Morgunblaðið - 08.05.1998, Side 12

Morgunblaðið - 08.05.1998, Side 12
12 FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1998 MORGUNB LAÐIÐ í DAG Fulltrúar aðildarríkja Kyoto-bókunarinnar funda á íslandi Viðskipti með losunar- kvóta verði sem friálsust Málþing Barna- heilla SAMTÖKIN Bamaheill standa fyrir opnu málþingi um starf frjálsra félagasamtaka í þróunarlöndunum á Hótel Loftleiðum nk. laugardag kl. 9. Einar Gylfi Jónsson formað- ur Bamaheilla og Halldór As- grímsson utanríkisráðherra ávarpa þingið. Heiðursgestur málþingsins er Aina Bergstrom, yfirmaður alþjóðastarfs fyrir böm hjá Redd Bama (Bamaheill) í Noregi. Fulltrúar frá Rauða krossi íslands og Hjálpar- stofnun kirkjunnar munu síð- an kynna alþjóðastarf sitt. Barnaheill eru nú að stíga sín fyrstu skref í starfi fyrir börn í þróunarlöndunum. FULLTRÚAR átta ríkja funduðu á Hótel Sögu í gær og fyrradag um hugsanleg viðskipti með kvóta á los- un gi-óðurhúsalofttegunda. Banda- ríkin, Kanada, Japan, Ástralía, Nýja-Sjáland, Rússland og Noregur áttu fulltrúa á fundinum, auk Is- lands. Ríkin em bundin af bókun Kyoto-sáttmálans frá því á síðasta ári um losun gróðurhúsalofttegunda og er markmið samstarfs þeirra, sem er óformlegt, að viðskipti með losunarkvóta verði eins frjáls og hægt er. Að sögn Halldórs Porgeirssonar, deildarsérfræðings í umhverfis- ráðuneytinu, era viðskipti með los- unarkvóta hluti af Kyoto-bókuninni en ennþá er mjög margt óákveðið um framkvæmd þeirra. Fram hefur komið andstaða við slík viðskipti, t.d. frá Evrópusambandinu sem vill setja þak á þau. Evrópusambandið tók á sig sameiginlegar skuldbind- ingar en ríkin átta gera það ekki heldur vilja þau stuðla að því að við- skipti með losunarkvóta milli landa sem eru með sjálfstæðar skuldbind- ingar verði sem frjálsust og opnust. Leggja vinnu í að skýra leiðir „Hagur ríkjanna felst fyrst og fremst í því að vegna þess að ákveð- in andstaða er við þessi viðskipti þar sem oft er vísað í alls konar erf- iðleika í framkvæmd þá era þau að leggja fram vinnu til að leiðirnar við viðsldptin verði sem ljósastar. Þetta er hugmyndavinna um það hvemig viðskiptin eigi að fara fram, hver og hvernig eigi að hafa eftirlit með þeim, hversu opin þau eigi að vera og annað slíkt,“ sagði Halldór. Aðspurður um árangur af fund- inum sagði Halldór að hann hefði verið mikill og kæmi til með að auðvelda mjög næsta samninga- fund í ferlinu sem haldinn verður í Bonn í Þýskalandi í júní í fram- haldi af Kyoto-ráðstefnunni. Sá fundur verður til undirbúnings næsta aðildarþingi sem verður í Buenos Aires í Argentínu í nóvem- ber. Óformlegt og opið ríkjasamstarf Atta ríkja hópurinn, sem hefur verið kallaður regnhlífarhópurinn, hittist fyrst í Kyoto, þá í Was- hington í Bandaríkjunum fyrir u.þ.b. tveimur mánuðum og nú hér. Halldór segir að hann muni hittast eftir þörfum þar til málin séu komin á hreint. Hópurinn er ekki lokaður öðram ríkjum en að sögn Halldórs hefur ekki verið rætt um að fleiri lönd séu á leið inn í hann. Vertíðin byrjar vel í Elliðavatni VEIÐI hefur farið mjög vel af stað í Elliða- og Helluvatni samkvæmt upplýsingum frá Vigni Sigurðssyni, eftiríitsmanni við vatnið. Þá hafa menn aðeins verið að fá’ann í Þing- vallavatni og er vorbleikjan þar væn eins og fyrri daginn. Þó hefur kuld- inn kýlt veiðina aðeins niður allra síðustu daga. „Ástandið við Elliðavatn