Morgunblaðið - 21.05.1998, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Sumarlokanir sjúkrahúsa í Reykjavík
Með svipuðu móti og
þær voru á liðnu ári
SUMARLOKANIR sjúkra-
húsanna í Reykjavík verða með
svipuðu móti nú og í fyrra. Hjá
Ríkisspítulunum er gert er ráð
fyrir að heildarlokanir á öllu árinu
1998 nemi tæplega 16.300 legudög-
um eða um 6,4% af hámarkslegu-
dagafjölda. A Sjúkrahúsi Reykja-
víkur liggja ekki fyrir endanlegar
ákvarðanir um lokanir á öllum
sviðum en Erna Einarsdóttir,
hjúkrunarforstjóri þar, kveðst
reikna með að þær verði með
svipuðu sniði og síðastliðin ár. Á
báðum sjúkrahúsunum er þó gerð-
ur fyrirvari um breytingar, ekki
síst í ljósi þeirrar óvissu sem enn
rikir vegna uppsagna hjúkrunar-
fræðinga.
Á Ríkisspítulunum verður held-
ur meira um lokanir á lyflækn-
ingasviði en áður, að sögn Önnu
Stefánsdóttur hjúkrunarforstjóra,
Heildarlokanir
1998 áætlaðar
16.300 legudagar
en heldur minna verður aftur um
lokanir á öðrum sviðum og nefnir
hún þar sérstaklega geðlækninga-
sviðið.
Á geðlækningasviði verður öllum
rúmum á deild 26 lokað frá 7. júní
til 18. júlí, deild 32C verður alveg
lokuð 19. júlí til 29. ágúst, deild 13
sömuleiðis frá 4. júní til 16. júlí og
Teigur verður lokaður frá 3. júlí til
10. ágúst. Þá verður átta rúmum
lokað á legudeild Bama- og ung-
lingageðdeildar 15. júní til 1. sept-
ember, dagdeildin þar verður alveg
lokuð 5. júlí til 8. ágúst og dagdeild
á Skafti verður sömuleiðis lokuð
28. júní til 4. ágúst.
Á lyflækningasviði verður
húðlækningadeild á Vífílsstöðum
lokuð 15. júní til 23. ágúst, hjúkr-
unardeild á Vífilsstöðum 5. júlí til
16. ágúst, lyflækningadeild 11A21.
júní til 30. ágúst og 11B 5. júlí til 9.
ágúst.
Þá verður deild 12G á hand-
lækningasviði alveg lokuð 1. júní
til 30. ágúst og ellefu rúmum
verður lokað á deild 21A á kven-
lækningasviði 31. maí til 6. sept-
ember. Á bamalækningasviði
verður fjómm rúmum lokað á
lyflækningadeild 12E 1 frá 28.
júní til 6. september, tólf rúmum
á dagdeild 12E 2 frá 29. júní til 5.
september, þrettán rúmum verð-
ur lokað á bamaskurðdeild 13 E 3
frá 28. júní til 1. ágúst og á ung-
barnadeild 13E 4 verður tólf rúm-
um lokað 2. ágúst til 6. septem-
ber.
Skynmatsaðferðir fyrir fiskeldi
Skynfæri not-
uð til að meta
gæði fisks
Þyrí Valdimarsdóttir
Skynmatsaðferðir fyr-
ir fiskeldi er yfir-
skrift norrænnar ráð-
stefnu sem haldin verður
hér á landi dagana 22. og
23 maí. næstkomandi.
Þyrí Valdimarsdóttir
sem hefur unnið að skipu-
lagningu ráðstefnunnar
var beðin að útskýra hvað
skynmat væri.
„Það er kerfisbundið
mat á lykt, bragði, útliti og
áferð matvæla. Skynfæri
mannsins, sjón-, lyktar-,
bragð-, snerti- og heyrn-
arskyn er notað til að meta
gæði matvæla."
Þyrí segir að skynmat á
fiski hafi verið notað hér á
landi í áratugi og á árum
áður var allur fiskur sem
seldur var metinn og verðlagður
eftir ferskleika.
- Hvernig lítur ferskur fiskur
út?
Roðið á að vera frísklegt og
skært og holdið á ekki að gefa
eftir þegar þrýst er á það. Augu
fisks eru tær ef hann er ferskur
en síðan verða þau hvít, gráleit
og sokkin.
Tálknin eru mikilvægur
gæðaþáttur. Lykt, slím og litur
þeirra breytist. Fyrst er litur
tálkna rauður en hann verður
brúnleitur með tímanum. Lyktin
af tálknunum er fersk þörunga-
skelfiskslykt þegar fiskur er
ferskur en verður þurr, úldin og
af þeim leggur brennisteinslykt
þegar fiskurinn er of gamall."
