Lækjargötu 4, 101 Reykjavík 26. Páll Gíslason, læknir Kvistalandi 3 108 Rcykjavík 27. Þuríður Pálsdóttir, söngkona Miðleiti 5 103 Reykjavík 28. Hilmar Guðlaugsson, borgarfúlltrúi Rauðhömrum 12 112 Reykjavfk 29. Auður Auðuns, fyrrv. borgarstjóri Ægisfðu 86 107 Reykjavík 30. Davíð Oddsson, forsætisráðherra Lynghaga 5, 107 Reykjavík H-Listi 1. Methúsalem Þórisson, ráðgjafi Ljósvallagötu 10 101 Reykjavík 2. Sigmar B. Hilmarsson, atvinnulaus Skagaseli 9 109 Reykjavík 3. Jón Kjartansson, form. Leigjandasamtak. Skúlagötu 80 105 Reykjavík 4. Jón Tryggvi Sveínsson, háskólanemi Grettisgötu 4 101 Reykjavík 5. Margrét G. Hansen, nemi Nökkvavogi 4 104 Reykjavík 6. Júlíus Valdimarsson, verkefnastjóri Hverfisgötu 119 105 Reykjavík 7. Sigrún Ármanns Reynisdóttir, ridiöf. Hraunbæ 38 110 Reykjavík 8. Þorgeir Óðinsson, graffitilistamaður Lynghaga 8 107 Reykjavík 9. Stígrún Ásmundsdóttir, húsmóðir Lynghaga 8 107 Reykjavík 10. Lárus Christiansen, atvinnurekandi Laugamesvcgi 34 105 Reykjavík 11. Hallgrimur Kristinsson, sjómaður Hraunbæ 38 110 Rcykjavík 12. Vilmundur Kristjánsson, sjúkraliði Skúlagötu 56 105 Reýkjavfk 13. Gróa Friðjónsdóttir, húsmóðir Safamýri 56 108 Reykjavík 14. Unnur Ólafsdóttir, húsmóðir Álftamýri 28 108 Reykjavfk 15. Einar Logi Einarsson, grasalæknir Samtúni 42 105 Rcykjavík L-Listi 1. Magnús H. Skarphéðinsson, skólastjóri Grettisgötu 40B 101 Reykjavfk 2. Lára Halla Maack, læknir Grettisgötu 17 101 Reykjavík 3. Bjarki Már Magnússon, verkamaður Austurbergi 8 111 Rcykjavík 4. Svan Friðgeirsson, húsasmíðameistari Skúlagötu 40 101 Reykjavík 5. Hólmfríður Kolka Zophaniasd., verkakona Hringbraut 51 107 Reykjavík 6. Gunnar Ingi Bjömsson, nemi Álakvísl 70 110 Reykjavík 7. Ágústa Anna Ómarsdóttir, lyfjatæknir Grettisgötu 36B 101 Reykjavík 8. Kristinn Snæland, bifreiðastjóri, Engjaseli 65 109 Reykjavík 9. Ingimar Guðmundsson, verkstjóri Álttamýri 14 108 Reykjavík 10. Jon Kjell Seljeseth, arkitekt Laugavegi 53A 101 Reykjavík 11. María Hildur Guðmundsd., cllilífeyrisþegi Lindargötu 61 101 Reykjavík 12. Bjarki Laxdal, iðnrekandi Grettisgötu 13B 101 Reykjavík 13. Freydís Jónsdóttir, húsmóðir Stangarholti 26 105 Reykjavík 14. Sveinn Ðaldursson, tölvunarfræðingur Kambsvcgi 30 104 Reykjavík 15. Stella Hauksdóttir, verkakona Hverfisgötu 28 101 Rcykjavík R-Listi 1. Helgi Hjörvar, form. Blindrafélagsins Hólavallagötu 9 101 Reykjavík 2. Sigrún Magnúsdóttir, borgarfúlltrúi Háteigsvegi 48 105 Reykjavík 3. Hrannar Björn Arnarsson, framkv.stjóri Grundarstfg 5B 101 Reykjavík 4. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, IxjrgarfulltnÚ Rauðalæk 23 105 Reykjavík 5. Guðrún Ágústsdóttir, borgarfúlltrúi Ártúnsbletti 2 110 Reykjavík 6. Alfreð Þorsteinsson, borgarfúlltrúi Vesturbergi 22 111 Reykjavík 7. Helgi Pétursson, markaðsstjóri Víðihlíð 13 105 Reykjavík 8. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri Hagamel 27 107 Reykjavík 9. Anna Geirsdóttir, heilsugæslulæknir Reynimel 64 107 Reykjavík 10. Árni Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi Tómasaihaga 17 107 Reykjavík 11. Kristín Blöndal, myndlistarkona Háteigsvcgi 26 105 Rcykjavík 12. Guðrún Jónsdóttir, arkitekt Bergstaðastr. 81 101 Reykjavík 13. Pétur Jónsson, borgarfulltrúi Laufásvegi 79 101 Reykjavík 14. Guðrún Erla Geirsdóttir, textílhönnuður Laufásvegi 20 101 Reykjavík 15. Halldóra Vanda Sigurgeirsdóttir, landsliðsþjálfari Hraunbæ 80 llOReykjavfk 16. Sigrún Els Smáradóttir, matvælafræðingur Marklandi 8 108 Reykjavík 17. Oskar Bergsson, húsasmiður Kjartansgötu 1 105 Reykjavík 18. Einar Már Guðmundsson, rithöfúndur Miðhúsum 9 112 Reykjavík 19. Aðalheiðiur SigUrsveinsdóttir, heimspekínemi Álftahólum 6 111 Reykjavík 20. Sólveig Jónasdóttir, kynningarfulltrúi Bergstaðarstr. 83 101 Reykjavik 21. Kolbeinn Óttarsson Proppé, vcrslunarmaður Freyjugötu 32 101 Reykjavík 22. Kjartan Ragnarsson, leikstjóri Hringbraut 53 107 Reykjavík 23. Þuríður Jónsdóttir, lögfræðingur Neðstaleiti 16 103 Reykjavík 24* Margrét Pálmadóttir, kórstjóri Vesturgötu 27B 101 Reykjavík 25. Rúnar Geirmundsson, útfararstjóri Fjarðarási 25 110 Reykjavík 26. Guðrún Ögmundsdóttir, borgarfúlltrúi Stangarholti 24 105 Reykjavík 27. Guðrún J. Halldórsdóttir, forsttiðukona Mjölnisholti 6 105 Reykjavík 28. Kristján Benediktsson, fyrrv. borgarfulltrúi Eikjuvogi 4 104 Reykjavík 29. Adda Bára Sigfúsdóttir, fyrrv. borgarfúlltrúi Laugateigi 24 105 Reykjavík 30. Gylfi Þ. Gíslason, fym'erandi ráðherra Aragötu 11 101 Rcykjavík Kjörfundur hefst kl. 9.00 árdegis og lýkur honum kl. 22.00 síðdegis. Yfirkjörstjórn hefur á kjördegi aðsetur í Ráðhúsi Reykjavíkur og þar hefst talning atkvæða þegar að kjörfundi loknum. Yfirkjörstjórnin í Reykjavík 6. maí 1998 Eiríkur Tómasson Guðríður Þorsteinsdóttir Jón Steinar Gunnlaugsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.