Morgunblaðið - 08.05.1998, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.05.1998, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1998 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ KRANI sömu gerðar og Samskip hafa keypt; Liebherr 400. Nýir eig- endur Vara EIGENDASKIPTI hafa orðið hjá ör- yggisfyrirtækinu Vara. Nýr eigandi og framkvæmdastjóri er Karl Jóns- son en hann keypti fyrirtækið af Við- ari Ágústssyni sem einnig er fyrrver- andi framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Karl sagði í samtali við Morgun- blaðið að von væri á breytingum á rekstri þess síðar á árinu sem stuðla munu að bættri þjónustu. Vari selur öryggiskerfi og rekur stjórnstöð. Vaktstöð reka þeir í sam- starfi við Slökkviliðið, Neyðarlínuna, Securitas og Slysavarnafélagið og eiga í samstarfi við svörun I neyðar- símann 112 og vöktun öryggiskerfa. Karl hefur starfað sem sölustjóri hjá Vara síðastliðin þrjú og hálft ár. Nýr gáma- krani hjá Samskipum EINN öflugasti gámakrani sem fáanlegur er á markaðinum, Liebherr 400, verður tekinn í notkun hjá Samskipum á Holta- bakka í sumar. Kraninn, sem framleiddur er í Austurríki, vegur 390 tonn og er á sextán öxlum. Hann getur Iyft þyngstu frystigámum, alls 35 til 37 tonnum, í 42,5 metra radíus eða út í 12. gámaröð á skipi við hafnarbakkann. Til samanburðar má geta þess að flutningaskipin Arnarfell og Helgafell eru með 8 gámaraðir á dekki. Kranakaupin eru liður í endur- skipulagningu skipaafgreiðslunn- ar og mun kraninn auka afkasta- getu og öryggi og hraða af- greiðslu enn frekar segir í frétta- tilkynningu frá Samskipum. Kraninn kostar jafnvirði 180 milljóna íslenskra króna. Stefnt er að því að taka hann í notkun í ágúst næstkomandi eða eftir að búið er að þjálfa starfsmenn á hann og búið er að setja kranann saman og prófa hann á staðnum. Til sölu eða leigu Verslunar-, þjónustu- og/eða veitinga- aðstaða við Arnarsmára í Kópavogi. Húsið er um 230 fermetrar með um 1.150 m2 lóð við Arnarsmára 32 við Nónhæð. Lóðin er fullfrágengin. Á lóðinni er ÓB-ódýrt bensín, sjálfvirk bensínstöð í fullum gangi og 20—30 bílastæði. íbúafjöldi í næsta nágrenni er um 2.500—3.000 og fer vaxandi. Hverfið er að fullu tilbúið. Til afhendingar strax. Gert er ráð fyrir hraðbanka í húsinu. Nánari upplýsingar í síma 892 0160 eða fax 562 3585. GSM hnatt- væðist s Samvinna Islandspósts og norðlenskra sparisjóða fyrirhuguð Bankaeftirlit ger- ir athugasemdir FYRIRHUGAÐUR samstarfs- samningur íslandspósts við þrjá sparisjóði á Norðurlandi hlaut ekki fullt samþykki bankaeftirlitsins sem hafði máÚð til skoðunar nýverið. Hlutafélagið Islandspóstur, sem stendur í talsverðum hagræðingar- aðgerðum þessar vikurnar, hafði náð samkomulagi við Sparisjóð Svarfdæla í Hrísey, Sparisjóð Höfðhverfinga á Grenivík og Spari- sjóð Suður-Þingeyinga á Laugum og í Reykjahlíð, um að þeir flyttu starfsemi sína í húsnæði íslands- pósts síðar á þessu ári og hefðu umsjón með póstþjónustu á hverj- um stað fyrir sig. Lánastofnunum óheimilt að stunda póstþjónustu Að sögn Friðriks