Morgunblaðið - 08.05.1998, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.05.1998, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1998 UR VERINU ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/ÞorgeirBaldursson SVO virðist sem þorskur sé um allan sjó. Trillukarlar hafa ekki farið varhluta af því og hafa þeir verið að fá góðan fisk inni á Eyjafirði. Hér eru þeir að athafna sig í Sandgerðisbót á Akureyri. „Svo mikið að botninn sést ekki fyrir torfunum“ „HÉR UM 22 mílur undan eru ein- hver ósköp af fiski. Svo mikið, að botninn sést ekki fyrir torfunum á leitartækjunum. Þetta er svoleiðis að maður hefur aldrei séð annað eins og á línunni hefur ekki fallið úr öngull," segir Óli H. Ólason, trillu- karl í Grímsey, í samtali við Morg- unblaðið. Samdóma álit fiski- og löndunar- manna allt í kringum landið er að mikil uppsveifla hafi verið í þorsk- stofninum og veiðum samhliða því í vetur og sumir tala um síðustu tvö árin. Þá er víða sláttur á stein- bítsveiðimönnum og á stöku stað hefur grásleppuveiði verið til muna meiri en hin seinni ár. Mælingar Hafrannsóknastofnunar á sjávar- hita hafa bent til hagstæðs árferðis í hafinu, en þær raddir heyrðust einnig er Morgunblaðið ræddi við menn vítt og breitt um landið að ef til vill væri styttra í hrun en margur ætlaði. Guðmundur Þórðarson á Rifi og Arni Sigurpálsson, hafnarstjóri í Sandgerði, voru samdóma um upp- sveifluna í þorskstofninum. Árni tal- aði um „bullandi þorsk“ og Guð- mundur bætti við að fiskurinn hefði verið sérlega feitur og fallegur eftir að loðnan kom í vetur. Árni sagði um aðrar tegundir, að steinbítsveiði hefði verið góð, sérstakiega fyrír mánaðamótin, og trúlega væri um meiri veiði en í meðallagi að ræða. Ýsuveiði taldi hann vera í meðallagi, en erfitt væri fyrir veiðimenn að henda reiður á hversu mikið væri af kola á miðunum þar sem snurvoðar- bátar sem færu á kola kæmust ekki að honum fyrir þorski. „Þá byrjaði grásleppuveiðin ágætlega á dögun- um, en nú eru allir hættir," sagði Árni. Guðmundur tók í sama streng með steinbít á miðunum, þar hefði gengið vel, og hann taldi af reynslu sinni í vetur að kolaveiðin væri í meðallagi. Það sem frést hefði af rækjuveiðum væri hins vegar ekki gott. „Það sem ég hef heyrt er að veiðin sé ekki mikil“, sagði Guð- mundur. Minna af ýsu Jóna Engilbertsdóttir á Hafnar- voginni í Þorlákshöfn hafði eftir sjó- mönnum í plássinu að þorskgengd hefði verið mikil í vetur og vor þó eitthvað hefði dregið úr aflabrögð- um allra síðustu daga. En á sama tíma og mikið væri af þorski, virtist vera mun minna af ýsu heldur en Blöðruselur tekur lifur úr þorski í netum og á línu mörg undanfarin ár. „Hún gefur sig oft héma hjá okkur á vorin og menn hafa reynt sérstaklega við hana. Það hefur oftast gefið vel, en ekki í vor. Núna kemur hún aðeins sem reytingur, sem aukaafli. Hins vegar hef ég séð stærri tölur af steinbít og grásleppu sem aukaafla hjá bátun- um í vor heldur en oft áður,“ bætti Jóna við. Ágætis vor en selur spillir afla „Þetta hefur verið ágætis vor, en að undanfömu hefur þó verið erfitt að sækja sjóinn vegna veðurs," sagði Áíd H. Guðmundsson trillu- karl á Bakkafirði í samtali við Morgunblaðið. „Það hefur verið fín veiði og greinilega mikill þorskur á ferðinni. Þó má segja að veiðin hafi heldur dofnað að undanförnu. Gall- inn