Morgunblaðið - 21.05.1998, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 21.05.1998, Blaðsíða 72
72 FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 1998 KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ LISTAKOKKAR OG DÁSAMLEGUR MATUR ! cPejH(l oelhomin! í hádeginu virka daga: Tilboösréttir: HLAÐBORÐ SÆLKERANS Frjálst val: Súpa, salatbar og heitur matur, margartegundir. kr.790.- GRÍSAflÐRILDI Duxel, með Dijon-sósu og gljáðu grænmeti aðonskr.1490.- Grillaður LAMBAVÖÐVl meö bakaöri k^rtöflu os Bemaisesosu. AÐÐNSKR. 1.490/ PASTA að haetti kokksins, borið fram með hvíUaukstjrauði. AÐBNSKR.1.280.- , Marineruð KJUKLINGABRINGA meö ijómalagaðri paprikusósu. aððnskr.1490,- Ristaðar GELLUR með Julian-graenmeti og hvítlauksrióma AÐ0NSKR. 1490: Grillaðar Laxakótilettur í Basilsósu. AÐEKSKR. 1490.- ,Meá öllum/iessum^ómsætu réttum Jy/tfir súfia, lu'uuáluw, salulbar <hj ísfiai*. potturinn OG ‘ÍWlijlthutt axf'C/óóiv! BRfiUTfiRHOLTI 22 S(MJ 551-1690 Tilboð öll kvöld og um helgar. Bamamatseðill fyrir smáfólkið! www.mbl.is Safnaðarstarf Kirkjuvika í Bústaða- kirkju 21. maí -1. júní FIMMTUDAGINN 21. maí, upp- stigningardag sem er dagur aldraðra, hefst kirkjuvika í Bústaðakirkju. Kirkjuvikan hefst með guðsþjónustu kl. 14. Ræðumaður í þeirri messu er Jón Júlíus Sigurðsson fv. bankaútibú- stjóri. Kvennakórinn Glæðumar syngur við messuna undir stjóm Sigurbjargar Hólmgrímsdóttur ásamt kór Bústaðakirkju og org- anista. Öllum öldmðum í sókninni er sérstaklega boðið að þiggja kaffiveitingar að guðsþjónustu lok- inni. Við viljum hvetja hina yngri til að liðsinna foreldmm, öfum og ömmum til þátttöku í þessum degi. Að lokinm guðsþjónustu hefst sýn- ing á munum úr starfi aldraðra í Bústaðakirkju. í forkirkju verður opnuð sýning á verkum listamannanna Þórðar Hall og Þorbjargar Þórðardóttur. Sýningin verður opin alla daga frá kl. 9 til 19. Sunnudaginn 24. maí kl. 11 verð- ur göngumessa, farið verður frá kirkjunni ásamt presti, kór og org- anista. Gengið verður um Elliðaár- dalinn, numið staðar víða þar sem sálmar verða sungnir og ritningar- textar lesnir. Predikun verður flutt í rjóðrinu í Elliðaárhólma. Mánudagskvöldið 25. maí verður þriðja hjónakvöld vetrarins. Að þessu sinni munu stórkokkamir á veitingahúsinu Argentínu koma og kenna okkur allt um grill og grillaðferðir. Farið verður yfir grillun á kjöti, fiski og grænmeti með sýnikennslu og smakki. Kostnaður er kr. 1.100 á mann. Skráning er í síma 553 8500 fyrir kl. 12 mánudaginn 25. maí. Sunnudaginn 31. maí, hvita- sunnudag, er hátíðarguðsþjónusta kl. 11. Þar mun Jóhann Friðgeir Valdimarsson syngja einsöng. Markúsarguðspjall. - Leikfélag Akureyrar flytur leiksýninguna Markúsarguðspjall. í Markúsar- guðspjalli er elsta heildstæða lýs- ingin á lffi og starfi Jesú frá Nasar- et sem varðveist hefur. Guð- spjallamaðurinn gefur okkur máttuga frásögn af kenningum og kraftaverkum hans. í sýningunni á Markúsarguðspjalli flytur leikar- inn texta guðspjallsins nokkuð styttan. Sýningar verða í Bústaða- kirkju sem hér segir: Hvítasunnu- dag 31. maí kl. 20. Annan í hvíta- sunnu 1. júní kl. 20. Miðasala er Bústaðakirkju og hjá Leikfélagi Akureyrar. Það er von okkar að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi í dag- skrá kirkjuvikunnar. Kirkjuvikan kallar þig til þátttöku í kirkjunni þinni og býður þig velkominn. Kirkjudagur eldri borgara í Dómkirkjunni í DAG, uppstigningardag, verður að vanda guðsþjónusta sem hinum rosknari í hópi sóknarbama og vina Dómkirkjunnar er sérstaklega boðið til. