Morgunblaðið - 08.05.1998, Page 42

Morgunblaðið - 08.05.1998, Page 42
MORGUNBLAÐIÐ 42 FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1998 .... AÐSENDAR GREINAR Sjálfboðaliðar eru kjarninn í starfí Rauða krossins PAÐ er við hæfi að í dag, á alþjóðadegi Rauða kross hreyfmg- arinnar, verður opnuð miðstöð sjálfboðinnar þjónustu í Reykjavík. Reykjavíkurdeild Rauða kross Islands stendur að miðstöðinni og von mín og vissa er sú að tilkoma hennar vörði til þess að efla sjálfboðið starf. Ég vil óska Reykjavikurdeild- inni og sjálfboðaliðum hennar til hamingju með þennan áfanga. Rauða kross hreyfíngin byggir á starfí milljóna sjálfboðaliða um allan heim og Rauði kross íslands og deildir hans eru þar engin undantekning. Pegar Henry Dunant, frumkvöðull að stofnun Rauða krossins, upplifði hörmungar særðra hermanna á víg- vellinum við Solferino á Norður- Italíu árið 1859 varð það honum hvatning til þess að mynda sveitir sjálfboðaliða í nálægum þorpum og líTcna særðum og deyjandi her- mönnum úr liði beggja. Hreyfingin spratt því upp af löngun til þess að hjálpa án þess að fara á nokkurn hátt í manngreinarálit og allt frá upphafí hafa sjálfboðaliðar myndað kjamann í starfínu. Alþjóðadagurinn Alþjóðadagur Rauða krossins og Rauða hálfmánans er fæðingardag- ur Svisslendingsins Henry Dunant sem setti mark sitt á söguna með .þyí að stuðla að stofnun Rauða krossins, stærstu mannúðarhreyf- ingar heims. Fyrir þetta frumkvæði sitt hlaut Dunant friðarverðlaun Nóbels 1901 þegar þau voru veitt í fyrsta sinn. Rauða kross fólk um víða veröld minnist þessa dags og heiðrar minningu Dunants í dag. Pað er við hæfí að opna sjálfboðamiðstöð og stuðla þannig að því að efla sjálfboðið starf í þágu samfélagsins. Aðr- ar deildir Rauða kross Islands víða um land minnast dagsins með ýmsum hætti. Eftir að hafa unnið sjálfboðið starf fyrir Rauða krossinn um ára- tugaskeið, bæði í gras- rótinni og sem stjórn- málamaður og formað- ur, þekki ég vel þá ánægju sem því er sam- fara að vinna sjálfboðið starf. Eins og aðrir sjálfboðaliðar hef ég aldrei þegið greiðslur fyrir störf mín á vegum Rauða krossins en tel mig samt hafa verið betur launaða en flestir. Ég hef öðlast dýrmæta reynslu og feng- ið ríkuleg laun í vináttu og trausti til starfsemi hreyfíngarinnar. Fjölbreytt verkefni Óhætt er að fullyrða að sjálfboðið starf á vegum Rauða kross íslands sé í vexti um þessar mundir. Verk- efnin era fjölmörg; heimsóknir til fanga og aldraðra, störf í athvarfi fyrir börn og unglinga og athvarfi fyrir geðfatlaða, Vinalinan, Fjöl- skyldulínan, aðstoð við flóttamenn, sjúkraflutningar og fleira og fleira. Sjálfboðið starf er ríkur þáttur í starfi Rauða kross íslands og deilda hans og ef til vill felst styrkur fé- lagsins einmitt í samspili starfs- manna og sjálfboðaliða sem sýna hver öðram gagnkvæma virðingu og tillitssemi. Pað sýndi sig til dæm- is þegar við þurftum að takast á við afleiðingar snjóflóðanna fyrir vest- an og ekki síður í alþjóðlegu hjálp- arstarfi þar sem sjálfboðaliðar leggja fram verulegan skerf og starf við hlið starfsmanna. Fyrir fólk á öllum aldri Fólk á öllum aldri getur lagt og leggur sitt af mörkum með sjálf- boðnu starfí í þágu samfélagsins. Starfsævinni þarf til dæmis alls ekki að ljúka þótt fólk hætti launuð- um störfum. Mín reynsla er sú að sjálfboðið starf eigi svo sannarlega erindi í velferðarsamfélaginu, ekki bara á vegum Rauða krossins heldur á svo mörgum sviðum öðram. Ég veit líka að starf af þessu tagi getur veitt manni sjálfum ekki minna en það