er mjög gott, vorið er komið vel af stað og það þarf mikið til að stöðva þá þró- un. Fyrsta daginn fengu menn eink- um urriða, allt upp í þrjú pund. Einn var með níu fiska, annar með átta og nokkrir eitthvað minna. Svo fóra menn fljótt að egna fremur fyr- ir bleikjuna og þá kom í Ijós að hún var tilbúin. Menn standa mikið héma fyrir neðan bæinn hjá mér og svo úti af Mjóanesinu. Það er al- gengt að sjá menn rölta um með háfana hálffulla af bleikju,“ sagði Vignir í samtali við Morgunblaðið. „Kuldinn hefur þó aðeins dregið úr, en veiðin verður bara þeim mun betri þegar hlýnar á ný,“ bætti Vignir við. I Þingvallavatni hefur veiðst í Þjóðgarðinum, ekki síst á svokölluð- um Öfugsnáða. Ekki hefur frést af stórveiði enn sem komið er, en nokkuð er um að menn fái 2-5 fiska á kvöldstund. Þetta era mikið 2-3 punda bleikjur og fást á stórar vel lakkaðar púpuflugur. tír ýmsum áttum Sjóbleikja er komin neðst í Þor- leifslæk og þeir fáu sem hafa farið hafa sumir fengið fallega veiði. Fiskurinn er mikið í kringum þrjú pund og flugan gefur best. Ýmsar púpur og straumflugan bleika, Heimasætan, hafa gefið veiði. Ofar, þar sem áin heitir Varmá, er enn nokkur sjóbirtingsveiði, en hefur þó dregið veralega úr síðan í síðasta mánuði. Einhver bleikjuveiði hefur verið í Hróarslæk, frést hefur af mönnum sem hafa verið að fá 2-3 fiska, mest stóra, 2,5 til 3,5 punda. Sjóbirtingur hefur lítt sést á þessu vori. Hvassviðrið og kuldinn hafa dregið úr veiði í fluguveiðilæknum Minnivallalæk. Þó fékk einn þar þrjá fiska á einni kvöldstund í vik- unni, einn u.þ.b. sjö punda. Mikill hvalur liggur skammt frá landi við HARRÝ Harrýsson sleppir fal- leg^um urriða aftur út í Minni- vallalæk. Viðarhólma, en vill ekki taka. Menn telja hann um tólf pund. Enn reyta menn upp bleikju í Soginu, en stórveiði er þar ekki. Einn sem var fyrir skömmu hafði reynt ásamt félögum sínum megnið af deginum í Ásgarðslandi og veiðin var engin. Loks sat umræddur kappi uppi á bakka við svokallað Bátalón og horfði á vini sína þræla sér út við veiðiskapinn, þegar hann sá allt í einu á birkihríslu skammt frá nefi sínu tvær Peacock-púpufl- ugur með kúluhausa. Höfðu ein- hverjir veiðimenn augljóslega fest þær þar í bakköstum og slitið þær af. Veiðimaðurinn gekk úr skugga um að flugurnar væru heilar, hnýtti aðra þeirra á tauminn hjá sér og fékk viðstöðulaust tvær tveggja punda bleikjur. Einu fiskana sem veiddust daginn þann. Allt þetta fyrir þig frá CLINIQUE ef þú kaupir Clinique snyrtivörur fyrir 3.500 kr. eða meira.* LLINIQUt 100% ilmefnalaust Gjöfin inniheldur: • Dramaticaliy Different Moisturizing Lotion rakakrem 15 ml. • Stay the Day Eyeshadow tvöfaldan augnskugga • Lip-Shaping/Quick Eyes Pencil augn- og varablýant • Different Lipstick varalit Sweet Honey • Aloe Body Balm húðmjólk •Snyrtitösku §NVRTIVÖRUVF;RSLUNIN glæs m Sími 568 5170 1 Ráðgjafi verður í snyrtivöruversluninni Glæsibæ í dag föstudag. Sendum í póstkröfu. ‘Meöan birgðir endast. Leit þarf að hagkvæmustu leiðinni MARK G. Hambley er einn fulltrúa Banda- rikjanna á ráðstefn- unni um nánari skil- greiningu á viðskipt- um ineð losunarkvóta. Hann er jafnframt fulltrúi Bandaríkja- stjórnar hjá sendi- nefnd Sameinuðu þjóð- anna um sjálfbæra þróun og sérlegur samningamaður í mál- efnum er lúta að lofts- lagsbreytingum. „Eitt af því sem við erum sérstaklega ánægð með í