Morgunblaðið - 08.05.1998, Page 40

Morgunblaðið - 08.05.1998, Page 40
40 FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1998 ’P--------------------- AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Farsímalaus forréttindi í nánustu framtíb verdur það fólk, sem raunveruleg völd og áhrifhefur, fólkið sem ekki ber farsíma og kemst upp með það. Forréttindin munu fel- ast í því að fá að vera í friði. _ Hugmyndir um for- réttindi og stöðu- tákn eru merkileg menningarleg fyr- irbrigði og segja ýmislegt um það samfélag sem skilgreinir þau. Blessunarlega breytast hugmyndir manna en þær sem lúta að forréttinda- stöðu og stöðutáknum eiga það til að taka stökk og stundum í óvæntar áttir. Naflastrengur þeirra er nefnilega tengdur markaðinum. Fyrir um tíu árum var það haft til marks um forréttinda- stöðu viðkomandi í Rúmeníu ef hann reykti Kent-sígarettur - aðrar tegundir VIÐHORF dugðu af ein- ----- hverjum Eftir Ásgeir ástæðum ekki. Sverrisson Á sama tíma gengu allir þeir sem vildu teljast menn með mönnum í Póllandi um með vestræna plastpoka. Nú geta menn í Rúmeníu val- ið um hvaða amerískar vind- lingategundir þeir vilja nota til að ná ekki eftirlaunaaldri og vísast eru Hagkaup Póllands löngu tekin að selja plastpoka. A Islandi hefur „forstjóra- jeppinn" löngum verið talinn stöðutákn og kallað fram hneykslan og öfund hjá mörg- um. Þannig ku það hafa vakið umtal á dögunum þegar ungur ríkisbankastjóri taldi það brýn- asta verk sitt er hann tók til starfa að kaupa jeppabifreiðar fyrir stofnunina sem hann stýr- ir. Mörgum er greinilega ekki kunnugt um að umtalsverður hluti af fjármálaviðskiptum þjóðarinnar fer fram á hálend- inu. Þeim sem tekist hefur að strauja öfundarsvipinn af andlit- inu og kveðast hafa sætt sig við hlutskipti meðallufsunnar í sam- félaginu, finnst sumum for- stjórajeppinn bráðfyndið kraft- birtingarform þeirrar frum- stæðu þarfar manna að hefja sig upp yfír meðbræður sína. Þeir hinir sömu bera gjarnan við að þá gruni að tilgangurinn með lífinu kunni að vera annar en sá að skilgreina stöðu sína í mann- félagsstiganum með því að líða um götur og torg í fjórhjóla járnhylki af tiltekinni gerð. Um stöðutáknin gildir hins vegar að þau breytast; markað- urinn er mesti óvinur þeirra því hann leitast við að þurrka þau út. Nú munu venjulegir íslensk- ir aumingjar geta eignast eitt- hvað sem minnir á jeppa á verði sem hneppir ekki afkomendur þeirra í skuldafjötra. Það sama hefur gerst um annað tæki sem talið hefur verið til stöðutákna á síðustu árum en er nú óðum að verða enn eitt fórnarlamb markaðsaflanna. Það er símtæki, sem er þeirrar náttúru að í það má tala nánast hvar sem er. Mun nafnið „far- sími“ vera dregið af undursam- legum eiginleikum þessa búnað- ar. Slíkt verkfæri hefur nú um nokkurt skeið þótt til marks um að viðkomandi sé svo mikilvæg- ur í mannlífinu að unnt verði að vera að ná í þann hinn sama hvar sem er og á öllum tímum sólarhringsins. Nú má sjá Islendinga tala í þessi verkfæri við ólíklegustu tækifæri. Ráðherrar koma í við- töl í fjölmiðlum og æpa þá oftar en ekki til þjóðarinnar í gegnum þess háttar hátæknilúðra enda önnum kafnir menn og hreint óendanlega mikilvægir. í fjöl- miðlaheiminum þykir það til marks um traust sambönd að búa yfir farsímanúmeri ein- hvers tiltekins íslensks stór- mennis. Þessi