Morgunblaðið - 21.05.1998, Blaðsíða 53
MORGUNB LAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 1998 53
<
d
<
<
<
<
<
<
j
í
<
;
<
<
<
<
<
<
<
<
<
<
!
<
■j
!
<
Batnandi
mönnum er
best að lifa
ÞANN 19. þ.m.
skrifar Helgi Olafsson
hagfræðingur og íbúi
við Sunnuveg grein hér
í blaðið og segir
reynslu sína slæma af
viðskiptum við Vatns-
veitu Reykjavíkur
(VR). Við þökkum
Helga fyrir að gefa sér
tíma til að benda okkur
á það sem miður hefur
farið í okkai- samskipt-
um. Það er grunnur
allra framfara að
mönnum sé bent á það
sem betur má fara.
Eg vil bytja á því að
biðja Helga afsökunar
á þeim óþægindum sem hann hefur
orðið fyrir af framkvæmdum VR.
Það er miður ef honum hefur verið
sýnd ókurteisi af hálfu starfsmanna
okkar. Það er svo sannarlega ekki
með vitund og vilja forráðamanna
VR sem slíkt gerist. Það er einnig
rétt hjá Helga að Sunnuvegur er
hálfgerð vandræðagata þar sem
undirlagið er ekki gott, jarðvegur-
inn á sífelldri hreyfingu og mikið af
bilunum á vatnsæðinni sem af þeim
sökum hefur verið endurnýjuð að
mestu á undanförnum árum. Eg vil
einnig nota tækifærið og útskýra
hvernig tekið er á þeim málum hjá
VR sem hann tiltekur.
I íyrsta lagi kvartar Helgi yfír
því að vera ekki látinn vita þegar
vatnið er tekið af og skiljanlega er
hann óánægður með það. Það er
stefna okkar að láta alltaf vita með
dreifimiðum í hvert hús áður en
vatnið er tekið af nema í allra
stærstu lokunum þegar gripið er til
auglýsinga í fjölmiðlum. Við teljum
að það sé vænlegra til árangurs því
annars er hætta á að þeir sem helst
þurfa á tilkynningunni að halda
missi af henni. Við nýlega skoðun á
skilvirkni þessa kerfis í framhaldi
af leiðinlegu brunaslysi sem starfs-
menn VR áttu þátt í kom í ljós að
misbrestur var á að tilkynningar
séu bornar út áður en lokað er fyrir
vatnið og hefur því verið kippt í
liðinn. Hafa ber þó í huga að í sum-
um tilvikum þegar veruleg bilun
verður skyndilega vinnst ekki tími
til að vara menn við áður en vatn
fer af húsum.
Gæðakerfí
Til að bæta enn frekar þjónustu
við borgarbúa hefur á undanförn-
um árum verið unnið að innleiðingu
gæðakerfis hjá VR. Fyrirtækið var
fyi'sta vatnsveita landsins til að
koma upp innra eftirlitskerfi sem
uppfyllir kröfur reglugerða til mat-
vælafyrirtækja. Ekki var látið stað-
ar numið heldur ákveðið að innleiða
gæðakerfi skv. ISO 9001 staðlinum
og er stefnt að því að gæðakerfið
verði orðið virkt og vottað á næsta
ári. 011 viðbrögð við kvörtunum og
samskipti við viðskiptavini hafa
einmitt verið að batna undanfarið
og starfsfólkið verið að taka sig á í
þeim efnum.
Ný vinnubrögð
- verðlaunatæki
Hjá Vatnsveitunni er stöðugt
unnið að endurbótum til að bæta
þjónustu fyrirtækisins og má nefna
ýmis nýleg dæmi þar um eins og
t.d. aukna áherslu á skurðlausar
endurnýjanir, bættar merkingar á
verkstað, aukið öryggi og betri til-
kynningar. í tilefni af kvörtun
Helga tel ég rétt að minnast sér-
staklega á eina nýjung sem verið er
að innleiða núna. Um er að ræða
sérstakt töppunartæki sem mun
leiða til þess að ekki þarf að loka
fýrir nema eitt hús í flestum tilfell-
um þegar verið er að skipta um
heimæð. Þetta er upp-
finning eins starfs-
manna VR. Honum var
hjálpað við að útfæra
hugmyndina og veitti
Veitustjórn honum
sérstök verðlaun fyrir
framtakið. Með notkun
þessa tækis hefur
dregið verulega úr
þeim tilvikum þar sem
taka þarf vatn af hús-
um vegna viðgerða.
Varnir gegn
brunaslysum
Vatnsveita Reykja-
víkur mælir eindregið
með því að í hverju
húskerfi séu gerðar ráðstafanir til
að hindra að slys verði af völdum
heita vatnsins. Sérstaklega er
Unnið hefur verið að
gæðakerfi hjá Vatns-
veitu Reykjavíkur,
segir Guðmundur Þór-
oddsson, og viðbrögð
við kvörtunum við-
skiptavina hafa verið
að batna undanfarið.
