Morgunblaðið - 08.05.1998, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 08.05.1998, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1998 3f STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. RETTUR TUNGUNNAR FJARSKIPTATÆKNI og samgöngutækni nútímans hafa fært þjóðir heims í nábýli. íslendingar taka og vaxandi þátt í hvers konar fjölþjóðlegu samstarfí, einkum samnor- rænu og samevrópsku. Með aðild okkar að Fríverzlunarsam- tökum Evrópu [EFTA] og skörun þess við Evrópusambandið [ESB] höfum við undirgengizt fjölmargar sameiginlegar regl- ur og skuldbindingar, sem frumsamdar eru á erlendar tungur og þýða þarf á íslenzku. Þannig hafa nýjar reglur um flug- rekstur frá Flugöryggissamtökum Evrópu verið þýddar á ís- lenzku, sem fagna ber. Kostir fjarskipta- og samgöngutækni okkar tíma, sem og vaxandi samstarfs þjóða heims, eru miklu fleiri en annmark- ar. Gallar eru á hinn bóginn fáeinir. Sá sýnu alvarlegastur, að margra dómi, að lítil málsamfélög, þ.e. tungur fámennra þjóða, eiga í vök að verjast. Þannig á íslenzk tunga undir högg að sækja gagnvart vaxandi erlendum máláhrifum, eink- um frá enskri tungu. Þar koma einnig til sögunnar erlendar sjónvarps- og útvarpsstöðvar, sem spanna heimsbyggðina alla, aðrir tækni- og fagmiðlar og sitthvað fleira. Islenzk tunga hefur fyrr átt við ramman reip að draga. Á það var minnt í helgispjalli hér í blaðinu fyrir fáeinum miss- erum að upprennandi höfuðborg Islands, Reykjavík, var af ýmsum talin hálfdanskur bær um miðja síðastliðna öld, vegna dönskuskotinnar mállýzku sem hér var þá töluð. Islenzk lög voru og á þessum tíma gefín út bæði á dönsku og íslensku. I nefndu helgispjalli var af því tilefni vitnað til orða Jóns for- seta Sigurðssonar í Nýjum Fjelagsritum árið 1885: „Að form- inu til er mikill og undarlegur galli á vorum lögum, sem vér ætlum ekki eiga sér stað nokkurstaðar í heimi, þarsem svo á að heita að þjóðin njóti þeirra réttinda, að mega tala sínu máli; að eiga fulltrúaþing með réttindum til að ræða löggjaf- armál og sérhver önnur stjórnmál landsins á þess eigin máli; að hafa kirkjustjórn, skólastjórn og dþmaskipan einnig á sínu eigin máli: Þessi galli er sá, að lög íslands koma út bæði á Dönsku og íslenzku, en þannig, að Danskan ein er undirskrif- uð af konúngi, og hefur að því leyti meira gildi en íslenzkan, en íslenzkan ein er aptur þinglesin, og hefur af þeim helm- ingnum meira gildi en Danskan.“ Það er hollt að hafa þessi orð Jóns forseta í huga í tilefni af því að það hefur kostað nokkurn eftirrekstur að fá ýmsar EFTA-tengdar reglugerðir útgefnar á íslenzku, þótt þær taki strangt tekið ekki gildi hér á landi fyrr en þær hafa verið prentaðar í Stjórnartíðindum. Fagna ber því sem fyrr segir að nýlega kom út á íslenzku á vegum samgönguráðuneytisins reglugerð af þessu tagi um loftferðir. Er það til fyrirmyndar. Texti 140. greinar frumvarps um loftferðir, sem hefur verið afgreitt til þriðju umræðu á Alþingi, er aftur á móti heldur óljós og mætti betrumbæta svo að hann gæti ekki kallað á minnsta misskilning. Þar segir m.a.: „I flugmálahandbók skulu birtar þær ákvarðanir Flugmálastjórnar sem teknar eru á grundvelli laga þessara og regina settra samkvæmt þeim og hafa almennt gildi en birtast ekki í stjórnartíðindum. Skulu þær vera á íslenzku eðn ensku eftir því sem við á.