Friðrikssonar, sparisjóðsstjóra á Dalvík og í Hrís- ey, gerði bankaeftirlitið athuga- semd við samkomulagið á þeim for- sendum að bönkum og sparisjóðum væri einfaldlega ekki heimilt að sinna einnig póstþjónustu. Hann sagði lögin kveða skýrt á um hvers konar þjónustu slíkar stofnanir mættu og mættu ekki veita og þar hefðu komið upp ákveðnir hnökrar. Friðrik sagði að vandamálið væri til skoðunar hjá viðskiptaráðuneytinu og sagðist þess fullviss að lausn fyndist. Samvinna af því tagi sem hér um ræðir hefði lengi tíðkast á Norðurlöndum með góðum árangri. Hann sagði að málið snerist ein- göngu um einfaldar tæknilegar út- færslur á fyrirhuguðu samstarfi og spurningin væri ekki hvort, heldur hvenær viðeigandi lausn fyndist. GSM viðskiptavinum Landsímans mun gefast kostur á að vera í síma- sambandi allsstaðar á hnettinum frá og með 23. sept- ember næstkom- andi. Um er að ræða nýlegan samning Landssímans við hið alþjóðlega fyr- irtæki Iridium, sem er að koma upp nýju gervi- hnattakerfí. Kerf- ið mun ná til allra staða á jörðinni og gefur notendum tækifæri á að vera í símsambandi í gegnum gervihnött þegar komið er út fyrir þjónustu- svæði jarðstöðva. Kerfið sam- anstendur af 72 hnöttum auk 11 jarðstöðva. Kerfinu verður skipt upp í fimmtán gjaldsvæði þar sem mínútugjaldið verður á bilinu 140 til 420 krónur. Til að öðlast aðgang að því verður fólk hins vegar að kaupa sérstök símtæki frá Iridium. Hinn nýi sími mun kosta um 210 þúsund krónur. Stóriðjan hefur skilað verulegum hreinum arði til þjóðfélagsins Helmingur vegna Búr- fellsvirkjunar og álvers Um 60% þess ávinnings sem stóriðjan er talin hafa skilað þjóðinni frá 1966 felst í notkun vannýttra framleiðsluþátta í efnahagslægðum. Það sem eftir er má rekja til aukinnar afkastagetu hagkerfísins. Hins vegar virðist stór- iðja hafa haft lítil áhrif til sveiflu- jöfnunar í útflutningi. Á SAMRÁÐSFUNDI Landsvirkj- unar á dögunum greindi Halldór Jónatansson forstjóri frá því að hagfræðileg athugun sýndi að þjóðhagslegur ávinningur af stór- iðjustefnu Landsvirkjunar Væri 92 milljarðar kr. Forstjórinn var þar að vitna til athugunar sem Páll Harðarson gerði fyrir Landsvirkj- un. Þar er lögð megináhersla á að meta áhrif stóriðju á hagsæld Is- lendinga, það er hvort og hversu mikið þjóðin kann að hafa hagnast á þeirri stóriðju sem hér hefur ver- ið á tímabilinu frá 1966 til 1997. Páll kemst að þeirri niðurstöðu að viðbótartekjur Landsvirkjunar vegna stóriðju nemi liðlega 68 BataCard Plastkortaprentarar fyrir félaga- og viðskiptakort. Gæðaprentun í lit Otto B. Arnar ehf. Armúla 29, Reykjavík, sími 588 4699, fax 588 4696 milljörðum kr. á umræddu árabili, miðað við 4% reiknivexti, en að viðbótarfjárfestingar og rekstrar- kostnaður nemi á móti liðlega 62 milljörðum kr. Nettónúvirði ávinn- ings Landsvirkjunar sé því 6 millj- arðar kr. miðað við 4% reiknivexti en liðlega 10 milljarðar miðað við 3,5% vexti. Fram kemur að raun- vextir af lánum Landsvirkjunar á tímabilinu 1971 til 1997 voru 3,9%. „Þannig hafa tekjur af stóriðju staðið