Morgunblaðið - 08.05.1998, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 08.05.1998, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1998 53 [ I I I < I < ( { i ( ( ( ( ( ( ( ( ( < < + Kristján Sigur- vinsson fæddist í Kollsvík í Rauða- sandshreppi 23. ágúst 1929. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur hinn 27. aprfl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 7. maí. Kær vinur, félagi og samstarfsmaður er kvaddur. Kristján Sig- urvinsson vélsmíða- meistari andaðist á heimili sínu í Kópavogi að kvöldi dags 27. apríl. Hann sat í sófa í stofu sinni og naut hvfldar eftir ánægjulegan, sólríkan vordag, sem hann hafði notið með vinum og fjöl- skyldu sinni á verönd í garði sínum, þegar lífsneistinn slökknaði, bráð- kvaddur. Kristján varð fyrir miklu mótlæti í barnæsku, hann hafði fæðst með snúinn fót og þurfti að dvelja á Landakotsspítala langtímum sam- an í gifsi fyrstu sex ár ævi sinnar meðan reynt var að bæta úr bækl- un hans, sem tókst aldrei fullkom- lega, fóturinn varð styttri. Þessi æskuár hafa efalaust mót- að skapgerð hans sem var sérstök, hann var einstaklega hjálplegur og góðviljaður, vildi leysa vanda þeirra sem leituðu til hans. Þessir eigin- leikar ásamt góðum gáfum, leiftr- andi kímni og frásagnarlist, urðu tii þess að Kristján var vinsæll og vina- og kunningjahópurinn varð stór. Hann ólst upp í Skerjafírðinum við Hörpugötuna, þar stundaði hann á barns- og unglingsárum, ásamt tvíburabróður sínum Öss- uri, rauðmaga- og grásleppuveiðar með föður þeirra. Oft minntist Kri- stján þess, er þeir feðgar reyktu rauðmagann og unnu að hreinsun- arstörfum fyrir herinn á stríðsár- unum. Iðnnám hans í vélvirkjun var hjá Vélsmiðjunni Meitli, þar vann hann mest að prentvélaviðgerðum og á kvöldum var skólaganga í gamla Iðnskólanum í Reykjavík við Tjörn- ina, eins og þá tíðkaðist. Kristján var kosinn í stjórn skólafélags IR, einnig tók hann þátt í söngstarfi í skólanum, var 1 Karlakór Iðnskól- ans í Reykjavík. Kristján starfaði að iðnnámi loknu sem vélamaður hjá SIS skipadeild, var á Hvassa/ellinu og Dísarfellinu í nokkui’ ár. Á þeim ár- um kynnist hann Önnu, eftirlifandi eiginkonu sinni. Hann minntist far- mannsára sinna sem skemmtilegs og viðburðaríks tímabils á ævi sinni. Á æskuárum sínum aflaði hann sér menntunar í teikningu í Hand- íða- og myndlistaskólanum. Hann átti létt með að draga upp myndir og útskýra verkefni fyrir nemend- um sínum í ýmsum verkefnum og alls konar útfærslur á smíðastykkj- um fyrir viðskiptavinum vélsmiðju sinnar á lífsleiðinni. Kristján tók þátt í störfum Æskulýðsfylkingar Reykjavíkur, átti góðar minningar frá vinnu- og skíðaferðum í skála þeirra sunnan við Svínahraunið. Kristján hafði alla tíð ákveðna skoðun á þjóðmálum og vildi taka þátt í að bæta kjör almennings. Við kynntumst sem vinnufélagar í Vél- smiðjunni Dynjanda árið 1956. Sú vinátta hélst til æviloka og varð Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. upphaf samstarfs okk- ar. Rristján var harð- duglegur til allra starfa, vandvirkur, út- sjónarsamur og ráða- góður, sama að hverju hann gekk. Margir samferðamenn hans nutu þessara mann- kosta á ýmsum sviðum. Samstarf okkar hófst haustið ‘60. Höfð- um við þá tekið 100 fermetra iðnaðarhús- næði á leigu, ásamt