“ Hér þarf að færa orðalag til betri vegar svo að um engan misskilning verði að ræða. Lög og reglur eiga að vera á ís- lenzku og ef unnt er einnig í handbókum, en ef ekki þarf varla um það að ræða í lagaákvæðum. Aðstandendur fyrrnefndrar 140. greinar telja hana aug- ljóslega skýra og án tilefni til efasemda. Hún taki af allan vafa um að lög og reglugerðir séu á íslenzku en ákvarðanir á þeim byggðar skuli vera á íslenzku eða ensku. Má vera að þetta sé ljóst þeim sem til þekkja, en samt er orðalag með þeim hætti að gæti misskilizt, ef til þess væri vilji. Hér er um að ræða svo mikilvægt mál að það hlýtur að kalla á fyllstu ná- kvæmni í orðalagi. Það má ekki leggja málskussum vopn í hendur. Engin lög eru gild nema á frumtungunni, á það lagði Jón Sigurðsson höfuðáherzlu og talaði um rétt íslenzkrar tungu; hún væri „helgust réttindi“ okkar Islendinga. I marzhefti Scientific American frá fyrra ári er grein um dauðar og deyjandi þjóðtungur. Þar segir að um þrjú þúsund tungumál lítiila málsamfélaga, eða um helmingur tungumála sem töluð eru í heiminum, séu í útrýmingarhættu. Greininni fylgir heimskort þar sem mýmargir punktar, sem tákna dauð og deyjandi tungumál er sum hver geyma ómetanleg menn- ingarverðmæti, þekja heimsálfurnar. Á þessu korti sést ís- land - án slíks dauðapunkts. Með samátaki þings og þjóðar, fólks og fjölmiðla, skóla og skrifandi höfunda mun svo áfram verða. 011 áhrifaöfl samfélagsins þurfa að slá skjaldborg um þjóðtunguna, hornstein fullveldis okkar, sérstöðu og þjóðern- is. Það eitt er viðunandi að íslenzkar reglur komi fyrir augu landsmanna á íslenzku. Af þeim sökum ber að fagna því sér- staklega að nýjum reglum um flugrekstur frá Flugöryggis- samtökum Evrópu skuli hafa verið snarað á íslenzka tungu þótt í styttri útgáfu sé en frumtextinn. Slíkt átak eitt full- nægir metnaði okkar. Olafur B. Ólafsson naumlega endurkjörinn formaður Vinnuveitendasambands íslands á aðalfundi í gær —■— Morgunblaðið/Ásdís FRÁ aðalfundi Vinnuveitendasambands íslands í gær. Taldir frá vinstri: Ólafur B. Ólafsson, formaður VSÍ, Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri, Páll Siguijónsson, forstjóri fstaks, og Davíð Oddsson, forsætisráðherra. 01 LAFUR B. Ólafsson var jnaumlega endurkjörinn for- Imaður Vinnuveitendasam- bands íslands á aðalfundi samtakanna í gær. Þátttaka í kosning- unum var tæp 99% og hlaut Ólafur 64.793 atkvæði eða 50,11%, en Víglundur Þorsteinsson, fyrrum vara- formaður samtakanna, sem einnig gaf kost á sér, hlaut 64.314 atkvæði eða 49,74%. 