Morgunblaðið - 21.05.1998, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 21.05.1998, Blaðsíða 70
70 FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EINAR ÁRNASON frá Stóra Hrauni, Minni-Grund, áður Hólmgarði 1, lést á Borgarspítalanum þriðjudaginn 19. maí. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju miðviku- daginn 27. maí kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á líknarstofnanir. Ingibjörg Einarsdóttir, Þórir Þórðarson, Sigurður L. Einarsson, Guðbjörg Friðriksdóttir, Anna María Einarsdóttir, Gústaf Guðmundsson, Árni Einarsson, Ragnhildur Nordgulen, Sigurbjörg Einarsdóttir, Eyþór Árnason, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær faðir okkar, tengdafaöir, afi, langafi og bróðir, EGGERT BOGASON, húsgagnasmiður, Dalhús 3, lést á Borgarspítalanum þriðjudaginn 19. maí. Bogi Eggertsson, Guðmundur Eggertsson, Hólmfríður Eggertsdóttir, Stefanfa Eggertsdóttir, tengdabörn, barnabörn, barnabamabörn og systkini hins látna. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SÓLVEIG BERGÞÓRA ÞORSTEINSDÓTTIR, Baughóli 26, Húsavik, lést á Sjúkrahúsi Þingeyinga föstudaginn 15. maí. Útför hennar fer fram frá Húsavíkurkirkju föstudaginn 22. maí og hefst athöfnin kl. 14.00. Bðm, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RAGNHILDUR GUÐMUNDSDÓTTIR frá Seyðisfirði, Skúlagötu 40, Reykjavfk, sem andaðist á hjúkrunarheimilinu Eir föstudaginn 15. maí sl., verður jarðsungin frá Fossvogskapellu föstudaginn 22. mal kl. 10.30. Anna Þóra Benediktsdóttir Manger, Arnold Manger, Guðmundur Benediktsson, Ásthildur Þórðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær dóttir okkar, ÁSTA GUÐRÚN listmálari, er látin. Sjöfn Halldórsdóttir, Eyvindur Erlendsson og fjölskyldan. + SVEINN GUÐMUNDSSON fyrrv. kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðárkróki, síðast til heimilis í Vfðigrund 45, Kópavogi, lést þriðjudaginn 12. maí sl. Jarðarförin fer fram frá Dómkirkjunni föstu- daginn 22. maí kl. 10.30. Börn, tengdaböm og barnabörn. EINAR J. GÍSLASON Gíslason féll frá dreymdi hann draum. Hann dreymdi að hann væri að fara í langt ferðalag og það lagðist vel í hann. Hann hafði aldrei verið verkkvíðinn maður. Þegar hann vaknaði mundi hann drauminn vel og velti honum fyrir sér, en áður en maður leggur í löng ferðalög þá sinnir maður því brýnasta heima- fyrir. Hann fór og kaus utankjör- staða í borgarstjómarkosningun- um, því þar lá mikið við að hans mati. Þegar Guðni sonur hans sagði mér þetta vorum við sammála um að þetta hefði ekki verið tilviljun frekar en annað sem Einar gerði. Hann var á vegum aflsins sem var hægt að treysta. Þetta minnti mig á það þegar Albert stofnaði Borgara- flokkinn 1987. Þá fór hann til Ein- ars í Betel og bað hann að koma í Borgaraflokkinn og vinna með sér. „Það kemur ekki til greina," svaraði Einar að bragði, „ég myndi aldrei svíkja Sjálfstæðisflokkinn frekar en söfnuðinn minn. Ég er í fimmta lið frá Fjalla-Eyvindi og við höfum allir verið sjálfstæðismenn." Þetta var Einari líkt, næmari en flestir aðrir og aldrei efaðist hann um sjálf- stæðið og frelsið sem Fjalla-Ey- vindur barðist fyrir gegn nið ald- anna. Einar var hrífandi persónuleiki, einhver mesti prédikari aldarinnar á íslandi, eða