Morgunblaðið - 08.05.1998, Síða 47

Morgunblaðið - 08.05.1998, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1998 47 HESTAR Kynbótasýningar í Danmörku Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson KRISTINN Hugason við dómstörf ásamt Hallgrími Sveinssyni og Jóni Vilmundarsyni. Kaup á stóðhest- um frá Islandi að skila árangri Ræktun íslenska hestsins í Danmörku hef- ur tekið nokkrum breytingum á undanförn- um árum. Breytingarnar má m.a. rekja til þess að áhugi á að fá góða stóðhesta keypta frá íslandi hefur aukist til muna. Kristinn Hugason hrossaræktarráðunautur Bænda- samtaka íslands var nýverið í Danmörku þar sem hann tók þátt í dómsstörfum á tveimur kynbótasýningum. Ásdís Haralds- dóttir hitti hann að máli og ræddi við hann um ræktunarstarf Dana o^ fleira. ÞAÐ er hugur í Dönum og hug- myndir um ræktun á íslenska hest- inum hafa breyst mikið,“ sagði Kristinn. „Til skamms tíma miðuðu þeir starfið við að rækta þæg fjöl- skylduhross og voru með metnaðar- lítið starf. Á allra síðustu árum hafa aðstæður gerbreyst. Upp hefur komið mikill áhugi og kapp á að gera virkilega vel og nýir menn hafa valist til forystu. Reiðkunnáttu hef- ur einnig fleygt fram. Málin eru því á hraðri uppleið. Ræktunarstjóri danska sam- bandsins, Jens T. Larsen, sagði mér að loknum vorsýningunum að hann væri mjög ánægður með árangur bestu hrossanna, en hann gerði sér ljóst að stór hluti hrossa sem fædd eru í Danmörku væri ónothæfur þótt fólk sem engar kröfur gerir til hrossa noti þau.“ Sundurleitur hópur hrossa Kristinn sagði að íslensku hrossin í Danmörku væri ákaflega sundur- leitur hópur. Til væru úrvalshross sem standast samanburð við hvaða reiðhestakyn sem er. Þetta væru hrossin sem skartað væri á stórmót- um og væru fulltrúar kynsins út á við. Hins vegar væri of stór hópur lélegra hrossa - en auðvitað allt þar á milli. En Kristinn telur að Danir séu nú á réttri leið í ræktuninni. „Þarna er geysilega áhugasamt fólk bæði í reiðmennsku og ræktun á heimsmælikvarða. Danir hafa á undanförnum árum sótt mjög í að kaupa góða stóðhesta frá Islandi og er árangurinn af þessum hnit- miðuðu kaupum að koma í ljós núna. Fleiri og fleiri hross koma út með sóma. Ég vil því segja að ég varð fyrir jákvæðri upplifun á þessum sýningum auk þess sem það er mjög gaman að vinna með Dönum.“ Kristinn sagðist vera ánægður með samstarfið við allar Norður- landaþjóðimar í sambandi við rækt- un á íslenska hestinum. Hann sagði að litið væri til íslendinga um for- ystu í þessum efnum um allan heim. Mikið væri að gera hjá honum að sinna beiðnum um að koma til út- landa til að kynna íslenska hrossa- rækt og sinna dómsstörfum. Hann sagðist vera sannfærður um að þrátt fyrir að fjöldi íslenskra hrossa væri nú orðinn meiri erlendis sam- tals en hér á landi væri ísland upp- runaland íslenska hestsins og með- an kraftur væri í starfinu hér heima yrðu íslendingar í fararbroddi við að móta stefnuna í ræktun íslenka hestsins í heiminum. Fengur og Náttþrymur bestir Nokkur hross fædd á íslandi voru í efstu sætum í kynbótasýning- ur.um sem um getur. A sýningunni í Herning sem fór fram 17. -19. apríl sl. stóð Náttþrymur frá Arnþórs- holti