Morgunblaðið - 08.05.1998, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.05.1998, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Flugmálastjóri um flugmálahandbók Þing Samiðnar var sett í gær Ymsar upplýsingar ein- göngu gefnar út á ensku „FLUGMÁLASTJÓRN hefur ára- tugum saman stundað þá útgáfu- starfsemi sem hér um ræðir. Flug- málahandbókin er gefín út á ensku, auk íslensku útgáfunnar enda birt- ast í henni upplýsingar sem aðilum sem ekki skilja íslensku er nauð- synlegt að geta tileinkað sér,“ sagði Þorgeir Pálsson flugmálastjóri. í frumvarpi til laga um loftferðir seg- ir að ákvarðanir Flugmálastjómar, sem teknar eru á grundvelli lag- anna og birtist ekki í Stjómartíð- indum, megi vera á ensku eða ís- lensku eftir því sem við eigi. Flugmálastjóri segir það misskiln- ing að reglur sem þýddar hafí verið hingað til verði framvegis birtar á ensku. „Ýmsar þessar upplýsingar era þó eingöngu á ensku í báðum þessum útgáfum, til að mynda upp- lýsingar um aðflug að flugvöllum og fjarskipti. Þetta fyrirkomulag hefur reynst vel hingað til enda varða fyrirmælin einkum þröngan hóp sérhæfðra starfsmanna sem nota ensku í sínum daglegu störf- um. Astæða þess að nú er aflað formlegrar lagaheimildai- til útgáf- unnar er sú að stjómvöld töldu rétt að tryggja grandvöll slíkrar út- gáfu, einkum vegna aukins alþjóða- samstarfs." Þá segir flugmálastjóri að ís- lensk flugstarfsemi á alþjóðlegum vettvangi og þátttaka íslands í al- þjóðlegu samstarfí útheimti að flugrekstrarhandbækur íslenskra flugrekenda séu á ensku. „Ástæðan er m.a. sú að erlendir eftirlitsaðilar verða að geta lagt mat á reksturinn og hvemig íslensk stjórnvöld standa að úttekt á rekstrinum, en handbækur þessar geyma lýsingu á því hvernig að honum skuli stað- ið. Þessar handbækur era staðfest- ar af Flugmálastjórn og eru því í raun staðfestar starfsreglur sem flugmenn og flugrekendur nota við dagleg störf sín,“ segir Þorgeir Pálsson og gat þess að flugrekstr- arhandbækur Flugleiða, íslands- flugs, Atlanta og MK-flugfélagsins væra ritaðar áensku. „Kjarni málsins er sá að hér er ekki um réttarreglur að ræða sem ætlað er að binda ótiltekinn fjölda manna og þær varða fyrst og fremst nánari útfærslu á fram- kvæmd laga og reglna sem birtar era í Stjórnartíðindum. Þær eru því skör lægra settar en reglugerð- ir og önnur slík stjórnvaldsfyrir- mæli og era ekki refsiheimildir eins og prófessor Sigurður Líndal bendir á í frétt Morgunblaðsins." Flugmálastjóri sagði að lokum að aldrei hefði staðið til að birta ís- lensk stjómvaldsfyrirmæli á borð við reglugerðir eingöngu í útgáfum Flugmálastjórnar enda standi ákvæði framvarps til loftferðalaga ekki til þess. „Það mun hins vegar sjálfsagt álitamál hverju sinni hvenær það muni teljast réttlætan- legt að birta fyrirmælin eingöngu á ensku í flugmálahandbókinn eða hvort rétt þyki að birta þau í Stjómartíðindum eins og raunar kemur einnig fram hjá prófessor Sigurði Líndal í fréttinni." Meginreglan að upplýsingarnar séu á íslensku „Meginreglan er sú að þessar upplýsingar séu á íslensku en hitt er það að út eru gefnar mjög um- fangsmiklar reglur sem ekki er þörf á að þýða vegna eðlis málsins því ekki þurfa svo