man einhver núlifandi eftir öðrum eins, nema Sigurbimi biskupi og Olafi kristniboða og Gústa Guðsmanni, þótt hver væri með sitt afgerandi svipmót. Einar var rómaðui* prédikari á Norður- löndum og ef land eins og Bandarík- in hefði verið svo lánsamt að eignast hann þá hefði hann sómt sér vel í flokki með Billy Graham og hinum strákunum sem hafa staðið allt af sér. Einar sagði alltaf allt, hann hafði ekkert að fela. Stundum virkaði það eins og of mikil ein- lægni, en hann smíðaði úr því öllu og úr varð hreinlyndi og falslaus veröld, nokkuð sem mikill skortur er á í tíðaranda dagsins í dag. Hann var stundum harðskeyttur og gaf ekkert færi á að semja um hviklyndi og kvalalosta yfirgangsmanna. Það Ijótasta sem hann sagði um menn var að þeir væru drekasæði, það voru kommúnistar. Fyrri hluta ævinnar bjó Einar og starfaði í fæðingarbæ sínum, Vest- mannaeyjum, sem sjómaður, út- gerðarmaður, vélstjóri, eftirlitsmað- ur björgunarbáta og safnaðarleið- togi í Betel. Guðný fyrri kona hans dó við bamsburð, en seinni kona hans, Sigurlína, lifir mann sinn. Báðar afburða konur, glæsilegar og gáfaðar og hlýleikinn uppmálaður, böm þeirra mannkostafólk sem sver sig að fullu til ætta. Seinni hluta ævinnar bjó Einar og starfaði í Reykjavík, lengst af sem safnaðar- Ieiðtogi Hvítasunnumanna. Hvar sem hann fór skildi hann eftir sig djúp spor og eftirminnileg vegna geislunar sinnar. Hann hafði ótrú- legt minni. Fyrir 20 áram sat ég á samkomu hjá honum og skrifaði niður ræðu hans, en hann talaði alltaf blaðalaust, innblásinn af heilögum anda. Tólf áram síðar notaði ég kafla úr ræðu hans í viðtal sem ég tók við hann í Morgunblaðið. Þegar hann las viðtalið yfir staldraði hann við þennan stutta kafla úr gömlu ræðunni sem hann vissi ekki að ég hafði punktað niður og sagði: IHA.ddi, það vantar eina setningu inn í ræðuna,“ og svo kom hún. Þetta var alveg rétt, ég hafði sleppt einni setningu viljandi, en hún fór ekki framhjá honum. I þessu sem svo mörgu öðra var hann eins og fjölfræðibók. í rauninni fór Einar í Betel aldrei frá Eyjum, hann var hluti af dag- legu lífi Eyjamanna og sögumar af honum era í senn þjóðsögur og helgigripir, því það er einhvem veg- inn boðskapur í þeim öllum. Eg hafði sérstakt leyfi hans til að segja sögur af honum og herma eftir hon- um, því stfll hans var svo sjaldgæfur að það var hluti af lífsmelódíunni. Það var stórkostlegt að eignast vináttu hans og traust, það er nesti sem fylgir manni ævina alla. Orðbragð hans var svo tært, ís- lenskan meitluð, hugsunin klár. Ég spurði hann einu sinni í viðtali hvað væri það besta sem Guð hefði skapað. „Konur og feitt kjöt,“ svaraði hann að bragði og meinti það að sjálfsögðu. Fyrir skömmu kom ég til hans og hann dásamaði lífið, kunni ekki annað og hann sagði að sér liði svo vel, Lína annaðist sig, hann hefði söfnuðinn sinn og kysi Sjálfstæðisflokkinn og Lína gerði það meira að segja líka þótt hún væri af framsóknarkyni. „Hvers get ég óskað mér meira?" sagði hann og brosið geislaði. En nú er hann farinn í ferðina miklu, rétt fyrir svartfuglaeggin. Það var synd, en ugglaust kemur hann við á lang- víubælum eilífðarinnar. En kaus áð- ur, hugsið ykkur. Þeir sem það at- kvæði fá tapa ekki kosningu, hvem- ig sem allt