Morgunblaðið - 08.05.1998, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.05.1998, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1998 2 7 Náttúran geislar af þessum fínlegu verkum MYIVDLIST Listasafn ASI-As- niundarsalur ÞRÍVÍÐ VERK GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR Opið 14 til 18. Aðgangseyrir 200 kr. Sýningarskrá kostar 200 kr. Sýning- unni lýkur 10. maí. ÞAÐ ER ekkert nýtt að náttúran gegni stóru hlutverki í verkum ís- lensks listamanns, og heldur ekki að framsetningin einkennist af ljóð- rænu, sé fínleg og afstrakteruð svo að maður flnnur eins og óminn af náttúrulegri fyrirmyndinni frekar en að maður skynji hana beint í verkunum. Hins vegar er óvenju- legt að listamaður leitist við að draga fram ljóðræna náttúrusýn af þessu tagi í jafn ólýrískt efni og vír og plast. Þetta hefur þó Guðrún Gunnarsdóttir gert með góðum ár- angri um nokkurt skeið. Guðrún splæsir saman vírþræði svo úr verða eins konar netskúlpt- úrar, einhvers staðar mitt á milli þess að vera málmvefnaður og relíf, gagnsæ og létt verk sem mundu bærast í vindinum ef blési í sýning- arsalnum og verða þannig lifandi hluti af náttúrunni. Stóru verkin á þessari sýningu hanga niður vegg- ina, fléttuð úr vírum af mismunandi sverleika og lit. Ef svo ólíklega vildi til að einhver áhorfandi skildi ekki náttúrutilvísanimar hefur Guðrún gefið verkunum viðeigandi nöfn: Náttúruteikning, fosslög og blæja. Litlu verkin á sýningunni eru ekki síður forvitnileg þótt þau láti Gunnarsdóttur minna yfh’ sér. Þar eru á ferðinni víravirki sem líkja eftir flóru sjávar- botnsins, Sænellika, Kögurlúður, Grænþörungar og Kambhvelja. Ásamt vimum notar Guðrún hér plast til að líkja eftir litskrúðugum lífverunum og aftur fær maður á til- fmninguna að hér skorti aðeins hreyfinguna, að plastangarnir ættu að bærast í rólegum straumi eins og á hafsbotninum. Ljóðrænan er án vafa sterkasta einkennið á íslenskri samtímalist, og virðist þar gilda einu í hvaða efni unnið er eða út frá hvaða stílforsendum. Það er engu líkara en í höndum Islendinganna verði allt að ljóði, jafnvel hversdags- legasti efniviður umbreytist í óð. Það er ekki auðvelt að greina hvemig þetta gerist og enn síður að svara því af hverju þetta virðist þurfa að vera svona. En það leikur enginn vafi á þvi að listamenn á borð við Guðrúnu virðast eiga ótrú- lega létt með að vekja tilfinningu fyrir hinu ljóðræna og fyrir náttúr- unni með einföldum og fínlegum til- vísunum. Það merkilega er hve þetta virðist takast vel án þess að nokkurs staðar örli á væmni; nátt- úran geislar af þessum fínlegu og viðkvæmu verkum en hún er engu að síður sterk og afdráttarlaus. Listasafn ASÍ - Ásmundarsaliir PAPPÍRSVERK CAMILLA VASUDEVA CAMILLA Vasudeva er fædd í Englandi og nam myndlist þar, í Kanada og í Skotlandi, en lauk námi á síðasta ári. Verkin sem hún sýnir nú í gryfjunni í Listasafni ASÍ eru unnin í pappír og tau og bera vitni um vandað handverk og næma til- finningu fyrir þessum þjálu en vandmeðförnu efnum. Verkin em áberandi létt og björt enda er hvíti liturinn ráðandi og formin þannig að ljós og skuggar leika um þau án þess að draga afgerandi línur eða mynda skörp skil; helsta einkenni formanna er mýktin. Camilla er sem fyrr segir fædd í Englandi en faðir hennar er frá Indlandi og móðirin íslensk. Hún er þannig hingað komin til að kynnast heimalandi móður sinnar, en um leið, að þvi er segir í sýningarskrá, til að leita að innblæstri fyrir verk sín. Það er ekki að sjá að verkin á þessari sýningu séu unnin eftir inn- blæstri frá íslensku umhverfi en vonandi mun Camilla seinna sýna hér afraksturinn af heimsókn sinni. Jón Proppé Graskorn 5kg Áburðarkalk 5kg. Jkr. l'Áf.* Mosaeyðir kr. 3ff,- Mosatætari kr. 12.100; VERK eftir Camillu Vasudeva. ... viðbrögð samkeppnisaðila okkar pegar beir sáu verðin í sumarbæklingnum okkar. SÍMAR Rafhl. endast 41 klst í bið og 2 klst í tali. Vegur 195 grömm. Sendir og móttekur SMS 300sámar til afgreiösiu núna! Qsírranði rentium II ■ 266 Mhz Pentium II ■ Góður turn kassi ■ 15" skjár ■ 64 MB SDRAM ■ Maxtor Diamond 4.3 MB Ultra-DMA diskur ■ 32x hraða geisladrif ■ Diamond Stealth 4000 AGP 4 MB, 3D skjákort ■ Soundblaster 16 hljóðkort og 280W hátalarar ■ 33.6 bás mótald með faxi & símsvara ■ 4 mánuðir á netinu hjá Margmiðlun og HM-músamotta ■ Windows '95 CD og uppsett á vél, Win 95 lyklaborð & mús Sími: 550-4444 • Skeifan 11 • Póstkröfusíminn: 550-4400 28" Brjálað tæki Super Blackline. Flat Screen Tube. 2 scart tengi. Nicam stereo. Öflugur hljómur. ísl. textavarp. Allar fyrra Mættu í málið fyrir kl. 10:00. Ef þú finnur hvítu músina vinnur þú ferð fyrir 2 til Rimini með Samvinnu ferðum Landsýn t! GOÐ, MíNN t MrTNVÆTTI*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.