efstur stóðhesta 6 vetra og eldri með 8,10 fyrir byggingu og 8,36 fyrir hæfileika. Áðaleinkunn 8.25. Hann er undan Otri frá Sauð; árkróki og Nös frá Arnþórsholti. í flokki hryssna 7 vetra og eldri var Gasella frá Hraunbæ efst með 8,13 fyrir byggingu og 7,99 fyrh’ hæfi- leika, eða 8,04 í aðaleinkunn. Hún er undan Gassa frá Vorsabæ og Perlu frá Hraunbæ. Á sýningunni í Hedeland sem fór fram 25. og 26. apríl sl. varð Fengur frá íbishóli efstur 7 vetra og eldri stóðhesta með 8,13 fyrir byggingu og 8,34 fyrir hæfileika. Aðaleinkunn 8.26. Hann er undan Fáfni frá Fa- granesi og Gnótt frá Ytra-Skörðu- gili. Svana frá Neðra-Ási varð efst 7 vetra og eldri hryssna með 8,28 fyr- ir byggingu og 8,34 fyrir hæfíleika og 8,32 í aðaleinkunn. Hún er undan Flugari frá Dalsmynni og Jörp frá Neðra-Ási. o _l o w < 1 £3C a Œ o LL o o X < LU Œ X < tn D X D 2 LU □ cn LU Œ a 5 o Œ LU UJ U X LU Boxdýna meb einföldu fjaöra- kc* kerfi. Millistíf dýna sem hentar vel léttu fólki, börnum 03 1 unglingum. Yfirdýna fylgir í röi. veri 80 x 200 Kr. 90 x 200 " 105 x 200 " 120 x 200 " 140 x 200" 12.360, 12.360, 15.900, 17. 19. Boxdýna meö tvöföldu fjaöra- kerfi. Millistíf dýna sem hentar flestum. Yfirdýna fylgir í veröi. 80 x 200 Kr. 19.200,- 90x200" 19.200,- 105x200" 27.180,- 120x200" 29.960,- 140x200" 34.880,- Boxdýna með tvöföldu fj kerfi. Stíf dýna og góö sem eru í þyngri kantín vilja sofa á stífri dýnu. fylgir í verði. 80 x 200 Kr. 90 x 200" 105 x 200" 120x200 " 140 x 200 " 160 x 200 " Boxdýna meb tvöföldu fjaðra- kerfi. Millistíf dýna sem lagar sig vel eftir líkamanum. Hentar flestum. Yfirdýna fylgir í veröi. 80 x 200 Kr. 37.790,- 90 x 200 " 37.790,- 105x200" 44.980,- 120x200" 51.880,- 140x200" 56.930,- 160x200" 64.680,- Boxdýna með tvöfi kerfi. Millistíf dýn sig fullkomlega eftir li Pocketfjaörir. Góö fyrir Yfirdýna fylgir í veröi. 80 x 200 Kr. 49. 90 x 200 " 49. 105x200" 57. 120x200" 65.980 140x200" 78.160 Boxdýna meö tvöföldu fjaðra- kerfi. Millistíf dýna, handflétt- aöar fjaörir. Góö fyrir þá sem eru í þyngri kantinum en vilja EKKI sofa á stífri dýnu. Latex yfirdýna fylgir í veröi. 80 x 200 Kr. 58.940,- 90 x 200 " 58.940,- 105x200 " 75.940,- 120x200 " 78.810,- 140x200 " 89.980,- Boxdýna með tvöföldu kerfi. Er eingöngu gerð úr náttúrulegum efnum og því vel fólki meö ofnæmi, dýna. Góð fyrir þá sem eru þyngri. Latex yfirdýna fylgir í 80 x 200 Kr. 63. 90 x 200 105 x 200 120 x 200 140x200 81. Boxdýna meö tvöföldu fjaðra- kerfi. Er eingöngu qerð úr nátt- úrulegum efnum. IVnllistíf dýna, lagar sig fullkomlega eftir líkam- anum. Pocketfjaðrir, Latex yfirdýna fylgir í verði. 80 x 200 Kr. 73.890,- 90 x 200 " 73.890,- 105x200" 84.150,- 120x200" 94.880,- 140x200" 105.430,- Boxdýna meö tvöföldu kerfi. Er eingöngu náttúrulegum dýna. HandfléttaE hentar vel þungu yfirdýna fylgir i verði. 80 x 200 Kr. 74. 90 x 200 105 x 200 " 120x200 " 95. 140 x 200 IDE BOX sænsku fjaöradýnurnar leysa málin hvort sem er fyrir einstaklinga eða hjón. IDE BOX eru einstakar gæðadýnur á hagstæðu verði. ÞEGAR ÞÚ VILT SOFA VEL - SKALTU KOMA TIL OKKAR HÚSGAGNAHÖLLIN Bíldshöfði 20-112 Rvík - S:510 8000

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.