Morgunblaðið - 08.05.1998, Side 4

Morgunblaðið - 08.05.1998, Side 4
4 FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ Unnið að árlegri endurskoðun úthlutunarreglna LIN Námsmenn eru ósáttir við vinnu- brögð stjórnar ÁRLEG endurskoðun úthlutunar- reglna Lánasjóðs íslenskra náms- manna hefur staðið yfír á undan- fömum dögum. Námsmenn segja að í gær hafi slitnað upp úr viðræð- um þar sem meirihluti stjómar LIN hafi ekki séð ástæðu til að ræða frekar kröfur þeirra. Gunnar I. Birgisson, formaður stjórnar LÍN, vísar þessu á bug. í fréttatilkynningu námsmanna kemur fram að meirihluti stjórnar- innar stefni að því að samþykkja nýjar reglur í krafti meirihlutavalds síns á mánudaginn kemur. Ásdís Magnúsdóttir, formaður Stúdenta- ráðs Háskóla íslands, sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær: „Við sátum á fundinum og þar sögðu full- trúar meirihluta að það væri ekki grundvöllur til frekari samningavið- ræðna og þá gengum við út.“ Námslán lægri en atvinnuleysisbætur Námsmenn telja að þeir séu eini þjóðfélagshópurinn sem situr eftir í kjölfar launahækkana sem gerðar vora í síðustu kjarasamningum, og leggja þeir áherslu á að hljóta kjara- bætur í takt við aðra hópa þjóðfé- lagsins. Þeir benda á að samið hafi verið um hækkanir á launum um 13,65% allt til ársins 2000 en stjórn LIN leggi til að hækkun námslána nemi um 2,5%, úr kr. 56.200 í kr. 57.600, sem er í takt við verðlags- breytingar. „Sú tillaga þýðir að námslán verði á næsta ári lægri en atvinnuleysisbætur sem í dag eru orðnar kr. 59.636 og námsmenn verða því eini hópurinn sem situr eftir,“ segir í fréttatilkynningunni. Námsmenn leggja til að frítekju- mark námslána verði miðað við það að námsmenn geti haft lágmarks- laun í landinu yfir sumartímann, eða 3 x 70.000 kr., án þess að lánin skerðist. Nú sé frítekjumarkið 3 x 60.000, sem þýði að meginþorri námsmanna hafi ekki möguleika á að fá óskert lán. Þeir gera skýlausa kröfu um að litið verði til lágmarks- launa í landinu þegar frítekjumark- ið er ákvarðað. „Slitnaði ekki upp úr einu eða neinu“ Gunnar I. Birgisson, formaður stjórnar LÍN, vísaði því á bug að slitnað hefði upp úr viðræðunum þegar Morgunblaðið talaði við hann í gær. „Ég kannast ekkert við að það hafi slitnað upp úr einu eða neinu. Stjórnin setti upp viðræðu- nefnd til að þreifa á því hvort flötur væri á viðræðunum og undanfarið mánuði höfum við gert það svona og alltaf náð lendingu og sáttum. Á stjómarfundi í næstu viku á að leggja fyrir það sem komið hefur út úr þessum viðræðum aðila á milli. Við þurfum að afgreiða þetta fyrir næstu mánaðamót og auðvitað er enn tími til stefnu til að ná lend- ingu,“ sagði Gunnar. Gunnar sagði að sér þættu kröf- umar margar hverjar óábyrgar og þær myndu auka útgjöld lánasjóðs- ins um hundruð milljóna. „Einhvers staðar verða menn að mætast á skynsamlegum upphæðum og við höfum ekki umboð til að auka út- gjöld Lánasjóðsins um upphæð eins og hálfan milljarð.“ Hann sagði einnig að sér þætti mjög sérkenni- legt að tilkynnt hefði verið um að viðræðunum hefði verið slitið og sagðist telja að þar lægju einhverj- ar annarlega ástæður að baki. Síðasti borg’ai'stjórnar- fundur fyrir kosningar FUNDUR borgarstjómar Reykja- víkur í gær var sá síðasti fyrir borg- arstjómarkosningamar sem fram fara 23. maí næstkomandi. Borgar- stjóm mun þó sitja einn fund eftir kosningar, þ.e. í byrjun júní en ný borgarstjórn tekur ekki við fyrr en á næsta fundi þar á eftir. Nokkrir borgarfulltrúar era ekki í framboði og eru þar með að ljúka störfum sem borgarfulltrúar að sinni. Eru það þau Guðrún Ög- mundsdóttir og Pétur Jónsson af R- lista og Guðrún Zoéga, Hilmar Guð- laugsson og Jóhann Gunnar Birgis- son frá Sjálfstæðisflokki. Á fundi borgarstjórnar í gær vora samþykktar tillögur nefndar borgarfulltrúa um endurskoðun á samþykkt um stjóm Reykjavíkur- borgar og fundarsköp borgarstjóm- ar. Laugavegl 18 • Sfmi 515 2500 • Sfðumúla 7 • Sfmi 510 2500 BÓKlOÍ E.3.486. EŒ Verðfrá 1. júní 4.980.