við þetta svæði okkar er, að um aukafisk er ekki að ræða nema grá- sleppan. Hún mokveiddist í byrjun, en vegna óhagstæðs verðlags hefur mjög dregið úr veiðum. Greinilegt er þó að mikið er af henni,“ sagði Áki. ÁM greindi frá nýju vandamáli sem fiskimenn á Bakkafirði eiga við að etja: „Hér er kominn blöðmselur að ég tel. Þetta er að minnsta kosti heljarstór skepna, skjótt á lit með feikilegan hrosshaus. Það hefur að- eins borið á þeim í gegn um árin, en nú em þeir til algerra vandræða. Þeir skemma svo aflann að það er alveg voðalegt, sérstaklega þegar þeir fara í netafiskinn. Þeir þræða netin, taka hvern fiskinn af öðmm, rista upp kviðinn og sjúga lifrina úr. Halda svo að næsta fiski. Algengt er að aðeins 30-50 fiskar af kannski 150 í netinu séu heilir sem hráefni þegar selurinn er búinn að ljúka sér af. Verst er þegar menn komast ekki til að vitja í einn eða tvo sólar- hringa vegna brælu. Þá er stundum nánast allt ónýtt. Ef við væram að flaka fiskinn slyppi þetta fyrir hom, en við fletjum út í saltfisk og hengj- um upp í skreið. Fyrir þess háttar vinnslu eyðileggur selurinn fiskinn algerlega. Við höfum drepið fjóra í vor sem hafa flækst í netunum. Lík- lega þurfum við að fara að skjóta þá, bara verst hvað þeir geta verið lengi í kafi. Maður sér þá eiginlega aldrei heldur veit bara af þeim og sér ummerkin," sagði Áki. „Einhver ósköp af fiski...“ - en lítið af rækju Óli H. Ólason, trillukarl í Gríms- ey tók í sama streng með vandamál vegna blöðmsels sem hann sagði sérlega aðsópsmikinn í vor. Nefndi hann dæmi um 86 af 100 fiskum ristum eftir selinn og í því tilviki kom allur fiskurinn lifandi úr sjó. „En hér um 22 mílur undan em einhver ósköp af fiski. Svo mikið, að botninn sést ekki fyrir torfunum á leitartækjunum. Þetta er svoleiðis að maður hefur aldrei séð annað eins, og á línunni hefur ekki fallið úr öngull. En hvað fiskurinn er að gera þarna og hve mikið er af honum er erfitt að segja, hundruð tonna, þús- undir tonna, ég bara veit ekki en þetta er rosalegt magn. Það er ekki æti í honum nema ein og ein rækja. Hann liggur þarna í einhverjum straumskilum og það er þetta fín- asta fiskerí á meðan.“ Þorskurinn fullur af þorski „Aftur á móti sér maður áhyggju- efni hér nær eyjunni, þar sem stór þorskur er að veiðast í net, eina ætið í honum er smákóð. Og þó kannski varla kóð, því í hverjum stórþorski eru upp í 2-3 smærri þorskar, allt að 60 sentimetra lang- ir. Á línunni koma oft inn stórir þorskar sem hafa gleypt smærri þorska sem hafa orðið á undan á öngulinn. Ég er búinn að vera í sjó- sókn í sextíu ár og búinn að sjá þessa hringrás aftur og aftur. Þetta er líka það sama og þeir hafa horft upp á í Barentshafinu. Hringrás náttúmnnar er með þessu komin á lokasprettinn og það næsta sem gerist er að þorskurinn hrynur og allt byrjar upp á nýtt. Þess vegna er miður að geta ekki veitt meira af öllum þessum þorski á meðan hann er hér, stór og feitur," sagði Óli. Óli sagði að uppsveifla næði ekki aðeins til þorsks, mikið virtist t.d. vera af steinbít á miðunum og vel hefði veiðst og sama væri að segja af grásleppu. „Agætisveiði" hefði verið í byrjun, en síðan hefði veiði bæði dofnað og dregið úr sókn. „Aftur á móti er rækjuveiði enn mjög léleg," sagði Óli. „Ég hef verið að heyra í mönnum og þetta er lélegt, kannski ekki nema 15 til 18 tonn á viku. Þeir segja að næst sé að reyna að fara bara nógu djúpt og nógu langt og sjá hvort ekki rætist eitthvað úr.