Morgunblaðið - 08.05.1998, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 08.05.1998, Blaðsíða 72
Sparaðu líma, sparaðu peninga ^SÚNAÐARBANKINN & traustur banki Jíem£d -setur brag á sérhvern dag MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTl 1 FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Ólafur B. Olafsson naumlega endurkjörmn formaður VSI Ohjákvæmilegá að sporna við útgjaldaþenslu Morgunblaðið/Kristinn VIGLUNDUR Þorsteinsson óskar nýkjörnum formanni VSI, Olafí B. Ólafssyni, til hamingju með kjörið þegar úrslit í formannskosningu lágu fyrir á aðalfundi sambandsins í gær. ÓLAFUR B. Ólafsson var naum- lega endurkjörinn formaður Vinnu- veitendasambands íslands á aðal- fundi samtakanna í gær. í ályktun aðalfundarins segir að við blasi að framleiðsluþættirnir séu fullnýttir og yfírvofandi sé hætta á ofþenslu. „Við þessar aðstæður er óhjá- kvæmilegt að spoma við útgjalda- þenslu og vaxandi viðskiptahalla til að koma í veg fyrir vaxandi verð- v bólgu. Nú reynir á hagstjómarhlut- verk opinberra aðila, sem verða að hemja útgjöldin svo vemlegur af- gangur verði bæði í rekstri ríkis og sveitarfélaga.“ Þátttaka í kosningunum var tæp 99% og hlaut Ólafur 64.793 atkvæði eða 50,11%, en Víglundur Þor- steinsson, fyrrverandi varaformað- ur samtakanna, sem einnig gaf kost á sér, hlaut 64.314 atkvæði eða 49,74%. 198 atkvæði voru auð eða 0,15%. , > Ólafur sagði eftir kosninguna að þetta hefði verið geysilega jöfn og spennandi keppni og niðurstaðan kæmi þægilega á óvart. „Þetta hef- ur svona skerpt hugmyndir manna og hugsun um þessi samtök og hversu mikilvæg þau eru. Eg tel að það sé tækifæri til að nota þessa at- hygli til að láta góða hluti þróast, sem við erum að vinna að núna með fulltrúum og forystumönnum frá öllum helstu samtökum íslensks at- vinnulífs," sagði Ólafur B. Ólafsson ennfremur. Víglundur Þorsteinsson sagði að það hefði verið nokkuð ljóst síðustu dagana að það yrði mjög mjótt á mununum og nánast ógjörningur að segja til um hvernig kosningin myndi fara. „Aðallega held ég þó að kosningabaráttan hafi leitt það af sér að þessi áherslumál iðnaðar- ins, sem hann setti fram í sam- bandi við skipulagsmál og í sam- bandi við gjaldamál Vinnuveitenda- sambandsins, komust aftur inn í umræðuna,“ sagði Víglundur. „Ég er nokkuð viss um að í þeim skipu- lagsbreytingum sem framundan eru fá þau framgang og menn vinna úr hlutum þannig að allir geti sáttir við unað.“ Teknar verði upp viðræður um leikreglur á vinnumarkaði I setningarræðu sinni sagði Ólaf- ur B. Ólafsson að lög og leikreglur á vinnumarkaði fullnægðu hvorki þörfum vinnuveitenda né launþega- samtakanna. Því teldi hann tíma- bært að VSÍ og ASÍ tækju upp við- ræður um hvort unnt væri að semja um leikreglur sem tryggðu betur stöðugleika og hagsmuni félags- manna hvorra tveggja samtakanna en vinnulöggjöfin ein gerði. ■ Framleiðsluþættirnir/36-37 Stefnt var að því að ljúka 2. umræðu um sveitarstjórnarlög í nótt Þriðja umræða gæti tekið tvær vikur Vf*^ ALÞINGISMENN höfðu í gær- kvöldi staðið í ræðustóli í rúmar 60 klukkustundir við 2. umræðu um frumvarp til sveitarstjórnarlaga. Umræðan hófst 28. apríl síðastlið- inn og stendur enn yfir. Ólafur G. Einarsson, forseti Alþingis, segir að málþóf sem nú er haldið uppi komi fyrst og fremst þannig niður á störf- um Alþingis að þingið standi lengur en ætlað hafi verið. Hann segir að 3. umræða gæti tekið tvær vikur. „Það kemur auðvitað á óvart að umræðan skuli hafa staðið í sjö daga. Við reiknuðum ekki með því en höfðum svo sem engu tryggingu fyrir því að hún stæði yfir í stuttan tíma,“ segir Ólafur. Heimild hefur verið í þingsköpum í marga áratugi fyrir að leggja megi til við Alþingi að umræðu sé hætt eftir að hún hefur staðið í tiltekinn tíma. „Það er komið langt fram yfir þau ^tímamörk. Því ákvæði þingskapa T hefur hins vegar aldrei verið beitt. Menn