Morgunblaðið - 08.05.1998, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.05.1998, Blaðsíða 23
MORGUNB LAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1998 23 ERLENT Kjörsóknin í Hollandi minni en nokkru sinni fyrr Kok vill aukna áherslu á félagsleg málefni Gengið er út frá því sem vísu, segir Jóna Hálfdánardóttir, fréttaritari Morgunblaðs- ins, að Wim Kok forsætisráðherra verði falið að mynda nýja stjórn í Hollandi. ÞEGAR úrslit þingkosninganna í Hollandi urðu Ijós að kvöldi hins 6. maí braust út mikil gleði á meðal fylgismanna tveggja stærri flokka núverandi ríkisstjórnar Wims Koks forsætisráðheiTa. Bæði hans flokk- ur, PVDA (félagshyggju- og jafnað- armenn), og flokkur Frits Bol- kesteins, WD (frjálshyggju- og íhaldsmenn), unnu stórsigur í kosn- ingunum, en hvor um sig bætti við sig 8 þingmönnum. PVDA verður áfram stærsti flokk- m-inn á þingi, með 29% atkvæða (24% í kosningunum 1994) og 45 þingmenn. WD hefur aldrei verið stæn-i, fékk flokkurinn 24,7% at- kvæða (19,9% í kosningunum 1994) og 39 menn kjörna. Þriðji stjórnar- flokkurinn, D66 (frjálslyndir demókratar) undir forystu Els Borsts, hafði litla ástæðu til fagnað- ar þar eð flokkurinn tapaði 10 af 24 þingsætum sínum. Hins vegar gefa niðurstöður kosninganna ótvírætt til kynna að þrátt fyrir fylgishrun D66 er meirihluti kjósenda ánægður með „fjólubláu stjórnina" sem ríkt hefur síðustu fjögur árin. Litlai- líkur eni því á öðru en að Wim Kok verði falin tilraun til stjórnarmyndunai- eftir fundi þingflokkanna með Beatrix drottningu. Einnig er næsta ljóst hverja Wim Kok vill ræða við í fyrstu atrennu. Hefur hann ótvírætt gefíð í skyn að besti kosturinn sé áframhaldandi samstarf flokkanna þriggja en þá með stjórnarstefnu sem meiri áherslu leggi á félagsleg málefni og að draga úr tekju- og að- stöðumun fólks. Leiðinleg kosningabarátta Kjörsóknin hefur aldrei verið minni, en 73,2 prósent af þeim tæp- um 12 milljónum Hollendinga sem voru á kjörskrá mættu á kjörstað. Þó svo að margir vilji kenna heldur leiðinlegu veðri um lélega kjörsókn eru þeir fleiri sem álíta leiðinlega kosningabaráttu vera aðalorsökina. Það má líka með sanni segja að kosningabaráttan hafi verið með ró- legra móti í þetta sinn. Engin stór kosningamál í gangi, heldur snerist umræðan aðallega um það hvort rík- isstjómarflokkunum þremur yrði gert kleift að starfa áfram saman. Tókst stjórnarandstöðunni ekki að sannfæra kjósendur um að þeirra stefnuskrár væru vænlegri til árang- urs í efnahags- og atvinnumálum en leið sú sem núverandi stjórn hefur farið. Enda er ekki hægt að bera brigður á að efnahagslífið blómstrar og er atvinnuleysi minna, þjóðar- framleiðsla meiri og fjárlagahalli minni en verið hefur um langt skeið. Hins vegar benda stjórnmála- skýrendur á að stóraukið fylgi vinstriflokkanna og þá staðreynd að í fyrsta sinn í sögu hollenska þings- ins skipi flokkar félagshyggjufólks helming þingsæta megi túlka sem vilja kjósenda um að lögð verði meiri áhersla á félagsleg málefni í kom- andi stjórnartíð. Þó svo að stjóm- málaflokkarnir deili um þessa túlkun Reuters WIM Kok, forsætisráðherra