Morgunblaðið - 08.05.1998, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 08.05.1998, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1998 49*-“ allan þann tíma náið samstarf við Gulla og get ég að fullu dæmt um þekkingu hans á því sviði. I þessum geira tókst Gulla það, sem fáir fá áorkað, að hneppa saman í hóp „hatrama" keppinauta og fá þá til að slíðra sverðin í hita leiksins og vinna á markaðnum með skynsem- ina að leiðarljósi. Á hinu sviðinu naut hann sömuleiðis mikils álits lækna og hjúkrunarfólks fyrir víð- feðma þekkingu sína. Á einn viðamikinn þátt í ævistarfi Gulla er vert að minnast, félagsstörf hans. Gulli var félagslyndur maður og vann mikið og óeigingjamt starf fyrir fagfélag sitt, Verzlunarmanna- félag Reykjavíkur, á árunum 1966 til 1975, fyrst í stjóm Sölumanna- deildar VR og var formaður hennar um átta ára skeið, ritari í Lands- sambandi ísl. verzlunarmanna var hann frá 1972 til 1975 og í fulltrúa- ráði VR um árabil. Gulli var eldheit- ur sjálfstæðismaður, þó hann væri hvorki KR-ingur né Vesturbæingur, og var formaður í Félagi sjálfstæð- ismanna í Fella- og Hólahverfi 1978-1981. Síðustu 15 ár ævi sinnar var Gulli félagi í st. nr. 5 „Þórsteini" I.O.O.F. og naut ég þess heiðurs að vera til- lögumaður um inngöngu hans í Regluna. Gulli hefur reynst henni I ötull og fómfús bróðir frá fyrsta degi, sinnt margvíslegum embætt- um og setið í stjóm stúkunnar. Gulli | undi hag sínum vel á þessum vett- vangi, sótti fundi manna best, og okkur bræðmnum féll vel í geð glaðbeitni hans, einlægni og hjarta- hlýja, sem hann lét sýknt og heilagt í ljósi við okkur alla. Við söknum nú, allir sem einn, bróður í stað og er- um nú berari að baki en áður. Ekki verður skilið við þessi fá- | tæklegu minningarbrot án þess að geta starfs Gulla og áhuga hans fyr- ir viðgangi Golfklúbbs Oddfellowa og Golfkiúbbsins Odds, en hann var í frumherjasveit vaskra bræðra og systra, sem hófu og lyftu því Grettistaki, sem nú er sýnilegt öll- um í landi Reglunnar í Urriðavatns- dölum. Spor hans þar, bæði eiginleg og óeiginleg, verða seint afmáð. Við í stjóm þessara félaga færam hon- um nú, þó seint sé, kærar þakkir 4 fyrir mikil og góð störf hans í þágu þeirra. Gulli var fríður sýnum, tæplega | meðalmaður á hæð, grannvaxinn og samsvaraði sér vel. Hann var mikið snyrtimenni á allan hátt, ávallt vel til fara, svo eftir var tekið. Þetta var far hans, hvort sem var heima eða heiman. Mig skortir þekkingu á ættum Gulla og læt ég J)ví öðram um að greina frá þeim. Eg veit þó, að hann | ólst upp hjá móðurömmu sinni og móðursystur, en foreldrar hans, þau '3 Þuríður Tryggvadóttir Möller og ( Daníel Bergmann, slitu samvistum skömmu eftir fæðingu hans. Þær mæðgur unnu gott verk og hann ólst upp hjá þeim í ást og umhyggju og réðu þær brautargengi hans öll æsku- og unglingsárin. Að loknum bamaskóla lá leið hans í Ingimars- skólann og 18 ára gamall, yngstur allra, útskrifaðist hann úr Sam- /5 vinnuskólanum, undir handarjaðri , Jónasar frá Hriflu, hins merka !3 skólamanns, sem Gulli mat mjög 4 mildls. Á næsta vori stóð til að gera sér dagamun og halda upp á 50 ára útskriftarafmælið, en vegir Guðs eru órannsakanlegir og ljár dauð- ans kom í veg fyrir endurfundi hans með skólafélögum sínum. Gulli var