198 atkvæði voru auð eða 0,15%. Ólafur sagði í samtali við Morgun- blaðið eftir kosninguna að þetta hefði verið geysilega jöfn og spennandi keppni og hann yrði að segja að það kæmi þægilega á óvart að ná þessari niðurstöðu miðað við það forskot sem Samtök iðnaðarins hefðu vegna þess stóra hluta sem iðnaðurinn hefði af at- kvæðum Vinnuveitendasambandsins. „Ég hlýt að vera ánægður með niður- stöðuna. Þetta lýsir vissulega líka vissri íhaldsemi vegna þess að sá sem fyrir situr hefur kannski eðli málsins samkvæmt eitthvað meiri meðbyr,“ sagði Ólafur. Aðspurður hvort kosningabarátt- an hefði veikt sambandið eða styrkt það, sagði hann að baráttan hefði verið sérstök og skemmtileg lífs- reynsla. Hann hefði þarna haft til- efni til að ræða við menn sem hann hefði ekki heyrt í á þriggja ára ferli sínum sem formaður. „Þetta hefur svona skerpt hugmyndir manna og hugsun um þessi samtök og hversu mikilvæg þau eru. Ég tel að það sé tækifæri til að nota þessa athygli til að láta góða hluti þróast, sem við er- um að vinna að núna með fulltrúum og forystumönnum frá öllum helstu samtökum íslensks atvinnulífs," sagði Ólafur. Hann sagði að með þessum orðum væri hann að vísa til skipulagsmála samtakanna. Aðspurður um hvernig sú umræða gengi sagði hann að það hefði verið mjög góður andi í um- ræðunum, en það væri með þessi mál eins og öll önnur að vandamálin vildu leynast í smáatriðunum. Hann sagðist ekki eiga _________ von á því að kosningabar- áttan ætti eftir að eiga sér einhver eftirmál. Sér fynd- ist að kosningafram- kvæmdin hafi verið mjög prúðmannleg. „Ég held að þetta sé nú prófraun sem við höfum staðist með prýði,“ sagði Ólafur einnig. Ljóst að það yrði mjótt á mununum Víglundur Þorsteinsson sagði að það hefði verið nokkuð ljóst síðustu dagana að það yrði mjög mjótt á mun- unum og nánast ógjörningur að segja til um það hvernig kosningin myndi fara. „Áðallega held ég þó að kosn- Framleiðsluþættirnir full- nýttir og hætta á ofþenslu Aðalfundur Vinnuveitendasambands ✓ Islands varar við yfírvofandi hættu á ofþenslu og í ályktun fundarins segir að óhjákvæmilegt sé að sporna við útgjalda- þenslu og viðskiptahalla til að koma í * veg fyrir vaxandi verðbólgu. I samantekt Hjálmars Jónssonar kemur fram að nú reyni á hagstjórnarhlutverk opinberra aðila en rekstur þeirra þurfi að skila verulegum afgangi. Brýnt að halda fast við samninga ingabaráttan hafi leitt það af sér að þessi áherslumál iðnaðarins, sem hann setti fram í sambandi við skipulagsmál og í sambandi við gjaldamál Vinnu- veitendasambandsins, komust aftur inn í umræðuna. Þau voru ekki í um- ræðunni og menn voru ekkert að hugsa til þeirra. Ég er nokkuð viss um að í þeim skipulagsbreytingum sem framundan eru fá þau framgang og menn vinna úr hlutum þannig að allii' geti sáttir við unað,“ sagði Víglundur. Aðspurður sagði hann að kosninga- baráttan myndi ekki hafa nokkur eft- irmál. „Kosningunni er lokið, niður- staða er fengin og menn fylkja sér að baki nýendurkjörnum formanni,11 sagði Víglundur. Hann sagðist ekki vera frá því að Vinnuveitenda- sambandið væri sterkara eftir en áður. „í fyrsta lagi er þetta nú kannski betri aðsókn að aðalfundi Vinnu- veitendasambandsins heldur en hefur verið í langan tíma og menn vöknuðu svolítið til hugsunar og vitundar um hlutverk og verkefni Vinnuveitenda- sambandsins, þannig að ég er ekki frá því að Vinnuveitendasambandið sé bara sterkara á eftir,“ sagði Víglundur ennfremur. 