Hollands, veifar eftir að hafa flutt sigurræðu eftir kosningamar í Hollandi. sem aðrar á úrslitum kosninganna eru þeir alltént sammála um að öfga- full hægristefna á ekki upp á pall- borðið hjá hollenskum kjósendum og lýstu allir yfir ánægju sinni yfir því að fulltrúar þeirrar stefnu (CD) misstu alla þrjá þingmenn sína. Vilja samstarf við D66 Samanlagt juku stjómarflokkarn- ir fylgi sitt um 6 þingsæti og hafa því yfirgnæfandi meirihluta á þingi eða 98 af 150 þingsætum. Þótt enn sé ekki orðið ljóst hvort D66 er tilbúinn til stjómarmyndunarviðræðna hafa leiðtogar stærri stjómarflokkanna tveggja, fyrir og eftir kosningar, lýst því yfir að þó að þeir gætu tveir myndað meirihlutastjóm, álíti þeir það betri kost að D66 starfi áfram með þeim. í raun hafi D66 átt stóran þátt í að stjómarsamstarfið varð að veruleika og hafi hann sem miðflokk- ur gegnt mikilvægu hlutverki í að sætta ólík sjónarmið innan ríkis- stjórnarinnar og á þingi. Gengu viljayfirlýsingamar svo langt að viku fyrir kosningar, þegar skoðanakannanir bentu til að D66 myndi missa meira en helming þing- sæta sinna, sögðust leiðtogar PVDA og VVD jafnvel vera reiðubúnir til viðræðna við D66 um fleiri ráðherra- stóla en þeir myndu hlutfallslega eiga rétt á. Einnig gáfu þeir til kynna í pallborðsumræðum eftir að kosningaúrslit urðu ljós að þeir álíti engan annan þriðja stjórnarflokk koma til greina en D66. Hvorugur flokkanna álítur sam- starf við CDA (kristilega demókrata) fýsilegt og þá ekki hvað síst vegna fylgistaps flokksins, en hann missti fimm þingsæti og er með 29. Reuters VIÐ kastalann í Avignon að loknum fundi: Hubert Vedrine utanríkis- ráðherra Frakka, Lionel Jospin, forsætisráðherra Frakka, Chirac, Kohl og Jttrgen Rttttgers, menntamálaráðherra Þjóðverja. Ahersla á góð samskipti JACQUES Chirac Frakklandsfor- seti og Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, kepptust við að hlaða hvor annan Iofi á fundi sin- um í Avignon í Frakklandi í gær. Lögðu leiðtogarnir áherslu á að samskipti rfkjanna hefðu ekki beðið neinn skaða af deilum síð- ustu vikna um hver skyldi verða bankasljóri hins nýja evrópska seðlabanka. Kanslarinn fékk höfðinglegar móttökur í Avignon en á stundum þótti gestgjafiun Chirac tala til kanslarans eins og hann byggist við því að þetta yrði síðasti leiðtogafundur þeirra. Bar hann lof á framlag Kohls til uppbyggingar Evrópu, líkt og hann væri að kveðja hann. Kohl vísaði hins vegar á bug vangaveltum um að dagar sínir á stóli kanslara væru brátt liðuir. HÖFUM OPNAÐ PLÖNTUSÖLUNA FRÁBÆRT OPNUNARTILBOÐ BIRKIKVISTUR Áður kr. 680- Nú kr. 590- VEFJARÆKTAÐUR ILMREYNIR í POTTUM 50-80 cm. Áður kr. 440- Nú kr. 280- ERT ÞÚ TILBÚIN(N) MEÐ ÞÍNA RÆKTUNARAÆTLUN ? Aldrei meira úrval af skógar- og garðplöntum, verkfærum, mold o.fl. o.fl. Kynntu þér úrvalið. Sendum í póstkröfu um allt land. PLÖNTUSALAN í FOSSVOGI Fossvogsbletti 1 (fyrir neðan Borgarspítala) Opiö kl. 10 -19. helgar kl. 10 -18. Sími 564 1777 Veffang: http://www.centrum.is/fossvogsstodin LEIÐBEININGAR - RÁÐGJÖF - ÞJÓNUSTA FYRIR ÞIG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.