Morgunblaðið - 08.05.1998, Síða 60

Morgunblaðið - 08.05.1998, Síða 60
FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ Safnaðarstarf Vorfundur Hjallasóknar - aðalfundur safnaðarfélags VORFUNDUR Hjallasóknar verð- ur haldinn sunnudaginn 10. maí að lokinni messu og hefst kl. 11. Á fundinum verða birtar skýrslur hinna ýmsu starfsþátta kirkjunnar og farið yfir starfs- og fjárhagsá- ætlanir næsta vetrar. Aðalfundur Safnaðarfélagsins hefst strax í kjölfarið en þar verða m.a. kynntar , hugmyndir að nýjum og endur- .skoðuðum lögum félagsins. Boðið ' er upp á léttan hádegisverð meðan j fundimir standa yfír. Safnaðarfólk 1 er hvatt til að mæta. I Tom Hess í Fíladelfíu j SUNNUDAGINN 10. maí varður ' Tom Hess ræðumaður í Fíladelfíu. Tom Hess er Bandaríkjamaður ( sem fyrir 10 árum var kallaður frá ) heimaborg sinni, Washington, til j að verða brautryðjandi fyrirbæna- ! þjónustu í Jerúsalem í Israel sem í dag er tengd alheimshreyfingu fyr- irbiðjenda. Hugsjón hans var að fá j’’sem flesta kristna frá öllum þjóð- í um til að koma upp til Jerúsalem og upplifa blessun bænarinnar. Honum tókst að fá eitt fallegasta húsið efst á Olíufjallinu á stað sem : heitir Beit Fage, húsið fékk nafnið House of Prayers for All Nations. Þangað koma árlega hundrað kristinna einstaklinga og hópa til hvíldar og endurnæringar fyrir sitt andlega líf. Tom Hess er þekktur í mörgum löndum fyrir bænaþjón- ustu sína og hefur skrifað margar greinar og bækur. I húsi bænar- innar í Olíufjallinu er reglulega beðið fyrir Islandi. Það eru allir hjartanlega velkomnir að hlusta á Tom Hess hér í Fíldelfíu sunnu- daginn 10. maí kl. 16.30. Langholtskirkja. Opið hús ki. 11- 16. Kyrrðar- og fyrirbænastund kl. 12.10. Fyrirbænaefnum má koma til prests eða djákna. Súpa og brauð á eftir. Allir velkomnir. Laugarneskirkja. Mömmumorg- unn kl. 10-12. Hvítasunnukirkjan Ffladelfía. Unglingasamkoma kl. 20.30. Allir hjai'tanlega velkomnir. Sjöunda dags aðventistar á ís- landi: Á laugardag: Aðventkirkj- an, Ingólfsstræti 19. Biblíufræðsla kl. 10.15. Guðsþjónusta kl. 11.15. Ræðumaður Björgvin Snorrason. Safnaðarheimili aðventista, Blika- braut 2, Keflavík. Guðsþjónusta kl. 10.15. Biblíufræðsla að guðsþjón- ustu lokinni. Umsjón Suðurhlíðar- skóli. Safnaðarheimili aðventista, Gagn- heiði 40, Selfossi. Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumað- ur Kristján Friðbergsson. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vestrnannaeyjum. Hvfldardags- skóli kl. 10. Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafn- arfírði. Biblíufræðsla kl. 11. Ræðu- maður Sigríður Kristjánsdóttir. f T CCUcCiUé Síðbuxur Ný sending Opið laugardag kl. 10-14 tískuverslun Rauðarárstíg 1, sími 561 5077 TILB0D Sumarúlpur, stuttkápur kr. 7.900. Stuttar og síðar kápur Sumarhattar Opiö laugardag 10-16 FESTIN GAJ ÁRN p■ OGKAMBSAUMUR Þýsk gseðavara — traustari festing HYERGI MEIRA URVAL Ármúla 29-108 Reykjavík - simar 553 8640 og 568 6100 í DAG VELVAKAM)! Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Jákvæð umfjöllun OFT og tíðum kemur sú staða upp í samskiptum fólks að árekstrar verða. Slæm reynsla fólks af við- skiptum við fyrirtæki og stofnanir verða oft hvatinn að neikvæðum skrifum í blöðum eða umfjöllun í út- varpi. Jákvæð umfjöllun er oft látin liggja milli hluta, enda má segja að góð þjón- usta ætti að vera sjálfsögð. Það er með þjónustu eins og annað að hana má alltaf bæta og í allri fyrir- tækjaflórunni er ekkert eins. Að mínu áliti mætti oftar hljóma jákvæð um- fjöllun ft-á fólki um sér- staklega góð samskipti við fyrirtæki, það gæti virkað sem meðmæli fyrir fyrir- tækið fyrir okkui- hin. Þetta er einmitt ástæða þessara ski’ifa minna. Þar sem nýlega varð fjölgun í fjölskyldunni var komið að því að stækka við sig hús- næðið. Þar stóðum við fyr- ir því við hjónin að setja íbúðina á sölu og leituðum við til sölumanna á Fast- eignasölunni Brú. Þar var okkur tekið með opnum örmum og jafnframt því að sjá um sölu íbúðarinnar hafa þeir unnið mikið og gott verk í því að finna okkur framtíðarhúsnæði. Þessi persónulega og frá- bæra þjónusta losaði okk- ur hjónin við mikla auka- vinnu sem annars hefði tekið drjúgan tima frá okkar störfum og börnum, því eins og margir vita þá dugar nú ekki oft dagurinn í þessari erilssömu borg. Vona ég að fleiri sjái sér fært að skrifa á jákvæðan hátt um sína eigin reynslu af sérstaklega góðri þjón- ustu þar sem það myndi hjálpa okkur hinum í ákvarðanatöku um hvert við beinum viðskiptum okkar hverju sinni. Þorsteinn Pétursson, Kríuhólum 6. Hver á myndir af húsum frá 1973? HEFUR einhver undir höndum litskyggnur teknar 1973 af húsum í Reykjavík? Ljósmyndar- ar voru Björn og Karl Roth. Um er að ræða myndir af húsum við: Válastíg, Faxaskjól, Kaplaskjólsveg, Grana- skjól og Frostaskjól. Þeir sem hefðu þessar myndir undir höndum eru beðnir að hafa sam- band við Eggert Einars- son í síma 897 6929. Fyrirspum VELVAKANDA barst eft- irfai'andi fyrirspurn: „í Grafarvogi og á fleiri stöðum í borginni eru göngustígar og á þeim eru tröppur með brautum þar sem hægt að fara upp með t.d. barnavagna og hjóla- stóla, en gallinn við þessar tröppur er að þær eru alltof brattar. Þarna kemst enginn maður upp án hjálpar með t.d. barna- vagn. Væri ekki hægt að láta laga þetta eða hverj- um er þetta ætlað?“ Halldóra. Tapað/fundið Gullúr týndist VANDAÐ gullúr með brúnni skífu og leðuról týndist aðfaranótt 26. apríl í eða við Danshúsið í Glæsibæ eða upp að Dal- seli. Skilvís finnandi er vin- samlega beðinn að hafa samband í síma 557 4954 eftir kl. 18. Fundarlaun. Dýrahald Læða óskar eftir heimili LÆÐA þriggja ára, falleg, bllð og góð, óskar eftir góðu heimili vegna breyttra aðstæðna. Upp- lýsingar i síma 424 6601. Köttur týndur í Breiðholti HVÍTUR og gulbröndótt- ur köttur týndist frá Þver- árseli 8 um sl. mánaðamót. Þeir sem hafa orðið varir við kisu láti vita í sima 557 5122. Kettlingar óska eftir heimili 4 KETTLINGAR óska eftir heimili. Upplýsingar í síma 565 5101 eða á Merk- urgötu 2b, Hafnarfírði. 38. Hxe2! _ Rxe2 39. De5 og hvítur vinnur) 38. Dxf6 Bxe4+ 39. Kgl _ Rh3+ 40. Kfl _ Bd3+ 41. He2 _ Dhl Umsjón IWargeir niát! Péflliv.voil Hamdouchi frá Marokkó vann óvæntan sigur á Staðan kom upp á opnu mótinu. móti í Dos SKAK Hei-manas á Spáni í síðasta mánuði. Serbinn Komljenovic (2.425) var með hvítt, en Jan Ehlvest (2.610), Eistlandi, var með svart og átti leik. Eistinn hafði átt undir högg að sækja í skákinni, en bjargaði sér nú með laglegri leikfléttu: 36. _ Hxd6! 