sem maður gefur af sér. Um leið og ég óska Rauða kross fólki til hamingju með daginn og ít- Rauða kross fólk um víða veröld minnist þessa dags og heiðrar minningu Dunants í dag. Anna Þrúður Þorkelsdóttir segir að það geri menn vel með því að opna sjálfboða- miðstöð og stuðla þannig að því að efla sjálfboðið starf í þágu samfélagsins. reka árnaðaróskir til Reykjavíkur- deildar vegna opnunar sjálfboða- miðstöðvar, hvet ég alla sem hafa aðstæður og áhuga til að koma í miðstöðina og kynna sér nánar verkefnin sem eru í boði. Verkefnin eru næg fyrir fúsar hendur. Höfuadur er sjálfboðaliði og for- maður Rauða kross Islands. Anna Þrúður Þorkelsdóttir Aukinn áhug'i á sjálfboðnu starfí í DAG, á alþjóðadegi Rauða krossins, opnar Reykjavíkurdefld Rauða kross. Islands nýja sjálf- boðamiðstöð á Hverfís- götu 105. Miðstöðinni er ætlað að efla enn frekar sjálfboðið starf innan defldarinnar, taka á móti nýjum sjálfboðaliðum, finna þeim verkefni við hæfi og sjá þeim fyrir fræðslu og stuðningi í starfi. Henni er einnig ætlað að hafa framkvæði að nýjum verkefnum eft- ir þörfum í þjóðfélaginu og áhuga sjálfboðalið- wmna. Miðstöðin er opin öllum þeim sem vilja láta gott af sér leiða í sjálfboðastarfi sem samræmist grandvallaiTnai'kmiðum Rauða krossins. I Reykjavíkurdeildinni starfa nú um 500 sjálfboðaliðar og sinna þeir margvíslegum og fjölbreyttum verk- efnum. Kvennadeildin Kvennadeild Reykjavíkurdeildar er stærsta deildin innan Rauða kross Islands og starfrækir hún sölubúðir á sjúkrahúsum borgarinnar, rekur sjúklingabókasöfn og sér um útlán bóka og hljóðbóka til sjúklinga. Hún skipuleggur einnig heimsóknarþjón- ustu til aldraðra og sjúkra í heima- húsum og á stofnunum. Pá starfar fóndurdeild innan kvennadeildarinn- ar þar sem útbúnir era ýmsir munir sem síðan era seldir til fjáröflunar Mir sjúklingabókasöfnin. Hagnaði af úsoiubúðum deildarinnar er varið til kaupa á rannsóknar- og lækningatælqum sem sjúki'ahúsunum era gef- in. Starf kvennadeildar er því bæði líknar- og mannúðarstarf og fjár- öflun sem stuðlar að bættri þjónustu við sjúk- linga. Ungmennastarf og Vinalínan A vegum ungmenna- deildar Reykjavíkur- deildaiinnar (URKÍ-R) er unnið fjölbreytt sjálf- boðastarf. Börn sem dvelja í Kvennaathvarf- inu era heimsótt og sjálf- boðaliðar starfa í Vin, at- hvarfi _ fyrir geðfatlaða, sem Rauði kross Islands rekur. Ungmennadeild- in sinnir einnig fræðslu um skyndi- hjálp og Rauðakrossstarf auk þess sem sjálfboðaliðar hennai' taka þátt í fræðslu fyrir 10. bekki grunnskól- anna í Reykjavík um kynsjúkdóma í samvinnu við Landlæknisembættið. Deildin stendur fyrii' námskeiðum fyrir níu til elleíú ára börn á sumrin undir yfírskriftinni Mannúð og menn- ing, en hlutverk þeirra er að efla já- kvæð samskipti meðal barna með fræðslu um fordóma, skyndihjálp, einelti, mannleg samskipti og nátf> úravemd. URKÍ-R tekur einnig þátt í alþjóðastarfi Rauða krossins. Þá er starfrækt símaþjónusta inn- an Reykjavíkurdeildarinnar, Vinalín- an, fyrir þá sem eru einmana, eiga í vanda og þarfnast einhvers til að tala við. Sjálfboðaliðar Vinalínunnar svara í símann kl. 20-23 öll kvöld vikunnar. Sigurveig H. Sigurðardóttir í Rauðakrosshúsinu, neyðarat- hvarfi fyrir böra og unglinga, starfai' hópur sjálfboðaliða. Einnig fara nokkrir Rauðakrossfélagar og heim- sækja fanga reglulega. Reykjavíkui'- deildin stendui- ennfremui- fyrir margvíslegum námskeiðum fyiTr al- menning, sér um rekstui' sjúki'aflutn- inga og tekur þátt í rekstri og stjóm- un fjögurra öldranarstofnana í Reykjavík. Opið