Morgunblaðið - 21.05.1998, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Hvað viltu
segja?
Þrjár ljósmyndasýningar verða opnaðar á
Listahátíð í Gerðubergi í dag, uppstigning-
ardag, kl. 14. Bandaríski ljósmyndarinn
Carlota Duarte kemur við sögu tveggja
þeirra. Hún sagði Huldu Stefánsddttur
frá!90 ljósmyndaverkefni sem hún hefur
unnið að ásamt maya-indíánum í Mexíkó en
tveir þátttakendanna komu með Carlotu til
-y--------------------------
Islands til að vera við opnun sýninganna.
Morgunblaðið/Þorkell
REFUGIA Gúzman Pérez frá Tumbala og Xunka’ López Díaz frá Chamula í Mexfkó ásamt bandariska ljós-
myndaranum Carlotu Duarte við uppsetningu sýningarinnar í Gerðubergi.
Ljósmynd/Carlota Duarte
ÚR Ijósmyndaseríu Carlotu Duarte
af Odellu. Mynd frá 1975.
CARLOTA Duarte er kaþólsk nunna
og ljósmyndari af mexíkönskum ætt-
um sem leitað hefur uppruna fjöl-
skyldu sinnar í Mexíkó. Árið 1992
kviknaði hjá henni sú hugmynd að fá
maya-indíánunum í hendur ljós-
myndavél og bjóða þeim að lýsa
sjálfir eigin lífi. Hún hefur nú búið í
Chiapas í 3 ár og með styrkjum frá
einstaklingum og fyrirtækjum hefur
hún nú komið á laggirnar ljósmynda-
safni. Þetta viðamikla verkefni nær
nú til 6 indíánaþjóða, alls um 80
karla og kvenna, frá ólíkum
landsvæðum. Reyndari þátttakendur
í verkefninu eins og Xunka’ López
Días frá Chamula og Refugia Gúzm-
an Pérez frá Tumbala, sem komnar
eru hingað til lands, starfa hjá safn-
inu við að leiðbeina nýliðum og skrá
til varðveislu þann mikla fjölda ljós-
mynda og filma sem eru heimildir
maya-þjóða um eigin menningu. Yf-
irskrift sýningar þeirra, Sópaðu
aldrei síðdegis, vísar einmitt til slíkr-
ar þjóðtrúar sem nú hefur verið
varðveitt í þósmynd.
Leitast við að lýsa
hversdagslífínu
Pað sem vakti fyrir Carlotu þegar
hún lét maya-indíánum fyrst mynda-
vélar í té var forvitni um það hvernig
þeir brygðust við að fá þetta tól er-
lendra ferðamanna í hendur og með
því tækifæri til að segja í fyrsta
skipti sína sögu sjálfir. „Eg vildi alls
ekki hafa mótandi áhrif á myndsköp-
un þeirra heldur spurði einfaldlega
hvað það væri sem þeir vildu segja,“
segir Carlota. „Nær undantekninga-
laust telja þeir menningu þjóðar
sinnar, daglegt líf og störf það mark-
verðasta. Sumir mynda ólíkar bygg-
ingar í þorpinu sínu, aðrir dýr, störf
kvenna, leiki bama, landslag og
hátíðir."
Þrátt fyrir erfitt stjómmálaástand
í landinu og ólgu undir yfii'borðinu
segii' Carlota það furðulegt nokk ekki
vera það sem maya-þjóðimar kjósi að
lýsa í verkum sínum. „Það kom mér á
óvart þegar ég kannaði málið að af
um 1.000 ljósmyndum þá er það ekki
nema í örlitlu broti þessara mynda,
færri en 20, að ýjað er að slíkum erf-
iðleikum." Eflaust er erfitt að lýsa
sjónrænt svo þmngnu andrúmslofti,
og eins og Carlota bendir á þá leitast
mayamh' alltaf við að festa á filmu
það sem er traust og öryggt; heimilis-
lífið og dagleg störf era það sem þeir
telja mikilvægast að miðla til ann-
arra, ekki síst fomar venjur og að-
ferðir sem era að glatast.
„Fólk sem notar ljósmyndir í
ákveðnum tilgangi
„Leiðbeiningar mínar við mynda-
tökur era eingöngu tæknilegs eðlis
og ég hef jafnvel varast að nota orðið
ljósmyndari um störf þeirra og segi í
staðinn „fólk sem notar ljósmyndir í
ákveðnum tilgangi," segir Carlota.
„Skilningur þessa fólks á listhugtak-
inu er allt annai'. Fyrir þeim er
myndavélin eins og hvert annað
verkfæri, ekki ósvipað og vefstóllinn
í vefnaði eða aðferðir í útsaumi.“
Handverkshefðin er enda íík hjá
þjóðunum og á sýningunni hyggjast
þær Xunka’ og Refugia bjóða muni
og vefnað nokkurra maya-þjóða til
sölu.