útkom- unni af ráðstefnunni í Kyoto eru bókanir um aðlögunarleiðir fyrir þessi ríki til þess að þau geti staðið við sett markmið," segir Hambley. „Þess- ar aðlögunarleiðir fela m.a. í sér viðskipti með losunarkvóta og það sem nefnt er „vistvæn þró- un“. Ég held að stór hópur ríkja hafi komist að þeirri niðurstöðu að þetta væri þarflegt frumkvæði sem ræða þyrfti frekar og skipt- ast á skoðununum um. Fulltrúar þessara ríkja áttu einn fund í Kyoto í tengslum við ráðstefnuna þar, hittust aftur í Washington í mars og sitja nú á fundi hér á ís- landi.“ Þessi ríki höfðu svipuð viðhorf til þeirra atriða sem um var að ræða, og vega kvótaviðskiptin þar þyngst, að sögn Hambieys. Hann telur að beita megi kvóta- viðskiptum á tvennan hátt til þess að ná settum markmiðum. í fyrsta lagi með viðskiptum innan- lands og í öðru lagi með viðskip- um við önnur ríki. Þetta geti ann- aðhvort orðið með þeim hætti að fyrirtæki kaupi og selji hvert öðru eða ríkisstjórnum, eða ríkis- stjórnir kaupi og selji hver annarri. „Það sem við erum nú að reyna að finna út er hvaða leið yrði fjárhagslega hagkvæmust til þess að gera þetta. Nú standa á alþjóð- legum vettvangi rökræður um t.d. hvaða takmörk kunni að verða að setja við viðskiptum og hvaða skilyrðum þau kynnu að verða háð til þess að ekki fari milli mála að þegar viðskipti fara fram séu menn fyrst og fremst að gera eitthvað sem kemur um- hverfinu vel en ekki bara kaupa sig lausa frá skuldbindingum sín- um.“ Misjöfn viðliorf Hambley segir að það sé viðhorf Banda- ríkjamanna að við- skipti eigi fyrst og fremst að verða í miil- um einkaaðila. „Önn- ur ríki eru annarrar skoðunar, t.d. er það viðhorf Evrópusam- bandsins að ríkis- sljórnir skuli gegna stærstu hlutverkun- um.“ Ástæða þess að Bandaríkjamenn eru ánægðir með að kvótaviðskipti skuli verði ein af aðlögun- arleiðunum er þeirra eigin reynsla heimafyrir af við- skiptum með úrgangslosun, sem Hambley segir hafa gefið mjög góða raun. I Kyoto-bókuninni er kveðið á um að mögulegt skuli að versla með losunarkvóta, en ekki var gengið endanlega frá því hvernig slík verslun geti farið fram. Hambley segir að þetta þýði ekki að bókunin sem gerð var í Kyoto hafi verið meira og minna merk- ingariaus. „Sú staðreynd að það náðist samkomulag um þessar aðlögun- arleiðir skiptir gífurlegu máli,“ segir hann. „Þetta gefur ríkis- sljórnum kost á að standa við þær skuldbindingar sem gerðar hafa verið um minnkaða losun. Það var einfaldlega ekki nægur tími til að gera þetta í Kyoto, við höfðum bara tíu daga og unnum myrkr- anna á rnilli." Ýmsar efasemdir hafa verið Iátnar í ljósi um ágæti viðskipta með losunarkvóta. Til dæmis hef- ur bandaríski jarðefnafræðingur- inn Wallace S. Broecker látið í ljós efasemdir um að almenningur þar í landi muni samþykkja að greitt verði fyrir losun, sem hing- að til hafi ekki kostað neitt. Hambley gerir lítið úr þessum möguleika, í fyrsta lagi verði það ekki bandarískur almenningur sem greiði fyrir losunina heldur bandarísk fyrirtæki. í öðru lagi skipti miklu máli sá árangur sem nást muni í umhverfisvernd. „Við höfum skuldbundið okkur - að því gefnu að þingið samþykki Kyoto-bókunina og hún verði að lögum - til að draga úr losun koltvi'sýrings. Þetta mun hafa grundvallaráhrif á orkunotkun í Bandaríkjunum." MARK G. Hambley

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.