Morgunblaðið - 08.05.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.05.1998, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ Unnið að árlegri endurskoðun úthlutunarreglna LIN Námsmenn eru ósáttir við vinnu- brögð stjórnar ÁRLEG endurskoðun úthlutunar- reglna Lánasjóðs íslenskra náms- manna hefur staðið yfír á undan- fömum dögum. Námsmenn segja að í gær hafi slitnað upp úr viðræð- um þar sem meirihluti stjómar LIN hafi ekki séð ástæðu til að ræða frekar kröfur þeirra. Gunnar I. Birgisson, formaður stjórnar LÍN, vísar þessu á bug. í fréttatilkynningu námsmanna kemur fram að meirihluti stjórnar- innar stefni að því að samþykkja nýjar reglur í krafti meirihlutavalds síns á mánudaginn kemur. Ásdís Magnúsdóttir, formaður Stúdenta- ráðs Háskóla íslands, sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær: „Við sátum á fundinum og þar sögðu full- trúar meirihluta að það væri ekki grundvöllur til frekari samningavið- ræðna og þá gengum við út.“ Námslán lægri en atvinnuleysisbætur Námsmenn telja að þeir séu eini þjóðfélagshópurinn sem situr eftir í kjölfar launahækkana sem gerðar vora í síðustu kjarasamningum, og leggja þeir áherslu á að hljóta kjara- bætur í takt við aðra hópa þjóðfé- lagsins. Þeir benda á að samið hafi verið um hækkanir á launum um 13,65% allt til ársins 2000 en stjórn LIN leggi til að hækkun námslána nemi um 2,5%, úr kr. 56.200 í kr. 57.600, sem er í takt við verðlags- breytingar. „Sú tillaga þýðir að námslán verði á næsta ári lægri en atvinnuleysisbætur sem í dag eru orðnar kr. 59.636 og námsmenn verða því eini hópurinn sem situr eftir,“ segir í fréttatilkynningunni. Námsmenn leggja til að frítekju- mark námslána verði miðað við það að námsmenn geti haft lágmarks- laun í landinu yfir sumartímann, eða 3 x 70.000 kr., án þess að lánin skerðist. Nú sé frítekjumarkið 3 x 60.000, sem þýði að meginþorri námsmanna hafi ekki möguleika á að fá óskert lán. Þeir gera skýlausa kröfu um að litið verði til lágmarks- launa í landinu þegar frítekjumark- ið er ákvarðað. „Slitnaði ekki upp úr einu eða neinu“ Gunnar I. Birgisson, formaður stjórnar LÍN, vísaði því á bug að slitnað hefði upp úr viðræðunum þegar Morgunblaðið talaði við hann í gær. „Ég kannast ekkert við að það hafi slitnað upp úr einu eða neinu. Stjórnin setti upp viðræðu- nefnd til að þreifa á því hvort flötur væri á viðræðunum og undanfarið mánuði höfum við gert það svona og alltaf náð lendingu og sáttum. Á stjómarfundi í næstu viku á að leggja fyrir það sem komið hefur út úr þessum viðræðum aðila á milli. Við þurfum að afgreiða þetta fyrir næstu mánaðamót og auðvitað er enn tími til stefnu til að ná lend- ingu,“ sagði Gunnar. Gunnar sagði að sér þættu kröf- umar margar hverjar óábyrgar og þær myndu auka útgjöld lánasjóðs- ins um hundruð milljóna. „Einhvers staðar verða menn að mætast á skynsamlegum upphæðum og við höfum ekki umboð til að auka út- gjöld Lánasjóðsins um upphæð eins og hálfan milljarð.“ Hann sagði einnig að sér þætti mjög sérkenni- legt að tilkynnt hefði verið um að viðræðunum hefði verið slitið og sagðist telja að þar lægju einhverj- ar annarlega ástæður að baki. Síðasti borg’ai'stjórnar- fundur fyrir kosningar FUNDUR borgarstjómar Reykja- víkur í gær var sá síðasti fyrir borg- arstjómarkosningamar sem fram fara 23. maí næstkomandi. Borgar- stjóm mun þó sitja einn fund eftir kosningar, þ.e. í byrjun júní en ný borgarstjórn tekur ekki við fyrr en á næsta fundi þar á eftir. Nokkrir borgarfulltrúar era ekki í framboði og eru þar með að ljúka störfum sem borgarfulltrúar að sinni. Eru það þau Guðrún Ög- mundsdóttir og Pétur Jónsson af R- lista og Guðrún Zoéga, Hilmar Guð- laugsson og Jóhann Gunnar Birgis- son frá Sjálfstæðisflokki. Á fundi borgarstjórnar í gær vora samþykktar tillögur nefndar borgarfulltrúa um endurskoðun á samþykkt um stjóm Reykjavíkur- borgar og fundarsköp borgarstjóm- ar. Laugavegl 18 • Sfmi 515 2500 • Sfðumúla 7 • Sfmi 510 2500 BÓKlOÍ E.3.486. EŒ Verðfrá 1. júní 4.980.