Morgunblaðið - 21.05.1998, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 1998
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Hrannar skilaði
ekki upplýsingum
Skattstjórinn í Reykjavík
Eyþór Björnsson
Tryggvagötu 19
150 Reykjavik
Ágæti Eyþór !
Reykjavík, 06.01.1997.
Meðfylgjandi eru umbeðin gögn sbr. bréf yðar frá 19.12 '96
er varða Alfheiði Eygló Andrésdóttur.
Ekki var um það að ræða að Álfheiður Eygló afhenti reikninga
vegna starfsemi sinnar heldur var henni greidd þóknun i samræmi
Vlð , ’it,re-Lknin9a Sem fram koma á meðfylgjandi
uppggörseyðublöðum. J
Ég vona að þar með hafi þér fengið fullnægjandi svör við
óskaðSPUrn yðar en veiti f^sle9S frekari upplýsingar sé þeirra
F.h. Markaðsmanna ehf.
y/w/r
Hrannar B. Arnarsson
MORGUNBLAÐINU hefur bor-
ist eftirfarandi yfirlýsing frá Álf-
hildi Andrésdóttur:
„í viðtali við Dag 19. maí 1998
fullyrðir Hrannar B. Arnarsson
eftirfarandi varðandi launa- og
skattauppgjör mitt hjá
Markaðsmönnum ehf.:
(Spurning blaðamanns)
„Skilaðir þú upplýsingum um
hennar tekjur til skattsins -
fórstu að lögum í málinu?
(Svar Hrannars)
„Mér bar að skila skattinum
upplýsingum um tekjur hennar.
Það gerði ég.“
Ennfremur segir hann:
„Þar er ekki við mig að sakast.“
Samkvæmt upplýsingum sem
ég hef aflað mér í dag frá skatt-
stjóranum í Reykjavík bárust
skattstofunni ekki launamiðar
vegna vinnu minnar fyrir
Markaðsmenn ehf. árið 1994. Það
er því rangt hjá Hrannari að hann
hafi skilað skattinum upplýsing-
um um tekjur mínar.
Þetta er lykilatriði í gagnrýni
minni á vinnubrögð þau sem
Hrannar viðhafði meðan ég
starfaði fyrir Markaðsmenn ehf. á
árinu 1994. Þrátt fyrir ítrekaðar
fyrirspurnir mínar fékk ég aldrei
á hreint frá Hrannari með hvaða
hætti launa- og skattauppgjör
mitt ætti að vera. Ég kvittaði
aðeins fyrir móttöku á greiðslum.
Með réttu hefði ég átt að framvísa
vsk-reikningi vegna vinnu minnar
en Hrannar óskaði ekki eftir því
og fullyrti að tekjur mínar væru
ekki nógu háar til að þess þyrfti
með. Það var rangt hjá honum.
Það var ekki fyrr en við
rannsókn á Markaðsmönnum ehf.
síðla árs 1996 að skattstofan fékk
upplýsingar um þær tekjur sem
ég hafði þar 1994. Ég fékk álagn-
ingu á þessar tekjur á miðju ári
1997. Alagningin ásamt dráttar-
vöxtum frá 1994 og innheimtu-
kostnaði nemur nú nálægt 270
þús. kr. af 320 þús. kr. tekjum sem
ég hafði hjá fyrirtæki Hrannars B.
Arnarssonar.
Ég er þess fullviss að ef Hrann-
ar hefði veitt réttar upplýsingar
og meðferð launagreiðslna og
skattupplýsinga hefði verið með
eðlilegum hætti meðan ég starfaði
hjá honum, þá hefði skattameð-
ferð bæði mín og hans verið eins
og skylda ber til.