Þó að spænska sé þjóðtunga
landsins á hver hópur maya-indíána
sína eigin tungu og tala jafnvel oft
lítla spænsku. Sú regla er höfð við
ljósmyndun indíánanna að þeir riti
frásagnir og titla verkanna á móður-
máli sínu auk þýðinga á spænsku. Að
sögn Carlotu hefur þáttur tung-
umálsins ekki síður skipt máli en hið
sjónræna í samskiptum ólíkra hópa
maya. „Það skiptir þetta fólk miklu
máli að skrifa á eigin tungu og rita
jafnframt þýðingar á spænsku með.
Það kynnist sérkennum sínum um
leið og það vaknar til vitundar um
heild allra þessara ólíku þjóðflokka
sem byggja landið,“ segir Carlota.
Carlota hefur sjálf aldrei freistast
til að munda myndavélina á heima-
vígstöðvum mayanna, segist aðeins
vera gestur þeirra og njóta innilega
þeirrar sýnar á líf mayanna sem þeir
bjóði henni að deila með sér. „Það
sem einkennir ljósmyndirnar er ein-
lægni, hógværð og hlýja. Stundum
veiti ég einhverju eftirtekt sem þau
kjósa sjálf ekki að sýna á myndum
sínum og stundum furða ég mig á því
hversu ofur hversdagsleg fyrii'brigði
þau kjósa að festa á filmu. En ég læt
aldrei slíkar athugasemdir í ljós
heldur þakka fyrir að fá að deila með
þeim þeirra einstöku menningu."
Odella - að lifa af
Ljósmyndaserían af Odellu lýsir
sögu konu sem ólst upp við ofbeldi
og vanrækslu, vai' á stofnun fyrir
geðsjúka, eignaðist 7 börn sem öll
voru tekin af henni, giftist þrisvar
sinnum og skildi jafn oft. Hún er 67
ára og eftir að hafa dvalið á stofnun-
um í meira en 30 ár býr hún nú ein, -
og er staðráðin í að lifa af. „Eg vil að
fólk komi og sjái mig og elski mig og
hafi áhuga á mér. Ég er manneskja."
Carlota Duai'te hitti Odellu árið 1974
og með þeim tókst vinátta. A tveggja
ára tímabili myndaði Carlota Odellu
og árið 1988 var ákveðið að láta
gamlan draum rætast og gefa út bók
með þessum ljósmyndum ásamt um-
sögnum Odellu um þær.
Ljósmyndir maya-indíánanna
voru fyrirmyndin að verkefni meðal
íslenski'a ungmenna af öllu landinu.
27 þátttakendur fengu senda einnota
myndavél til að ljósmynda sitt nán-
asta umhverfi og daglegt líf. Um-
sjónarmenn verkefnisins voru mynd-
listarkonurnar Anna Líndal og Val-
borg S. Ingólfsdóttir.
LjósmyndiGunnþóra Valdís Gunnarsdóttir
FRA sýningunni Tilvera - Daglegt líf unglinga. Mynd sem nefnist Fyrsta skrefið.
Heimþrá
TÓJVLIST
Digraneskirkja
EINSÖNGSTÓNLEIKAR
Sigríður Jónsdóttir, mezzósópran, og Jónas
Ingimundarson, píanóleikari, fluttu íslensk
sönglög. Digraneskirkju, mánudaginn 18. maí.
ÞEIR sem dvalist hafa langdvölum erlendis
kannast við þá tilhugsun að land þeirra sé í
raun annað en þeir hugðu. Sigríður Jónsdótt-
ir, mezzósópran, byggði efnisskrá tónleika
sinna í Digraneskirkju einmitt á slíkum hug-
renningum; eftir áralanga glímu við tónlistar-
arf þjóðanna vestanhafs og austan tekur hún
fram lög íslensku tónskáldanna og finnst hún
uppgötva eitthvað nýtt, bæði innra með sér og
í svip landsins: Hún segir svo frá í efnisskrá:
,jVð muna eitthvað um Island, eitthvað undar-
legt, eitthvað ólýsanlegt, það sem býr hvergi
nema í Ijóðum og tónum; það var uppgötvun-
in. Þessir söngvar báru ilminn af íslandi."
Sönglögunum var raðað í flokka eftir þjóðleg-
um uppruna; fyrst hljómuðu saknaðarlög til
íslands, þá flokkur helgaður yfirnáttúruleg-
um fyrirbærum og síðan þrjú lög um náttúra
landsins. Eftir hlé voru sungnar fjölbreytileg-
ar dýravísur, þá þrjár barnagælur og loks
gamansöm kvæði um fallvaltleika lífsins.