ástæða til að ítreka þessa aðvörun
þar sem börn eða eldra fólk er, því
reynslan sýnir að þeim er hættara
við að lenda í svona slysum en öðr-
um. Nokkrar leiðir eru færar til
þess að verja sig gegn slysum af
þessum toga. Ein leið er að vera
með þrýstiminnkara á heita vatninu
sem lokar fyrir ef kalda vatnið fer
af eins og Helgi er með og er það
nokkuð góð lausn. Sjálfvirk blönd-
unartæki eru önnur leið til að verja
sig þar sem þau loka fyrir heita
vatnið ef það kalda fer af. Fleiri
leiðir má einnig nefna eins og
varmaskipta sem hita upp kalt vatn
en varast skal þó að fá sér slíka
varmaskipta á venjuleg galvan-
húðuð rörakerfi vegna hættu á tær-
ingu.
Ekki er hægt að verjast því
að vatn fari óvænt af
Rétt er að taka fram að ekki er
hægt að tryggja það að aldrei verði
vatnslaust án viðvörunar. Vatns-
leysi getur stafað af mörgum orsök-
um, t.d. vegna skyndilegra stórbil-
ana eða vegna þess að einhver íbúi,
jafnvel börn, loki fyrir inntak án
viðvörunar. Þetta eru tilvik sem
enginn getur séð fyrir eða varað
við. Einnig er nauðsynlegt að hægt
sé að loka fyrir inntakið án mikillar
fyi-irhafnar ef eitthvað bilar og vatn
flæðir um húsið.
Frágangur inntaka
Helgi gagnrýnir VR fyrir að
setja ekki síu á inntak hússins hjá
BÍLSKÚRSHURÐIR
HOFOA0AKKA9 112REVKJAVIK
SIMI S87 8750 FAX587 8751
Guðmundur
Þóroddsson
• •
Oxlum
ábyrgðina
honum. Það vill þannig til að VR er
ein af örfáum vatnsveitum á land-
inu sem setur síur á þau inntök sem
hún setur upp. Venjan er sú að
vatnsveitur láta húseigendur um að
setja síu á inntakið. Þó er það
þannig að húseigendur eldri húsa
eru eigendur eigin heimæða og
ábyrgir fyiár þeim og inntökum þar
til heimæðarnar hafa verið endur-
nýjaðar af vatnsveitu en þá verða
þær eign hennar. Ef nýjar heimæð-
ar eru lagðar af vatnsveitunni eru
þær eign hennar og á hennar
ábyi'gð. Kerfinu var breytt með
nýjum lögum um vatnsveitur árið
1991 en þá var ábyrgð á viðhaldi
heimæða flutt af húseigendum til
vatnsveitna. Þess má geta að al-
menna reglan víðast hvar í heimin-
um er sú, að viðhald heimæða er al-
farið á kostnað húseigenda alveg út
í miðja götu en ekki á kostnað veit-
unnar.
Um vatnsgjald
Sú skoðun er algeng að kostnað-
ur við það að hafa vatn sé í réttu
hlutfalli við það hversu mikið af
vatni er notað. Staðreyndin er
reyndar sú, að stærsti hluti
kostnaðar vegna vatnsveitu (sér-
staklega til heimilisnota) er óháður
magninu sem notað er. Kostnaður-
inn liggur í dreifikerfi veitunnar,
þ.e.a.s. pípunum sem liggja í
jörðinni og viðhaldi á þeim, sem
hvort tveggja er óháð notkun. Þess
vegna getum við ekki miðað vatns-
gjald einungis við notkun þegar
aðstæður eru eins og í Reykjavík
þar sem ekki er fyrirsjáanlegur
neinn skortur á vatni.
Dreifikerfið og kostnaður við það
miðast einnig að miklu leyti við að
hafa nægjanlegt vatn til bnma-
varna aðgengilegt allstaðar í borg-
inni. í Reykjavík er litið svo á að
vatnsgjaldið sé fyrst og fremst
greiðsla fyrir það að vera tengdur
vatnsveitunni. Vatnsgjald í Reykja-
vík er sett saman úr tveimur þátt-
um, fast gjald sem kemur á hverja
íbúð/fasteign og gjald sem er
breytilegt eftir stærð fasteignar-
innar. I ár er gjaldið 2.073 kr. og 81
kr./m2
Að Iokum
Að lokum vil ég hvetja Helga eða
aðra sem telja sig hafa yfir ein-
hverju að kvarta vegna samskipta
við okkur að hafa samband við und-
irritaðan eða aðra starfsmenn veit-
unnar. Við munum bregðast vel við
og reyna eftir fremsta megni að
leysa úr vanda þeiira sem til okkar
leita og einnig bregðast við athuga-
semdum um það sem betur má
fara.
Höíundur er vatnsveitustjóri í
Reykjavfk.
Á UNDANFÖRNUM misserum
hefur margt verið rætt og ritað um
þau vandamál sem fylgja notkun
ávana- og fíkniefna á Islandi.