12% kaupniáttaraukning I ályktun aðalfundar VSI segir að við blasi að framleiðsluþættirnir séu cíAiic+m 49 mánnAi Lúxemborg 0,6 Finnland 1 0,7 Kanada Z 1 0,9 Nýja Sjáland ] 2,1 Belgía 2,2 Kórea 2,4 Holland : 2,5 OECD 12, 5 Frakkland ,8 Bandaríkin ..... . ■ ■ . 2,9 Ítalía ] 3,2 Japan 3,5 S. Spánn 13, 6 Svíþjóð ,7 .S 55 Noregur 4.4 Bretland J 4,! ísland ... 1 8,1 fullnýttir og yfirvofandi hætta sé á of- þenslu. Kaupmáttur ráðstöfunartekna hefur vaxið hratt á þessu og síðasta ári og sé aukningin áætluð 12%, sem sé ríflega tvöfalt meira en í viðskipta- löndunum á fyrri hluta samningstíma gildandi kjarasamninga. Þrátt fyrir þetta hafi verðlag haldist stöðugt og sé það til marks um mikla framleiðni- aukningu í atvinnulífinu. Hagvöxtur hafi verið rúmlega 16% á árabilinu 1996-98, sem sé rúmlega tvöfalt á við það sem sé í viðskiptalöndum og þrátt fyrir þetta tvennt hafi verðlag ekki farið úr böndunum, sem jafnan hafi þó gerst við sambærilegar aðstæður. „Við þessar aðstæður er óhjá- kvæmilegt að sporna við útgjalda- þenslu og vaxandi viðskiptahalla til að koma í veg fyrir vaxandi verðbólgu. Nú reynir á hagstjórnarhlutverk op- inberra aðila sem verða að hemja út- gjöldin svo verulegur afgangur verði bæði í rekstri ríkis og sveitarfélaga. Sveitarfélögin verða að hætta skulda- söfnun sem hefur farið vaxandi þrátt fyrir gríðarlega aukningu á útsvars- tekjum samfara bættum kjörum al- mennings." Þá kemur fram að þó vextir hafi farið lækkandi hér á landi að undan- förnu séu þeir þó enn 2-3% hærri en í þorra Evrópuríkja, en það skaði sam- keppnishæfni íslensks atvinnulífs og dragi úr nýsköpun. Því sé eitt mikil- vægasta verkefni stjórnvalda að örva sparnað svo fjármagnskostnaður geti orðið hliðstæður því sem gerist er- lendis. Samkeppnishlutinn verður að aukast Síðan segir: „Framleiðni mun áfram fara vaxandi í þeim hluta atvinnulífs- ins sem býr við samkeppni. Það dugar þó ekki til að vega upp hækkandi launakostnað á meðan svo stór hluti efnahagsstarfseminnar er án mark- aðshalds og íþyngjandi fyrir sam- keppnisgreinar atvinnulífsins. Sam- keppnishluti efnahagsstarfseminnar verður því að stækka. Aðferðin er þekkt og úrræðin skýr. Það gerist með einkavæðingu og útboðum hefð- bundinna rekstrarverkefna opinberra aðila. Það lækkar kostnað, eykur framleiðni og bætir almennt skilyrði til atvinnurekstrar og búsetu í land- inu. VSI hvetur því til þess að: • einkavæðingu verði hraðað og af- rakstrinum varið til lækkunar skulda ríkisins; • ríkisbankarnir verði seldir hið allra fyrsta þannig að skilyrði skapist fyrir hagræðingu í bankakerfinu og lækkun fjármagnskostnaðar; • almenningi gefist kostur á kaupum á hlutum í ríkisfyrirtækjum í orku- vinnslu og fjarskiptum til að efla inn- lendan sparnað og þátttöku almenn- ings í atvinnurekstri; • ríki og sveitarfélög bjóði út þjón- ustuverkefni m.a. í mennta- og heil- brigðismálum; • vaxandi skattgreiðslur fyi'irtækja verði nýttar til að færa skattalegt um- hverfi fyrirtækja til samræmis við það sem best gerist í öðrum Evrópuríkj- um; • sett verði