þróun er vitanlega eng- an veginn bundin við Island. A Italíu hefur farsímaþörfin nú náð því stigi að í ráði er að koma upp slíku símakerfi fyrir ungbörn. Innan fárra ára mun farsíminn verða vinsælasta fermingargjöfin á Islandi. Mun númerið þá íylgja viðkomandi eitthvað fram eftir í lífinu líkt og fermingarúrið forðum. Hins vegar er það að sönnu sérkennilegt að Islendingar skuli telja sig hafa svo ríka þörf fyrir þessa tækni. Þessi þjóð hefur fram til þessa þótt heldur þumbaraleg og því hefur löng- um verið haldið fram að hún hafi um fátt annað að ræða en veðrið. Raunar kann veðrið að hafa þarna nokkur áhrif því far- síminn mun í reynd vera ör- bylgjuofn sem gefur frá sér hita við mikla notkun. Farsíminn er tól sem sviptir þann sem það ber afsökunum. Þess vegna hafa atvinnurekend- ur nýtt sér þessa tækni til fulln- ustu í því skyni að nýta vinnu- aflið betur. Með því að fá mönn- um þetta tæki til ráðstöfunar er tryggt að viðkomandi er alltaf til taks þegar fyrirtækið þarfn- ast hans. Hér dugar sumsé ekk- ert minna en marxísk greining á þessum búnaði og þrotlausri kúgunarviðleitni auðvaldsins! Farsíminn er tæki fyrir ung- linga, fólk sem óttast stöðugt að það sé að missa af einhverju. Heyrst hefur að grunnskóla- kennarar þurfi að hefja tímana með því að biðja ungviðið vin- samlegast um að slökkva á sím- tækjunum. Þegar þetta galdra- tæki hefur öðlast siíkan sess í samfélaginu fyrir tilstilli hins frjálsa markaðar, sem þrýstir niður verðinu, hættir það að vera stöðutákn en verður þess í stað „plebejískt". Með þessu móti mun verða til ný skilgreining á forréttindum og valdastöðu í samfélaginu. I nánustu framtíð verður það fólk, sem raunveruleg völd og áhrif hefur, fólkið sem ekki ber farsíma og kemst upp með það. Forréttindin munu felast í því að fá að vera í friði. Þegar streymi meira og minna gagnslausra upplýsinga og meira og minna ástæðu- lausra samskipta hefur náð því stigi að vera öldungis þrotlaust verður forréttindastéttina hvergi að finna því hún mun hafa dregið sig í hlé með bók í hendi. Upphefðin kemur að utan FYRIR nokkrum misserum réð Reykja- víkurborg til sín er- lendan ráðgjafa til að veita ráðgjöf um upp- byggingu miðbæjarins. Skýrsla hans er athygl- isverð. Ekki vegna þess að hann komi með nýja sýn á hvernig byggja eigi upp mið- borgina eða að hann sjái vandann í nýju ljósi. Nei. Skýrslan er athyglisverð fyrir það að í henni koma fram nákvæmlega sömu at- riði og innlendir ráð- gjafar hafa bent á. Meginmunurinn er að nú er þetta skrifað á enska tungu og að nú virðast ráðamenn ætla að taka mark á niðurstöðunum. Bravó! Nú er svo komið að ráðamenn borgarinnar telja ekkert skipulags- mál svo ómerkilegt að ekki sé ástæða til að fá álit erlenda ráð- gjafans áður en þeir tjá sig um málin á opinberum vettvangi. Má vera að lausnin fyrir íslenska ráð- gjafa sé að skrifa skýrslur sínar á ensku? Sú skoðun virðist vera ríkjandi hér á landi að allt sé betra i útlönd- um, þar sé hæfustu mennina að finna. Þeir landar okkar sem halda sig í útlöndum virðast allir vera þeir merkustu og bestu í sínu fagi ef marka má íslenska fjölmiðla. Þeir eru bestu söngvararnir, bestu læknarnir, bestu vísindamennirnir, bestu hönnuðimir og svo mætti lengi telja. Það er því ekkert skrít- ið að fólk álykti að þeir mennta- menn sem halda heim frá