fer, því í þessari vissu býr tónn eilífðarinnar og sigur- gleðinnar yfir því sem manni er trúað fyrir. Fyrir mörgum áram var ég sem blaðamaður í Keflavík um áramót. Þá átti að brenna gamlan Eyjabát á áramótebáli, Gæfuna VE, sem Ein- ar og Óskar bróðir hans og jafnoki höfðu átt. Rattið var í bátnum og ég fékk að hirða það. Nokkrum áram síðar sá Einar stýrishjólið heima hjá mér og segir með undrun í röddinni: „Ertu með Gæfurattið, Addi, það er frábært, ég hélt það væri glateð. Addi, er þér það fast í hendi?“ Ég kvað svo ekki vera og Einar hélt áfram: „Já, þetta var stórkostlegt ratt, það þurfti nánast aldrei að taka á því, Addi, hönd Drottins sá um að stýra beint þangað sem fiskurinn var og þetta var áhyggjulaust, maður rétt greip í það stöku sinnum til þess að vera með. Addi, er þér það mjög fast í hendi?“ „Nei, nei,“ svaraði ég, „en ég hugsaði það þannig, Einar, að það væri gott fyrir brokkgengan mann eins og mig að hafa hjá mér ratt sem þið Drottinn hefðuð stýrt með saman.“ ,Addi,“ sagði Einar og hugsaði sig um stundarkom, „hafðu það.“ Líf Einars í Betel var blessað. Hann var fyrst og fremst maður hjálpræðisins á akrinum óendan- lega. Hann var kristniboðinn sem kunni að sá í hugsunina og nú er hann á heimleið. Þar verður fógnuð- ur og okkur er ætlað að fagna líka, því besta ferðin af öllum er heim- ferðin. Árni Johnsen. Ungur að áram heyrði Einar Jóhannes Gíslason rödd sem sagði „fylg þú mér!“. Það var í fiskibæn- um Vestmannaeyjum og leiksviðið, Genesaretvatnið, var hið svalsalta Atlantshaf. Við það hófst ferill eins merkasta prédikara sem ísland hefur átt, raustar sem óbifanlega vísaði þjóðinni til betri leiðar á Guðs veg- um. Fyrsti starfsvettvangur prédik- arans var í Betel í Vestmannaeyjum en síðar í Fíladelfíu í Reykjavík á þriðja áratug. Nú hefur Einar lagt úr höfn í hinsta sinni og haldið á hin djúpu mið til órjúfanlegrar sam- fylgdar við fiskimanninn góða, sem hann átti svo gott samstarf við í meira en hálfa öld. Bakgrunnur Einars í sjómennsku og seinna sauðfjárrækt tengdi hann náttúranni með einstökum hætti. Gaman gat verið að hitta Einar í kindastússi á Amarhóli í Vest- mannaeyjum; lífsgleði hans var ein- stök og snarpur húmorinn naut sín þegar hann lagði út af kollóttri gimbrinni eða sauðþráum hrútnum. Fyrir Einari vora skepnumar allar gæddar persónueiginleikum og hann gat vitnað í og höfðað til mannlegra eiginleika í hegðun þeirra og tilveru. f sálgæslunni gat Einar óspart vitnað til eigin reynslu af sjó og landi. Hann var meistari dæmisögunnar. En Einar fékkst ekki ein- vörðungu við björgun sálna. Örygg- ismál sjómanna vora honum hug- leikin og hann var um árabil skoðunarmaður öryggistækja á bát- um í Vestmannaeyjum. Sem sjómaður hafði hann kynnst hætt- um Ægis og komist í hann krappan, en Einar og Óskar bróðir hans gerðu út vélbátinn Gæfuna frá Eyj- um um árabil. Margar skemmtileg- ar sögur eru sagðar af útgerð þeirra bræðra, kappsfullri sjómennsku þegar siglt var nærri heljar slóð, og viðskiptum við Landhelgisgæsluna þegar þeir fóru nærri landhelg- islínu. Sá siður var lengi á sjómanna- daginn í Vestmannaeyjum að Einar veitti fyrir hönd sjómannadagsráðs öldnum sjómönnum viðurkenningu fyrir unnin störf. Veitingin fór fram við minnismerkið