- Sagnabálkurinn um Ugga Greipsson er eitt af meistaraverkum íslenskra nútímabókmennta. Þetta er ný útgáfa í sígildri þýðingu Halldórs Laxness, prýdd myndum eftir Gunnar Gunnarsson yngri. H Mál og menning FRÉTTIR Selás- hverfi Seljahverfi ~~J?fio/tsbraul Leirdalur Elliðavatr Spilda sú ur Vatnsendalandi Rjúpna hæð sem Kópavogur festir kaup á Vatnsvík Kjóavellir ® 54,5 hektarar teknir eignarnámi í landi Vatnsenda Kópavogur fær nýtt byggingarland SAMKOMULAG hefur tekist milli Kópavogsbæjar og Magn- úsar Hjaltested, eiganda Vatns- enda við Elliðavatn, um að bær- inn taki eignamámi 54,5 hektara úr landi Vatnsenda og er kaup- verðið 180 milljónir eða um 330 krónur á fermetra sem greiðist á 15 áram. Afhenda skal landið 15. febrúar 1999. Framtíðar byggingarsvæði Samkomulagið verður lagt fyrir bæjarstjóm Kópavogs 12. maí nk. og sagði Gunnar Birgis- son, forseti bæjarstjómar, að einhugur ríkti meðal bæjarráðs- manna um kaupin. „Kópavogur kaupir þetta land núna sem framtíðar byggingarsvæði," sagði Gunnar. „Það er keypt þrátt fyrir að við þurfum ekki á því að halda fyrr en eftir 15-20 ár. Ef við hefðum beðið með kaupin hefði verðið hækkað. Við fáum landið á góðu verði og á verði sem er hagstætt fyrir bæj- arfélagið og ábúandann. Þess vegna ákváðum við að fara í þessi kaup.“ Landið hefur verið skipulagt að hluta, að beiðni landeiganda, og hefur það svæði verið nefnt sveit í bæ en gert er ráð fyrir að um 1.000-1.500 manna byggð verði á svæðinu. Gunnar sagði að auk þess stæðu yfir samn- ingaviðræður um kaup á landi af Landssímanum, en það land liggur að Vatnsendalandi og nið- ur í Leirdal og tengist byggðinni þar. „Það land yrði í framtíðinni að hluta til skipulagt sem íbúð- arsvæði og útivistarsvæði,“ sagði hann. „I heild munu þá búa um 5.000 manns á öllu þessu svæði.“ Þýskur drengur, haldinn sjaldgæfum sjúkdómi, sendir ákall Leitað eftir sumarheimili á Islandi TILMAN er ellefu ára þýskur drengur haldinn sjaldgæfum sjúkdómi sem gerir vart við sig þegar hitastig fer yfir 20°C. í bréfi sem Morgunblaðinu barst frá aðstandendum drengsins segir að af þessum ástæðum sé hitastig í heimabæ hans hættulegt heilsu hans að sumri til og því sé nauð- synlegt fyrir hann að eyða sumrinu á svalari stað. Vegna íslenskrar veðráttu og fyrsta flokks heil- brigðisþjónustu hér á landi sjá Tilman og aðstand- endur hans von í sjónmáli. Von um að hann geti eytt sumrinu án einkenna sjúkdómsins, rétt eins og heilbrigt barn. Verður að finna stað eins fljótt og unnt er í bréfinu segir að drengurinn og móðir hans hafi ákveðið að koma til Islands um miðjan maí og dvelja hér fram í miðjan september. Þau eru að leita að heimili sem þau gætu búið á í Reykjavík eða nágrenni svo drengurinn geti sótt meðferð á sjúkrahús. Móðir drengsins er 34 ára gamall kenn- ari og er tilbúin að gera allt sem í hennar valdi stendur til að koma sem mest tii móts við þá að- stoð sem gestgjafamir munu veita þeim mæðgin- um. „Sumarið er að skella á og Tilman verður að finna stað til að búa á eins fljótt og unnt er. Er einhver sem getur hjálpað okkur þannig að það verði mögulegt fyrir okkur að eyða sumrinu í landi ykkar?“ segir í bréfinu. Þar segir einnig að þau geti auðveldlega hugsað sér að búa á fleiri en einum stað á meðan á dvölinni stendur. Ef sjúkdómurinn er undanskilinn lifir Tilman Bartsch eðlilegu lífi. Hann stundar nám í ríkis- TILMAN Bartsch er ellefu ára drengur sem þjáist af óvenjulegum sjúkdómi, en einkenni hans koma fram þegar hitastig fer yfir 20°C. skóla og hefur gaman af að leika sér i fótbolta og öðrum leikjum með félögum sinum. Þeir sem telja sig getá hýst mæðginin geta sett sig í samband við Petru Bartsch, móður Tilmans. Heimilisfangið er: OffermanstraBe 10 52159 Roetgen Deutschland sími: 00 49 2471 3064 bréfsími: 00 49 2471 2065

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.