“ : N V f k ■jjjV Ék v - - smMLrn \ \ '-X! Sjö andlit Hitlers ÞÝSKA tímaritið Der Spiegel hefur birt sex myndir sem sýna livemig Adolf Hitler hefði hugsanlega get- að litið út ef hann hefði reynt að kom- ast undan í dular- gervi eftir síðari heimsstyrjöldina. Bandaríska leyni- þjónustan OSS lét vinna myndimar skömmu fyrir innrás- ina í Normandí þar sem hún óttaðist að Hitler myndi reyna að flýja. Leyniþjónustan fól Eddie Senz, förðunarmeistara í New York, að vinna myndimar með hliðsjón af ljósmynd af Hitler eins og hann var í raun og vem. Á myndunum er Hitler ýmist sköllótt- ur eða með breytta hárgreiðslu, skeggj- aður eða skegglaus. Á nokkmm mynd- anna er hann með gleraugu og Senz sagði á þessum tíma að ef Hitler reyndi að flýja væri erfiðast fyrir hann að hindra að hvöss augun kæmu upp um hann. Þetta er í fyrsta sinn sem myndimar sex em birtar og á neðstu myndinni er Hitler eins og hann var. Flugslysið í Perú Orsökin enn óljós ENN er óljóst hvað olli brotlend- ingu Boeing 737- þotunnar í Perú á miðvikudagskvöld, en samkvæmt upplýsingum Boeing-verksmiðj- anna var um að ræða 15 ára gamla þotu af undirtegundinni 737-200. Þotan fórst í aðflugi að flugvellin- um í Andoas á Amazonsvæðinu og þykir kraftaverk að 14 manns af 87, sem um borð voru, komust lífs af. Samkvæmt upplýsingum Boeing- verksmiðjanna var þotan afhent frá verksmiðjunum í júní 1983 og hafði að baki 23.000 flugtök. Hafði hún verið á lofti í 37.000 flugstundir sem talsmaður verksmiðjanna segir ekki sérlega mikla notkun. Þotuna keypti perúski flugher- inn í síðasta mánuði en hún var að flytja starfsmenn bandaríska olíu- félagsins Occidental er hún fórst. Talsmenn Occidental segja að veð- ur til flugs hafi verið í lagi er þotan lagði af stað og vildu þeir því ekki tjá sig um hvort hún kynni að hafa farist af völdum veðurs, sem breyst hafði er þotan nálgaðist áfanga- stað. Fregmr af nýjum krabbameinslyfjum Watson segir rangt eftir sér haft Washington. Reuters. JAMES Watson, nóbelsverðlauna- hafi í læknisfræði, neitar því að hafa látið falla orð sem höfð voru eftir honum í The New York Times um að ný lyf muni lækna krabba- mein innan tveggja ára. Segir Wat- son að þótt rannsóknir Judah Folk- mans og samstarfsmanna hans séu mikilvægt skref fram á við sé ógemingur að vita með vissu hvort lyfin tvö, angiostatin og endostatin, muni virka á fólk fyrr en tilraunir hafi verið gerðar. Rannsóknir Folkmans hafa leitt í ljós að lyfin lækna krabbamein í músum með því að stöðva blóðrás til krabbameinsæxla og koma í veg fyrir að þau vaxi aftur. Watson bendir á í bréfi sínu, að saga krabbameinsrannsókna sé full af dæmum um að þótt eitthvað hafi gefist vel við rannsóknir á músum hafi það ekki reynst virka á menn. Eftir að frásögn af lyfjunum nýju birtist í The New York Times sl. sunnudag hefur fyrirspurnum rignt yfir fyrirtækið EntreMed, sem framleiðir lyfin, Bandarísku krabbameinsstofnunina (NCI) og Folkman sjálfan. Hann hætti við fyrirhugaðan fyrirlestur á ráð- stefnu um blöðruhálskirtils- krabbamein sl. miðvikudag eftir að í ljós kom að fjöldi sjónvarps- fréttamanna og myndavéla var í salnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.