Margar nefndir hafa starfað,
margar kannanir verið
gerðar og margar ráð-
stefnur haldnar. Allt
þetta starf er mikils
virði og hefur orðið til
þess að flestir eru
sammála um að
vandamálið er til stað-
ar og fer vaxandi.
Einnig hefur verið
mörkuð stefna í vörn-
um gegn fíkniefnum
og ýmis sveitarfélög
og stofnanir hafa lagt
mikið af mörkum í
baráttu við ólögleg
fíkniefni. Þrátt fyrir
þetta eru flestir sam-
mála um að ástandið
versni enn.
En þegar farið er að tala við fólk
um skoðanir þess í vímuvarnarmál-
um kemur oft fram tvískinnungur í
Hver er tilbúinn að
segja barninu sínu, seg-
ir Hreiðar Eiríksson,
að víma sé óþörf og
óæskileg fyrir allt fólk.
viðhorfum fólks til vímuefna.' Hver
er til dæmis tilbúinn til að segja
barninu sínu að víma sé óþörf og
óæskileg fyrir allt fólk. Bamið
mundi þá spyrja; „En áfengis-
víma?“ Þá færu flestir trúlega að
slá af.
Greinarhöfundur telur ástæðu til
að velta því fyi-ir sér, hvort ekki
næðist einhver raunverulegur
árangur í fíkniefnamálum ef fólk
tæki eindregna afstöðu gegn vímu
og þar með öllum vímuvaldandi
efnum burtséð frá því hvort þau
teldust ólögleg eða lögleg. Foreidr-
ar héldu þessum viðhorfum að
börnum sínum og höguðu eigin lífi
á þann veg að bömin skildu að far-
sælu og innihaldsríku lífi verður
helst lifað án vímuefna. Þau viðhorf
eiga trúlega mjög greiðan aðgang
að börnunum því að flest böm hafa
mjög sterka andúð á vímuefnum á
unga aldri. Hegðun fyrirmynda,
þrýstingur frá félögum og fleira
þess háttar nær síðan að snúa
þessu við þannig að í dag eru 80%
nemenda i 10. bekk
farin að neyta áfengis.
Greinarhöfundur vek-
ur athygli á að hér er >
um að ræða ósjálfráða
börn sem era á ábyrgð
foreldra sinna en ekki
á eigin ábyrgð. Einnig
að samkvæmt lögum
er bannað að afhenda
þessum börnum áfengi
jafnt sem önnur vímu-
efni. Foreldri sem
kaupir áfengi og af-
hendir barni á þessum
aldri er því að afhenda
þvi ólöglegt vímuefni
og samþykkja neyslu
barnsins á slíku.
Þetta era stór orð en því miður
er sannleikskorn í þeim. Fyrir-
myndir bamanna samþykkja notk- '
un vímuefna og stuðla í sumum til-
vikum að áfengisneyslu barnanna.
Þær rífa þannig niður þau vímu-
lausu viðhorf sem barninu eru í
blóð borin og þá virðingu sem börn
bera fyrir boðum og bönnum. Þeg-
ar slíkt virðingarleysi hefur fest
rætur, og þörfin fyrir vímuna er
komin í bamið, er brautin rudd
fyrir önnur og hættulegri vímu-
efni.
Nú hafa menn sett sér það
markmið að gera ísland fíkniefna-
laust fyrir árið 2002. Þetta er
glæsilegt og háleitt markmið og
mörgum þykir það óraunhæft. Ef,
hins vegar, viðhorf fólks til vímu,
og vímugjafa almennt, mundu
breytast og hvert og eitt foreldri,
kennari, íþróttamaður, þingmaður,
lögreglumaður, læknir, tónlistar-
maður o.fl. mundi axla persónulega
ábyrgð á ástandi vímuefnamála og
því fordæmi sem þeir setja með
hegðun sinni er greinarhöfundur
sannfærður um að viðhorf ung-
menna mundu breytast þannig að
fíkniefnalaust Island yrði að vera-
leika.
Höfundur er rannsóknarlögreglu-
maður á Akureyri, situr í stjóm
SÁÁ-N og er formaður Mannrækt-
ar, áhugamannafólags um menntun
og mannrækt.
Hreiðar
Eiríksson
Ármúla 13- Sfmi 575 1220 - Skiptiborð 575 1200 ■ Fax 568 3818
Verð aðeins frá kr. >
1.235.314
<H>
HYunoni
- til framtiöar
NYR SENDIBILL
r
V.
HPL PARKET VALHNOTA
HPL PARKET BEIKl
HPL PARKET EIK
HPL TRÖPPUNEF VALHNOTA
HPL TRÖPPUNEF BEIKI
HPL TRÖPPUNEF EIK
1200X190X6,5mm
1200X190X6,5mm
1200X190X6,5mm
400X3650X6,5mm
400X3650X6,5mm
400X3650X6,5mm
BYGGINGAVÖRUR
. Þ. ÞORGRÍMSSON & CO
I ÁRMÚLA 29 - SÍMI 553 8640 - 568 6100
ABETGROUP
Parqcolor býður uppá nýja
vídd í klæðningu á stigum
jvSÝTT Á ÍSLANDl
jk