margir að fjalla um þau eða kynna sér,“ sagði Ein- ar K. Guðfinnsson alþingismaður. Hann er jafnframt formaður sam- göngunefndar sem hefur fjallað um framvarp til laga um loftferðir. Hann taldi þýðingu útgáfu þessar- ar iyrir íslenskt mál ekki svo mikla og hér væri alls ekki væri verið að hverfa frá þeirri meginreglu að lög væra birt á íslensku. Hann vildi líka benda á í framhaldi af ummæl- um formanns FÍA í Morgunblaðinu í gær að þingið og samgöngunefnd hefðu fjallað ítarlega um framvarp- ið og að kallað hefði verið eftir um- sögnum fjölmargra aðila. Fram- varpið hefði líka tekið ýmsum breytingum í framhaldi af þessum umsögnum. Hann sagði framvörp sjaldnast taka neinum breytingum að ráði við þriðju umræðu. Morgunblaðið/Ásdís Slysavarnir á nýrri öld Tók lagið eftir langt hlé FRAMBJÓÐENDUR fyrir sveit- arstjórnarkosningarnar eru á ferð og flugi um þessar mundir. Júlíus Vífill Ingvarsson heim- sótti elliheimilið Grund í gær- morgun og tók lagið. Svo skemmtilega vill til, að einmitt þar söng hann í fyrsta sinn opinberlega fyrir 25 árum. Júhus Vífill var atvinnusöngvari um nokkurt skeið en hefur ekki sungið opinberlega í 10 ár. • • Orn ekki í endurkjöri ÖRN Friðriksson, fráfarandi for- maður Samiðnar, sagði í setning- araæðu sinni við upphaf annars þings samtakanna í gær að þingið þyrfti að skýra áherslurnar í um- ræðum um skipulag og starfs- hætti, þar með talið væri hlutverk og verkaskipting milli aðildarfé- laga Samiðnar og ASÍ. Örn lýsti því yfir að hann hefði ákveðið að draga sig nokkuð til hlés í verkefn- um fyrir sambandið og gæfi ekki kost á sér til áframhaldandi for- mennsku Samiðnar eða til mið- stjórnarsetu. Menntamál settu svip á umræð- ur við setningu þings Samiðnar í gær og fjallaði Grétar Þorsteins- son, forseti ASI, m.a. um þau mál í ávarpi sínu. Hann sagði að í auk- inni menntun væri að finna helsta sóknarfærið til bættra kjara. Grétar sagði verkalýðshreyfíng- una leggja áherslu á bætt lífskjör í víðum skilningi. Vék hann að yfír- standandi vinnudeilu í Danmörku og sagði kröfu dansks verkafólks ekki vera um fleiri krónur í um- slagið, heldur krefðist það aukins frítíma. Guðmundur Gunnarsson, for- maður Rafiðnaðarsambandsins, sagði fulltrúa íslenskrar verkalýðs- hryefíngar hafa kynnst nýjum við- horfum í samningum við erlenda rekstraraðila Norðuráls. Þar væru starfsmennirnir settir í öndvegi enda vissu þeir stjómendur sem næðu bestum árangi'i í rekstri er- lendis, að fyrirtækin sem slík væru einskis virði án vel menntaðs og hæfs starfsfólks. Gagmýndi hann harðlega stöðu iðn- og starfs- menntunar hér á landi og sagði sorglegt að horfa á Iðnskólann í Reykjavík kominn í þá stöðu að þar væri þrefalt meira fall á sveinsprófí en að jafnaði hjá öðram iðn- og verkmenntaskólum. ♦ ♦♦ Kosningavaka D-listans í kvöld D-LISTINN efnir í kvöld kl. 20.30 til kosningavöku á Kaffi Reykjavík undir heitinu Söngur & sveifla og alvara lífsins. Ávörp flytja Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, Ásdís Halla Bragadótt- ir og Guðlaugur Þór Þórðarson. Egill Ólafsson, Tríó Bjöms Thoroddsen, Viðar Jónsson og Brassbandið skemmta. Formaður LÍÚ um olíuverð til fískiskipa Málþing Slysavamafélags íslands