útlönd- um að loknu námi hljóti að vera hálfslappir fyrst þeir kjósi að halda hingað heim til Islands og starfa hér. En gæti maður þá ekki allt eins ályktað að erlendir sérfræð- ingar sem hafi tíma til að sinna verkefnum á íslandi hljóti að hafa lítið fyrir stafni í sínu heimalandi? Hér á landi eru margir vel menntaðir og hæfir hönnuðir sem hlotið hafa menntun sína í góðum erlendum skólum, oft sömu skól- um og erlendu ráðgjaf- amir. Þeir hafa hlotið þjálfun undir hand- leiðslu þekktra og hæfra kennara og þeir þekkja vel til heima- haganna og einnig til þess sem er að gerast í þeira fagi erlendis. Sú var tíðin er menn töldu holl- Það er skylda okkar allra, segir Guðmundur Gunnarsson, að efla þá þekkingu sem til er í landinu. ast fyrir íslensku þjóðina að er- lendir stjórnarherrar fæm með völdin og erlendir menn máttu ein- ir reka hér verslun í umboði stjórn- arhemanna fram undir lok 18. ald- ar. Þjóðin hóf frelsisbaráttu sína og tungan var vopn hennar. Heima- stjórn fengum við svo árið 1904 og var Hannes Hafstein fyrsti íslenski ráðherrann. Heimastjórnin sá gildi þess að ráða sér ráðgjafa við hönn- un bygginga á vegum ríkisins og vai' Rögnvaldur Ólafsson ráðinn til þess starfa. Stolt þjóðarinnar var að geta verið sjálfri sér nóg á öllum sviðum. Vífilstaðaspítali er fyrsta opinbera byggingin sem alfarið er hönnuð og reist af Islendingum, ár- ið 1910. Skipulagslög voru sett í Guðmundur Gunnarsson landinu árið 1921 og sáu íslenskir arkitektar um skipulagsvinnuna, lengst af undir stjórn Húsameist- ara ríkisins. Reykjavík stækkaði, bæði að íbúafjölda og að flatai'máli, þegar líða tók á öldina. Landrými til bygginga vestan Elliðaáa var lítið og ljóst var að hefja þyrfti skipu- lagningu á austursvæðum borgar- landsins. Við þessi tímamót var ljóst að ákvarða þyrfti legu aðal- umferðarbrauta til og frá Reykja- vík til frambúðar. Nauðsynlegt væri að skoða skipulag höfuðborg- arsvæðisins í heild og taka upp samvinnu við nágrannasveitarfé- lögin um gerð skipulagsins. Bæjar- stjórn Reykjavíkur samþykkti þann 18. febrúar 1960 að heimila skipulagsstjóra að auka starfslið í skipulagsdeild bæjarins og að ráða sér erlenda skipulagsfræðinga til að veita sér ráðgjöf varðandi skipu- lag bæjarins og uppbyggingu gatnakerfis. I bókun bæjarstjórnar segir: „Ennfremur heimilar bæjar- stjórn skipulagsstjóra, í samráði við bæjarráð, að fela starfandi arkitektum að gera tillögur um skipulagningu einstakra bygging- arreita, sem um ræðir í 2. og 3. lið.“ Borgin réð síðan tvö erlend ráð- gjafafyrirtæki, annarsvegar arki- tektastofu og hinsvegar verkfræði- stofu sem hefur veitt borginni ráð- gjöf varðandi umferðarmannvirki allar götur síðan. Ekki ber að skilja orð mín svo að ekki eigi að leita til erlendra ráð- gjafa þegar þess er þörf, að því er engin minnkun, en þegar leitað er til erlendra séfræðinga um mál sem innlendir ráðgjafar hafa jafn mikla eða meiri þekkingu á finnst mér að farið sé yfír lækinn eftir vatni. Mikilvægi góðrar menntunar, þekkingar og reynslu er ótvirætt fyrir tæknivætt samfélag nútím- ans. Það er því skylda okkar allra að efla þá þekkingu sem til er í landinu og skapa henni sem best skilyrði þannig að hún skili okkur fram á veginn. Höfundur er sjálfstætt starfandi arkitekt og formaður Arkitektafé- lags fslands. ÉG ER einn af þeim sérvitringum