Össuri tvíburabróður hans, og skiptum við síðan til helminga. Þarna í Skipholti 21 stofnuðum við Vélsmiðjuna Trausta sf. og starfsemin fór þar fram fyrstu 14 árin. Trausti sf. hafði reyndar þá fengið tæpra 200 fermetra húsnæði til viðbótar á þessum stað en þröngt var orðið um starfsemina. Þá var ráðist í ný- byggingu fyrir starfsemina á Vagn- höfða 21 og Trausti, sem þá var orðið hlutafélag, fluttist í eigið hús- næði í maíbyi’jun 1974. Nokkur ár tók að fullgera húsnæðið. Árið 1965 stofnaði Kristján ásamt Jóhannesi Vilhjálmssyni og undirituðum Hellu- og steinsteypuna hf., sem var rekin í sameign þeirra um tíu ára skeið. Eftir það eignaðist Jó- hannes fyrirtækið. Trausti hf. var starfræktur til vetrarbyrjunar 1993 og var Kristján verkstjóri og fram- kvæmdastjóri lengst af þeim tíma sem smiðjan starfaði. Er smiðjan var lögð niður hafði hallað undan fæti um nokkura ára skeið, mikið var um gjaldþrot fyrirtækja í land- inu og komst Trausti ekki hjá því að lenda í þeirri holskeflu. Fyrir- tækið hafði haft mjög góðu starfs- fólki á að skipa í gegnum árin, sem reyndist því vel þegar veikindi fóru að gera Kristjáni lífið erfitt. Hann fór 1 hjartaaðgerð til London ‘85, sem tókst vel, en upp úr þessari skurðaðgerð hnignaði samt heilsu hans. Ónæmiskerfi hans hafði bilað og hann fór að fá flestar umgangs- flensur og heimakomur, eitranir í fótum, ágerðust. Kristján bjó fjölskyldu sinni fal- legt heimili í Holtagerði 46 í Kópa- vogi og voru þau hjón samtaka í að gera heimilið fallegt. Þau bjuggu í Holtagerðinu um tuttugu og fimm ára tímabil. Fyrir átta árum festu þau kaup á einbýlishúsi á Kópa- vogsbraut 104, sem þau endur- byggðu og hafa byggt við fallega garðstofu. Þau hafa verið samtaka í að fullgera þetta nýja heimili sitt og fegra á ýmsa vegu. Kristján var „meistari" fjölda iðnnema. Lætur nærri að fjöldi þeirra fylli annan tuginn. Nokkrir þeirra héldu sam- bandi við hann. Svo var einnig um nokkra starfsmenn aðra. Það var ánægjulegt fyrir Krist- ján og Önnu að fá heimsóknir gam- alla vina og kunningja á heimili þeirra hjóna eftir að hann hætti störfum vegna heilsu sinnar. Oft var gestkvæmt og vel tekið á móti gestum. Við hjónin og fjölskylda okkar kveðjum góðan mann og kæran vin og þökkum honum yfir fjörutíu ára vináttu og samfylgd. Minningin um hann mun verða fjöl- skyldu hans kær. Megi almáttugur guð styrkja ykkur öll í sorginni. Hafsteinn Erlendsson. Hjónin Anna Karlsdóttir og Kri- stján Sigurvinsson hafa lengi verið hluti af vinahópi okkar. Enginn var hressari og skemmtilegri en Krist- ján, orðheppnari eða líklegri til að gera góðra vina fundi að sönnum gleðistundum. Þegar menn af hans gerð eru kallaðir kemur andláts- fréttin alltaf í opna skjöldu, þótt lengi hafi verið íyrirséð að hverju stefndi. Kristján rak vélsmiðju um ára- tugaskeið af stökum dugnaði og samvizkusemi. Lengst af gekk sú starfsemi vel, þótt erfiðir tímar segðu einnig tfl sín, einkum þegar illa áraði í sjávarútvegi, sem fyrir- tæki hans þjónaði að stærstum hluta. Það hlýtur að hafa verið erfitt fyrir þennan eldhuga og lengst af sívinnandi dugnaðarfork að hætta störfum vegna erfiðra veikinda, meðan viljinn til starfa bjó enn í huga hans. En hann tók breyttum aðstæðum af karl- mennsku. Skopskin hans og kímni- gáfa