tvíkvæntur. Með fyrri konu sinni eignaðist hann fimm sonu og eina dóttur. Hann kvæntist É seinni konu sinni, Bimu Sigríði I Ólafsdóttur, árið 1966 og eignaðist J með henni einn son. Öll eru bömin 4 vaxin úr grasi og eiga sér böm og buru og er mér til efs, að nokkur geti státað af jafnmikilli niðjafjöld og Gulli, en við andlát sitt átti hann börnin sjö, 20 bamaböm og fjögur langafabörn. Með þessum fátæklegu orðum mínum kveð ég góðan vin og bróð- ur. Ég votta þér, kæra Birna, böm- £ um hans og niðjum öllum, einlæga M samúð mína, tengda þeirri ósk, að hið alsjáandi auga Guðs fylgi ykkur % öllum á vegferð ykkar. ■ Gylfl Guðmundsson. JÓN MAGNÚSSON + Jón Magnússon fæddist í Vestur- holtum undir Eyja- fjöllum 28. júní 1927. Hann lést á hjarta- deild Sjúkrahúss Reykjavfkur hinn 3. maí síðastliðinn. For- eldrar hans voru Magnús Jónsson, bóndi í Vesturholt- um undir EyjaQöll- um og síðar sjómað- ur í Vestmannaeyj- um, og kona hans Jónfna Ólaffa Þor- geirsdóttir, ættuð frá Stóru-Borg. Jón átti eina syst- ur, Ástu, sem er búsett á Blöndu- ósi. Jón ólst upp frá tveggja ára aldri hjá Þorbjörgu Bjarnadóttur á Ásólfsskála undir Eyjafjölluni. Árið 1949 kvæntist Jón Unni Lárusdóttur frá Borgamesi, f. 16.1. 1928, og eignuðust þau sex börn. Börn þeirra eru: Ingunn Ólafía, f. 1948, Ríkharð Örn, f. í dag kveðjum við systkinin föður okkar Jón Magnússon, sem látinn er langt fyrir aldur fram. Pabbi var mikill vinnuþjarkur og var alltaf boðinn og búinn að hjálpa þegar þörf var á. Hann var alltaf traustur sem klettur ef eitthvað bjátaði á hjá öðram, en var ekki mikið fyrir að láta hjálpa sér. Hann sýndi allan sinn styrk er hann annaðist Víbeku konu sína í hennar langvarandi og erfiðu veikindum. Hann annaðist hana áram saman og er hún lést var eins og mesti tilgangur lífs hans færi með henni. Undanfarin ár hafði hann tekið upp þráðinn við að spila brids hjá eldri borguram með sinum gamla félaga Júlíusi Guðmundssyni og saman hafa þeir nú nýverið unnið sex af sjö keppnum sem þeir tóku þátt í. Er ég sit hér og reyni að skrifa hrannast upp minningar frá þvi í gamla daga. Eins og þegar við fór- um í ferðalög um sveitir landsins, þá 1950, Sólrún Maggý, f. 1952, Lárus Hauk- ur, f. 1955, Hilmar Þór, f. 1962, og Unn- ur Jenný, f. 1964. Bamaböm þeirra em tólf og bama- bamaböm tíu. Jón og Unnur skildu 1968. Seinni kona Jóns var Víbeka Meyer Einarsdóttir, f. 16.3. 1940, d. 8.12. 1995. Víbeka átti einn son, Bjarna S. Hjálmtýsson, f. 1957. Jón var bílamálari og var einn af helstu hvatamönn- um að stofnun Félags bflamálara 1956 og fékk hann meistarabréf um svipað leyti. Hann starfaði hjá Ræsi hf. og var verkstjóri hjá Agli Vilhjálmssyni. Jón vann einnig við eigin rekstur. Útför Jóns fer fram frá Lága- fellskirkju í Mosfellsbæ í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. þekkti pabbi hvem hól og öll kenni- leiti. Hann skildi ekkert í því á baka- leiðinni að við mundum ekkert hvað hét hvað. Og þegar við fóram upp á Skaga að horfa á fótbolta þá lékum við það að telja ef við fóram fram úr bíl, þá skoraði Skaginn en ef tekið var fram úr okkur þá skoraði KR. Pabbi var alltaf mjög orðheppinn maður. Ég man t.d. þegar við unn- um saman feðgamir og fóram með vinnufélögunum í mat. Pabbi ók og einum stráknum gekk illa að opna bílinn og rykkti í hurðarhúninn með látum. Þá sagði pabbi: „Voðaleg læti era þetta, af hverju veltirðu ekki bara bílnum og skreiðst inn um pústið?