markmið um afgang á fjárlögum næsta árs sem nemi Þ/2-2% af VLF eða 8-10 milljörðum króna. Þótt vel ári í atvinnulífinu vantar enn nokkuð á til að vinna upp hagvaxt- arforskot annarra Evrópuríkja síðasta ái-atuginn. Því verður að búa atvinnu- rekstrinum samkeppnishæf starfs- og vaxtarskilyrði til að tryggja áfram ör- uggan vöxt. Mikilvægustu þættir þess eru framfarir í menntun og skýr stefna í umhverfismál- um sem tryggi Islendingum nauðsynlegt svigrúm til nýtingar náttúrulegra auð- linda. Vinnuveitendasam- bandið áréttar þá afstöðu að umhverf- ismál eru alþjóðlegt viðfangsefni og nýting hreinna orkulinda og annarra endurnýjanlegra auðlinda eiga að færa íslendingum og öðrum þjóðum bæði efnahagslegan ávinning og bætt andrúmsloft,“ segir í ályktun aðal- fundarins. I nýn-i framkvæmdastjóm Vinnu- veitendasambands Islands sem kjörin var á fundinum sitja: Arnai’ Sigur- mundsson, Bjarnar Ingimarsson, Launahækk- anir nær þrefalt meiri Brynjólfur Bjarnason, Eiður Haralds- son, Einar Sveinsson, Erna Hauks- dóttir, Gunnar Svavarsson, Kristinn Björnsson, Loftur Ái-nason, Sigurður Helgason, Sigurðm- G. Pálmason, Skúli Jóhannesson, Stefán Friðfinns- son, Sturlaugur Sturlaugsson, Sveinn Hannesson, Sveinn Hjörtur Hjartar- son, Theodór Blöndal, Vilmundur Jós- efsson, Þorgeir Baldursson og Þórður Magnússon. Varaformaður samtakanna og samningaráð verða kjörin á fyrsta fundi framkvæmdastjórnarinnar sem haldinn verður næstkomandi þriðju- dag. Hættuástand í efnahagsmáium Þórai'inn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ, gerði miklar launahækkanir hér á landi og hættuna á þenslu að umtalsefni í ræðu sinni. Hann sagði að nýjustu fréttir um nær 40% aukningu innflutnings ættu að fá öll rauð ljós til að blikka og sírenur til að væla. „Það er komið hættuástand í efnahagsmálum," sagði hann. Hann sagði að á tólf mánaða tíma- bili frá desember 1996 til jafnlengdar 1997 hefðu launahækkanir hér á Iandi verið nær þrefalt meh'i en víðast ann- ars staðar í viðmiðunarríkjunum. Nú sé gert ráð fyrir að launahækkanir í Evrópusambandsríkjunum verði 3,3% í ár og haldi laun áfram að hækka hér á landi í sama takti hljóti eitthvað und- an að láta. Nú sé mál að linni, enda kaupmáttur orðinn hærri en hann hafi nokkru sinni orðið. „Þess vegna er brýnt að fast verði haldið við þá kjarasamninga sem þegar hafa verið gerðir og sam- keppnishæfni atvinnulífsins og stöðu krónunnar varðveitt. Það er hætta á verðbólgu og minnkandi atvinnuleysi sýnir glögglega að þensluhætta er á vinnumarkaðnum. Ég verð í þessu sambandi að lýsa sérstökum áhyggj- um af launaþróun innan opinbera geirans, sérstaklega því ef stjórn- völd í sveitarstjórnum og stjórnend- ur opinberra stofnana ætla enn að setjast við samn- inga ofan í nýgerða og afar rausnarlega samninga við ýmsa hópa opinberra starfsmanna. Þegar heilir starfshópar eða vinnustaðir segja upp störfum undir yfirlýsingum um óásættanleg kjör, þá er það vinnu- stöðvun í skilningi vinnulöggjafar- innar. Það eru nýgerðir samningar við alla þessa hópa svo aðgerðirnar eru klárlega ólöglegar. Ég fullyrði að fari svo