í Borgarnesi, laugardaginn 9. maí, kl: 10.00 -16.00 íHótel Borgamesi. Ábyrgð og öryggismá! í íþrótta-, félags- og tómstundastarfi Erindi flytja: Reynir Karlsson, deildarstjóri í menntamála- ráðuneytinu, Stefán Bjarkason, íþrótta- og tómstunda fulltrúi Reykjanesbæjar, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Ásgerður Halldórsdóttir, viðskiptafræðingur, fyrir ÍSÍ/ UMFÍ, Gauti Grétarson, sjúkraþjálfari, fyrir heilbrigðisnefnd ÍSÍ, íris Grönfeldt, íþróttafræðingur, fyrir UMSB og Sigurjón Sigurðsson, læknir, fyrir Tryggingastofnun ríkisins. Að loknum erindum verða pallborðsumræður, Klara Þórhallsdóttir, fyrir Æskulýðsráð rfkisins. Fundarstjóri: Anna Ólafsdóttir. Lára Helgadóttir, varaforseti SVFÍ og formaður slysavarnaráðs, mun setja þingið. Málþingið er unnið í samvinnu við Menntamálaráðuneytið, íþrótta- og Ólympíusamband fslands, Ungmennafélag fslands og Æskulýðsráð ríkisins. Viðskiptahættir olíufélag- anna sérkennilegir KRISTJAN Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra útvegs- manna, segir ekki skrítið að olíu- verð hér sé hátt ef olíusala til fiski- skipa eigi að standa undir rekstri bensínstöðva sem sýnist „byggðar til að afgreiða pylsur allan sólar- hringinn en ekki til að þjóna þeim viðskiptum sem tilheyra þessum ol- íustöðvum". Skýringar forstjóra olíufélag- anna þriggja á miklum verðmun á olíu til fiskiskipa hér á landi og í Færeyjum voru bornar undir Kri- stján í gær. Hann sagði að LIU hefði dregið upp línurit sem sýndi verðbreytingar í Rotterdam allt síðasta ár og fram til dagsins í gær og á því kæmi greinilega fram hvað dregið hefði í sundur, „að verðið hér hefur ekki fylgt verðbreyting- um til lækkunar en hins vegar mjög vel til haga haldið þegar það er til hækkunar". Kristján segir að verðlisti hljóti að lýsa verðbreytingum frá einum tíma til annai-s þótt afsláttur sé gefínn frá verðlista. Bent hafí verið á að oliu- verð hér sé 5-6 krónum hærra á hvem lítra en fáist í kaupum á ein- stök skip í erlendum höfnum. Hann segir það sérkennilega viðskipta- hætti ef ekki sé hægt að ná betri kaupum þegar gerð séu heild- söluinnkaup fyrir öll not um allt landið heldur en fáist íyrir einstök skip í erlendri höfn vegna þess að magnið hljóti að skipta miklu máli í slíkum viðskiptum. Sýnist vera maðkur í mysunni „En það sem ég harma í þessum svöram forstjóranna er að þeir telja þennan verðmun eðlilegan. Það fínnst okkur benda til að maðkur sé í mysunni, sérstaklega þegar þeir lýsa því að afkoma olíufélaganna gefí ekki tilefni til verðlækkana. Það blandast ýmislegt í það eins og byggingar bensínstöðva sem við sjá- um hér á Reykjavíkursvæðinu jafn- aðar við jörðu einn daginn og byggð- ar upp næsta dag mörgum sinnum stærri og með meiri íburði en al- mennt þekkist í slíkum viðskiptum þar sem maður kemur í útlöndum, enda sýnast þessar bensínstöðvar byggðar til að afgreiða pylsur allan sólarhringinn en ekki til að þjóna þeim viðskiptum sem tilheyra þess- um olíustöðvum. En ef þeh- miða við að olíusala til fiskiskipa eigi að bera uppi þennan kostnað þá er von að ol- ía sé dýrari á íslandi en annars stað- ar,“ sagði Kristján Ragnarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.