Morgunblaðið - 08.05.1998, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.05.1998, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Vígsluathöfn á Melgerðismelum Nýtt stóðhestahús og reiðbrú NÝTT stóðhestahús, sem tekur 26 stóðhesta, verður tekið í notkun á Melgerðismelum í Eyjafjarðarsveit á laugardag og jafnframt verður þá vígð ný reiðbrú yfir Eyjafjarðará, að landsmótssvæðinu. Halldór Blöndai samgönguráð- herra mun fyrstur ríða yfir nýju brúna og mun hann væntanlega sitja stóðhestinn Garðar frá Litla- Garði. Með honum í för verða væntanlega Pétur Þór Jónasson, sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar, og Jakob Björnsson, bæjarstjóri á Akureyri, auk formanna hesta- mannafélaganna, Sigfúsai- Helga- sonar úr Létti og Armanns Olafs- sonar úr Funa, og Jóns Ólafs Sig- fússonar, formanns landsmóts- nefndar. Engin bilbugur á landsmótshöldunnnm Sigfús Helgason sagði engan bil- bug á landsmótshöldurum að finna þrátt fyrir áföll síðustu daga og vikna og landsmótið yrði glæsilegt. Vildi hann hvetja hestamenn og aðrir áhugamenn til að koma að Melgerðismelum á laugardag og skoða aðstöðuna. Athöfnin sjálf hefst kl. 19.30, en tækifæri gefst til skoðunar allan laugardaginn. Gígja í Samlaginu KYNNING á verkum Gígju Þórar- insdóttur hefst í Samlaginu, galleríi myndlista- og listiðnaðarfólks í Grófargili, á föstudag, 8. maí, og stendur til 15. maí. Gígja útskrifaðist árið 1991 frá Myndlista- og handíðaskólanum og hefur tekið þátt í samsýningum, m.a. á Húsavík og Akureyri. A kynningunni verða vatnslitamyndir unnar á þessu ári. Samlagið er opið frá kl. 14 til 18 alla daga. Húsnæði Heilsuhornsins Skipagötu 4, Akureyri, er til leigu frá og með 1. júní nk. Stærð ca 70 m2. Upplýsingar gefnar í síma 462 3088 kl. 19—21 næstu kvöld. fFramboðslistar við sveitarstjórnarkosningar í Eyjafjarðarsveit 23. maí 1998 E listi eflingar og framfara 1. Reynir Björgvinsson 2. Arnbjörg Jóhannsdóttir 3. Hannes Örn Blandon 4. Sigurður Eiríksson 5. Hörður Snorrason 6. María Tryggvadóttir 7. Sigurgeir Pálsson 8. Jófríður Traustadóttir 9. Ævar Kristinsson 10. Sigurbjörg Níelsdóttir 11. Aðalsteinn Hallgrímsson 12. Anna Ringsted 13. Hörður Guðmundsson 14. Birgir Þórðarson F listi Framsóknarfélags Eyjafjarðarsveitar og annars áhugafólks um sveitarstjórnarmál 1. Hólmgeir Karlsson 2. Valdimar Gunnarsson 3. Dýrleif Jónsdóttir 4. Aðalheiður Harðardóttir 5. Jón Jónsson 6. Gunnar Valur Eyþórsson 7. Hreiðar Hreiðarsson 8. Elísabet Skarphéðinsdóttir 9. Páll Ingvarsson 10. Björk Sigurðardóttir 11. Sigurgeir Hreinsson 12. Ólafur Theódórsson 13. Einar Grétar Jóhannsson 14. Kolfinna Gerður Pálsdóttir Yfirstjórn Eyjafjarðarsveitar 6. maí 1998. Auður Eiríksdóttir, Níels Helgason, Emelía Baldursdóttir. Morgunblaðið/Kristján DAVÍÐ Brynjar Franzson lýkur 8. stigi í trompetleik frá Tónlistar- skólanum á Akureyri. Tónlistarskólinn á Akureyri s Utskriftartónleikar Davíðs Brynjars ÚTSKRIFTARTÓNLEIKAR Davíðs Brynjars Franzsonar verða á sal Tónlistarskólans á Akureyri á morgun, laugardag- inn 9. maí og hefjast þeir kl. 13. Tónleikarnir eru síðari hluti lokaprófs Davíðs frá skólanum, en hann er nú að ljúka 8. stigi í trompetleik. Davíð hóf nám í trompetleik í Tónlistarskólanum á Akureyri árið 1984 og var fyrsti kennari hans Atli Guðlaugsson, en undan- farin ár hefur hann stundað nám hjá Sveini Sigurbjörnssyni. Þá hefur Davíð stundað nám í píanó- leik og tónfræðigreinum og auk þess lagt stund á kontrapunkt og tónsmíðar með góðum árangri hjá Roari Kvam, Hróðmari Inga Sigurbjörnssyni og Marek Pod- hajski. Hafa verk hans verið flutt á tónleikum á vegum skólans og síðastliðið haust