að opinberir aðilar láti undan þessum ólöglegu aðgerðum, þá er hafið nýtt tímabil átaka og óða- verðbólgu á íslandi," sagði Þórarinn ennfremur. Davíð Oddsson forsætisráðherra Alþjóðleg viðskipta- miðstöð í athugun DAVIÐ Oddsson forsætisráðherra sagði í ávarpi á aðalfundi VSI í gær að ríkisstjórnin hefði nú til umfjöllunar möguleika á að stofna sérhæfða alþjóðlega viðskiptamið- stöð á Islandi. „Hugmyndin er sú að nýta hugvit og þekkingu íslend- inga sem best í viðskiptastarfsemi utan lögsögu og í upphafi yrði fyrst og fremst miðað við sjávarút- veg og sérhæfða skráningu. Ef af verður er eingöngu um að ræða viðbót við þá athafnamennsku sem fyrir er í landinu. Við skoðun hefur til að mynda komið í ljós að íslensk fyrirtæki nýta nú þegar í veruleg- um mæli aðstöðu til viðskipta utan lögsögu þar sem slíkir möguleikar finnast annars staðar í heiminum. Eingöngu sú aðgerð að flytja þessi viðskipti heim mundi skila miklu,“ sagði forsætisráðherra. Áhrif evrunnar verða lítil hérlendis í upphafi Davíð sagði enga hagsmuni Is- lands kalla á aðild að Evrópusam- bandinu. „Um þessar mundir virð- ist því miður allt stefna þar í aukin völd miðstýrðrar Evi'ópu, ininni áhrif einstakra ríkja á eigin mál og sífellt smásinugulegri reglusetn- ingar," sagði hann. Davíð vék einnig að sameiginlegri Evrópu- mynt og sagði óhætt að fullyrða að áhrif hennar yrðu lítil hérlendis í upphafi. „Þegar fram líða stundir skiptir Islendinga miklu hvort Bretar, og einnig Danir og Svíar, ákveða að taka þátt eða ekki. Hver sem sú þróun verður munu ýmsir kostir Ijlgja hinum nýja gjaldmiðli fyrir Islendinga, þótt okkur sjálfum henti að standa utan hans. Til að mynda verða utanríkisviðskipti okkar þá í færri og væntanlega stöðugri myntum. Vissulega eru einnig nokkrar líkur á að sam- keppnishæfni vissra Evrópuríkja geti aukist vegna lægri viðskipta- kostnaðar. I því efni eru þó ýmsar blikur á lofti, þar sem pólitísk og efnahagsleg ólga ýmissa jaðar- svæða getur dregið úr ábata evr- unnar. Við Islendingar höfum ekki þurft að breyta skráningu gjaldmiðils okkar um langa hríð og búum nú við stöðugt og gott árferði. Jafnóðum og áhrif evr- unnar koma smám saman í ljós er- um við því ágætlega í stakk búin til að bregðast við í þeim efnum,“ sagði Davíð. Slípa vankanta af opinberri umgjörð atvinnulífs Forsætisráðherra sagði að stjórnvöld myndu áfram leitast við að lialda verðlagi stöðugu, aðhalds yrði gætt í ríkisfjármálum og áfram yrði unnið að markaðsvæð- ingu hagkerfisins og sölu ríkisfyr- irtækja. „Slík Iangtímastefnumið eru fallin til að örva framleiðni og hagvöxt. Að auki stendur nú fyrir dyrum átak í að slípa vankanta af opinberri umgjörð um atvinnulífið. Stemma á stigu við þeirri tilhneig- ingu til of ítarlegra reglusetninga og umfangsmikils opinbers eftirlits sem almennt hefur borið á í iðn- væddum ríkjum, og eins hér á landi í nokkrum mæli. Nú fer fram alþjóðleg könnun meðal íslenskra fyrirtækja á vegum forsætisráðu- neytisins, Vinnuveitendasambands- ins og Verslunarráðs, sem fjallar um reglubyrði atvinnulífsins. Mun slík úttekt koma sljórnvöldum