Álfhildur Andrésdóttir
kt. 050763-4639.“
Frá Reykjavíkurlistanum
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi fréttatilkynning frá
Reykjavíkurlistanum:
„Vigfús Eiríksson, Hraunteigi 22,
Reykjavík, hefur greint Reykjavík-
urlistanum frá eftirfarandi mála-
vöxtum og það hefur orðið að sam-
komulagi milli hans og kosninga-
miðstöðvar listans að koma þessari
frásögn á framfæri við fjölmiðla:
„í gær hafði við mig samband
kunningi sem einu sinni vann í
lausamennsku hjá Hrannari B. Am-
arssyni og sagði að Magnús Óskars-
son hefði mikinn áhuga á að ræða
við mig um sölumennsku mína fyrir
Hrannar Björn. Sjálfur sagðist
hann hafa í undirbúningi greinar-
skrif í Morgunblaðið en Magnús
væri „tengiliður milli stjórnmála og
fjölmiðla“. Ég hafði samband við
Magnús í uppgefinn síma, .... Þetta
reyndist vera Magnús Óskarsson
fyrrverandi borgarlögmaður, og 23.
maður á D-listanum. Ræddi hann
við mig í 40 mínútur. Vildi hann vita
allt um vinnu mína og annarra hjá
Arnarsson og Hjörvar um hálfs árs
skeið árið 1991 og hvernig kringum-
stæður allar hefðu verið. Ég sagði
honum eins og rétt var að ég hefði
hætt hjá Hrannari Birni vegna
launadeilu. í lok samtalsins bauð
hann mér að skrifa gagnrýna grein í
Morgunblaðið eða DV og lét einnig í
það skína að hann gæti með hraði
útvegað viðtal á Stöð 2.
Mér kom ekki til hugar að þiggja
milligöngu Magnúsar Óskarssonar
vegna þess að mér þykja þessar að-
ferðir ógeðfelldar og vegna þess að
deila okkar Hrannars B. Arnars-
sonar fyrir sjö árum snerist um
launakröfur en ekki um neinskonar
saknæmt athæfi. Ég lét hinsvegar
Hrannar vita um þetta og hann
benti mér á að tala við starfsmenn á
kosningamiðstöð R-listans.“„
Aths. ritslj.:
Vegna ofangreinds skal tekið
fram, að ákvarðanir um birtingu
greina í Morgunblaðinu eru teknar
á ritstjórn blaðsins og hvergi ann-
ars staðar. Umrædd greinaskrif eru
Morgunblaðinu með öllu óviðkom-
andi.
Ritstj.
„Hart er orðið um skít“
„Reyna að gera
eðlileg viðskipti
tortryggileg“
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi yfirlýsing frá Einari
Erni Stefánssyni^ vegna fréttar í
hádegisfréttum RUV í gær:
„Undirritaður hefur frá 1992
rekið fyrirtæki undir nafninu Helst,
sem sérhæfir sig í almannatengsl-
um, útgáfustarfsemi og textagerð.
Fyrirtækið er rekið á kennitölu
minni, eins og algengt er um einka-
fyrirtæki.
í nóvember 1994 leitaði Reykja-
víkurborg tilboða í útgáfu Borgar-
frétta (umsjón, prentvinnslu og
dreifingu) og reyndist Helst með
lægsta tilboðið. I framhaldi af því
var gengið til samninga við fyrir-
tækið um þetta verkefni. Fyrsta
blaðið samkvæmt þessum samningi
var gefið út í febrúar 1995. Helst
var heildarverktaki samkvæmt
þessum samningi og því fóru allar
greiðslur í gegnum fyrirtækið. Póst-
dreifing í hvert hús í borginni og
prentun í 44.000 eintökum voru
langstærstu kostnaðarliðirnir. Um-
brot og hönnun keypti Helst af öðru
fyrirtæki, þannig að eftir stóðu um
5% kostnaðar við hvert blað, sem
var greiðsla fyrir efnisöflun, skrif,
prófarkalestur og prentumsjón.
Borgarfréttir komu að jafnaði út
þrisvar á ári 1995-1997. Reikningar
voru sundurliðaðh' og sendir borg-
inni á reikningseyðublöðum fyrir-
tækisins. Þær 5 milljónir króna,
sem undirrituðum eru ranglega
eignaðar í yfirliti borgarbókhalds,
eru því að mestu leyti tilkomnar
með þeim hætti sem að framan
greinir. Helst hefur á þeim fjórum
árum, sem yfirlitið nær til, fengið
samtals um 260 þúsund krónur í
sinn hlut.