í garði Landa- kirkju. Við það tilefni gat Einar tvinnað saman reynsluheim sinn sem sjómanns og hátíðastund sjó- mannadagsins og ræðumar á sjó- mannadaginn urðu margar fleygar og til umræðu mörg ár á eftir. Þeg- ar Einar heiðraði eitt sinn aldinn sjómann gat hann þess að margan fiskinn hefði öldungurinn úr sjó dregið á langri lífsleið. Svo horfði Einar rannsakandi til himins og bætti því við að allra besta dráttinn hefði heiðursmaðurinn fengið þegar hann gekk að eiga konu sína indæla á árunum eftir stríð. í pönnuköku- kaffinu eftir athöfnina spurði ein- hver hann um meintan orðaleikinn sem Einar svaraði með undranar- svip. Éinar nýtti vel reynslu sína af námi í biblíuskóla í Svíþjóð. Hann var fljótt fær í sænskunni og var í raun mikill málamaður. Hann túlkaði oft ræður erlendra gesta í Ffladelfíu og gerði það svo að ræð- an fékk nýja vængi og tók hærra flug en ræðumanninn sjálfan hafði órað fyrir og styrkti þannig ræðuna verulega. Einar hafði einstaka þrumuraust og í henni mátti greina syngjandi tón ef til vill af sænskum toga sem jók áhrif hennar og áherslur þannig að eftir var tekið. I ræðum sínum naut hann yfírgrips- mikillar þekkingar á biblíunni en safn Einars af gömlum útgáfum hennar var einstakt. A menntaskólaáram mínum höfð- um við strákamir sér deild í „Mann- vitsfélaginu" sem fjallaði um orðfæri, mælsku og rökræðu Einars í Betel. Þegar við Bergþóra fóram til náms erlendis að loknu stúdentsprófi heimsóttum við Einar og sögðum honum ráðahaginn. Það var í skrifstofu Einars í Fíladelfíu. Einar bað fyrir og blessaði ferð okkar af einstakri einlægni og orð hans urðu okkur veganesti í áratug á erlendri grand. Áherslur hans og andlegur móður standa okkur enn lifandi fyrir hugskotssjónum. Ég veit að Einari verður búin sér- stök vist í nýjum heimkynnum. Ein- ar virtist vita upp á hár hvenær hann yrði kallaður burt og beið þess tíma með þolinmæði. Síðasta verald- lega skyldan sem hann óskaði eftir að inna af hendi nokkram stundum fyrir andlátið var að fara og kjósa „sinn mann“ utan kjörfundar í borg- arstjómarkosningum í Reykjavík. Með Einari er genginn geislandi persónuleiki og hrífandi prédikari, góður fjölskyldumaður og frábær hirðir. Island hefur misst hljóm- mikla rödd í víðri skilgreiningu við fráfall hans. Guð blessi fjölskyldu og minningu Einars J. Gíslasonar. Með þessum orðum fylgja kveðjur fjöl- skyldu minnar. Þorsteinn Ingi Sigfússon. Þegar hugurinn leitar til baka til unglingsáranna á Einar J. Gíslason þar dágott pláss. Minningamar era margar og margvíslegar og þakkar- verðar. I sumum þeirra sér maður Einar eins og hann var, harðákveðinn og lét engan bilbug á sér finna. Þar sem sannfæring hans stóð, stóð hann enn fastari fyrir sjálfur. Á öðram stundum sá maður meyran mann sem margt hafði reynt umvefja auman mann og hugga. Maður sá mann sem beitti sér til að rétta hag þeirra sem undir höfðu orðið, og var þá gripið til fjöl- breytiiegra ráða. Þar sem ég bjó sem unglingur vora stopular stræt- isvagnaferðir. Og áður en bflprófinu var náð kom það oftar en eklri fyrir að við bræðumir voram svona hálf- vegalausir á heimleiðinni eftir sam- | i i i ( i í < i i < ( ( ( ( ( I ( < I ( I I I I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.