tók hann þátt í „Ung nordisk musik“ og var verk hans fyrir einleiksflautu í 5 þátt- um flutt í Listasafni Islands og öllum ríkisútvörpum á Norður- löndum. Á efnisskrá tónleikanna á laugardaginn er Trompetaría úr „Jólaóratóríu" eftir J.S. Bach, Trompetkonsert eftir J. Haydn og Sónata eftir P. Hindemith. Meðleikari á píanó verður Helga Bryndís Magnúsdóttir og Man- fred Lemke bassasöngvari syng- ur með í einu verki. Handverks- sýning að Hrafnagili í sumar HANDVERKSSÝNING verður að Hrafnagili í Eyja- fjarðarsveit nú í sumar líkt og síðustu fimm sumur. Sýningin verður dagana 13. til 16. ágúst. Sýningin verður með áþekku sniði og undanfarin ár og verður lögð sérstök áhersla á líflegt útisvæði og að efla kynni meðal hand- verksfólks. Sveitarstjórn Eyjafjarðar- sveitar þykir ástæða til að árétta það að sýningin verður haldin í sumar vegna mis- skilnings sem fram kom í fréttabréfi Handverks og hönnunar, 1. tbl. 5. árg., en þar eru látnar í ljós efasemdir um að sýningin verði haldin. Skipuð hefur verið sýning- arstjóm og í henni eiga sæti Birgir Þórðarson, Guðrún Hadda Bjarnadóttir og Vaka Jónsdóttir. Handverks- sýning FÉLAG aldraðra í Eyjafirði heldur handverkssýningu í fé- lagsheimilinu Laugaborg á sunnudag, 10. maí frá kl. 13 til 17. Sýndir verða handunnir munir félagsmanna sem gerð- ir hafa verið á undanfórnum árum. Kaffiveitingar verða á staðnum. Messur LAUFÁSPRESTAKALL: Kyrrðar- og bænastund verð- ur í Svalbarðskirkju næst- komandi sunnudagskvöld, 10. maí, kl. 21. Aksjón Tveir listar í Mývatnssveit Björk, Mývatnssveit. í MÝVATNSSVEIT komu fram tveir listar til sveitarstjórnarkosn- inga 23. maí. Leifur Hallgrímsson skipar fyrsta sæti E-lista, í öðru sæti er Guðrún María Valgeirsdóttir, í þriðja Hulda Harðardóttir, fjórði Egill Stein- gn'msson, fimmti Ellert Aðalgeir Hauksson, sjötti Hrafnhildur Geirs- dóttir, sjöundi Kristín Halldórsdótt- ir, áttundi Ki-istján Steingrímsson, níundi Guðbjörg Þorvaldsdóttir og tíundi Pálmi Vilhjálmsson. Birkir Fanndal Haraldsson skipar efsta sæti O-lista. í öðru sæti er Yngvi Ragnar Kristjánsson, þriði Pétur Bjami Gíslason, fjórði Kol- brún Ivarsdóttir, fimmti Sigrún Sverrisdóttir, sjötti Jóhann Böðvars- son, sjöundi Sverrir Karlsson, átt- undi Jóhanna Njálsdóttir, níundi Þorlákur Páll Jónsson og tíundi Hólmgeir G. Hallgrímsson. Á kjörskrá eru 343. Föstudagur 8. maí 21.00 ►Níubíó - Roswell Sumarið 1947 eiga sér stað skrítnir atburðir í smábænum Roswell í Nýju-Mexíkó sem eiga eftir að draga dilk á eftir sér. Sagan af mögnuðustu yfirhylmingu aldarinnar og manninn sem þorði að segja sannleikann. Áðalhlutverk Kyle Maclachlan og Martin Sheen. 1994 HAFÐU SAMBAND! Allar nánari upp- lýsingar veita sölu- og þjónustufulltrúar auglýslngadeildar Morgunblaðsins en þeir verða á skrifstofu Morgun- blaðsins á Akureyri í Kaupvangsstræti 1 dagana 5.-7. mai nk. oc * (O 0C < ö z </) í tengslum við vöru- og þjónustusýninguna í fþróttahöLlinni á Akureyri dagana 15.-17. maí nk. gefiir Morgunblaðið út sérstaka sýningarskrá sem mun fylgja sérblaðinu Daglegu lífi. Skránni verður dreift á öllu dreifingarsvæði blaðsins frá Hvammstanga og austur á Egilsstaði og á sýningunni. Þá verður Morgunblaðinu dreift inn á öli heimili á Akureyri fostudaginn 15. maí nk. Daglegt líf verður þennan dag helgað fjölbreyttu mannlífi á Akureyri með margvíslegum viðtölum og greinum. Pantana- og skilafresíur auglýsinga er til kl. 12.00 föstudaginn 8. maí. Símanúmer á skrifstofu Morgunblaðsins á Akureyri er 461 1600, bréfasimi 461 1603 • Simanúmer í söludeild sérauglýsinga er 5691111, brélasími 569111 o
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.