Þessam upplýsingum er hér með
komið á framfæri í trausti þess, að
fjölmiðlar og almenningur vilji hafa
það sem sannara reynist, þótt erfitt
kunni að vera að ná áttum í því
fjölmiðlafári, sem nú gengur yfir
vegna komandi borgarstjórnarkosn-
inga. Það vekur nokkra furðu, að
Sjálfstæðisflokkurinn skuli leggjast
svo lágt að reyna að gera eðlileg
viðskipti tortryggileg. Hitt vekur þó
meiri furðu, að borgarbókhaldið
skuli taka þátt í þessum leik með
svo stórlega villandi upplýsingum,
þar sem nafn mitt er birt í stað
nafns fyrirtækis míns, Helst, og
greiðslur, sem að 95% runnu beint
til annarra fyrirtækja (undirverk-
taka), eru sagðar hafa runnið til mín
persónulega.
Virðingarfyllst,
Einar Örn Stefánsson.“
Upplýsing’um
um greiðslur
haldið leyndum
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi frá borgarstjórnarflokki
sjálfstæðismanna:
„Borgarstjórnarflokkur sjálf-
stæðismanna krefst þess að Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri
svari tafarlaust fyrir tvö tilvik þar
sem augljós tengsl eru á milli starfa
einstaklinga og fyrirtækja fyrir R-
listann og greiðslna til þeirra úr
borgarsjóði. Ennfremur verður
borgarstjóri að skýi-a hvers vegna
upplýsingum um samskipti borgar-
sjóðs og fyrirtækisins Markaðs-
manna ehf. var haldið leyndum í
svari til borgarráðs.
Upplýsingar um þessi tilvik koma
fram í svari sem borgarbókhald
veitti 19. maí við fyrirspurn borgar-
fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í borg-
arráði hinn 2. apríl 1998. Spurt var
um verkefni og greiðslur vegna út-
gáfu-, auglýsinga- og kynningarmála
á kjörtímabilinu.
1. Alvarlegasta tilvikið snertir
greiðslur til Markaðsmanna ehf. árin
1994-1997. Fyrirtæki þetta, sem er í
eigu Hrannars B. Arnarssonar fram-
bjóðanda R-listans, starfar við út-
gáfu-, auglýsinga- og kynningarmál.
Þrátt fyrir að fyrirtækið hafi fengið
greiddar 1.468.743 kr. úr borgarsjóði
1994-1997 vegna slíki-a verkefna var
hvergi getið um þær í svari borgar-
bókhalds vegna fyrirspurnar sjálf-
stæðismanna. I ljósi þess að hér er
um háar greiðslur að ræða krefst
borgarstjórnarflokkur sjálfstæðis-
manna skýringa á því hvers vegna
þær voru teknar út úr svarinu. Hver
er tilgangurinn með þessum felu-
leik?
2. Beint samhengi er á milli þess
að auglýsingastofan GSP-almanna-
tengsl hefur störf við auglýsinga- og
kynningarmál R-listans á sama tíma
og fyrirtækið fer að fá háar greiðslur
úr borgarsjóði. Það sem af er árinu
1998 hefur GSP-almannatengsl feng-
ið greiddar 4.139.713 kr. vegna út-
gáfu-, auglýsinga og/eða kynningar-
mála. Árin þar á undan, 1994-1997,
fékk fyrirtækið alls 293.260 kr. í
greiðslur frá Reykjavíkurborg, eða
7% af því sem það er nú búið að fá á
fjóram mánuðum.
3. Óeðlileg hagsmunatengsl felast
í því að Einar Öm Stefánsson, kosn-
ingastjóri R-listans árið 1994, hafi
fengið greiddar 5.024.312 kr. á árun-
um 1994-1997 vegna útgáfu-, auglýs-
inga- og kynningarstarfa í þágu
meirihluta R-listans.