hús á morgun Áhugi á sjálfboðastörfum hefur aukist mjög á undanfórnum áram. Þessi þáttur samfélagsþjónustu er mikilvæg viðbót við þá þjónustu sem hið opinbera veitir. Pjónusta sjálf- boðaliða er annai-s konar og veitt á öðram forsendum. Sá sem vinnur sjálfboðastarf í þágu meðborgara sinna vinnui' það af samfélagslegri ábyrgð og náungakærleik og þeirri þörf að láta gott af sér leiða. Mark- miðið er að koma í veg fyrir og lina Þessi þáttur samfélags- jjónustu, segir Sigur- veig H. Sigurðardóttir, er mikilvæg viðbót við ðá þjónustu sem hið opinbera veitir. þjáningai' og auka velh'ðan þeirra sem minna mega sín í þjóðfélaginu. Það er gjöfult að vinna sjálfboðastörf á grandvelli mannúðar og alltaf er þörf fyrir fleiri sjálfboðahða sem vilja leggja góðu málefni hð. A morgun, laugai-dag, kl. 13-17 verður opið hús í sjálfboðamiðstöð- inni. Þangað era allir velkomnir sem vflja kynna sér sjálfboðið starf Rauða krossins. Höfundur er framkvæmdastjóri Reykjavíkurdeildar Rauða kross Is- lands. Rugl um einkaleyfi EITT besta merki um skýra hugsun er rétt notkun orða og hugtaka. Sumir gera enn betur, koma hugs- un sinni til skila mynd- rænt og smellið. Getur verið hrein unun á að hlýða og lesa slík rit- verk. Efni þarf ekki að vera merkilegt, stund- um hreinn tilbúningur, skáldverk. Þau gera í huga manns gullkorn úr engu. Perlur bók- mennta verða þannig til í huga snillinga. Það kviknar á peram og hugurinn ljómar. Þetta Jón Brynjólfsson er meðfæddur hæfíleiki, sem senni- lega hefur oftar en ekki fengið frið til að þróast í eðlilegu umhverfí utan menntakerfis, því snilli lærist varla í skóla, og alls ekki í skóla, sem ein- ræktar nemendur. Andstæðan er merki um óskýra hugsun og getur nálgast það að verða hreint rugl. Stundum keyrir um þverbak. Að baki hverju orði stendur ákveðið hugtak, sem orðið er tákn fyrir. Málvitund felur í sér að kunna skil á þessu sambandi orðs og hugtaks og nota orðið aðeins þar sem hugtakið stendur að baki. Af einhverjum ástæðum hefur orðið „einkaleyfi" ekki komist inn í hina ágætu orðabók Ai’na Böðvarssonar, en hlutverk hennar er einmitt að skýra samband orðs og hugtaks og skrá og skýi’a orð og orðasambönd íslenskrar tungu. Er bókin hið merkasta ritverk og sennilega sú bók, sem þeir menn leita oftast í, sem unna tungunni mest. Osjaldan ber maður í huganum þakkir til Árna. Að loknum lestri birtist hans blíða bros, dökkt og þykkt hárið hringast um ennið og höfuðið hnykkist tfl, eins og punktur á eftir fræðslunni. Um það er talað, að ís- lenskt mál eigi i vök að verjast fyrir ágangi einkum enskrar tungu. Menn hlusta á enskt tal eða lesa ensk rit og hugsa um sama efni á enskan hátt. Þegar hugsað er og tal- að eða skrifað á íslensku, vill mönn- um oft verða fótaskortur. Islenska orðið er ekki tiltækt og mönnum „vefst tunga um tönn“. Þetta kann að eiga þá skýringu, að hugsunin fer yfír þröskuld milli tveggja tungu- mála, þar sem komið er jafnvel að óplægðum akri. Mönnum er oft legið á hálsi fyrir að hafa ekki plægt sinn akur, því uppskeran kemur ekki um leið og sáð hefur verið. En það er ekki alltaf yfír þröskuld að fara. Stundum eru menn á heima- velli, þar sem maður skyldi ætla, að ekki væri'órækt. En „svo bregðast krosstré _sem önnui' tré“, stendur í orðabók Áma. Hvað stendur að baki orðsins „einkaleyfi"? „Nú er Bleik bragðið". Orðið finnst þar ekki, enda er illa fyrii' því komið. Önnur ágætis bók er „Lögbókin þín“ eftir Björn Þ. Guðmundsson. Bók, sem leiðir les- anda um framskóga lögfræði og kemur honum á „þurrt“, inn á rétta braut hugtaka, þar sem allt byggist á settum skilgreiningum. Þar stend- ur (án leyfls höfundar): „Einkaleyfi. Einkaleyfi er - einkaréttur sem veita má mönnum fyrir uppgötvun- um, sem hagnýttar verða í iðnaði eða þegar tilbúning þeirra má reka sem iðn.