“ Eða þegar við fóram saman í bankann að skipta launaávísunum. Ég hafði gleymt ökuskírteininu mínu og pabbi bauðst til að ganga í ábyrgð og skrifa líka aftan á tékk- ann. Stelpan við kassann var eitt- hvað treg en þá kallaði kona innan úr bankanum að hún þekkti nú Jón og hann væri alveg traustur. Gjald- kerinn vildi ekki alveg gefa sig og spurði: „Getur þú ábyrgst að þetta sé sonur hans?“ Þá gat pabbi ekki setið á sér og sagði hátt og snjallt yfir allan bankann: „Jæja, hún var allavega ekki uppí hjá mér þegar ég bjó hann til.“ Ég hef átt við veikindi að stríða undanfarin ár og hjálpaði pabbi mér mikið í gegnum þau. Hann sá um að sækja lyfin mín og hélt því áfram þó hann væri sjálfur orðinn fársjúkur. Fyrir alla hans hjálp vil ég þakka honum og segja að án hans hjálpar hefði ég ekki komist í gegnum þetta. Pabbi kom til mín að horfa á fótbolta og eldaði þá gjaman góðan mat á danska vísu. Hann vissi hve þessi fé- lagsskapur hafði mikið að segja fyrir mig sem sit hér fastur heima, og þess vegna tók hann loforð á bana- beði sínum af Rikka stóra bróður mínum að halda uppi merki sínu og hugsa um mig. Svona var hann alltaf, hafði áhyggjur af öðram. Elsku pabbi, ég þakka þér fyrir samfylgdina hér á þessari jörð. Við munum sjást hinum megin. Guð blessi þig og minningu þína. Lárus. Hann pabbi okkar er dáinn. Hann pabbi sem var alltaf svo fullur af þrótti og krafti. Hann pabbi sem við héldum að yrði manna elstur. Við minnumst nú ferðalaganna sem hann fór með okkur systkinin í. Hann naut þess að ferðast um landið og fræddi okkur um nöfnin á öllu sem fyrir augu bar. Hann sagði okk- ur sögu hvers einasta staðar sem við ókum fram hjá og á leiðinni til baka spurði hann okkur út úr, en ekki fékk hann nú alltaf greinargóð svör. Við höfðum kannski ekki alltaf nóg- an áhuga á landafræði og sögu. En hann var ótrúlega fróður um þessa hluti. Á þessari stund sorgarinnar, vilj- um við þakka Guði fyrir að háfa gef- ið okkur tækifæri til að vera hjá pabba síðustu dagana hans hér á jörð. Þegar við vissum öll að enda- lokin nálguðust gátum við kvatt ást- kæran föður og þakkað honum fyrir allt. „Þegar þú ert sorgmæddur, skoð- aðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ (Ur Spámanninum.) Megi algóður Guð geyrria föður okkar. Ililmar og Jenný. Er ég sit hér við tölvuna og horfi út um gluggann þá sé ég hvar skýja- bakkar umlykja toppa Esju, hvemig Ijósleit kvöldskýin fljóta í himin- hvolfinu og einn og einn dökkur skýjabakki læðist inn með kvöldinu. Lífi manns er á vissan hátt hægt að líkja við fjall. Stundum rís það í mik- illeik sínum og stundum grúfir gráminn og þunginn yfir því sem aftur upphefst á björtum sóríkum degi. Þegar ég kveð tengdafoður minn reikar hugurinn til sumardaga við veiðar í Gufudalsá í A-Barða- strandarsýslu. Gufudalurinn er á margan hátt líkur þeirri líkingu sem ég nefndi hér á undan. Veðrabrigðin geta verið með ólíkindum og marg- breytileiki dalsins umluktur háum fjöllum, með tærri bergvatnsá sem liðast í endalausum leik sínum að stemmast að ósi. Þar fann hann sinn griðastað og undi sér mörg sumur