F.h. borgarstjórnarflokks sjálf-
stæðismanna
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson."
Félagið tekur ekki
pólitíska afstöðu
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi yfirlýsing frá Magnúsi
Óskarssyni:
„Vegna einkennilegrar fréttatil-
kynningar frá R-listanum þar sem
ég er nefndur vil ég taka fram eftir-
farandi:
Mörg simtöl hef ég átt undan-
farna daga, flest af því tilefni að ég
hef tvisvar stungið niður penna,
þannig að kunnugir sem ókunnugir
hafa fundið ástæðu til að þakka fyr-
ir það.
Eitt símtalið var frá ungum manni
sem ég þekki ekki neitt. Kvaðst hann
hafa hug á að skrifa blaðagrein um
samskipti sín við Hrannar B. Arn-
arsson og Helga Hjörvar sem hann
lýsti ekki fallega. Ovanur var hann
blaðaskrifum og vissi ekki hvernig
hann ætti að koma grein á framfæri.
Gaf ég honum upp netfang ritstjóm-
ar Morgunblaðsins og veit ekkert
hvað varð um þessa grein. Þá nefndi
hann kunningja sinn sem vissi miklu
meira um starfsemi Helga og
Hrannars og spurði hvort ég vildi
tala við hann ef hann hringdi. Kvaðst
ég myndu tala við manninn eins og
ég geri við alla sem hringja í mig auk
þess sem mér fannst áhugavert að
fræðast frá fyrstu hendi um það mál
sem er á allra vörum.
Svo hringdi þessi maður og fór að
tala um vinnu sína hjá Arnarssyni &
Hjörvari sf. Mér fannst hann óskýr
og hef sjálfsagt með spurningum
reynt að fá botn í það sem hann var
að segja. Benti ég honum á að
fjölmiðlar væru núna opnir fyrir
þessu máli ef hann vildi koma því á
framfæri. Að öðru leyti rek ég ekki
þetta samtal sem var langt og
leiðinlegt en ég er óhræddur við allt
sem ég sagði.
Makalaust er af R-listanum að
birta í fréttatilkynningu að tveir
menn mér ókunnugir hafi talað um
það sín á milli í síma að ég væri
„tengiliður milli stjórnmála og
fjölmiðla". „Þá er orðið hart um
skít“, sagði Káinn í þekktri stöku.
Hart er orðið um skít hjá R-listan-
um að bera svona rugl á borð eftir
ekki betri heimildum.
Því miður hef ég ekki lagt mikið
af mörkum í þessari kosninga-
baráttu. Ég sé þó að ég hef komið
við kaunin á R-listanum með nál-
arstungum í Morgunblaðinu. Ég
óska listanum til hamingju með
Hrannar og Helga.
Magnús Óskarsson."
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi athugasemd frá stjórn
Blindrafélagsins, samtaka blindra og
sjónskertra á Islandi:
„Til að forðast misskilning vegna
greinar eins starfsmanns
Blindrafélagsins, er birtist í Morg-
unblaðinu hinn 20. maí, vill stjórn
Blindrafélagsins, samtaka blindra og
sjónskertra á íslandi, koma því á
framfæri að félagið tekur ekki
pólitíska afstöðu með eða á móti
stjórnmálaflokkum eða stjórnmála-
samtökum. Innan félagsins er fólk er
aðhyllist ólíkar stjómmálaskoðanir
en hefur það sameiginlega markmið
að vinna að hagsmunamálum síns
hóps. Einstakir félagsmenn sem
kjósa að tjá skoðanir sínar á mönn-
um og málefnum á opinberum vett-
vangi gera það sem einstaklingar en
ekki sem talsmenn Blindrafélags-
ins.
Helgi Hjörvar formaður,
Ómar Stefánsson
varaformaður,
Ágústa Eir Gunnarsdóttir
ritari,
Halldór S. Guðbergsson
stjórnarmaður,
Karen Friðriksdóttir
stjórnarmaður.“