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson, dómkirkjuprestur, mun prédika og þjóna fyrir altari. Dómkórinn og Marteinn H. Friðriksson, dómorganisti, sjá um messusöng. Á eftir verður boðið til kirkjukaffis á Hótel Borg. Loftur Erlingsson, einsöngvari, mun syngja þar og við guðsþjónustuna. Þess er vænst að þessar samkomur verði vel sóttar enda hefur það ver- ið vaninn undanfarin ár. Dagur aldraðra 1 Háteigskirkju í DAG, uppstigningardag, er messa í Háteigskirkju kl. 14. Er öldruðum sérstaklega boðið til kirkju, en allir em að sjálfsögðu velkomnir. I messunni verður bam borið til skímar. Kvöldvökukórinn syngur undir stjórn Jónu Kristínar Bjamadóttur og organisti er mgr. Pavel Manasek. Prestur er sr. María Ágústsdóttir. Þess má geta að Kvöldvökukórinn æfir nú af kappi fyrir tónleika sem haldnir verða í Háteigskirkju nk. laugar- dag kl. 16. Eftir messu verða bomar fram veitingar í safnaðarheimilinu í boði öldrunarstarfs Háteigskirkju og sóknarnefndar. Á vegum kirkju- starfs aldraðra er unnið mikið óeig- ' ingjamt starf og eiga fómfúsar hendur sannarlega heiður og þakklæti skilið. Þá verður opnuð sýning í tengi- gangi á textílverkum myndlistar- konunnar Heidi Kristiansen. Sýn- ingin stendur til loka júní. Háteigskirkja. Kvöldsöngur með Taizé tónlist kl. 21. Kyrrð, íhugun, endumæring. Allir velkomnir. Langholtskirkja. Opið hús föstu- | dag kl. 11-16. Kyrrðar- og fyrir- bænastund föstudag kl. 12.10. Fyr- irbænaefnum má koma til prests eða djákna. Súpa og brauð á eftir. Allir velkomnir. Laugarneskirkja. Mömmumorg- unn föstudag kl. 10-12. Digraneskirkja. Bæna- og kyrrð- arsstund kl. 18. Bænaefni má setja í bænakassa i anddyri kirkjunnar eða hafa samband við sóknarprest. Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir | 11-12 ára kl. 17. Grafarvogskirkja. Mömmumorg- unn kl. 10-12. Létt spjall. Kaffi- veitingar og djús og brauð fyrir börnin. Hjallakirkja. Starf fyrir 7-9 ára kl. 16. Kópavogskirkja. Starf eldri borg- ara kl. 14-16 í safnaðarheimilinu Borgum. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 18. Fyrirbænaefnum má koma til prests eða kirkjuvarðar. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús fyrir 11-12 ára böm kl. 17-18.30 í safnaðarheimilinu. Æskulýðsfund- ur kl. 20-22. Hafnarfjarðarkirkja. Mömmumorgunn kl. 10 í Vonar- höfn, Strandbergi. Opið hús í Von- arhöfn, Strandbergi, fyrir 8-9 ára böm kl. 17-18.30. Vídalínskirkja. Biblíulestur kl. 21. Bæna- og kyrrðarstund kl. 22. Víðistaðakirkja. Mömmumorgunn kl. 10-12. Starf fyrir 10-12 ára kl. 17.15-18.30. Akraneskirkja. Fyrirbænag- uðsþjónusta kl. 18.30. Beðið fyrir sjúkum. Ferming Kirkja heilags Jóseps, Jófríðar- stöðum í Hafnarflrði: Ferming kl. 10.30. Prestur Henrik Freihen. Fermd verður: Ema Unnur Pét- ursdóttir, Fagrabergi 16, Hafnarf- irði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.