við veiðar og útivera. Langt var liðið að hausti þegar ferðum hans vestur lauk og ég veit og þekki af eigin reynd að veturinn er langur og lengi að líða í huga veiðimannsins. Það^ var þvi með eftirvæntingu og ákefð sem tengdafaðir minn fór aftur í dal- inn sinn hvert sumar. Við leiðarlok þakka ég honum stundimar sem við áttum saman bæði við veiðar og aðr- ar heimsóknir sem oftast tengdust dvöl hans í sumarbústað austur við Geysi í Haukadal eða í hjólhýsinu hans með börnin okkar Maggýjar. Eins og kvöldið og myrkrið leggst að er ég þess fullviss að morgunsólin roðar fjallið á ný með nýjum og breyttum myndum og löngum skuggum sem deyja út í mikilleik af nýjum degi. Eitthvað á þann veg vona ég fjallið þitt, reyndar fjallið okkar allra, risi og nýr dagur með öllum sínum undram flæði í þessu endalausa flæði tímans. Maggý mín, systkinin öll, Guð styrki ykkur í sorg ykkar. Ólafur. STEFÁN ÖRN KÁRASON + Stefán Örn Kárason fæddist í Garði í Kelduhverfi 17. aprfl 1923. Hann lést 1. maí síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Kári Stefáns- son, f. 19. ágúst 1882 á Grásíðu í Kelduhverfi, d. 21. september 1935, og kona hans Sigrún Grímsdóttir, f. 12. september 1886 í Garði í Kelduhverfi, d. 5. aprfl 1970. Systkini Stefáns: Kristjana, f. 16. ágúst 1915, maki Haukur Davíðsson, lög- fræðingur, f. 10. aprfl 1925, d. 12. febrúar 1973. Árni, póstmað- ur, f. 26. ágúst 1918, d. 10. maf 1984. Hinn 29. júní 1951 kvæntist Stefán Sigríði Magnúsdóttur, f. 23. apríl 1928 á Innribakka í Tálknafirði. Börn þeirra eru: Kári, vélfræðingur, f. 8. septem- ber 1952, kona hans er Bjarn- í dag fylgjum við Stefáni Emi Kárasyni til hinstu hvílu. Er ég sest niður og rita nokkur orð um tengda- föður minn rifjast upp sá dagur er ég hitti hann fyrst. Það var einn sól- ríkan dag síðsumars árið 1975. Ég kveið fyrir að hitta tengdafólkið í fyrsta sinn, en það var að sjálfsögðu ástæðulaust, það vita þeir sem til þekkja. Mér var tekið opnum örm- um og ekki löngu seinna var ég nán- ast flutt þangað inn, þó svo kærast- inn, Kári sonur þeirra, væri meira og minna úti á sjó um veturinn. Ekki heiður Elísdóttir, tryggingaráðgjafi, f. 13. maí 1954 og eru börn þeirra Ernir, f. 19. mars 1979, nemi í Verzlunarskóla ís- lands, og Elfsa, f. 22. febrúar 1984. Björg, f. 30. mars 1963, og er maður hennar Þorsteinn Steinþórs- son, framkvæmda- stjóri, f. 2. aprfl 1964, börn þeirra eru Sunna, f. 3. ágúst 1988, Sigríður Björg, f. 21. septem- ber 1993, og Steinþór Örn, f. 19. desember 1995. Stefán starfaði lengst af hjá Póstinum í Reykjavík, eða í rúm 40 ár. Sfðustu starfsár þar var hann fulltrúi á Tollpóststofunni. Eftir það starfaði hann hjá Sfld- arútvegsnefnd og Kassagerð Reykjavíkur. Útför Stefáns fer fram frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. þótti þeim tiltökumál, þótt ég legði undir mig borðstofuna þeirra. Mig granar reyndar að Kári hafi viljað hafa mig í „pössun“ hjá þeim! Ekki þarf að orðlengja, að mér leið strax vel hjá mínum tilvonandi tengdafor- eldrum. Allar götur síðan hefur heimili þeirra staðið mér opið, sem væri það mitt. Börnin okkar hafa notið þar góðrar umönnunai- og átt þar sitt annað heimili, þegar við höf- um verið við vinnu og störf. Þar hafa þau notið ástríki afa og ömmu