37. cxd6 _ Bf5! (37. _ Be2? gekk hins vegar ekki vegna SVARTUR leikur og vinnur. Víkverji skrifar... FRÉTTIR vikunnar um nýtt lyf sem haldið geti aftur af krabba- meinsæxlum og jafnvel læknað fólk af krabbameini vekja sannarlega vonir. Sambærilegar fréttir hafa áður borist og þó merkar uppgötv- anir hafi ekki leitt til lækninga á þessu illræmda meini hafa þær lin- að þjáningar og lengt ævi margra krabbameinssjúklinga. Fyrir fólk sem berst við krabba- mein skipta störf hifina merkustu vísindamanna um allan heim öllu máli og eru sannarlega uppörvandi. XXX KRÖFUR kennara um bætt kjör aðeins nokkrum mánuð- um eftir að kjarasamningar voru gerðir vekja athygli. Nú beinist þunginn í kröfugerðinni beint að til- teknum sveitarfélögum enda er grunnskólinn farinn frá ríki til sveitarfélaga. Tímasetning kröfu- gerða með hótunum um uppsagnir vekur einnig athygli og sannarlega herðist þumalskrúfan að sveitar- stjórnarmönnum nú aðeins rúmum tveimur vikum fyrir kosningar. Það vekur líka athygli að skóla- menn í sveitarstjórnum eru sums staðar nátengdir kröfugerðinni og því beggja vegna borðsins. Kannski eru svona vinnuaðferðir árangurs- ríkar, en skrifara dagsins fínnst þær heldur ógeðfelldar. Með þessu er þó ekkert sagt um réttmæti sjálfra krafnanna og það sjálfsagða atriði að kennarar njóti mannsæm- andi kjara. xxx VERULEGAR breytingar hafa verið gerðar í Leifsstöð á síð- ustu mánuðum. Á 2. hæð í brottfar- arsal eru nú komnar fjölmargar verslanir og úrval verður örugglega mun meira heldur en áður var. Möguleikarnir eru orðnir miklu meiri ætli fólk sér á annað borð að versla í Leifsstöð. Með fleiri stöð- um verða innkaupin hins vegar flóknari en áður, en þar ræður van- inn miklu. Varningur í flugstöðvum er oft dýrar merkjavörur en að sama skapi vandaðar og ódýrari heldur en annars staðar. Sem dæmi skulu nefnd gleraugu sem skrifari keypti þar nýlega og reyndust nokkram þúsundum króna ódýrari en í bæn- um. Þessi viðskipti voru reyndar hin þægilegustu; seðli frá augn- lækni var framvísað, afgreiðslu- stúlkan mældi bil á milli augna og slíkt, umgjörð var valin og síðan var beðið á barnum hinum megin við ganginn - með kókglas í hendi - þær 15 mínútur sem tók að gera gleraugun tilbúin. XXX VERT er að vekja athygli á frá- bærum lestri Ái-nars Jónsson- ar leikara á Sjálfstæðu fólki Hall- dórs Laxness í þættinum Víðsjá á Rás 1 á sjötta tímanum hvern virk- an dag. Gaman er að lesa bókina sjálfur en ekki veraa að fá Bjart og aðrar persónur sögunnar leiklesnar á þann hátt sem Arnar býður upp á. XXX ANNAR liður í dagskrá Rásar 1, sem Víkverji missir helst aldrei af, er djassþáttur Lönu Kol- brúnar Eddudóttur, fimm fjórðu. Hann er á dagskrá eftir fréttirnar kl. 16 á föstudögum, þegar Víkverji hefur reyndar sjaldnast tíma til að sitja við útvarpið, en annað tæki- færi gefst; þátturinn er sem betur fer endurtekinn strax eftir fréttir á miðnætti. Það er ekki heppilegasti hlustunartími sem hugsast getur, en mikið er leggjandi á sig fyrir góðan þátt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.