“ í lögunum sjálfum er ranglega notað orðið „uppgötvun" en ekki orðið „uppfínning". Uppfinning (e. invention) verður til sem hagnýtan- legt sköpunarverk í huga manns, en uppgötvun (e. discovery) er afhjúp- un einhvers út á við. Lög um einkaleyfi voru fyrst sett fyrir þrem aldarfjórðungum árið 1923. Frá þeim tíma hefur orðið „einkaleyfí" verið lagalega bundið hugtakinu „uppfinning". Orðið er því þýðing á enska orðinu „Patent“, sem er reyndar alþjóð- legt orð. Því verður ekki breytt. Þetta felur i sér, að „einkaleyfi" er aðeins veitt fyrir uppfinningu, venjulega til framleiðslu og sölu á hlut, sem felur í sér uppfinningu, og gilda um einkaleyfi sér- stök lög. Samkvæmt þeim lög- um er það ekki á valdi Alþingis að veita einka- leyfi, heldur hefur Al- þingi með nefndum lög- um falið Iðnaðarráðu- neyti það hlutverk. Það má orða þetta þannig, að orðið „einkaleyfi“ hefur fasta merkingu í íslensku máli og öll frávik frá þeirri merkingu era rugl. Þess vegna má ekki nota orðið „einkaleyfi" um annan rétt en þann, sem byggist á uppfmningu. Hugsan- lega má nota orðið „einkaréttur" í staðinn. Sjúkraskrá, gerð gagnagrunns og tölvuvinnsla gagna eru allt löngu þekkt fyrirbæri og fela því ekki lengur í sér uppfinningu og eru þess vegna ekki forsenda einkaleyfis. I lögum um Póst og síma frá 1977 er talað um „einkarétt" til stofnunar- innar til að reka nefnda þjónustu og er því þegar af þeirri ástæðu ekki hægt að afnema annað. Síðustu daga hafa komið fram þessi tvö stórmál þar sem orðið „einkaleyfi" hefur birst í blöðum í stóram fyrirsögnum, sem væntan- lega allir lesa. Nauðsynlegt er að leiðrétta -þessa málvillu, svo orðið „einkaleyfi" megi halda sinni merk- ingu og menn þurfi ekki að eiga það á hættu að vakna einn morgun við, að lagabálkar til tryggingar tug- milljarða fjárfestingu eru að minnsta kosti að hluta til merking- arlausir. Afleiðingar slíkra mistaka Gera menn sér grein fyrir þeim ógöngum, spyr Jón Brynjólfsson, sem þessi risafjárfest- ing kæmist í, ef lög yrðu samþykkt fyrir „einkaleyfí“ til fyrirtækisins? er erfitt að sjá fyrir. Gera menn sér grein fyrir þeim ógöngum, sem þessi risafjárfesting kæmist í, ef lög yrðu samþykkt fyrir „einkaleyfi" til fyrirtækisins og svo kæmi í ljós, að það hugtak í þessu sambandi er „tómt“, inntakið er ekki neitt, af því forsendur skortir? Fyrirtækið er í „góðri trú“, eins og það heitir víst á lagamáli, en undirstaðan raunvera- Iéga engin, og fjárfestingin í lausu lofti, atvinna 350 manns í ráman áratug. Hvers vegna? Vegna mál- villu. Skyldu útlendingar í viðskipta- sambandi við fyi’irtækið ekki reka upp stóra augun, þegar þeim er sagt, að fyrirtækið hafi „Patent“ á aðgangi að sjúkraskrám íslendinga í 12 ár? Lögin um „Patentið“ munu væntanlega koma fyrir augu stjóm- enda stórfyrirtækja út um allan heim um langt árabil vonandi. Þar væri enska orðið „Patent" rétt þýð- ing á orðinu „einkaleyfi". Menn hefðu fyrir augunum brandara ald- arinnar í beinni útsendingu og Is- lendingar yrðu aðhlátursefni um all- an heim. Lögin gætu vel komið fyrii' Alþjóðadómstólinn í Haag, og sjón- varpsstöðvar út um allan heim mundu gera sér mat úr þessu. Góð landkynning það, eða hitt þó heldur. Höfundur er verkfræðingur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.