og að auki hlotið gott uppeldi og verið kennt að bera virðingu fyrir öðram og ekki síður fyrir eigum annarra og einnig góða umgengni við landið okkar. Það era forréttindi að njóta leiðsagnar hjá svo góðu fólki, með svo ríka réttlætiskend. Stebbi, eins og hann var ætíð kallaður, var sér- staklega greiðvikinn og hjálpsamur, sem sýndi sig best, er við stóðum í húsbyggingu. Alltaf var hægt að leita til hans með stórt sem smátt. Þær era einnig ófáar ferðimar sem hann hefur farið að sækja Elísu í skólann, þegar illa hefur viðrað eða eitthvað bjátað á. Skömmu fyrir páska kenndi hann sér meins, og var lagður inn á Land- spítalann þriðja í páskum. Þar gekkst hann undir ýmsar rannsókn- ir og aðeins nokkram dögum eftir að niðurstöðui- lágu fyrir var hann all- ur. Við höfðum ekki búist við að framgangur hins illkynja sjúkdóms yrði svo hraður sem raun varð á og höfðum við reiknað með að hann kæmi heim a.m.k. um einhvern tíma. Það var sárt að hann skyldi þurfa að eyða 75. afmælisdeginum sínum á spítala. Einnig átti Sigga, eiginkona hans, 70 ára afmæli á meðan hann lá banaleguna, en aðeins sex dagar eru milli afmælisdaga þeirra. Elsku Stebbi, þitt skarð verður ekki fyllt. En lífið heldur áfram og tíminn dregur úr sársaukanum. Ég vil þakka fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og fjölskyldu mína og hvað þú hefur verið okkur. Elsku Sigga, Björg, Steini, Sunna, Sigga Björg, Steinþór Örn og síðast en ekki síst Kristjana, sem nú syi’gir bróður sinn. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Megi Stefán hvíla í friði. Bjarnheiður. Elsku afi. Mig langar að minnast allra góðu stundanna sem við áttum saman. Þær stundir vora margar og era ómetanlegar. Margt baukuðum við saman, t.d. í skúrnum. Þar smíð- uðum við og skáram út alls kyns hluti, þú sást oftast um útskurðinn, en ég pússaði. Stundum fóram við líka í Kolaportið, en þar keyptirðu stundum eitthvað smálegt handa mér og hinum bamabörnunum. Kolaportið var staður sem þú kunnir að meta, enda fórstu oft þangað til að kaupa kartöflur, flatkökur og skoða gamla muni. Þú varst einnig snillingur í að búa til fiskibollur. Enginn bjó til jafn góðar bollur og þú. Stundum fékkst þú, afi, leigðan sumarbústað og fór ég þá oft með ykkur ömmu þangað. Skemmtilegt þótti mér að fara með þér að veiða, þá kom amma líka og hafði nesti meðferðis. Elsku afi, mig langar að þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig. Ég gleðst yfir að þú skyldir geta komið í ferminguna mína, en þá hefurðu verið orðinn veikur. Ég sakna þín mjög mikið, en ég veit að þér líður vel núna. Megir þú hvíla í friði. Þín, Elisa. í minningunni á ég mynd af Stef- áni, vörpulegur og glettinn í ein- kennisbúningi á rauða póstbílnum á áranum kringum 1960, þegar annar og öðravísi bragur var á Reykjavík og nágrenni, allt líkara sveit, vega- lengdir aðrar og meiri, hraðinn og streitan minni. Það er trú mín að Stefán eigi góða ~ heimkomu á himnum hjá alfóður og fyrh’hitti pabba minn, þar verður vinafundur. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Guð blessi minningu bræðranna Stefáns og Ama Kárasonar. Innilegar samúðarkveðjur í Mel- gerði til Siggu, barnanna og Krist- jönu. v* Axel B. Eggertsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.