hafa ekki treyst sér til þess. Það er ekki mín tillaga nú og verður ekki,“ sagði Ólafur. Lengstu ræður hafa ctaðið á sjöttu klukkustund Þingmenn mega tvisvar taka til máls í umræðunni nema framsögu- menn meiri- og minnihluta sem mega það þrisvar. Ræðutími er ekki takmarkaður í 2. og 3. umræðu. Nú þegar hafa verið haldnar 37 ræður við 2. umræðu, þar af hafa níu manns talað tvisvar. Lengstu ræð- urnar hafa staðið yfir á sjöttu klukkustund. „Ég hef nú þá trú að við Ijúkum 2. umræðu í kvöld eða nótt,“ sagði Ólafur í gærkvöldi. Þá er 3. umræða enn eftir og 2. umræða um hin málin tvö sem ágreiningur er um, þ.e. frumvarp um eignarhald og afnotarétt af auð- lindum í jörðu og frumvarp um hús- næðismál. Morgunblaðið/Ásdís FÁMENNT hefur verið í þingsalnum undanfarna daga. „Það er alveg ljóst að menn munu tjá sig eitthvað um þessi mál,“ segir Ölafur. Hann segir að þingmenn séu ekki óvanir því að eitthvað komi upp á fyrir þingfrestun en þetta sé að verða með lengri umræðum í sögu þingsins. „Það er búið að tala í 60 klukku- stundir og 2. umræðu er ekki lokið. Mig minnir að það mál sem lengst- an tíma hefur tekið í umræðu á síð- ari árum hafí verið aðild okkar að EES sem tók 72 eða 74 tíma í um- ræðu. „Mér sýnist þessi umræða núna geta orðið lengri ef menn ekki láta af þessum löngu ræðum því 3. umræðan er öll eftir.“ Hann segir að 3. umræðan geti farið fram með sama hætti og 2. umræðan telji menn þetta eðlilegan flöt á lýðræðinu. „Það liggur alveg fyrir að ríkisstjórnin hefur sett mál- ið í forgangsröð og það eru engar líkur á því að það verði dregið til baka. Þess vegna finnst ýmsum að málþófið þjóni ekki tilgangi," segir Ólafur. ■ Þingmenn tala/6 Bergenhátíðin Islenskur stjórnandi veldur uppnámi Osl(>, Morgunbladid. MIKIL reiði blossaði upp i Noregi í gær vegna þeirrar ákvörðunar Bergljótar Jóns- dóttur, framkvæmdastjóra Bergenhátíðarinnar, að við opnun hátíðarinnar 20. maí skuli ekki flutt lag sem leikið hefur verið árlega við setningu hátíðarinnar undanfarin 40 ár og íbúar Bergen tengjast sterkum tilfinningaböndum. Málið kemur til kasta Stór- þingsins í næstu viku. í fréttaumfjöllun í norskum sjónvarpsstöðvum í gærkvöldi kröfðust æstir íbúar í Bergen þess að Bergljót yrði þegar í stað rekin úr starfi og send til baka til íslands. Bæði kóngurinn og aðrir áhorfendur setningarathafnar- innar hafa risið úr sætum og tekið undir í laginu. Það snert- ir ramma taug hinna stað- arstoltu Bergenbúa jafnvel þótt alkunna sé að lagið sögu- lega sé þrænskt; hafi verið samið af manni frá Þrændalög- um, Johan Nordahl Brun. Hafin er undirskriftasöfnun í Bergen þar sem borgarráðs- menn eru hvattir til að taka fram fyrir hendurnar á fram- kvæmdastjóranum. Hafa leið- togar allra stjórnmálaflokk- anna í bænum skrifað undir áskorunina. Breytingin nauðsynleg Bergljót sagði í samtölum við norska fjölmiðla í gær að nauðsynlegt hefði verið að fella út sönginn. Setningarathöfnin verði að þessu sinni helguð tón- listarvöku, sem Edvard Grieg stóð fyrir í Bergen fyrir einni öld. Til að tengja hátíðina í ár við þá aldargömlu verði í stað- inn flutt lag eftir Johan Selmer sem tónlistarvaka Griegs var sett með árið 1898. Gríðarmikið af þorski um allan sjó Fiskur á hverjum öngli SJÓMENN um land allt eru á einu máh um að gríðarmikið sé af þorski í sjónum og magnaðastar eru lýsing- arnar sem berast írá Norðurlandi. Óli H. Ólason, trillukarl í Gn'ms- ey sagði í samtali við Morgunblaðið að um 22 mílur undan eynni væru „einhver ósköp af fiski“ eins og hann orðaði það. Óli sagði þorsk á hverjum öngli. Óli segir blöðruseli til stórfelldra vandræða. Blöðruselurinn þræddi veiðarfærin og risti upp fiskinn og sygi úr honum lifrina. „Það eru dæmi um 100 fiska í einu neti þar sem selurinn hafði skemmt 86 en þeir komu samt allir lifandi úr sjó. ■ Svo mikið/22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.