undir þeim lánum sem ætla má að Landsvirkjun hafi þurft að taka vegna hennar og gott betur. Ef miðað er við 4% reiknivexti þýða niðurstöðurnar að Lands- virkjun var ríflega 6 milljörðum króna betur sett í lok árs 1997 með stóriðju en hún hefði verið án hennar. Samkvæmt þessu mati er því ekki hægt að halda því fram að raforka til stóriðju hafi verið nið- urgreidd af almenningsveitum," segir í skýrslu Páls. Helmingur ávinnings vegna Búrfellsvirkjunar Páll kemst að þeirri niðurstöðu að ávinningur opinberra aðila, miðað við 4% reiknivexti, nemi 6,5 milljörðum, launaávinningur nemi 17,5 milljörðum og annar tekjuá- vinningur 4,3 milljörðum kr. Sam- tals nemi núvirði heildarávinnings liðlega 34 milljörðum ef reiknað er með fullum fórnarkostnaði. Til við- bótar þessu telur hann að núvirði viðbótarávinnings í efnahagslægð- um nemi 58 milljörðum kr. og að heildarávinningur verði því liðlega 92 milljarðar kr. Ef miðað er við 3,5% reiknivexti er heildarávinn- ingur talinn liðlega 88 milljarðar kr. Útreiknaður heildarávinningur af stóriðju nemur tæplega 18% af vergri landsframleiðslu ársins 1997. Matið rekur tæplega 63% ávinningsins til jákvæðra áhrifa við erfiðar efnahagslegar aðstæður vegna þess hvað framkvæmdimar hafa verið vel tímasettar. Um helmingur af núvirði ávinningsins er raunar tilkominn vegna fram- kvæmda við Búrfellsvirkjun og tengdar raforkuframkvæmdir svo og vegna byggingar álversins í Straumsvík í lok 7. áratugarins. Kemur þar tvennt til, að mati Páls. Bæði voru framkvæmdirnar stórar á þjóðhagslegan mælikvarða og eins er langt um liðið frá því fram- kvæmdimar áttu sér stað þannig að núvirði ágóðans er hátt. Gróft áætlað samsvarar ávinn- ingurinn því að þjóðin hafi fengið kostnaðarlausan ávinning á hverju ári að verðmæti um það bil 0,5% af vergri landsframleiðslu á hverjum tíma. Ef eingöngu er litið á ávinn- ing utan efnahagslægða þá er um umtalsvert lægri upphæð að ræða eða því sem jafngildir viðbót sem nemur tæplega 0,2% landsfram- leiðslunnar ár hvert á tímabilinu 1966-1997. „Þannig veltur niður- staðan um þjóðhagslegan ávinning af stóriðju í þessu samhengi ekki á heppilegri tímasetningu fram- kvæmda þó sú staðreynd geri ávinninginn margfalt meiri en ann- ars hefði orðið,“ segir í skýrslu Páls. Sömu sveiflur í útflutningi Ljóst er að heppilegar tímasetn- ingar framkvæmda tengdra álver- inu í Straumsvík hafa komið í veg fyrir dýpri niðursveiflur og hjálpað hagkerfinu í uppsveiflu. I skýrslu Páls kemur fram að ef til vill hafi ekki mestar vonir verið bundnar við framkvæmdirnar sjálfar til sveiflujöfnunar enda eigi slíkar framkvæmdir sér sjaldan stað og telja verði nokkurt lán hversu mik- ið þær hafi hjálpað að þessu leyti. Þess hafi hins vegar verið vænst að minnkað vægi sjávarafurða í út- flutningi með tilkomu stóriðjunnar myndi draga nokkuð úr sveiflum í útflutningi og hafa þannig áhrif til sveiflujöfnunar í íslensku atvinnu- lífi. Það telur Páll ekki hafa gerst, að minnsta kosti ekki að neinu marki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.