sem hafa valið sér það hlutskipti að búa í miðbæ Reykjavíkur. Ég hef þurft að sætta mig við það að Reykvíkingar úr öðrum hverfum pissi á bergflétturnar í garðinum mínum þeg- ar þeir eru úti að „skemmta“ sér og er orðinn nokkuð fróður um hvaða tegundir þola slíkar veitingar best. Sem uppalandi hef ég orðið að kenna börnunum mínum að sneiða hjá ælupollum og glerbrotahrúgum. Ég hef búið á Skólavörðustígnum í fjórtán ár og horft uppá það að húsnæði kaupmannsins á horninu breyttist í bar og eins fór fyrir öðrum versl- unum sem sáu mér fyrir hinum ýmsu nauðsynjum. Vegna stefnu- og andvaraleysis borgaryfirvalda hefur leynt og ljóst verið að breyta hverfinu mínu í sukkbæli með viðeigandi flótta íbúa og margfrægum dauða miðbæjarins. Ekki svo að ég hafi neitt á móti vínveitingahúsum og slíkum sjoppum, seiseinei, ég vil bara ekki að þeim sé öllum hrúgað í miðbæinn. Ég vil að íbúar annarra hverfa fái einnig að njóta þeirra svo þeir geti pissað í eigin garða þegar þeir eru fullir og siðlausir á leiðinni heim. En ein er þó huggun harmi gegn. Skólavörðustíg- urinn, gatan mín, er enn sem komið er laus við bari og sambæri- legar sjoppur. Þess- vegna er þar enn íbúa- byggð (um 300 íbúar) og á undanförnum ár- um hefur verslun og þjónusta við Skóla- vörðustíginn þróast á þann hátt að annars- vegar hafa sprottið upp verkstæði, versl- anir og gallerí sem sérhæfa sig í fram- leiðslu og sölu hand- verks, listiðnaðar og listaverka en hins vegar ýmsar sérverslanir. Þrátt fyrir mótmæli íbúa Skólavörðustígs, segir Benóný Ægisson í bréfi til háskólarekt- ors, á að troða vél- væddu spilavíti niður um kokið á þeim, án samráðs, án umræðu. Eftir Skólavörðustígnum ganga flestir erlendir ferðamenn sem sækja borgina heim og allir, bæði íbúar og þjónustuaðilar, hafa lagst á eitt um að gera þá landkynningu sem glæsilegasta. En Adam var ekki lengi í para- dís. Af öllum stofnunum er það Há- skóli Islands sem ætlar að eyði- leggja þessa friðsælu götumynd með því að opna vélvætt spilavíti að Skólavörðustíg 6, í miðri íbúa- byggð og í hróplegu ósamræmi við það yfirbragð sem er á götunni. Þegar okkur, íbúum og hagsmuna- aðilum barst það til eyrna að það ætti að setja upp slíkt spilakassa- víti í götunni var safnað undir- skriftum gegn því og listarnir og erindi okkar sent til borgarráðs. Borgarráð taldi þennan rekstur af- ai’ óæskilegan á þessum stað og kynnti það Happdrætti Háskóla ís- lands. Þrátt fyi-ir þessi mótmæli á að troða þessum stað niður um kokið á okkur, án samráðs, án um- ræðu. Þar sem þú ert lærður maður í heimspeki og siðfræði væri gaman að spyi'ja þig um álit þitt á siðferði slíki'a vinnubragða. Það væri líka gaman að heyi'a siðfræðilega rétt- lætingu á því að Háskóli Islands skuli lifa á blóðpeningum fjár- hættuspilara sem oft eru að eyða lífsbjörginni frá íjölskyldum sínum með hörmulegum afleiðingum. Mér þætti líka gaman að vita hvort þú vildir hafa slíka starfsemi í næsta húsi við þig í Reynihlíðinni. Kannski verður álíka fátt um svör hjá þér og hjá þeim sem pissa í garðinum hjá mér þegar ég spyr þá að nafni og heimilisfangi svo ég geti komið um næstu helgi og piss- að í þeirra garð. Ætlar þú líka að pissa í garðinn minn, Páll? Höfundur er rithöfundur. Að pissa í garði nágrannans Benóný Ægisson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.