- Sagnabálkurinn um Ugga Greipsson er eitt af meistaraverkum íslenskra nútímabókmennta. Þetta er ný útgáfa í sígildri þýðingu Halldórs Laxness, prýdd myndum eftir Gunnar Gunnarsson yngri. H Mál og menning FRÉTTIR Selás- hverfi Seljahverfi ~~J?fio/tsbraul Leirdalur Elliðavatr Spilda sú ur Vatnsendalandi Rjúpna hæð sem Kópavogur festir kaup á Vatnsvík Kjóavellir ® 54,5 hektarar teknir eignarnámi í landi Vatnsenda Kópavogur fær nýtt byggingarland SAMKOMULAG hefur tekist milli Kópavogsbæjar og Magn- úsar Hjaltested, eiganda Vatns- enda við Elliðavatn, um að bær- inn taki eignamámi 54,5 hektara úr landi Vatnsenda og er kaup- verðið 180 milljónir eða um 330 krónur á fermetra sem greiðist á 15 áram. Afhenda skal landið 15. febrúar 1999. Framtíðar byggingarsvæði Samkomulagið verður lagt fyrir bæjarstjóm Kópavogs 12. maí nk. og sagði Gunnar Birgis- son, forseti bæjarstjómar, að einhugur ríkti meðal bæjarráðs- manna um kaupin. „Kópavogur kaupir þetta land núna sem framtíðar byggingarsvæði," sagði Gunnar. „Það er keypt þrátt fyrir að við þurfum ekki á því að halda fyrr en eftir 15-20 ár. Ef við hefðum beðið með kaupin hefði verðið hækkað. Við fáum landið á góðu verði og á verði sem er hagstætt fyrir bæj- arfélagið og ábúandann. Þess vegna ákváðum við að fara í þessi kaup.“ Landið hefur verið skipulagt að hluta, að beiðni landeiganda, og hefur það svæði verið nefnt sveit í bæ en gert er ráð fyrir að um 1.000-1.500 manna byggð verði á svæðinu. Gunnar sagði að auk þess stæðu yfir samn- ingaviðræður um kaup á landi af Landssímanum, en það land liggur að Vatnsendalandi og nið- ur í Leirdal og tengist byggðinni þar. „Það land yrði í framtíðinni að hluta til skipulagt sem íbúð- arsvæði og útivistarsvæði,“ sagði hann. „I heild munu þá búa um 5.000 manns á öllu þessu svæði.“ Þýskur drengur, haldinn sjaldgæfum sjúkdómi, sendir ákall Leitað eftir sumarheimili á Islandi TILMAN er ellefu ára þýskur drengur haldinn sjaldgæfum sjúkdómi sem gerir vart við sig þegar hitastig fer yfir 20°C. í bréfi sem Morgunblaðinu barst frá aðstandendum drengsins segir að af þessum ástæðum sé hitastig í heimabæ hans hættulegt heilsu hans að sumri til og því sé nauð- synlegt fyrir hann að eyða sumrinu á svalari stað. Vegna íslenskrar veðráttu og fyrsta flokks heil- brigðisþjónustu hér á landi sjá Tilman og aðstand- endur hans von í sjónmáli. Von um að hann geti eytt sumrinu án einkenna sjúkdómsins, rétt eins og heilbrigt barn. Verður að finna stað eins fljótt og unnt er í bréfinu segir að drengurinn og móðir hans hafi ákveðið að koma til Islands um miðjan maí og dvelja hér fram í miðjan september. Þau eru að leita að heimili sem þau gætu búið á í Reykjavík eða nágrenni svo drengurinn geti sótt meðferð á sjúkrahús. Móðir drengsins er 34 ára gamall kenn- ari og er tilbúin að gera allt sem í hennar valdi stendur til að koma sem mest tii móts við þá að- stoð sem gestgjafamir munu veita þeim mæðgin- um. „Sumarið er að skella á og Tilman verður að finna stað til að búa á eins fljótt og unnt er. Er einhver sem getur hjálpað okkur þannig að það verði mögulegt fyrir okkur að eyða sumrinu í landi ykkar?“ segir í bréfinu. Þar segir einnig að þau geti auðveldlega hugsað sér að búa á fleiri en einum stað á meðan á dvölinni stendur. Ef sjúkdómurinn er undanskilinn lifir Tilman Bartsch eðlilegu lífi. Hann stundar nám í ríkis- TILMAN Bartsch er ellefu ára drengur sem þjáist af óvenjulegum sjúkdómi, en einkenni hans koma fram þegar hitastig fer yfir 20°C. skóla og hefur gaman af að leika sér i fótbolta og öðrum leikjum með félögum sinum. Þeir sem telja sig getá hýst mæðginin geta sett sig í samband við Petru Bartsch, móður Tilmans. Heimilisfangið er: OffermanstraBe 10 52159 Roetgen Deutschland sími: 00 49 2471 3064 bréfsími: 00 49 2471 2065
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.