-Eitt af viðfangsefnum ráð-
stefnunnar eru gæðamælingar á
físki?
„Fyrri daginn tökum við íyrir
gæðamælingar á fiski eða þær
aðferðir sem eru notaðar til að
meta gæði eins og skynmat,
efnamælingar og tækjamæling-
ar. Þar verður m.a. sagt frá einu
tæki ,Rafnefi, en það getur metið
á stuttum tíma efni sem myndast
við niðurbrot fisksholds. Tækið
hefur verið þróað á RF í sam-
vinnu við Element
skynjaratækni.
Þá verður sagt frá svokallaðri
gæðastuðulsaðferð. Hún er
sniðin fyrir hverja fisktegund og
felur í sér að hver gæðaþáttur
eins og t.d. lykt er skráður sér-
staklega og gefin einkunn eftir
vægi þáttarins. Einkunnirnar
eru síðan lagðar saman í svo-
kaUaðan gæðastuðul."
Þyrí segir að að-
ferðin byggist á vel
þekktum gæðaþáttum
sem skilgreindir voru
fyrir áratugum og eru
í sjálfu sér ekki mjög
frábrugnir eldri aðferðum fersk-
fiskmats sem byggja flestar á
svonefndri gæðaflokkun.
- Verður ekki einnig fjallað
um rannsókn þar sem aðferðir
voru þróaðar til að meta gæði
bleikju til útflutnings?
„Jú það er ný rannsókn sem
Rannsóknastofnun fískiðnaðar-
ins, Rannsóknastofnun land-
búnaðarins og einkaaðili standa
að, styrkt af Rannsóknaráði Is-
Iands. Fimm fiskvinnslustöðvar
sem framleiða bleikju tóku þátt í
henni en Islendingar eru stærstu
bleikjuframleiðendur í heimi og
flytja mest til Bandaríkjanna og
Evrópu."
Þyrí segir að í rannsókninni
hafi verið borið saman skynmat
hér heima og skynmat kaupand-
► Þyrí Valdimarsdóttir er
fædd í Reykjavík árið 1957.
Hún útskrifaðist sem matvæla-
fræðingur frá Háskóla íslanda
árið 1981 og lauk Teknisk
Licentiat prófí frá Lundi í
Svíþjóð.
Hún starfaði um árabil á
Rannsóknastofnun landbúnað-
arins en árið 1997 var hún
ráðin til starfa hjá Rannsókna-
stofnun fiskiðnaðarins.
Þyrí hefur frá árinu 1991
starfað sem fulltrúi fslands á
matvælasviði í NJF sem eru
norræn samtök rannsóknar-
manna á landbúnaðarsviði.
Innan NJF starfar vinnuhóp-
ur sem skipuleggur skynmats-
ráðstefnur sem tengjast land-
búnaðarafurðum. Þyrí starfar
í þeim hópi fyrir íslands hönd.
Eiginmaður hennar er Egg-
ert Eggertsson lyfjafræðingur
og eiga þau þrjú börn.
ans sem í þessu tilfelli var Aqu-
anor Marketing í Bandaríkjun-
um. „Niðurstöðumar verða nýtt-
ar til að hanna gæðastuðulsað-
ferð.
Niðurstöður rannsóknarinnar
leiddu í ljós að gott samræmi er
milli matsins hér heima og hjá
kaupandunum en þó leggur
kaupandinn áherslu á þætti sem
þarf að skoða betur, eins og
roðlit.
- Fiskeldi verður líka umfjöll-
unarefni á ráðstefnunni?
„Já, seinni daginn fjöllum við
aðferðir við fiskeldi og
markaðssetningu
fisks.“ Þyri bendir á að
eitt erindið sé um áhrif
streitu og slátrunar-
hitastigs á gæði lax.
Streita og slátrunar-
hitastig hefur áhrif á
bragð, áferð og geymsluþol lax.
Þá verður fjallað um slátrun á
bleikju en margir þættir spila
þar inn í sem geta haft áhrif á
gæði fisksins. Siðan verður
fjallað um regnbogasilung og
sagt frá hvaða áhrif mismunandi
fóður og svelti hefur á skynmats-
gæði. Þá verður komið inn á
markaðssetningu ferskrar
bleikju í Bandaríkjunum en góðri
hlutdeild hefur verið náð á
markaðnum þar.“ Að lokum seg-
ir Þyrí að norskur sérfræðingur
sé með erindi um hvernig
smásalinn getur haft áhrif á
markaðsetningu og sölu fisks.
Ráðstefnan verður haldin í
Komhlöðunni og farið verður í
heimsóknir í fyrirtæki í tengslum
við hana.
um
Stærstu
bleikjufram-
leiðendur í
heimi