Það er tímanna tákn að íslenskir söngvarar
skuli helga heila tónleika íslenskum sönglög-
um. Einhverjum kynni að þykja úrval laganna
of lítið til þess að bera uppi heila efnisskrá en
sannleikurinn er hins vegar sá að fjölbreyti-
leiki laganna er ótrúlegur og víst er að enn
sem komið er hafa áheyrendur aðeins fengið
að heyra brot af því sem til er.
Tónleikarnir hófust á þremur þekktustu
lögum íslenski'a tónbókmennta: Draumaland-
inu eftir Sigfús Einarsson, Myndinni þinni
eftir Eyþór Stefánsson og í fjarlægð eftir
Karl O. Runólfsson. Lögin voru mjög fallega
sungin, einkum hið síðast nefnda: það var
flutt óvenju rólega og kyi-rðinni í textanum
komið vel til skila.
Yfirnáttúruleg fyrirbæri í náttúru landsins
voru næst á dagskrá. Fyrst hljómuðu
Kirkjuhvoll eftir Ái-na Thorsteinsson og
Söngur bláu nunnanna eftir Pál ísólfsson,
bæði ágætlega sungin og ennfremur sérlega
fallegt lag Sveinbjörns Sveinbjörnssonar um
Álfana. Þá hittu örstutt gamanlag um Gríms-
eyjarkarlinn eftir Atla Heimi og Kall sat
undir kletti eftir Jórunni Viðar beint í mark.
Undir hlé var aftur horfíð til íslenskrar róm-
antíkur: Lindin eftir Eyþór Stefánsson og
Sólroðin ský eftir Árna Björnsson voru sung-
in af næstum klassískri kunnáttu en
áhrifaríkast var lag Emils Thoroddsens: Til
skýsins. Lagið býr yfír ótrúlegri dulúð og
mikilli tilfinngalegalegri dýpt sem flytjendur
túlkuðu sérega vel.
Nýr tónn var sleginn í lögunum eftir hlé,
helgaður fuglum og ferfætlingum: Fuglinn í
fjöranni, eftir Jón Þórarinsson, Jarpur skeið-
ar fljótur frár, eftir Pál ísóifsson og loks
þriggja laga flokkur eftir Atla Heimi: Tilvon-
andi reiðhross, Gibba og Fína kisa. Lög Atla
eru sérlega skemmtilegar tónsmíðar. Lagið
um Gibbu myndar hæga andstæðu við fjörleg
hin lögin: kímnin var einskær í flutningnum
og áheyrendum var skemmt.
í lögunum sem eftir íylgdu kvað við allt ann-
an tón: bamagælur Þórarins Guðmundssonar
og Björgvins Guðmundssonai-: Þú ert, og Þei,
þei og ró ró, auk Vöggukvæðis Emils Thorodd-
sen vora stund á milli gamansamra stríða: lög-
in voru fallega sungin en stundum var eins og
skei-pa hefði mátt á einstaka samhljóða í text-
anum; í það minnsta var framburður ekki alltaf
nægilega skýr við þær aðstæður sem hljómgun
ldrkjunnar þauð upp á.
Listamannalíf var yfírskrift síðustu laga
tónleikanna: Vort líf, vort líf eftir Jórunni Við-
ar og Maður hefur nú, eftir Gunnar Reyni
Sveinsson, hvort tveggja frábærar tónsmíðar.
Samspil söngvara og píanóleikara hafði verið
með ágætum á tónleikunum en nú var ekki ör-
grannt um að píanóleikarinn stæli svolítið
senunni; lag Jórunnar varð að kontra-
punktískri satíru í höndum Jónasar án þess
þó að skyggja hið minnsta á sönginn. Lögin
áttu mjög vel við skapgerð söngkonunnar:
hún lék sér að tvíræðni textans svo áheyrand-
inn vissi ekki hvort honum bæri að taka háðið
alvarlega eða kæra sig kollóttan.
Sigríður Jónsdóttir sýndi á tónleikunum að
hún er gædd næmum skilningi á tónlistinni
sem hún flytur. Mezzosópran-rödd hennar er
ekki stór en fínleg og mikil músík er í túlkun
hennar. Jónas Ingimundarson stóð sem klett-
ur við hlið hennar á tónleikunum. Þó svo hann
þekld lögin betur en flestir aðrir leyfir hann
söngvaranum að fara sínar eigin leiðir í túlkun
þeirra. Efnisskráin var skemmtilega saman-
sett; vonandi er þetta aðeins upphafið að frek-
ari ferðum þeirra Sigríðar og Jónasar um
lendur íslenskra einsöngslaga.
Gunnsteinn Olafsson