léttu honum - og öðrum - stundirnar, eftir sem áður. Þegar litið er um öxl yftr kynnin af Kristjáni heitnum Sigurvinssyni stendur eitt upp úr, greiðvikni hans. Hann var alltaf reiðubúinn til að rétta náunganum hjálparhönd. Þrátt íyrir miklar annir þegar rekstur hans var hvað mestur hafði hann alltaf tíma og vilja til að hlaupa undir bagga með vinum og kunningjum. Hann er því vel nestaður til hinnap hinztu ferðar, sem allra bíður. í þá ferð tekur hver og einn það eitt með sér sem hann hefur fyrir aðra gert. Á kveðjustundu er margs að minnast, ekki sízt úr ferðalögum hér heima og erlendis, allt jafn ljúft og ánægjulegt. Við hjónin kveðjum góðan dreng með hlýhug og þakk- læti. Megi hann uppskera sem hann hefur til sáð. Önnu og öðrum ást- vinum sendum við innilegar samúð- arkveðjur. Þorgerður Sigurgeirsdóttir, Stefán Friðbjarnarson. t Bróðir okkar, KRISTJÁN H. JÓNASSON, Rifkelsstöðum II, lést af slysförum miðvikudaginn 6. maí. Systkini hins látna. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJÖRN VILMUNDARSON, Flyðrugranda 8, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í dag, föstudaginn 8. maí, kl. 15.00. Ólöf B. Björnsdóttir, Ingunn G. Björnsdóttir, Jón Gunnar Björnsson, Ingólfur Björnsson, Þorgerður Björnsdóttir, Steinþór Kári Kárason, Ragnar Kvaran, Helgi M. Magnússon, Valborg S. Ingólfsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. KRISTJAN SIGURVINSSON t Móðir okkar, KRISTRÚN STEINDÓRSDÓTTIR, Laugarnesvegi 102, lést laugardaginn 25. apríl á hjúkrunarheimil- inu Skógarbæ. Jarðsett verður í Hruna laugardaginn 9. maí kl. 14.30. Rútuferð frá Kjarvalsstöðum kl. 13.00. Solveig Guðmundsdóttir, Kjartan Guðmundsson. t Systir okkar, HERDÍS HERMANNSDÓTTIR, Syðra-Kambhóli, sem andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri föstudaginn 1. maí, verður jarðsungin að Möðruvöllum í Hörgárdal laugardaginn 9. maí kl. 13.30. Systkini hinnar látnu. t Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við and- lát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, GUÐBJARGAR HÓLMFRÍÐAR EINARSDÓTTUR, Barmahlíð 38, Reykjavík. Hjörtur Hafliðason, Hafliði Hjartarson, Jónina B. Sigurðardóttir, Ingólfur Hjartarson, Lára Björnsdóttir, Hjörtur Hjartarson, Steinunn Káradóttir, Gunnar Ingi Hjartarson, Ragnheiður Torfadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær sonur okkar og bróðir, JÓN ÖRNÓLFS JÓHANNSSON, Holtastíg 8, Bolungarvík, verður jarðsunginn frá Hólskirkju f Bolungarvík laugardaginn 9. maí nk. kl. 14.00. Evlalía Sigurgeirsdóttir, Jóhann Kristjánsson, Halldóra Jóhannsdóttir, Margrét Jóhannsdóttir, Sigurgeir G. Jóhannsson, Oddný H. Jóhannsdóttir, Bjarni K. Jóhannsson. t Við þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og jarðarfarar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, MARGRÉTAR EINARSDÓTTUR. Unnur Þorkelsdóttir, Inga Þorkelsdóttir, Ingibergur Þorkelsson, Freygerður Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað Vegna jarðarfarar GUNNLAUGS B. DANELSSONAR verða skrif- stofur O. Johnson & Kaaber hf. lokaðar milli kl. 13.00 og 15.00 í dag, föstudag. Ó. Johnson & Kaaber hf. Lokað Lokað verður í dag frá kl. 12.00 vegna jarðarfarar ÓLAFS S. ÞORVALDSSONAR. Tré-x búðin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.