að .. góðum notum við að draga fram á hvaða sviðum helst er þörf á að grisja reglugerðaskóginn," sagði Davíð. Ólafur B. Ólafsson, formaður VSÍ Semja þarf um regl- ur á vinnumarkaði ÓLAFUR B. Ólafsson, formaður Vinnuveitendasambands íslands, sagði í ræðu á aðalfundi sambands- ins í gær að tímabært væri að VSÍ og Alþýðusambandið tækju upp viðræður og reyndu að semja um leikreglur sem tryggðu betur stöð- ugleika og hagsmuni félagsmanna beggja samtakanna en vinnulög- gjöfin ein gerði. Ólafur sagði síðustu samninga- gerð hafa verið langvinna og ósam- stæða. „Við höfum aldrei áður gert jafn marga samninga á jafn löngum tíma við jafn marga hópa fyrir eitt samningstimabil. Þetta gerðist þrátt fyrir nýja vinnulöggjöf sem hafði þann yfirlýsta tilgang að stytta samningaferlið þannig að samningar gætu tekist sem næst samtímis. Frumvarp félagsmála- ráðherra um breytingar á vinnu- löggjöfinni miðaði ákveðið að þessu marki en breytingar Alþingis á frumvarpinu gengu hins vegar all- ar til öndverðrar áttar. Við vöruð- um við þessum breytingum og sögðum fyrir að þær myndu efla sundurþykki innan launþegahreyf- ingarinnar þannig að hætta ykist á átökum. Allt gekk þetta eftir og nú eru komnar fram yfirlýsingar þeirra sem fyrstir sömdu um að ekki verði samið á ný án uppsagn- arheimilda sem grípa megi til ef aðrir hópar semji um meira. Þessar aðstæður sýna glöggt að lög og leikreglur á vinnumarkaði full- nægja hvorki þörfum okkar né launþegasamtakanna,“ sagði Ólaf- ur. Meiri framleiðniaukning en nokkurn óraði fyrir Ólafur sagði efnahagslíf íslend- inga einkennast af miklum upp- gangi og flest benti til að árlegur hagvöxtur á næstu árum yrði a.m.k. 3%. Hann fjallaði um sam- keppnishæfni þjóðarinnar og sagði að aukin samkeppni, ábyrgð og frjálsræði í atvinnulífinu væru þau öfl sem mestu hefðu skilað. Þá hefði tekist að gera verðstöðug- leika að meginmarkmiði launa- og efnahagsstefnunnar. „Þessi skilyrði hafa leyst úr læð- ingi meiri framleiðniaukningu en nokkurn óraði fyrir. Sést það best af því að þótt launahækkanir séu miklar og raunar miklu meiri en með öðrum þjóðum þá hefur at- vinnulífið náð að mæta þeim án verulegra verðhækkana og án þess að afkoma þess hafi versnað. Lætur nærri að heildarframleiðni í ís- lensku efnahagslífi hafi aukist um * 10% á síðustu þremur árum,“ sagði hann. Mjög háir langtímavextir Ólafur vék að áformum um myntsamruna í Evrópu, sem hann sagði hafa leitt til þess að langtíma- vextir hefðu lækkað verulega í flestum ríkjum innan ESB. „Á ís- landi eru langtímavextir mjög háir samanborið við önnur Evrópuríki. Helstu skýringarnar eru ónógur þjóðhagslegur sparnaður og ríður á að aðhald ■ opinberum fjármálum verði aukið. Raunar má í þessu samhengi velta því upp að okkur Islendingum hefur tekist heldur óhönduglega að tímasetja breyting- ar á skattbyrði einstaklinga. Þannig voru skattar hækkaðir í upphafi síðustu niðursveiflu og lækkaðir nú í góðærinu. Skatt- breytingarnar hafa þannig ýtt und- ir sveiflur í stað þess að draga úr 5 þeim,“ sagði Ólafur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.